Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Júgóslavía Albanir þramma gegn Serbum / dag hyggjast Serbar þramma gegn Albönum í Belgrað Um 100 þúsund Júgóslavar af albönsku bergi brotnir gengu fylktu liði um götur og stræti Prí- stínu í gær, höfuðborgar Kosovo- héraðs. Fjölmennið lét með þessu háttalagi í ljós andúð sína á Ser- bum og því sem serbneskt er. Meðan þessu fór fram streymdu Serbar tugþúsundum saman til Belgrad en þar hyggjast þeir ganga og funda í dag gegn Al- bönum og því sem albanskt er. Albanirnir hópuðust allir sem einn á knattspyrnuleikvanginn í Pristínu þar sem háttsettir flokks- forkólfar og embættismenn reyndu að sefa reiði lýðsins. Op- inber orsök mótmælanna kvað vera brottvikning tveggja alban- skra forystumanna úr embættum. Kacusa Jasari var rekinn úr stöðu flokksdeildarformanns í Kosovo og Azem Vlasi var rek- inn úr stjórnmálanefnd júgó- slavneska kommúnistaflokksins. Hvor tveggja brottvikningin var runnin undan rifjum Serba, þó einkum höfuðpaurs þeirra, Slo- bodans Milosevic. Sveitungar þeirra í Prístínu vilja náttúrlega að þeir hreppi mannvirðingar sínar og störf á ný. Enda mátti í gær líta kröfu- spjöld með áletrunum á borð við: „Engar uppsagnir!" og „Við munum ekki láta forystumenn okkar af hendi!“ Jasari og Vlasi voru báðir á vettvangi atburðarrásarinnar í gær. Þeir kvöddu sér hljóðs á Hermenn reyna að hemja æstan múginn í Serbíu. leikvanginum, hétu á fólk að sýna stillingu og hverfa heim á leið. Margoft var slegið á öxl Vlasis í hughreystingarskyni og ófáan fékk hann kossinn. Að lokum báru tveir aðdáenda hans hann burt á gullstóli. Heimildamenn Reuters í Kos- ovo greindu frá því að göngu- menn hefðu verið úr öllum stétt- um þótt verkamenn, háskóla- nemar og börn hefðu verið burð- arás aðgerðanna. Fæstir héraðs- manna hefðu haldið til vinnu í gær og nánast allar verkssmiðjur staðið þöglar. Flokksdeildarforystan hélt neyðarfund strax og ljóst var orð- ið hvert stefndi. Hljóðvarpið í Prístínu varp jafnaðarlega út til- kynningum frá ráðamönnum sem skoruðu á fólk að snúa frá villu síns vegar. Fjöldi lögregluþjóna var á vappi í miðbænum en þeir höfðust ekki að, höfðu enda ekki fengið fyrirmæli um slíkt. Ekki muna minnugar konur fleiri Albani við andóf í Kosovo síðan rósturnar rriiklu urðu þar fyrir sjö árum. Þá kröfðust þeir þess að héraðið yrði gert að lýð- veldi og slitið úr Serbíu. í Kosovo búa 1,7 miljónir Albana en 200 þúsund Serbar. Löngum hefur verið grunnt á því góða með þess- um þjóðakvíslum en að undan- förnu hefur keyrt um þverbak. Afleitt efnahagsástand, 236 prós- ent verðbólga og mikið atvinnu- leysi, hefur verið sem olía á hat- urseldinn og ekki hefur heldur bætt úr skák að lýðskrumarar í æðstu stöðum hafa reynt að not- færa sér gremjuna í eigin hagsmuna skyni. Reuter/-ks. Litháen Ekki lýst yfir fullveldi Eistlandsforseti rœðir við forsœtisnefnd í Moskvu ðstaráð (þing) Litháens sam- þykkti í gær að lýsa ekki yfir fullveldi að fordæmi eistneska þingsins. Lét litháíska þingið nægja að mótmæla fyrirhuguð- um breytingum á sovésku stjórn- arskránni. f breytingartillögun- um er m.a. gert ráð fyrir að það formlega fullveldi, er sovétlýð- veldin hafa samkvæmt stjórnar- skrá Sovétríkjanna eins og hún er nú, verði af þeim tekið. Óttast menn í baltnesku löndunum að þetta og fleira í tillögunum muni leiða til þess að sjálfstjórn sovétl- ýðveldanna verði enn minni en nú er, verði þær samþykktar. Andstöðu almennings í baltnesku löndunum við breytingatillögurnar má best marka á því, að yfir helmingur allra íbúa landanna hefur undir- ritað mótmæli gegn tillögunum, samkvæmt fréttum þaðan. Alls eru íbúar þessara þriggja sovétl- ýðvelda um sjö og hálf miljón talsins. Telja má víst að þrýsting- ur frá stjórnarvöldum í Moskvu hafi valdið mestu um, að lítháíska þingið fór ekki að dæmi Eista. Mátti skilja það á máli Algirdasar Brazauskas, aðalritara litháíska kommúnistaflokksins, er hann ávarpaði þingheim. Brazauskas er umbótasinni og var nýlega kjörinn aðalritari. Jafnframt því sem þingið mót- mælti tillögunum um breytingar á sovésku stjórnarskránni, sam- þykkti