Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 4
Útboð Kaldavatnsgeymir og dælustöð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í stál- smíöi á kaldavatnsgeymi og dælustöð Nesjavall- avirkjunar. Verkiö felst í að smíöa 1100 m3 stál- geymi og smíöa og reisa stálgrind fyrir dælustöö, sem er 310 m2 og 1700 m3. Vettvangsskoöun á Nesjavöllum 29. nóvember kl. 14.00. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 6. desember kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 7 hringhurðir í byggingu Hitaveitu Reykjavíkur á Öskuhlíð. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 20. desember kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Laus staða Við tannlæknadeiid Háskóla íslands er laus til umsóknar hlutastaða lektors (37%) í almennri handlæknisfræði. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 16. desember nk. Menntamálaráðuneytiö, 16. nóvember 1988 Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 Laus hverfi víösvegar um borgina Móðir okkar' og tengdamóðir • Guðmunda Þorgeirsdóttir Öldugötu 25a Reykjavík / lést af slysförum fimmtudaginn 17. nóvember. Þórdís Gunnarsdóttir Gunnar B. Gunnarsson Guðríður Valgeirsdóttir Pétur Gunnarsson Hrafnhildur Ragnarsdóttir Sigrun Gunnarsdóttir Bjarni G. Bjarnason Ásdis Gunnarsdóttir Guðlaugur Hermannsson Þorgeir Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson Edda Kjartansdóttir FRÉTTIR Frystihús Fátt til fyrirmyndar Ríkismatsjávarafurða: Aðeins 10% af 106frystihúsumfengu heildareinkunnina til fyrirmyndar í úttekt um hreinlœtis- og búnaðarmál. Astandið sýnu best í rækjuvinnslu en verst í saltfiskvinnslu r Astand hreinlætis- og búnaðar- mála virðist vera best hjá rækjuvinnslunni en sýnu verst í saltfiskvinnslu. Þó vekur athygli að aðeins 10% frystihúsa fá hcildarcinkunnina til fyrirmynd- ar. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkismats sjávarafurða sem var birt í gær en starfsmenn þess gerðu úttekt á þessum málum í frystihúsum, rækju- og saltfisk- vinnslum frá júní sl. til október í ár. Tekin voru út 347 fyrirtæki; 106 frystihús, 29 rækjuvinnslur og 212 saltfiskvinnslur. Hvert hús var grandskoðað og almenna reglan var að tveir úttektarmenn önnuðust úttekt á hverri vinnslu- stöð. Einkunnagjöfin var: til fyr- irmyndar, í lagi, ábótavant, slæmt og óhæft. Niðurstöður úttektarinnar sýna að rækjuvinnslurnar koma best út hvað varðar hreinlætis- og búnaðarmál. Af þeim voru 72% í lagi eða til fyrirmyndar þegar á heildina er litið. Fyrirmyndar- einkunn fengu þó aðeins 3,4%, í lagi fengu 69% en ábótavant var hjá 27.6%. Næst í röðinni komu frystihús- in en af þeim voru 56% ílagi og til fyrirmyndar. Athygli vekur þó að aðeins 10% frystihúsanna voru með heildareinkunn til fyrir- myndar. 