Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 14
Járnöldin Skammt frá leiði vökumanns- ins má sjá nokkra járnkrossa, sem standa hlið við hlið. Björn segir að þessir krossar hafi verið fluttir af leiðunum þegar stígur- inn í gegnum garðinn var breikkaður. Hann segir að menn beri alltof litla virðingu fyrir þess- um krossum, en þeir séu merkur vitnisburður um iðnbyltinguna Minningarmark Steingríms biskups Jónssonar, sem Jón Sigurðsson forseti lét en hennar nafn er einnig á legsteini í Skálholti. gera. Nafn Valgerðar Jónsdóttur, eiginkonu Steingríms, er aftan á legmarkinu, og þóttu því fínir á sínum tíma. „Járnöldin hérna stóð mjög stutt: Hún hófst 1838, þegar fyrsta útförin er gerð hér og stóð í rúmlega 30'ár. Hér er minningar- mörk Steingríms biskups sem dó árið 1845. Þessi minningarmörk biskupsins er feikilega fínn hlutur úr málmi. Á hana er steyptur biskupsbagall hans og heiðurs- krans. Þetta lét Jón Sigurðsson vinna. Hann var áður skrifari Steingríms og hafði miklar mætur á honum. Það lýsir Jóni Sigurðs- syni mjög vel, að Steingrímur skrifaði sig Johnson. Jón er svo wm/fí Við höfum opnað nýjan bílasal fyrir notaða mikill íslendingur að hann skrifar Jónsson. Jón hefur ekki viljað gleyma Valgerði Jónsdóttur eiginkonu Steingríms og matmóður sinni. Hún var fyrrum biskupsfrú í Skál- holti, kona Hannesar Finnssonar í Skálholti. Hann vissi auðvitað að hún myndi einhverntímann deyja einsog aðrir menn og lét því setja stjörnu og krans aftan á leg- markið til þess að geta komið Valgerði fyrir. Þetta er mjög merkilegt því frú Valgerður Jóns- dóttir er sfðasta biskupsmatróna sem gengur með lykla Skálholts við belti. Þegar hún fer af Skál- holti og stefnir til Reykjavíkur, þá er sögu Skálholts Iokið. Eitt er skrýtið líka, að nafn hennar er á öðrum legsteini í Skálholti, því menn bjuggust við að hún yrði jörðuð þar, en eftir að Hannes illa tilfundið. Um þetta deildu menn í bréfum fram og aftur þangað til þessu var skotið til þess myndhöggvara sem hjó steininn og teiknaði hann, Brynjulfs Bergslien, norsks myndhöggv- ara, sem gerði vangamynd Jóns. Hann kom með þessa ágætu lausn að hafa bara nafn Jóns á steininum, en hafa svo legstein fyrir framan varðann með nöfnum þeirra beggja. Þannig var það leyst.“ íslensk endurreisn Við röltum áfram og Björn bendir á að margir legsteinar séu í óreiðu og að í garðinum megi finna allar tegundir af steinum og stílbrigðum. búinn til í Danmörku og er áletr- un steypt í hann: Hér hvílir Gud- rún Oddsdóttir, Frú Sveinbjörns- son. 59 ára gömul. Á undirstöðu krossins er mynd af lampa með logandi eldi og samskonar lampi er aftan á undir- stöðunni. „Lampinn hefur ýmsa táknræna merkingu. Með forn- grikkjum var logandi lampi tákn sálarinnar og í Biblíunni táknar hann sannleikann. f táknfræðinni sameinar lampinn bæði Vöku og Nótt þannig að hittnara tákn á leiði vökumanns garðsins er ekki til.“ Björn sagði að ritvillur væru mjög algengar á krossum og leg- steinum frá þessum tíma, þar sem . handskrift átti á hættu að vera ' mislesin í Danmörku. Ein slík villa leynist ef til vill á plötunni á sökkli kross vökumannsins. Þar segir: á garði þessum grafin fyrst allra 23ia Novembr 1938. Matth. V, 8. Björn telur að „á garði þess- um“ hafi sennilega átt að vera „í garði þessum.“ bíla að Brautarholti 33, undir nafninu: Af því tilefni vekjum við athygli á eftirfarandi: Stærsti bílasalur hérlendis — tekur yfir 100 bíla ••• lölvuvædd birgðaskrá og söluskráning • •• Allir bílar inni — í björtu og hlýju húsnæði ••• Prufuakstur beint úr bílastæði í salnum ••• i <0 Aðeins bílar í góðu ástandi ••• Þjálfaðir sölumenn — hröð og örugg þjónusta • •• Verið velkomin á Bílaþing að Brautarholti 33 HEKLA hf. Finnsson dó varð hún biskupsfrú öðru sinni, á Laugarnesi við Reykjavík.“ Deilan um Ingibjörgu Skammt frá leiði Steingríms biskups og Valgerðar er leiði Jóns forseta. „Um legstein Jóns Sigurðs- sonar urðu átök um það hvort nafn Ingibjargar konu hans ætti að standa á honum líka. Sumir voru Ingibjargar menn og vildu að nafn hennar stæði líka á hon- um. Öðrum fanns það ákaflega „Þetta er nú mesta minjasafn sem íslendingar eiga á opinber- um vettvangi. Hér er t.d. íslenska endurreisnin í þessum rúnasteini á haug. Hér hvílir Sigurður forni, Vigfússon, fornminjavörður ís- lendinga. Menn vildu reyna að búa sér til eigin íslenskan stíl og notuðu rúnirnar og þetta gamla munstur af fjölinni í Þjóðminja- safninu. Haugurinn sem steinninn hvílir á er eiginlega brúin yfir lækinn fyrir framan Gimli. Þegar lækur- inn var fylltur þurfti ekki lengur steinana yfir brúna þannig að þeir voru gefnir hingað og mynda þennan litla haug. 14 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.