Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 9
BÆKUR Gestur, V. bindi: Reyfarar gerast á íslandi IÐUNN hefur gefið út fimmta bindi í bókaflokki um íslenskan fróðleik sem Gestur nefnist. í Gesti er jafnan margt forvitni- legra frásagna, og er þetta bindi þar engin undantekning. Gils Guðmundsson er ritstjóri bók- anna og safnar efni til þeirra. Eru sumar frásagnirnar áður óprent- aðar og aðrar teknar úr ýmsum blöðum og tímaritum sem óvíða eru til og fáir þekkja. Hér segir meðal annras frá fyrstu togveiðiferðum á Halamið og birt er lífleg frásögn Guð- mundar Björnssonar landlæknis af veiðiferð með togara sumarið 1910. Sagt er frá kosningadegi í Arnarfirði á kreppuárunum og kjallarabúum í Reykjavík í stríðs- árunum. Það er engin ný bóla að ísland komi við sögu í erlendum reyfur- um, og hér segir frá nokkrum skáldkonum og leikritum sem gerast á íslandi eða hafa íslend- inga að söguhetjum. Meðal ann- ars er greint frá íslenskum Robin- son Crusoe og skáldsögunni Eiríkur fráneygi eftir rithöfund- inn víðkunna, H. Rider Haggard, sem ungur kom til íslands. Að bregðast við krabbameini Bókaútgafan Tákn hefur sent frá sér bókina Krabbamein - við- brögð, ábyrgð, angist, sorg-sem er reynslusaga höfundarins Heidu Tuft. Höfundurinn er ungur norskur sálfræðingur sem hefur barist við þennan ógnandi vágest oftar en einu sinni og miðlar af eigin upp- lifun og reynslu þess að fá krabb- amein, segir frá samskiptum við sína nánustu, frá einmanaleikan- um, frá angistinni og óttanum við dauðann og frá viðhorfum krabbameinssjúklings til lífsins. Höfundur gerir vald lækna og meðferðaraðila yfir oft viljalitl- um, umkomulausum og ótta- slegnum sjúklingum að umræðu- efni. í bókinni er einnig að finna til- lögur og ábendingar fyrir krabba- meinssjúklinga til að lifa eftir; til- lögur sem ættu að styrkja hvern og einn í baráttunni við þennan vágest. Séra Sigfinnur Þorleifs- son sjúkrahúsprestur fylgir bók- inni úr hlaði. Krabbamein - viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg er 192 blað- síður. Eiríkur Brynjólfsson íslenskaði. Skáldsaga eftir Herbjörg Wassmo Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefur sent frá sér bókina Húsið með blindu glersvölunum eftir norsku skáldkonuna Herbjörgu Wassmo, í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Bók þessi kom út í Noregi árið 1981 og vakti mikla athygli og hefur nú verið þýdd á tólf tungumál. Sagan gerist á eyju við strönd Norður-Noregs snemma á sjötta áratugnum. Aðalpersónan er stúlkan Þóra, sem er dóttir þýsks hermanns úr hernámsliðinu, og þurfa bæði hún og móðir hennar að líða fyrir það. Sagan lýsir draumum og angist Þóru í þessu sjávarþorpi, þar sem samskipti fólks verða oft hörð og miskunn- arlaus. Engu að síður hefur sagan verið lofuð fyrir ljóðræna fegurð jafnvel þar sem sagt er frá voveif- legum atburðum. Húsið með blindu glersvölun- um er fyrsti hluti þríleiks Her- bjargar Wassmo um Þóru, en fyrir síðata hlutann hlaut hún bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1987. Bókin er 177 blaðsíður að stærð. Kápu gerði Sigurborg Stefánsdóttir. Siðir og þjóðtrú í afskekktri byggð Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina Þjóð- hættir og þjóðtrú sem Þórður safnstjóri í Skógum skráði eftir Sigurði Þorsteinssyni frá Brunn- hól á Mýrum í Hornafirði. Á bókarkápu segir m.a.: Hér greinir frá lífi og starfi, þjóðsið- um og þjóðtrú í afskekktri byggð, einstæð heimild og fróðleiks- náma. Efni til áþekkrar bókar verður ekki framar upp tekið á íslandi. Þórður í Skógum segir m.a. í formála bókarinnar: „Verk mitt er aðeins endurskin af frásögnum gamals sagnamanns. Hreimur