Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 32
Seinnifréttatitr- ^^mmmmmmmmmmm^^m^mmmmmmmmmmrj ingur í sjónvarpi Sjónvarpið tók aftur upp seinni fréttir í haust í endur- bættu formi. Sérstakur frétta- maður, Árni Þórður Jóns- son, var fenginn í verkið og miðað við að þar væru nýjar fréttir og ekki einungis uppt- ugga úr áttafréttum með síðari viðbótum einsog í fyrra- vetur. Það er mál manna að þetta hafi gengið nokkuð vel hjá Árna Þórði og félögum, en uppá Sjónvarpi hefur verið heitt í kolunum vegna máls- ins. Fréttadeildin hefur nefni- lega lagt áherslu á að seinni- fréttirnar fengju að vera ná- kvæmlega klukkan ellefu núll núll, öðruvísi ynnu þær sér ekki fastan stað í hugum á- horfenda, en á dagskrárdeild og víðar er óánægja með að þurfa að rjúfa dagskrá á þess- um tíma hvernig sem á stend- ur, og er á það bent að þetta fyrirkomulag kunni að stang- ast á við útvarpsréttarreglur þarsem seinni fréttunum fylgi nokkurt auglýsingaflóð. Og hangir nú uppi undirskriftalisti í Sjónvarpshúsinu gegn ell- efufréttunum. Enn hefur eng- in lausn fengist, en það vakti athygli að fréttirnar voru í vik- unni látnar bíða nokkrar mín- útu eftir því að annað dagskrárefni kláraðist.B Villt vinstur hjá krötum Kratar ætla að taka upp þá nýbreytni á flokksþinginu um helgina að hafa litla fundi „til hliðar" við þingið, og má þar hver og einn koma, hlusta og viðra sína skoðun. Það verða fundir um verkalýðsmál, byggða- og atvinnumál, en mesta athygli vekur fundur á laugardag laugardag um „villta vinstrið" þarsem spurt er um stóra jafnaðarmanna- flokkinn. Þessi fundur mun hafa verið ákveðinn áður en „lifrarsamlag", þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars varð til í eldhúsinu hjá Bryn- dísi en magnast upp við þær hugleiðingar, ekki sist nú þeg- ar snurður eru sem óðast að hlaupa á þráðinn milli alla- balla og krata í stjórnarsam- starfinu. Framsögumenn eru vel valdir: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem hafði ýmis kynni af ysta vinstri kanti áður en Kvennalistinn kom til, Ósk- ar Guðmundsson Þjóðlífsrit- stjóri og fyrrverandi Þjóðvilja- maður, sem stendur með annan fótinn innan Alþýðu- bandalagsins og hinn utan, og Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur, sem er af traustum krataættum en segist núorðið gera upp hug sinn til flokkanna í kjörklefan- um. Gæti orðið fjörugt. „Villta vinstrið" var annars fyrst not- að um litlu róttæknishópana til vinstri við allt og alla fyrir rúm- um áratug, og þótti ágætis- heiti, nema hvað menn fóru að rugla eitthvað um laka og kepp og önnur meltingarfæri. En fundurinn á morgun verður einmitt yfir hádegisborðum á Hótel íslandi.B Quelle-klúður Nýr vörulisti frá Quelle hef- ur verið borinn út í ýmis hverfi í höfuðborginni og vekur at- hygli fyrir óvenjulegan subbu- skap í málfari, -þýðingar- klúðrið og smekkvísisskortur- inn er nánast hlægilegur að ekki sé minnst á prentvillurn- ar. Þar er á fyrstu síðu auglýst þægileg undir- og yfirhöfn, og.skömmu síðar kemur verð- listi um sígildar rúllukraga- peysur í 8 samsetninga- hæfum einlitningum. Til að fá fallegra híbíli er upplagt að panta sér 4 íþyngingar fyrir borðdúk í líki kirsuberjak- örfu, og ef vill má verða sér úti um tvo dúka með mismun- andi, aðlaðandi munstri, í uppgefnum stærðum. Til að vera hvorki íþyngd né uppgef- in klæðir húsmóðirin hjá Qu- elle sig í fagonné-blússu