Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 25
 D/EGURMÁL í s n ■ ■ o r u Stranglers eru betri lifandi en dauðir. Eða um það hvers vegna þú mátt ekki missa af ákveðinni plötu Hver sá sem biður um að láta hengja sig getur ekki gert það af neinni annarri ástæðu en að það sé hunang í snörunni? Og þannig er því einmitt farið með ákveðna plötu með the Stranglers sem kom út snemma á þessu ári. Hún beinlínis kallar á að þú hengir þig ekki um of í eldri Stranglers út- setningar á lögum sem þú hefur annars hingað til talið heilagar. Hér er að sjálfsögðu í fyrsta lagi talað til eldri aðdáenda hljóm- sveitarinnar en full ástæða er til að ýta við þeim sem hingað til hafa ekki áttað sig á hvað Strang- lers eru fantagóðir. Umrædd plata er „All live and all of the night“, tónleikaplata tónleikanna sem við misstum af hér um árið. En það er engin ástæða til að fara í fýlu þó að Stranglers sjái sér ekki fært að mæta á Listahátíð Bubba kóngs þegar hljómsveitin gefur út hljómleikaplötu sem er betri en nokkurt afmæli í þessari brjáluðu vesælu borg. Meiningin er semsagt sú að minna fólk á plötu sem ekki má vanta í safn þeirra sem vilja að aðrir haldi að þeir fylgist dálítið með. Þessi hljómleikaplata hefur að geyma flest bestu laga Strang- lers en það sem best er að sum þessara laga eru miklu betri á hljómleikaplötunni en á upp- runalegum upptökum. Þannig eru til dæmis „North winds, Golden brown“ og „Spanish girl“, betri en einlægir aðdáendur þessara ólátabelgja eiga að venj- ast. „All live and all of the night“ er ósköp einfaldlega plata sem þú getur komist hjá að kaupa en get- ur ekki liðið vel án. Sannkallað hunang í snöru, ef þig langar til að vera hátíðlegur einu sinni. -hmp Kamarorghestar skeiða fram á rokkvöllinn eftir langt hlé með nýja plötu fyrir jól. Feitir bitar frá Gramminu Svarthvítur draumur kveður gítarleikara sinn Steingrím Birg- isson með fjögurra laga plötu sem heitir „Bless“. Ekki er þó öruggt að hér sé um svanasöng draumsins að ræða þar sem Birgir Baldursson og Gunnar Hjálmars- son ætla að halda samstarfi sínu áfram. Svarthvítur draumur er orðin ein lífseigasta rokkhljóm- sveit landsins, hefur starfað allt frá nýbylgjuuppsveiflunni í byrj- un áratugarins og margir munu sakna þeirra úr rokkflórunni kveðji þeir að fullu. Grammið mun einnig sjá um dreifingu á nýrri plötu frá þung- arokkshljómsveitinni Artch, en þar er Eiríkur Iíauksson í farar- broddi. Platan er talin af bresk- um þungarokkstímaritum vera besta þungarokksplata ársins í Bretlandi. Tímaritið Kerran gef- ur plötunni 5k sem samsvarar 5 stjörnum og Metal force gefur henni 100 stig af 100 mögulegum. Artch er norsk hljómsveit en Eiríkur býr í Noregi um þessar mundir. Platan kemur út í Bandaríkjunum í febrúar og er spáð góðu gengi þar. -hmp Grammið gefur út 5 forvitni- legar plötur fyrir þessi jól. Þar ber einna hæst dúett þeirra Bubba Morthens og Megasar „Bláir draumar“, en formlegur útgáfudagur þeirrar plötu verður 1. desember. Það mun kveða við nokkuð annan tón hjá þeim fé- lögum en gert hefur að undan- förnu og segir Ási í Gramminu gripinn vera blúsaðan á köflum með örlítilli kaldastríðstilfinn- ingu. Valinkunnir djassarar leika undir með Bubba og Megasi. Tómas Einarsson spilar á bassa, Jón Páll Bjarnason á gítar, Karl Sighvatsson á Hammondorgel, Össur Geirsson á básúnu, Ólafur Flosason á óbó, Birgir Baldurs- son á trommur og Daninn Kenn- eth Knudsen á píanó og hljóm- borð. En Knudsen er í tríói Nils Henning. „Serbian flower“, fyrsta plata Bubba í Skandinavíu kom út þar fyrir skömmu. Platan hefur feng- ið mjög jákvæða dóma í sænsku pressunni og mikla athygli og ják- væða dóma í Noregi. Bubbi er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem ákveðið var að Cristian Falk myndi stofna band með Bubba og fara í hljómleikaferð með honum um Skandinavíu og kannski víðar til að kynna „Serbian flower“. Á plötunni er úrval bestu rokklaga Bubba frá síðustu árum. Platan kemur út á íslandi fyrir mánaða- mótin. Kamarorghestarnir brokka aftur fram á rokkvöllinn eftir nokkurra ára hlé. Ástæða er til að bíða plötu þeirra með eftirvænti- ngu. Tónlistin á nýju plötunni mun vera ólík því sem er að finna á gæðagripnum „Bísar í banast- uði“ og má væntanlega þekkja handbragð Hilmars Arnars Hilm- arssonar sem er upptökustjóri plötunnar. Vonandi gæta Kamar- orghestar frumupptöku nýju plötunnar betur en þeirrar fyrri. En upptökumenn í Danmörku tóku yfir frumupptökur „Bís- anna“ þannig að hún var aldrei pressuð í meira en 1000 ein- tökum. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.