Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 5
36. ÞING ASÍ Stefnurœða forseta ASÍ Oflug sóknarstefna til framtíðar Asmundur Stefánsson: Verðum að færa starfið út ávinnustaðina. Kjaraskerðingarleiðin er gjaldþrota. Uppstokkun íatvinnulífinu nauðsynleg. Meginkrafan erstyttri vinnutími og hœrri dagvinnulaun Aþessu þingi verðum við að treysta undirstöður öflugrar sóknarstefnu til framtíðar. Við verðum að öðlast þann styrk og það traust á sjálfum okkur að tryggt sé að stjórnvöld gangi ekki á rétt frjálsrar verkalýðshreyf- ingar með stöðugum íhlutunum í samninga, sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusambands- ins m.a. í stefnuræðu sinni á 1. degi 36. þings ASÍ, sem hófst í gærmorgun í íþróttahúsi Digra- nesskóla f Kópavogi. Ásmundur gaf í upphafi ræðu sinnar ófagra lýsingu á hvernig farið gæti fyrir verkalýðshreyf- ingunni vegna stöðugrar íhlutun- ar stjórnvalda í starfsemi verkalýðsfélaganna. „Okkur er það áhyggjuefni þegar lagðir eru fjötrar á pólsku verkalýðssam- tökin Solidarnos. Stjórnmálaöfl á íslandi lýstu einnig áhyggjum sín- um og fordæmdu mannréttindabrot pólskra stjórnvalda. Á hinn bóginn virð- ast þessi sömu stjórnmálaöfl telja það einfalt smekksatriði hvort samningar stéttarfélaga á íslandi séu virtir, þeim rift eða þeir bann- aðir með lögum. Ætlum við að láta þetta yfir okkur ganga lengi enn? Ég segi nei. Nú er fjandinn hafi það nóg komið,“ sagði fors- eti ASÍ. Að hafa vald á atburðarásinni Hann lagði áherslu á að á þessu 36. þingi Alþýðusambandsins yrðu menn að treysta undirstöður öflugrar sóknarstefnu til framtíð- ar. „í fyrsta lagi þurfum við að taka upp samhentari vinnubrögð. Þegar ég tala um samhentari vinnubrögð, á ég ekki endilega við allsherjarsamninga eða sam- flot eins og við þekkjum þau. Samhentari vinnubrögð þýða einfaldlega að við stillum saman strengi okkar með þeim hætti sem við kjósum hverju sinni. Samhentari vinnubrögð þýða að við getum haft vald á atburðarás- inni. Samhentari vinnubrögð þýða að við látum ekki aðra leiða okkur, heldur leiðum við aðra þangað sem við teljum réttast að fara.“ Ásmundur sagði einnig nauðsynlegt að taka allt innra starf verkalýðshreyfingarinnar til endurskoðunar. „Við verðum að taka umfjöllunina um skipu- lagsmálin alvarlega. Okkur er nauðsynlegt að tengja hinn al- menna félaga betur því starfi sem fram fer í verkalýðshreyfingunni, bæði starfi við samningagerð og hinni almennu önn dagsins. Okk- ur er einnig nayuðsynlegt að tengja heildina betur saman, þannig að við getum beitt okkur . af auknum styrk. Til þess þurfum við að færa starfið út á vinnustað- ina.“ Pá þyrfti sambandið að móta skýra stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum til að geta tekið frum- kvæðið í daglegri umræðu og reka jafnframt öflugt áróðurs- starf til að koma sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar á fram- færi. Éinnig yrðu menn að gera sér grein fyrir að innbyrðis deilur færðu þá ekkert áleiðis. „Við verðum að leggja áherslu á allt það sem er okkur sameiginlegt og sameinar okkur." Gjaldþrot þráhyggju og kjararána Forseti Alþýðusambandsins gerði