Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 30
Hvað á aö gera um helgina Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga t>aö liggur alveg ljóst fyrir aöég verð heima hjá mér laugardag og sunnudag, þar ætla ég aö undir- búa mig fyrir næstu viku sem verður sannkölluð fundavika'hjá mér. Nei það verða engar bíó- eða leikhúsferðir þessa helgi. Vinna og aftur vinna sem bíður mín. Munur er bara sá að um helgina vinn ég heima og það kann ég vel við, eins ætla ég að sofa út báða dagana. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Kjur- egej Alexandra opnar myndlistarsýn- ingu í dag kl. 17. Sýningin, sem er helguð minningu Magnúsar Jóns- sonar kvikmyndaleikstjóra, stendurtil 1. desember og verður opin virka daga kl. 12-22, og kl. 14-22 um helg- ar. FÍM -salurinn, Garðastræti 6, Björg Atladóttiropnarmálverkasýningu á morgun kl. 14. Sýningin stendur til 4. desember og verður opin daglega kl. 14-19. Gallerí Borg, Kristján Davíðsson sýnir nýjar olíumyndir. Sýningin stendur tii 29. nóvember og er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, Margrót Jónsdóttir opnar sýningu á vatnslita- og olíuverkum á pappír á morgun kl. 15. Sýningin stendur til 4. desember og verður opin þriðjudaga tilföstudagakl. 12-18,ogkl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna sem að galleríinu standa. Opið kl. 12- 18alla virkadaga. Gallerí List, nýjar grafík-, vatnslita-, silkimyndir auk Rakú keramiks til sýnis og sölu kl. 10-18 virka daga og kl. 10:30-14 álaugardögum. Gallerí Svart á hvitu, Laufásvegi 17, Jón Óskar sýnir málverk unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 27. nóvember.galleríiðeropiðkl. 14-18, alla daga nema mánudaga. Gangurlnn, Rekagranda8, Gerwald Rockenchaup sýnir innsetning sinn (installation) út nóvembermánuð. Sýningartímar eftir samkomulagi. Hafnarborg, Strandgötu 34, Flafnar- firði, Litli salurinn: Sýning á verkum Halldórs Árna Sveinssonar er opin daglega kl. 14-22 og lýkur 27. nóv- ember. Aðalsalur: Málverk í eigu stofnunarinnar, hluti af málverkagjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Hótel Borg, sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar stendur út nóvem- ber. Hótel Selfoss, Svava Sigríður Gestsdóttir sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir í anddyri hótelsins. Sýningin, sem stendurtil 27. nóvem- ber, er opin daglega til kl. 22. Kjarvalsstaðir, Austursalur, Jón Baldvinsson opnar málverkasýningu ámorgunkl. 14. Kjarvalsstaðireru opnirdaglegakl. 14-22. Listasafn ASÍ, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýnir myndverk úr ull. Sýningin er opin kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar, og lýkur á sunnudagskvöld, 20. nóvember. Listasafn Einars Jonssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, salur 2, sýning á kyrralífsmyndum Kristínar Jónsdóttur stendur til 27. nóvember. Salir 1 og 5, verk í eigu Listasafnsins eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving. Á efri hæð hússins eru sýnd ný að- föng, skúlptúrar og málverk eftir ís- lenska listamenn. Á sunnudaginn kl. 15 fer fram leiðsögn um sýningarnar. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer framáfimmtudögumkl. 