og hrynjandi talaðs orðs hjá honum gæddu það lífi sem aldrei getur færst yfir á bók eða blað. Bókin er vitni um trú, hugsunarhátt og venjur horfinnar aldar. Hún er einnig vitni um mann sem ekki sigldi þann byr að vera eins og fjöldinn, mann, sem var mótaður fjarri þeirri öld sem hann þó lifði og hrærðist í. Hún fellur ekki undir það sem nefnt er bók- menntir, réttur hennar, ef einhvr er, felst í því að hún geti orðið síðari rannsókn íslenskrar þjóðmenningar að einhverjum notum. Framan af þessri öld hefði verið hægt að taka saman bók sambærilega við þessa í flest- um sveitum landsins. Nú er það liðin tíð og önnur áþekk þessari mun ekki síðar sjá dagsins ljós. Rögnvalds saga Finnbogasonar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Trúin, ástin og efinn - minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað. Þar rifjar hann upp æsku sína í Hafnarfirði, námsárin í guðfræðideild Háskóla íslans og fyrstu prestskaparár í Bjarnanesi í Hornafirði. Hér er brugðið upp eftirminnilegum myndum af ís- lensku þjóðlífi kreppuára og síð- ar stríðsgróða að ógleymdum fyrstu embættisárum ungs prests á árum kalda stríðsins. f fréttatilkynningu útgáfunnar segir m.a.: „Séra Rögnvaldur ræðir hispurslaust um þær rót- tæku lífsskoðanir sem hann hlaut í veganesti í foreldrahúsum og leit sína að leið til að samrýma þær hlutverki drottins þjóns í ís- lensku þjóðkirkjunni. Hann rek- ur efasemdir sínar og innri tog- streitu er hann stendur reynslu- laus frammi fyrir ábyrgð sálusor- garans uns hann sannfærist um að ekkert er tilviljun, og honum er ætlað að takast á við hlutskipti prestsins. Inn í þessa margs- lungnu sögu fléttast ástir og til- finningamál næmgeðja manns og tæptungulausar lýsingar á sam- ferðamönnunum - ávirðingum þeirra og mannkostum. Guðbergur Bergsson skráir sögu séra Rögnvalds af þeim djúpa og næma skilningi sem honum er gefinn. Hann víkur hiklaust af troðnum slóðum ís- lenskra ævisagna þegar söguefnið gefur tilefni til og fyllir frásögnina ólgandi fjöri og kankvísi þótt undiraldan sé þung og alvöru- þrungin," segir að lokum í frétt FORLAGSINS. Trúin ástin og efinn er 214 bls. Bókina* prýðir mikill fjöldi mynda. Hugrún með nýja bók Hinn landskunni rithöfundur Hugrún sendi nýlega frá sér sína 31. bók sem heitir „Leyndarmál- ið í Engidal.“ Á bókarkápu segir að bókin sé spennusaga sem fjalli um mannlífið og öll þau umbrot sem því fylgi. „Leyndarmálið í Engidal" er fimmta skáldsaga Hugrúnar en skáldið skrifaði sög- una á árunum 1986-1987. Hugrún er fjölhæfur rithöfund- ur, hefur fengist við flest form skáldlistarinnar. Hún hefur skrif- að einar sjö ljóðabækur, fimm smásagnasöfn og fjöldann allan af bókum fyrir börn og unglinga. Nýja bókin er spennusaga sem gerist f íslenskri sveit þar sem ást- ir koma einnig við sögu. Hugrún hefur bók sína á lýsingu á sveitinni Víkursveit og Víkur- þorpi sem stendur í Víkurbotni. Sagan gerist síðan að mestu leyti í Engidal sem liggur inn af víkinni. Úrval Ijóða Sigurðar A. Magnússonar Hjá Máli og menningu er kom- in út bókin Hvarfbaugar - úrval ljóða 1952-1982 eftir Sigurð A. Magnússon. í henni er að finna úrval úr ljóðabókum hans, Krot- að í sand (1958), Hafið og klett- urinn (1961), Þetta er þitt líf (1974) og í ljósi næsta dags (1978). Er bókinni ætlað að bregða upp heillegri mynd af þró- un Sigurðar sem ljóðskálds á tut- tugu ára tímabili. Þetta er ástríðufullur og hispurslaus kveð- skapur hvort sem um er að ræða ádeilukvæði eða persónuleg ljóð. Bókin er 182 bls. Hilmar Þ. Helgason gerði kápumynd Rústir spilaborganna eru léttar Sigurður Pálsson: Ljóð námu menn Forlagið 1988 Æ þessar frómu óskir Fráleitu