stöðu efnahagsmála að um- ræðuefni og sagði ástandið augljóslega alvarlegt. „Það er hins vegar rangt að þjóðin sé gjaldþrota. Við stöndum frammi fyrir gjaldþroti þeirrar þráhyggju að allur vandi verði alltaf leystur með kjaraskerðingu. Við stönd- um frammi fyrir gjaldþroti þeirrar þrjáhyggju að kjarask- erðing sé Jausn á rekstrarvanda atvinnulífsins, kjaraskerðing sé lausn á verðbólguvandanum og viðskiptahallanum. Sú þráhyggja að allt skuli frjálst nema rétturinn til að semja um kaup og kjör, að hið opinbera eigi hvergi að grípa inn nema til þess að skerða kaupið, sú þrjáhyggja hefur beð- ið skipbrot. Ranghugmyndin er gjaldþrota. Þjóðin er hins vegar enn sæmilega megandi.“ Stokka upp í atvinnulífínu Ásmundur sagðist ekki gera lítið úr vanda sjávarútvegsins, en honum væri líka ljóst að þar væri þörf á uppstokkun. „Mér er vandinn ljós. Ég geri ekki lítið úr honum. Ég er hins vegar ekki til- búinn til þess að leggjast upp í loft og gefast upp. Við erum ósköp einfaldlega ekki í vonlausri stöðu. Þegar röng pólitík verður gjaldþrota hljótum við að hugsa málin upp á nýtt. Það þarf að stokka upp í at- vinnulífinu," sagði Ásmundur og lagði áherslu á endurskipulagn- ingu jafnt verslunar sem sjávarút- vegs þar sem dregið yrði ú? kostn- aði og fjárfestingar nýttar betur. Þá yrði að auka framleiðsluverð- mæti þjóðarinnar og auka fjöl- breytnina í útflutningi. Reka yrði hér markvissa atvinnustefnu og tryggja hagkvæman aðgang að erlendum mörkuðum án þess að missa tökin á fiskimiðunum. Þá yrði að koma á jafnvægi á fjárm- agnsmarkaðinum og beita hand- afli til að knýja niður vextina á gráa markaðinum. „Nú þegar kjaraskerðingar- leiðirnar hafa formlega orðið gjaldþrota ætti að vera hljóm- grunnur fyrir því að leita annarra leiða. Kjaraskerðingarleiðin tryggir ekki rekstur fyrirtækj- anna. Kjaraskerðingarleiðin leysir ekki efnahagsvandann. Þeir sem velja þá leið velja að hlaupa frá vandanum og reynslan sýnir að vandinn er fljótur að hlaupa þá uppi. Við skulum hætta að hlaupa undan og leita að varanlegri lausn,“ sagði Ás- mundur. Menntakerfíð flokkunarkerfí í stefnuræðu sinni kom forseti ASÍ víða við og ræddi m.a. um nauðsyn úrbóta í vinnuvernd- armálum og fræðslumálum. Nauðsynlegt væri að breyta for- gangsröðinni í heilbrigðiskerfinu og leggja áherslu á heilsugæslu í stað sjúkraþjónustu. Mennta- kerfið í dag væri í of miklum mæli flokkunarkerfi. Menntun ætti ekki að vera aðferð til að hólfa þjóðfélagið niður, heldur til að auðvelda samskipti fólks og auka gagnkvæman skilning. Þá ræddi Ásmundur einnig um nauðsyn aukinnar starfsþjálfunar sem hefði þegar skilað góðum ár- angri fyrir fjöldann allan af verkafólki. Tryggja yrði aukið jafnrétti kynjanna í launamálum og leggja áherslu á styttri vinnu- tíma og hærri laun fyrir dagvinnu. Langur vinnutími mesta bölið Lagabreytingar Skiptar skoðanir þingfulltrúa Fjölmargar veigamiklar breytingatillögur liggjafyrirþinginu. Fœkkunfulltrúa, kynjakvóti og hámarkstími áforystusveitina Fyrri umræðu, um laga- breytingar á ASI-þinginu lauk um kvöldmatarleytið í gær og hef- ur öllum framkomnun tillögum verið vísað til