13:30, og er mynd nóvembermánaðar Uppstill- ing, eftir Kristínu Jónsdóttur. Lista- * safnið er opið alla daga nema mánu- daga, kl. 11-17. Myndbandasýningar ífyrirlestrarsal: Konan í listÁsmundar Sveinssonar verður sýnd í dag, á morgun Syrpa, 11 íslenskir mynd- listarmenn, ásunnudaginn Galdurinn og leikurinn, mynd sem sjónvarpið gerði í ár um fjóra unga myndlistar- menn. Llstasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, yfirlitssýning á 50 verk- um Sigurjóns, þar á meðal myndir sem aldrei áður hafa verið sýndar hér á landi. Safnið og kaffistofan eru opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17, tekið á móti hópum eftir samkomu- lagi. Mokka v/Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir postulínslág- myndir og málverk um óákveðinn tíma. Norræna húsið, Anddyri: Land- mótun og byggð í fimmtíu ár, sýning á 50 svart/ hvítum loftmyndum úr safni Landmælinga islands stendur til 20. nóvember. Kjallari: Málverkasýning Björgvins Björgvinssonar stendur til 27. nóvember og er opin virka daga kl. 16-22, og kl. 14-22 um helgar. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Bragi Ás- geirsson opnar sýningu á teikningum frá árunum 1950-60, og tíu nýjum steinþrykkum, á morgun kl. 14. Sýn- ingin stendur til 30. nóvember og verður oþin virka daga kl. 10-18, og kl.14-18um helgar. Nýlistasafnið, Kristinn Guðbrandur Harðarson oþnar sýningu á skúlþtúr- um, útsaum og lágmyndum á morgun kl. 16. Sýningin stendur til 4. desemb- er og er oþin virka daga kl. 16-20, og kl. 14-20um helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Asgríms stend- ur til febrúarloka 89. Safnið er oþið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardagakl. 13:10-16. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur til 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16allavirkadaga. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, fslensk ull 1988, sýning Huldu Jósefsdóttur um stöðu íslenskrar ullar í dag stend- urtil sunnudags, 20. nóvember, og er opindaglegakl. 14-18. Undir pilsfaldinum, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3,Örn Karlsson sýnir klippimyndir. (tengslum við sýning- una, sem stendurtil sunnudags- kvölds, 20. nóvember. í tilefni loka- dagsins efnir Jónas Vest til tónleika í galleríinu á sunnudagskvöldið kl. 21. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóar- konunnar, í kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16, mánudagskvöld kl. 20:30. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, á sunnudaginn kl. 15, miða- salahefstkl. 13. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, aukasýningar á morgun kl. 14 ogsunnudag kl. 16. Leikfélag Keflavíkur, Glóðinni, Keflavík, Erum við svona?, frumsýn- ing í kvöld kl. 21, önnur og þriðja sýn- ing laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Leikfélag Reykjavíkur, Sveitasin- fónía, í kvöld og annað kvöld kl. kl. 20:30. Leikhúsið í Djúpinu, Óvinurinn, sunnudags til fimmtudagskvöld kl. 21. Leiklistarskóli fslands, nemendur þriðja bekkjar kynna Mávinn, (kvöld kl. 20, á morgun kl. 16. Litla leikfélagið, Garðinum, Himna- ríki Hitlers /Ótti og eymd í þriðja ríkinu: Gyðingakonan, Sþæjarinn og Krítar- krossinn, sunnudagskvöld kl. 21. Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, Ævin- týri Hoffmanns, í kvöld og annað sunnudagskvöld kl. 20. Stórog smár, frumsýningu frestað til miðvikudags. Gamla bíó, Hvar er hamarinn? á morgun kl. 15. TÓNLIST Heiti potturinn Duus-húsi, jasstón- leikar á sunnudagskvöldið kl. 22, dú- ettinn Yours Roughly, Christian Ro- vergítarleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari flytja nýja og nýstárlega jasstónlist. Gerðuberg, Ijóðatónleikar á mánu- dagskvöldið kl. 20:30, Rannveig Bragadóttir syngur lög eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Mahler og de