45,3% fengu einkunn- ina í lagi, ábótavant var hjá 43,4% og slæmt hjá 0,9%. Þessi niðurstaða hlýtur að teljast áfall fyrir frystiiðnaðinn í landinu. Aftast á merinni voru saltfisk- vinnslur, en af þeim voru 33% í lagi eða til fyrirmyndar. Aðeins 1,5% fengu heildareinkunnina til fyrirmyndar, í lagi voru 31,6%, ábótavant 61,3%, slæmt 4,7% og óhæft0,9%. -grh Verslun Fyrsti Samkort- hafinn Klukkan rúmlega 9 í gærmorg- un verslaði fyrsti SAMKORT- hafinn í Miklagarði. Það var Kol- brún Haraldsdóttir, sex barna móðir í Kópavogi. Margeir Daníelsson, stjórnar- formaður SAMKORTS hf., af- henti Kolbrúnu kortið og fal- legan blómvönd að viðstöddum manni hennar, Magnúsi Þor- valdssyni prentara, og fjórum börnum þéirra. Þrjú þeirra eru aðeins rúmlega mánaðargömul, því Kolbrún ól nýlega þríbura, eins og þá var sagt frá í fréttum. Mikligarður gaf henni myndar- lega úttektarheimild í tilefni þess að hún varð fyrst til þess að versla með SAMKORTI. Oddi Málfræðimálþing Islenska málfræðifélagið heldur í dag málþing í Odda, stofu 101, og verða þar flutt ellefu stutt er- indi af aðskiljanlegum málvísi- sviðum. Fyrir hádegi talar Eiríkur Rögnvaldsson um viðskeyti, Sig- urður Konráðsson spyr hvort unnt sé að hafa áhrif á íslenskt mál með lögum og reglum, Guðni Olgeirsson fjallar um nýja náms- skrá grunnskóla, Ásta Svavars- dóttir um beygingarflokka, en lýsingarhættir og þolmynd eru pistilsefni Halldórs Ármanns Sig- Málþing um framleiðslu kvik- mynda á litlum markaðs- svæðum verður haldið í Norræna húsinu nú um helgina. Þar munu bæði inniendir og erlendir kvik- myndagerðarmenn flytja fram- söguerindi og einnig verða um- ræður. Málþingið hefst klukkan 10 árdegis í dag, laugardaginn 19. nóvember, með því að Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri setur þingið. Þinginu lýkur svo á sunn- udag klukkan 17. urðssonar. Síðdegis talar Margrét Jóns- dóttir um svokallaðar e-sagnir, Jörundur Hilmarsson hugleiðir nafnið Són, Pétur Knútsson fjall- ar um íðorð og alþýðuskýringu, Björn Þór Svavarsson veltir því fyrir sér hvort tölva geti fundið kyn nafnorða, Kristján Árnason talar um afkringingu og erindi Sigríðar Magnúsdóttur og Hö- skulds Þráinssonar heitir Málstol og málfræðistol. Málþingið hefst klukkan 9 og lýkur 16.45. Þeir sem flytja erindi á þinginu eru framleiðpndurnir John Jacobsen.David Collins og Jón Hermannsson og leikstjórarnir Þráinn Bertelsson, Hrafn Gunn- laugsson, Kristín Pálsdóttir, Lár- us Ymir Óskarsson og Þorsteinn Jónsson. Erindin eru öll á ensku. Málþingið er opið öllum áhugamönnum um kvikmynda- gerð og er aðgangur ókeypis. Fundarstjóri er Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands. Norræni sumarháskólinn Gagnrýnin hugsun Fyrirlestur Páls Skúlasonar í Lögbergi „Hvað er gagnrýnin hugsun“ heitir fyrirlestur sem Páll Skúla- son heldur í dag í Lögbergi klukk- an 14 á vegum Norræna sumarhá- skólans. Páll rekur ýmsar skilgreiningar gagnrýnnar hugsunar og veltir fyrir sér hvar slíka muni að finna í nútímavísindum. Hann hefur kennt heimspeki við Háskólann síðan 1972. ✓ Utvarp ASÍ á Rótinni ASI-þingið í næstu viku verður mál málanna á Útvarpi Rót síð- degis á laugardag í þættinum „Af vettvangi baráttunnar" í umsjá Ragnars Stefánssonar og fleiri. Þangað munu koma ýmsir þingfulltrúar og ræða væntingar sínar og áform, en fyrst reifa þrír hagfræðingar stöðuna í þjóð- arbúskapnum eftir gjaldþrotsyf- irlýsingu Steingríms, þeir Ári Skúlason hjá ASÍ, Birgir Björn Sigurjónsson hjá BHMR og Ingvi Örn Kristinsson hjá Seðlabanka. Rótin er einsog menn vita lengst til hægri, FM 106,8. -Sáf Norrœna húsið Málþing um kvikmyndir 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.