Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 1
Ráðhúsið Hvert bílastæöi á miljón Framlag borgarsjóðs íár vegna bílageymslu íkjallara ráðhússins 38 miljónkr. hœrra en til uppbyggingar dagvistarstofnana íborginni. Kostnaðurinn við bílageymsluna í ár 100 miljóhir í hvert bflastæði sem vera á í kjallara ráðhússins verður eytt 770.000 kr. á þessu ári. Hins veg- ar er kostnaður borgarinnar við hvert bflastæði í nýbyggingu við Vesturgötu um 272.000 kr. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudaginn um framkvæmdir á vegum borgar- innar í ár. í ráðhúskjallaranum er gert ráð fyrir að hýsa 130 bíla samtím- is. í greinargerðinni kemur fram að í fjárhagsáætlun fyrir yfir- standandi ár var gert ráð fyrir að nota 76 miljónir kr. í bílageyms- luna. Sú áætlun hefur ekki stað- ist. Nú er gert ráð fyrir að útgjöld á þessu ári verið um 100 miljónir vegna þessara 130 bílastæða, sem er 38 miljónum meira en varið verður í stofnkostnað við dagvist- arstofnanir í borginni á árinu. í greinargerðinni kemur einnig fram að borgin hefur ekki nýtt sér áætluð útgjöld vegna byggingar dagvistarstofnana. Þannig eru um 14 miljónum kr. óráðstafað. Ekkí er víst að þær færist á næsta ár verði ekki hafist handa við framkvæmdir þær, sem þessir peningar voru ætlaðir í. Einnig vekur athygli við lestur skýrsl- unnar að ekki er gert ráð fyrir að nýta að fullu framlag borgarinnar til framkvæmda vegna stofnana aldraðra, en samkvæmt áætlun- inni er gert ráð fyrir að 10 miljóna kr. afgangur verið á þeim lið. Sigurjón Pétursson borgar- Dómkirkjan Tvær konur vígjast Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sjöfn Jóhannesdóttir verða vígð- ar til prestþjónustu af biskupi ís- lands, herra Pétri Sigurgeirssyni, við guðsþjónustu í Dómkirkjunni á morgun, sunnudag, klukkan 11.00. Irma Sjöfn er 27 ára gömul, lauk guðfræðiprófi í haust og víg- ist sem aðstoðarprestur í Selja- sókn í Reykjavík. Sjöfn er 35 ára að aldri og vígist sem aðstoðarprestur í Kol- freyjustaðarprestakalli í Aust- fjarðaprófastdæmi. -Sáf Skák Ósigur Skáksveit íslendinga laut í lægra haldi fyrir gerskum fjand- vinum sínum á ólympíumótinu í gær. Ekki eru lyktir með öllu kunnar því ein skák fór í bið. Úr- slit haggast þó ekki, efinn er að- eins um stærð sovétsigursins. Það er huggun harmi gegn að Jóhann Hjartarson deildi sigri með heimsmeistaranum Garríj Kasparov. Sú skák er birt án skýringa í dag. Sjá síðu 12 fulltrúi vakti máls á því, þegar greinargerðin var rædd í borgar- stjórn, að þar kæmu fram veru- legar breytingar á framkvæmda- áætlun fyrir Nesjavelli. Þannig hefur verið ákveðið að fresta framkvæmdum við kaldavatns- veitu og dregið úr byggingar- hraða stöðvarhússins. Þeim pen- ingum sem á þennan hátt hefðu sparast hefði verið varið í stækk- un stöðvarhússins og gufuveitu. Sigurjón sagði að þessar breytingar á framkvæmdaáætlun, sem væri upp á 103 miljónir kr., hefðu aldrei verið ræddar hvorki í borgarráði né í stjórn veitustofn- ana borgarinnar. Sigurjón sagði það undarlegt að svona viðamikil ákvörðun væri ekki rædd í stjórn veitustofnana sem fer með mál- efni Hitaveitunnar. Einnig