Falla. Undirleikari er Jónas Ingi- mundarson. Tunglið, Kamarorghestar halda tón- leika í kvöld í tilefni hljómplötunnar Kamarorghestar ríða á vaðið, en hún kemurútánæstunni. Undir pilsfaidinum, Jónas Vest efn- ir til tónleika á sunnudagskvöldiö kl. 21, ýmsir fulltrúar Glötuðu kynslóðar- innar koma fram: Hin Kvalráða Meg- inuppistaða Kamarorghesta Jónasar Vest, Kamarorghestar Jónasarog Benóný Ægisson, sem eiga fátt eitt skylt með þeim Kamarorghestum sem nú eru starfandi. Hótel ísiand, Brian Poole og hljóm- sveit hans skemmta í kvöld og annað kvöld. Húsið verður oþnað kl. 22:30. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, sovéska kvik- myndin Komdu og sjáðu (Idí í smatrí), verður sýnd í þíósalnum á sunnudag- inn kl. 16. Myndin hlautgullverðlaun á 14. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu síðasta ár. Leikstjóri er Élem Klimov. Enskirtextar, aðgangurer ókeypis og öllum heimill. Hvað er gagnrýnin hugsun? Páll Skúlason heldur fyrirlestur á vegum Norræna Sumarháskólans í stofu 101, Lögþergi á morgun kl. 14. Um- ræður og kynning á starfi skólans eftir fyrirlesturinn. Mál og málfræði, máiþing Málfræði- félagsins verður í stofu 101, Odda á morgun og hefst kl. 9:10. Ellefu erindi verða flutt. Þingið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á íslensku máli. Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir hádegisverðarfundi á Hallveigarstöðum ámorgun. Hall- dóra Ólafsdótir geðlæknir fjallar um geðheilsu kvenna. Hádegisverður kostar 700 kr. bandalagskonur eru beðnar um að tilkynna þáttöku í símum 19383 eða 37057. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ á morgun. Félagsfundur hefst kl. 13:30. Danskennslakl. 17:30-20:30, eftir það diskótek. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 frá kl. 14 á sunnudaginn. Frjálst spil og taf I, dansað kl. 20-23:30. Opið hús í Tónabæ frá kl. 13:30 á mánudaginn, félagsvist hefst kl. 14. Breiðfirðingafélagið heldur 50 ára afmælishátíð og árshátíð í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Húsið opnað kl. 19, borðhald kl.20. Mælsku- og rökræðukeppnl III ráðs I.T.C. á fslandi verður haldin að Hótel Lind, Rauðarárstíg, Reykjavíká sunnudaginn kl. 13:30.1.T.C. deildin Seljur leggja fram tillögu um að skylda bera fólk til að versla í sinni heimabyggð. Andmælendur eru I.T.C. Björkin í Reykjavík. Allir vel- komnir. Áhugahópur um kyrrðardaga gengst fyrir klassískri messu og tíða- gjörð í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Biblfuerindi í Neskirkju, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessorflyturerindi um fyrstu kafla 1. Mósebókar í safnaðar- heimili kirkjunnar á sunnudaginn kl. 15. Ferðafélag íslands, dagsferð á Helgafell á sunnudaginn kl. 13. Verð 600 kr. Brottförfrá Umferðarmiðstöð, austanmegin, farmiðar við bíl, frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna í fyrramálið kl. 10 frá Digra- nesvegi 12. Útivist, Bláfjallaleiðin kynntásunnu- daginn kl. 13, verð 600 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna, brottför frá BSÍ, bensínsölu. HARALDSSON Einokunin endurvakin Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að minnast á sam- keppni Sjónvarpsins og Stöðvar 2 um útsendingar á handbolta- leikjum í 1. deild í vetur og allir búnir að fá hundleið á því. Samt vil ég koma því á framfæri að mér finnst 1. deildarfélögin hafa farið illa að ráði sínu að veita stöðinni einokunarrétt á leikjunum. Þegar deilan stóð sem hæst heyrði ég landsbyggðarmann leggja þá spurningu fyrir hand- boltafrömuð