það tillögu þess efnis að fresta skyldi umfjöllun breyting- anna þangað til kjörið hefði verið til æðstaráðs (þings) Sovétríkj- anna á lýðræðislegri hátt en hing- að til hefði tíðkast. Valdhafar í Moskvu hyggjast leggja breyting- atillögurnar fyrir æðstaráðið þar 29. nóv. n.k. Forsætisnefnd æðstaráðs Sov- étríkjanna, sem að formi til er æðsti aðili stjórnkerfis þeirra, hefur haldið því fram að fullveldisyfirlýsing eistneska þingsins sé í ósamræmi við so- vésku stjórnarskrána. Arnold Ruutel, forseti Eistlands, er nú í Moskvu í viðræðum við forsæt- isnefndina. Telja má líklegt að þar sé lagt fast að honum að sjá til þess að fullveldisyfirlýsingin verði afturkölluð, að minnsta kosti sagðist Brazauskas vita, að „stungið hefði verið upp á“ því Stjórn Kúbu hefur gefið til kynna að hún sé fyrir sitt leyti samþykk samkomulagi því, er fulltrúar Angólu, Kúbu og Suður-Afríku komust að fyrir skömmu í Genf um að Kúbanir skyldu kveðja heim her sinn í Angólu og Suður-Afríka veita Namibíu sjálfstæði. Talið er að kúbönsku hersveitirnar í Angólu verði fluttar heim á næstu 27 Brazauskas - beittur þrýstingi af Kremlarbændum. við Eisti að þeir gerðu einmitt Þetta- Reuter/-dþ. mánuðum. Þegar stjórnir allra hlutaðeigandi ríkja hafa staðfest samkomulagið, er ætlunin að undirrita það í Brazzaville, höf- uðborg Kongó, en ennþá er ekki vitað hvenær af því verður. Kú- banir hafa haft her í Angólu til stuðnings stjórn landsins frá því skömmu eftir að það varð sjálf- stætt ríki 1975. Reuter/-dþ. Kúbustjórn Staðfestir Angólusamning Suðurafrískir andófsmenn Fundnir sekir um landráð Tutu: Andóf gegn ríki lagt að jöfnu við glœpi Dómari við hæstarétt hvítra manna í Pretóríu fann í gær fjóra apartheidfjendur seka um drottinsvik eftir lengstu réttar- höld í kámugri réttarsögu Suður- Afríku. Þrir fjórmenninganna eru mikilsháttar félagar í Samein- uðu lýðræðisfylkingunni (UDF), hclstu baráttusamtökum blökku- manna. Popo Molefe, Terror Lekota og Moss Chikane eru öll þekktir forystumenn þeldökkra. Þau eiga dauðadóm yfir höfði sér. Söntu sögu er að segja um fjórða sak- borninginn, Thomas Manthata. Málaferlin hafa staðið óslitið í 3 ár og mánuði betur. Alls hafa 278 menn borið vitni. Dómarinn kvaðst hafa komist að því að Sameinaða lýðræðis- fylkingin beitti sér fyrir „ofbeldis- fullum mótmælaaðgerðum" á ár- unum 1984 og 1985 í því augna- miði að gera Suður-Afríku gjörs- amlega stjórnlausa. Þegar úrskurður dómarans hafði verið lesinn upp yfir sak- borningunum var Chikane tekinn tali. Hann mælti: „UDF æskir þess ekki að menn nái settu marki með því að beita ofbeldi." Félagar UDF eru hvorki meira né minna en tvær miljónir talsins og líta þeir svo á að í raun hafi réttur verið settur í máli samtak- anna. Þegar niðurstaðan barst til eyrna Desmond Tutu erkibiskupi í gær sagði hann stutt og laggott: „Jafnskjótt og við hreyfum and- mælum við gerræði ríkisins finnur það okkur seka um glæpaverk.“ Reuter/-ks. Lundúnir Miljónpunda Réttarhöld Handrit Kafkas á þýskt skjalasafn að er miljón punda virði að skoða máða skrift eins frum- legasta rithöfunda'r 20. aldarinn- ar. Já, í orðsins fyllstu merkingu því í gær greiddi dánumaður einn miljón pund fyrir eiginhandrit Franz Kafkas að skáldsögunni um réttarhöldin yfir Jósefí K. Þetta gerðist á uppboði í Lundún- aborg. Réttarhöldin urðu þar með dýrasta handrit í sögu pen- ingabrasks með þess háttar rit. Það tók uppboðshaldara ekki nema eina mínútu að losa sig við handritið. Kaupandi var erind- reki þýska ríkisins. Réttarhöldin komu sem kunnugt er ekki út á prenti fyrr en nokkru eftir andlát höfundar síns. Sama gilti um tvær aðrar skáldsögur Kafkas, Amer- íku og Kastalann. „Ég var reiðubúinn til þess að bjóða tvær, jafnvel tvær og hálfa miljón punda fyrir handritið en ég var bæði hissa og glaður að fá það á þessum reifaraprís,“ sagði erindrekinn sigursæli. Hann bætti við: „Þetta er máski merk- asta skáldsaga tuttugustu aldar- innar í þýskum bókmenntum. Því var það vitaskuld afar brýnt að Þjóðverjar fengju handritið." Reuter/-ks. Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.