Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 13
Það var mjög fagurt haustveður þegar Björn Th. Björnsson, listfræðingur, rölti með okkur um Hólavallagarð- inn og sagði okkur brot úr sögu kirkjugarðsins. Það var staldrað við hjá einstaka leiði og Björn rifjaði upp sögu þess sem þar hvíldi auk þess sem hann sagði frá þeim mis- munandi stílbrigðum sem grafsteinarnir eru skreyttir með og útskýrði hin ýmsu tákn sem í garðinum má finna, en í næstu viku kemur út hjá Máli og menningu bókin Minningarmörk í Hólavallag- arði, sem Björn hefur ritað en Ijósmyndir eru flestar teknar af Pétri Maack. Kirkjugarðurinn á Hólavelli var vígður 23. nóvember 1838 og á hann því 150 ára afmæli nk. miðvikudag. Kisturnar notaðar í eldivið „Það var orðið löngu tímabært að finna nýjan'stað til þess að jarða Reykvfkinga því gamli kirkjugarðurinn við Kirkjubrú var orðinn svo útgrafinn að víða voru fjórar kistur í gröf. Var jafnvel timbrið úr kistum sem upp komu gefið til fátæklinga í eldivið. Þá var einnig mikill vatn- sagi í garðinum og flæddi iðulega um grafirnar. Hugmyndin af kirkjugarði hér á Hólavelli er komin frá dönskum aðalsmanni, Lorentz Angel von Krieger, sem varð stiftamtmaður hér árið 1829. Hann hafði gert jarðvegsrannsóknir og teiknað kirkjugarð hér á holtið. íslenskir ráðamenn voru þó ekki hrifnir af þessari hugmynd og settu m.a. fyrir sig fjarlægðina frá dómkirkj- unni, enda töluverður gangur með kistur þaðan og hingað upp á holtið, í misjöfnu veðri. Á 19. öld var ætíð gengið með kisturnar." Vökumaður Björn stoppar fyrst við leiði Erlends í Unuhúsi og bendir á legstein sem Sigurjón Ólafsson hjó út ígrástein. Hann segir þetta verk vera undanfara stóru Björn Th. Björnsson, við baulastein Sigurðar forna Vigfússonar, fomminjavarðar íslendinga. Haugurinn sem steinninn hvílir á er gerður úr steinum yfir brúna á læknum fyrir framan Gimli. Myndir Jim Smart. málmverkanna við Höfða og Hagatorg. Og áfram er rölt og Björn rek- ur söguna: „Það liðu nokkrir mánuðir frá því að garðurinn var tilbúinn og þar til hann var vígður og ástæðan var sú að enginn vildi láta jarð- setja sína nánustu fyrstan manna í kirkjugarðinum. Það er gömul þjóðtrú að sá sem fyrstur er grafinn í nýjum kirkjugarði verði vökumaður garðsins. Hann rotn- ar ekki og kemst ekki yfir á annað tilverustig, heldur vakir hann yfir garðinum og tekur á móti þeim sem þar eru grafnir. Vökumaður er rjóður í andliti, sem lifandi menn og segir sagan að hann sé rauðklæddur. Það var heldur ekki sama hver yrði fyrst jarðsettur í garðinum, því yfirvöld vildu ekki að það yrði einhver tómthúsmaður eða ó- giftar kvensniftir, þar sem sam- tímis færi fram vígsluathöfn garðsins. Það var ekki fyrr en Þórður Sveinbjörnsson, dóm- stjóri, bauð að eiginkona hans, Guðrún Oddsdóttir, yrði jörðuð í Hólavallagarði, að hægt var að vígja garðinn. Guðrún var tvígift. Fyrri eigin- maður hennar var Stefán Step- hensen amtmaður á Hvítár- völlum. Stefán hafði ráðið Þórð sem skrifara sinn og sex árum seinna sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk það- an lagaprófi árið 1820. Sama ár dó Stefán amtmaður og kvæntist þá Þórður Guðrúnu. Þau settust að í Hjálmholti í Flóa og var Þórður sýslumaður Árnessýslu. Þar eignaðist Guðrún 5 börn og létust þau öll. Það er næsta ör- uggt að það var hugsýki sem gerði út af við hana. Hún lést 11. nóv- ember 1838, 59 ára gömul og var jarðsungin að viðstöddu miklu fjölmenni 23. nóvember. Þá voru Reykvíkingar um 800 talsins en við útförina voru um 2000 manns og hafði slíkur mannfjöldi aldrei áður safnast saman við neina at- höfn hér á landi.“ Ritvillur á leg- mörkum Á leiði Guðrúnar er stór járn- kross með nýgotneskum arm- krossum og stendur hann á tvö- faldri undirstöðu. Krossinn er Föstudagur 18. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.