sem gædd er bæði 2 skrautvasabrotum og út- hugsuðum vestisendum. Þá fást kjólar með strjúkmjúku flauelsútliti, sokkabuxur í verðhagstæð- um 10 stykkja pakka og ök- klasokkar í 5 konar úrvali. Þarna eru líka auglýstir vara- litar, hreinsupinnar á elda- vélahellur, hrærivélar með hraðleysihnappi og 2 hnoð- akrókum, að ógleymdum kraga- eða háskólabolun- um sem eru auglýstir undir fyrirsögninni samsetningafj- ör fyrir nútíðarfólk, og fylgir með yfirlýsingin: „Þessa þægilega samsetningarvini í nýjustu tískulitum árstíð- arinnar mætti ekki vanta í neinn fataskáp." Öll tilboð úr hreinni bómull, en með fyrirvara um trugsanlegar verðbreytingar. [ viðtali við Tímann sögðu nýorðnir samstarfsmenn Qu- elle á íslandi að svona mistök yrðu aldrei gerð aftur, og það er víst eins gott.B Jóhanna nýtir óvissuna Qvissan er að verða eitt af helstu vopnum í pólitíkinni þessa daga. Ríkisstjórnin not- ar óvissuna um þingmeiri- hluta sinn til að rugla radarinn hjá stjórnarandstöðunni, Ás- mundur Stefánsson hefur notað þögnina og óvissuna sem hemil á aðra hugsanlega foriltannskandídata, og Jó- hanna Sigurðardóttir vara- formaður Alþýðuflokksins hefur magnað í kringum sig dularfulla þoku með því að segja hvorki til né frá um fram- haldið. Þannig hefur hún fengið útrás fyrir óánægju með samstarfið við Jón Bald- vin Hannibalsson formann án þess að skapa öðrum færi á að berjast fyrir varafor- mennskunni í alvöru. Það eru nefnd nöfn, - Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Firðinum, Rannveig Guð- mundsdóttir aðstoðarmaður Jóhönnu, Lára Júlíusdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu, nú- og fyrrverandi aðstoðarmaður ASÍ-forset- ans, Jóna Ósk Guð- jónsdóttir forseti bæjar- stjórnar í Hafnarfirði og fleiri, -en langsennilegast er talið að Jóhanna láti klappa sig upp í kosningunni á laugar- dagsmorguninn.B Svarta bókin Til skamms tíma var sú ný- breytni stunduð í frystihúsi Dýrfirðinga á Þingeyri að skrá alla árekstra sem urðu á milli starfsfólks og yfirmanna í þartilgerða svarta bók. Með því móti gleymdist ekkert sem þar gerðist, sem kom sér vel fyrir yfirmennina þegar starfs- menn voru með eitthvert múður. Það þurfti ekki annað en að fletta upp í bókinni góðu ,og þá blasti sakaskráin við. Þetta kalla yfirmenn frysti- hússins venjulega skýrslu- töku en vitað er að í bókina voru skrifaðar persónulegar upplýsingar um starfsmenn og óspart notaðar á þá ef þurfa þótti að mati yfirmann- anna. En fyrir skömmu tóku trúnaðarmenn starfsfólksins á sig rögg og heimtuðu að bókin yrði eyðilögð. Var það og gert í votta viðurvist og hún sett í tætara. Létti þá mörgum en sagan hermir að yfirmenn- irnir hafi litið glaðan dag síðan þeir misstu bókina góðu.B Þú fiiuiur yfirtoði F-tryggingarflesta íveskinuþínu: Ábyrgðartrygging nær nú í fyrsta sinn til allra heims- horna. Tjón sem þú eða þínir valda, t.d. vegna vanrækslu eða mistaka, hvar sem er í heiminum, er bætt af Sam- vinnutryggingum. Ferðatrygging gildir á sama hátt um allan héim. Far- angurstrygging er ávallt innifalin og ef óvænt atvik neyða fólk til þess að snúa heim í miðri ferð bætirferðatryggingin fjárhagslegt tjón af ferðarofi. Og nú er óþarfi að tilkynna sig fyrir hverja ferð—ferðatrygging gildir allt árið um kring -fyr- ir alla fjölskylduna, bæði börn og fullorðna! Eitt símtal er allt sem þarf!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.