í Dægurmálaút- varpinu hvort hann myndi taka tilboði um 5 miljónir króna frá einhverjum aðila sem hygðist alls ekki ætía að sýna leikina í sjón- varpi heldur þvert á móti koma í veg fyrir að þeir yrðu sýndir. Þetta fannst handboitafrömuðin- um alveg út í hött og sagðist ekki ansa svona vitleysu. Þessi spurning er hreint engin vitleysa því þannig lítur dæmið út í augum fjölmargra handboltaá- hugamanna, jafnt þeirra sem búa utan geisla Stöðvar 2 sem hinna lyklalausu. Með samningnum við Stöð 2 eru 1. deildarfélögin að koma í veg fyrir að við sjáum þessa leiki, að frátöldum 3 mínút- um sem Sjónvarpið má sýna í fréttum. Þetta dæmi verður enn fárán- legra ef það er sett í samhengi við umræðuna um „frjálsa fjölmiðl- un“ og afnám ríkiseinokunar á ljósvakanum fyrir nokkrum árum. Þá skildist manni á boð- berum frelsisins að þeir væru allir af vilja gerðir að fjölga þeim kost- um sem almenningur gæti valið um. Með samningnum við Stöð 2 er beinlfnis verið að fækka þess- um kostum fyrir stóran hluta al: mennings í landinu. Var þá ekk- ert að marka umræðuna hér um árið? Var kannski tilgangurinn sá einn með öllu bröltinu að fjölga einokunarfyrirtækjunum? Þessi slagur um handbolta- leikina leiddi huga minn til Bret- lands þar sem á hverju ári er tek-1 ist á um réttinn til að sjónvarpa frá knattspyrnuleikjum í ensku 1. deildinni. Allt þangað til á þessu keppnistímabili hefur ríkissjón- varpið, BBC, staðið uppi sem sig- urvegari í þeim mikla peninga- slag en nú mátti ríkisþursinn lúta í lægra haldi fyrir óháðum stöðv- um sem buðu knattspyrnufélög- unum hærri greiðslur fyrir sýn- ingarréttinn. Sá er hins vegar stóri munurinn að þessar óháðu stöðvar eru opnar öllum íbúum Bretlandseyja sem eiga venjulegt sjónvarpsloftnet. Það þarf engan lykil. Mér finnst það fyrirkomulag að hafa ríkisútvarp og -sjónvarp sem allir landsmenn eiga aðgang að og geta gert kröfu til hafa sannað gildi sitt núna í tvígang með stuttu millibili. Fyrra skiptið var þegar Stöð 2 sýndi norsku myndina um kynferðislegt of- beldi gegn börnum. Þar var um að ræða mynd sem þegar hafði vakið athygli vegna umfjöllunar „ Varþá ekkertað marka umræðuna hérum árið ? Varkannski tiigangurinn með öllu bröltinu sá einn að fjölga einokunarfyrirtækjunum?" fjölmiðla. Þegar svo kom upp úr kafinu að ekki ættu allir að fá að sjá þessa mynd varð allt vitlaust og Stöð 2 sá sitt óvænna og sýndi myndina í ólæstri dagskrá. Að öðrum kosti hefði stöðin verið að takmarka lýðræðislegan rétt fjölda fólks til að mynda sér skoðun um mál sem snertir okkur öll. Seinna tilvikið var í tengslum við handboltann. Þegar samn- ingagerðin spurðist út brugðust þeir hart við sem höfðu keypt happdrættismiða Handknatt- leikssambandsins eða lagt sitt af mörkum á annan hátt til að styrkja „strákana okkar“ svo þeir kæmust til Suður-Kóreu. Og hvar leitaði reiðin útrásar? Jú, í Ríkis- útvarpinu. Þeir áttu ekki orð starfsmenn Dægurmáladeildar Rásar tvö yfir því hversu hörð og víðtæk viðbrögðin við einokun- arsamningnum voru. Símalínurn- ar voru rauðglóandi. í báðum þessum tilvikum kom gildi Ríkisútvarpsins ótvírætt í ljós. Einungis þar er hægt að tryggja að umræðan um mikilvæg málefni nái eyrum og augum alls almennings. Og þegar fjöldanum blöskrar er Ríkisútvarpið sá vett- vangur sem eðlilegast er að nota til að fá útrás fyrir reiðina. Og til að ræða málin. Þetta sýnir að fólk treystir engum betur en Ríkisút- varpinu. Því hverjum hefði dottið í hug að ræða málin á Stjörnunni? 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.