vakti Sigurjón athygli á því að fram- kvæmdir við útsýnishúsið á Ös- kjuhlíð væru bókfærðar undir liðnum „annað" hjá Hitaveitunni en í ár er gert ráð fyrir að í þann lið verði varið 126 miljónum kr. -----------------------------------------sg Frá æfingu á Stórum og smáum, veröur þeim Maríu og Árna Pétri fórnað á altari réttrar tímalengdar? Mynd - Jim Smart. Þjóðleikhúsið Frumsýningu _* K\\ Stór og smár orðnir oflangir. Fjórir tímar íleikhúsi ofmikiðfyrir áhorfendur? Frumsýningu, sem fyrirhuguð var á leikritinu Stór og smár eftir Botho Strauss í Þjóðleikhúsinu í kvöld, hefur verið frestað til mið- vikudags. Leikritið er í tíu at- riðum, sem öll lýsa viðkomustöð- um aðalpersónunnar Lottu á ferðalagi hennar í leit að ham- ingjunni. Hamingjuleit Lottu reyndist hins vegar of löng fyrir Þjóðleikhúsið þegar sýningin var komin heim og saman, eða fjórir tímar, og því var gripið til þess ráðs að fresta frumsýningunni svo tími gæfist til að stytta leikrit- ið. Þeir Guðjón Pedersen leik- stjóri og Hafliði Arngrímsson þýðandi og aðstoðarleikstjóri hafa því væntanlega nó'g að gera við að klippa, og eru ekki öfunds- verðir af þeim starfa. Frumsýn- ingin verður miðvikudaginn 23. nóvember, og gilda seldir miðar á sýningar í réttri sýningaröð, svo fólk getur látið sér dag- setningarnar í léttu rúmi liggja. -LG Kaupþing Seðlabanka Raunvextir lækka um 0,5-0,7% Vextir íbönkum lœkka sennilega á mánudaginn og aftur 1. desember. Hugmyndir ígangi um að vextir á bundnufé bankastofnana í Seðlabanka miðist við almennar sparisjóðsbœkur. Tómas Árnason: „Kannski eðlilegt að bankarnir búi við sömu kjör og gamlafólkið" „Seðlabankinn mun lækka raunvexti á Kaupþingi Seðla- bankans. Sú ákvörðun var tekin í dag, en raunvaxtalækkunin verð- ur sennilega á bilinu 0,5-0,7%. Þá hélt bankastjórn Seðlabanka fund með stjórnendum banka- stofnana fyrir nokkrum dögum og lagði þar áherslu á að vextir yrðu lækkaðir vegna lækkandi verðlags og bankarnir munu taka ákvörðun í því máli í síðasta lagi nú á mánudag. Ég á von á því að vextir verði þar lækkaðir," sagði Tómas Árnason seðlabankastjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Tómas sagði að hann ætti jafn- framt von á frekari vaxta- breytingum þann 1. desember. í dag er það fé, sem bankast- ofnanir eru skuldbundnar til að leggja inn í Seðlabanka vegna svokallaðrar bindiskyldu, verðt- ryggt. Þeirri röksemd hefur verið haldið fram að vegna þess að bankarnir njóti engrar ávöxtunar á það fé umfram verðbólgustigið, neyðist þeir til að halda vöxtum á útlánum sínum þeim mun hærri. Steingrímur Hermannsson hélt því t.d. fram í Þjóðviljanum í gær, að það væri ekki sjálfgefið að Seðlabankinn greiddi bank- astofnunum énga vexti umfram verðbætur á þetta bundna fé. Að- spurður um þetta atriði sagði Tómas Árnason að þessi mál hefðu verið rædd. „Það hefur komið til tals að miða vexti af bindiskyldunni t.d. við spari- sjóðsvexti, því mönnum finnst kannski eðlilegt að bankarnir búi við svipuð kjör og gamla fólkið margt. En það hafa engar á- kvarðanir verið teknar," sagði Tómas. -phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.