vonir Að alltstœði kyrrt Einmitt þetta kvöld Að hugurinn stœði kyrr Svo kveður Sigurður Pálsson í ljóðinu „Síðasta kvöldið“. En þrátt fyrir frómar óskir um kyrr- stöðu, óhagganleika og haldreipi í lífinu er það einmitt hið gagn- stæða sem glæðir ljóð hans lífi. Þar ræður eirðarleysið ríkjum, kumpánlegur hálfkæringur; sólir dansa, kettir fljúga, jörðina dreymir. Ljóð námu menn er fimmta ljóðabók Sigurðar Pálssonar. Árið 1975 sendi hann frá sér „Ljóð vega salt“, þá eitthvað hálfþrítugur og menn tóku þegar til við að skipa honum á bekkinn góða með efnisskáldunum. í kjölfarið sigldu „Ljóð vega menn“ (1980), „Ljóð vega gerð“ (1982) og síðast „Ljóð námu land“ (1985). Sigurður hefur verið sakaður um að gera sífelldar tilraunir til að vera fyndinn; „sakaður“ vegna þess að frómur hátíðleiki krefst þess að skáld séu þungbún- HRAFN JÖKULSSON ar verur og hafi ekki tilveruna í flimtingum. í þessu hefur falist sá misskilningur að mönnum geti ekki verið alvara án þess að setja upp ygglibrún; Það er hins vegar mála sannast að óvíða í nútíma- skáldskap geta menn fundið eins sannar oog einlægar tilfinningar og þegar Sigurði tekst best upp. Hálfkæringurinn, alvöruleysið og háðið hitta ekki alltaf í mark; í síðustu bók voru orðaleikirnir til að mynda of hömlulausir og óbeislaðir, sú tilhneiging skálds- ins að sýna lesendum fram á eigin sniðugheit missti of oft marks. í Ljóð námu menn birtist okk- ur nýr og betri Sigurður; snöfur- legur og agaður í senn, án þess að binda sig á klafa alvörunnar. Fyrir vikið er hægt að njóta ljóð- anna af sömu ánægju eða sálar- háska og skáldið sjálft lagði til í upphafi. Fá skáld hafa betri tilfinningu fyrir málinu en Sigurður, sífellt kemur hann auga á nýja mögu- leika til túlkunar, áður óþekktar útgönguleiðir. Sigurður Pálsson á líklega meira sameiginlegt með hinum rómantísku skáldum 19. aldar en menn sjá í fljótu bragði; lífssýn hans er í hæsta máta róm- antísk og felur í sér sífelldar upp- götvanir, undursamlegar eða naprar eftir því hvaðan vindurinn blæs. Hverjum tíma hæfa ný augu, stendur þar, og Sigurður horfir góðu heilli ekki á lífið með augum framliðinna listaskálda, enda væru ljóð hans þá héra- beinsuppsuða en ekki sjálfstæður og æ lífvænlegri skáldskapur. Og rétt eins og mörg góð skáld fyrr og síðar hlaut Sigurður sitt and- lega uppeldi í útlöndum; menntaður í Frakklandi og hefur margt gott þegið af þarlendum. Engir yrkja betur um ættjörðina en þeir sem hafa yfirgefið hana; Ljóð námu land hefur að geyma glerfínar og dýrar perlur eins og Landnámsljóð. Þar segir meðal annars: En ég er horfinn löngu horfinn Lagður til hvílu í landinu síunga En áfram leikur þú á gróttuna situr við haug minn við gröfmína mœrin dökkeyga og leikur með hafblik í brosi í tunglskini og birkisterkan ilm á brjóstum Ekki síst í ljóðum eins og þessu finna menn þá alvöru, sem þrátt fyrir alla kátínu og meint alvöru- leysi er drýgsti efniviðurinn í skáldskap Sigurðar Pálssonar. Boðskapurinn, af hvaða toga sem hann er spunninn, verður aldrei uppáþrengjandi; lesandinn er nokkuð sjálfráður hvernig hann túlkar ljóðin - hvað hann ber úr býtum: „Rústir spilaborganna eru léttar / nema þeim sem lögðu allt undir“. Ljóð námu menn eru ugglaust heilsteyptasta bók Sigurðar Páls- sonar; og hafi einhverjir haft áhyggjur af þvf hvaða lönd hann ætlaði að nema eftir að hann lauk við síðustu bók sína, þá geta þeir sofið rólegir vegna þess að: „Upp spretta uppsprettur / á sumardag- inn fyrsta / og kýrnar svífa / Chagallegar um blámann“. Hrafn Jökulsson Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - «j(PA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.