Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 5
__________FRÉTTIR_______ Kvennaathvarfið er í miklum kröggum Rúmlega 2000 konur og börn hafa leitað til athvarfsins frá stofnun. Skjólfyrir niðurbrotna einstaklinga í hœttu vegna fjárskorts Frá því að Kvennaathvarfið hóf starfsemi sína í leiguhúsnæði 1982 hafa um 1000 konur fengið skjól í athvarfinu og annað eins af börnum. Starfskonur Kvennaat- hvarfsins vinna mjög krefjandi starf. Þær konur sem leita til at- hvarfsins eru niðurbrotnar með litla sjálfsvirðingu og hafa mátt þola líkamlegt og andlegt ofbeldi jafnvel áratugum saman. Sigrún Valgeirsdóttir segir að reynslan hafi sýnt að ekki sé hægt að reka athvarfið með sjálfboðavinnu. Starfið sé krefjandi og það verði að vera á því ákveðin regla. Þess vegna hati verið farið út í það ■ ár að tryggja starfskonunum föst laun. Sigrún Valgeirsdóttir hjá Kvennaathvarfinu segir að um 2000 konur og börn hafi leitað til athvarfsins frá stofnun þess. Mynd:Þóm Eftir aðeins 10 mánuði hefur nú öllum starfskonum Kvennaat- hvarfsins verið sagt upp störfum frá og með áramótum. Eina og hálfa miljón vantar upp á til að endar nái saman og útistandandi skuldir eru 900 þúsund. Þessi þjónusta sem ætti að þykja jafn sjálfsögð og slysavarðstofan stendur því á tímamótum um þessar mundir. Að sögn Sigrúnar eru þær kon- ur sem koma í Kvennaathvarfið oft mjög illa farnar á sál og lík- ama. Oft þarf að kalla til lækni og jafnvel senda konur á sjúkrahús. Það er heldur ekki óalgengt að konur komi í athvarfið eftir að gert hefur verið að sárum þeirra á slysavarðstofunni. Kvennaat- hvarfið tekur á móti konum af öllu landinu. Sigrún segir að kon- ur komi jafnvel keyrandi um miðjar nætur af landsbyggðinni, með börnin vafin í sængur í aftur- sætinu. Kvennaathvarfið er rekið sem heimili og innan veggja starfa engir sérfræðingar. En athvarfið aðstoðar konur við að ná í þá sérfræðiþjónustu sem þær kunna að þurfa á að halda. Einn sálfræð- ingur starfar í tengslum við at- hvarfið sem Sigrún segir að hafi reynst mjög vel. Hann er með fundi einu sinni í viku í athvarfinu sjálfu þar sem konurnar geta rætt sín mál. Þá bendir athvarfið kon- um gjarnan á fjölskylduþjónustu SÁA. Börnin sem koma með mæðr- um sínum í athvarfið eru ekki síður illa farin. Þau hafa þurft að horfa upp á ofbeldi á heimili sínu kannski árum santan og jafnvel alla sína ævi. Sum þeirra hafa orðið fyrir beinu ofbeldi sjálf. Hjá Kvennaathvarfinu er einn barnastarfsmaður sem sinnir börnunum. Að sögn Sigrúnar hefur nýlega verið gefið grænt ljós á sérkennslu fyrir þessi börn og er það vissulega mikil framför. Þegar Kvennaathvarfið var stofnað fannst sumum að hér væri verið að ráðast inn á verksvið tjölskyldunnar. En hjá þeim kon- um sem koma í athvarfið hafa tengslin við fjölskylduna oft rofn- að eða þá að þau eru erfið. Sigrún bendir líka réttilega á að það geti verið gott fyrir konurnar að leysa sín mál utan fjölskyldunnar, það gefi þeim meira frelsi. Foreldrar af eldri kynslóðinni gefi börnum sínum líka oft þau ráð að best sé að fara til baka inn á heimilið. Það er stór ákvörðun hjá konu að ákveða að yfirgefa heimili sitt. Ákvörðuninni fylgir mikið örygg- isleysi og óvissa um framtíðina og sú þjónusta sem samfélagið býð- ur upp á er langt frá því að vera gallalaus. Sigrún segir að margar konur ákveði því að snúa aftur heim eftir barsmíðar þó þær viti að þeirra bíði hálfgert helvíti. Elsta konan sem leitað hefur til athvarfsins er 75 ára göntul og hafði mátt þola harðæri í áratugi. Eftir að Kvennaathvarfið var stofnað segir Sigrún að konur séu farnar að leila þangað fyrr en áður. Skilningur fólks á þörfinni fyrir- þessa starfsemi hefur farið vax- andi með aukinni umræðu og fræðslu. Þrátt fyrir erfiða stöðu er enginn uppgjafartónn í Kvenna- athvarfskonum. Sigrún segist vona að þær geti bj argað þessu og það verði allt gert til þess. í undir- búningi eru tónleikar eða sam- koma af einhverju tagi til fjár- öflunar. Bubbi Morthens halaði inn dágóðan skilding fyrir at- hvarfið með tvennum tónleikum árið 1986. Fyrir þann pening var hægt að byggja við athvarfið og gera á því nauðsynlegar lagfær- ingar. Það er greinilegt á öllunt þeint konum sem Þjóðviljinn ræddi við hjá athvarfinu að þær eru Bubba mjög þakklátar. Þær hafa nú leitað til hans aftur og hefur hann ekki tekið illa í erindi þeirra. Kvennaathvarfið var stofnað af nokkrum stórhuga konum 2. júní 1982. Fyrst fór starfsemin fram í leiguhúsnæði en í ág- ústmánuði 1983 eignaðist at- hvarfið eigið húsnæði. Hjá at- hvarfinu hafa starfað 6 vaktkonur, 1 barnastarfsmaður og skrifstofumanneskja. Reynsl- an hefur eins og áður er sagt sýnt að þetta starf gengur ekki með sjálfboðavinnunni einni saman en nú á athvarfið ekki lengur fyrir laununt starfskvennanna. Það velkjast fáir í vafa um mikilvægi þeirrar þjónustu sem athvarfið veitir. Nú þrengir að og Kvenna- athvarfið höfðar til samfélagsins um aðstoð. Er ekki skylda þess að svara? -hmp Aðstandendur Kvennaathvarfsins veita viðtöku góðum fjárstyrk eftir vel heppnaða hljómleika Bubba Morthens til styrktar athvarfinu fyrir tveimur árum. Nú hefur verið leitað aftur til Bubba um stuðning. Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Bokaklubbur áskrifenda Þjóðviljans Tilboð vikunnar 15.-21. nóv. Sturlunga Þriggja binda glæsiútgáfa frá Svörtu og hvítu. Verð kr. 11.900 (Verð út úr búð kr. 14.980). Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verð kr. 2.150.- (Verð út úr búð kr. 2.670) Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Verð kr. 1.850 (Verð út úr búð kr. 2.175). Þrjársólirsvartar Skáldsaga af Axlar-Birni eftir Úlfar Þormóðsson. Verð kr. 1.900 (Verð út úr búð kr. 2.632)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.