umfjöllunar og af- greiðslu laganefndar. Síðari um- ræðu um lagabreytingar var frestað með dagskrártillögu í gær, fram á miðviku- dagsmorgun, en ljóst er að af- greiða þarf tillögurnar fyrir kosn- ingu forseta og miðstjórnar þar sem sumar þeirra taka til þeirra mála. Miðstjórn ASÍ hefur lýst sig ó- sammála öllum þeim breytingat- illögum sem einstök félög eða einstaklingar hafa lagt fram, nema tillögu um fækkun fulltrúa á þingi sambandsins. Sú tillaga hlaut hins vegar misjafnar undir- tektir þingfulltrúa í umræðunni í gær. Meðal umdeildra tillagna um lagabreytingar sem ræddar voru í gær, eru tillögur frá Kristbirni Árnasyni formanni Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði um sér- stakan kynjakvóta við kosningu í miðstjórn og 8 ára hámark á sam- fellda setu á forsetastól eða í mið- stjórn. Einnig leggur Kristbjörn til að þeir einir geti átt seturétt í mið- stjórn ASI, sem eru í fullum rétt- indum í einhverju aðildarfélagi sambandsins og eigi ekki sæti í stjórn eða varastjórn atvinnufyr- irtækis, sem ekki er í eigu ASÍ eða aðildarfélags þess. Töluvert skiptar skoðanir eru um þessa tillögu en nokkur dæmi eru þess að einstakir fulltrúar í núverandi miðstjórn ASÍ eigi sæti í stjórn eins eða fleiri fyrir- tækja, án sérstakrar skipunar verkalýðsfélaga eða samtaka þeirra. _|g. „Óhóflegur vinnutími er eitt alvarlegasta böl okkar þjóðar. Langur vinnutími veldur ekki að- eins sliti, hann kemur niður á fé- lagslegum samskiptum, fjöl- skyldulífi og frístundaiðkunum. Langur vinnutími drepur niður frumkvæði og einangrar einstakl- inginn. Samskipti foreldra og barna, öll samskipti í fjölskyld- unni og við kunningja, þátttaka í félagslífi, starfsmenntun og menningarlíf, líður fyrir hinn langa vinnudag. Við mætum fé- lagslegri firringu örþreytts fólks sem velur að kaupa hvíldina með afruglara eða með viðskiptum við vídeóleiguna. Það er því forg- angsverkefni að stytta vinnutím- ann samhliða hækkun dagvinnu- kaupsins," sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ í setningar- ræðu sinni í gær. -lg- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ■mÞINGMOLARbhh Nær 500 þing- fulltrúar Um 480 fulltrúar verkalýðsfé- laga alls staðar af landinu sitja þetta 36. þing ASÍ. Um 520 full- trúar eiga seturétt á þinginu, en mörg minnstu stéttarfélögin sjá sér ekki fært að senda fulltrúa, bæði vegna skulda við ASÍ og eins vegna mikils kostnaðar við þátttökuna, en viðkomandi félög standa straum af dvalar- og ferða- kostnaði þingfulltrúa, sem flestir búa á Hótel Loftleiðum. Fjölmargir gestir Að venju sitja fjölmargir gestir þing Alþýðusambandsins. Meðal sérstakra gesta þessa 36. þings ASÍ eru fjórir fyrrum forsetar sambandsins, þeir: Hermann Guðmundsson, Helgi Hannes- son, Hannibal Valdimarsson og Snorri Jónsson. Aðrir innlendir gestir eru ma. þau Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, Helgi Laxdal, varaforseti Farmanna-og fiskimannasambandins, Hinrik Greipsson, formaður Sambands ísl. bankamanna, Svanhildur Ka- aber, formaður Kennarasamb- ands íslands, og Páll Halldórs- son, formaður BHMR. Af erlendum gestum eru að þessi sinni mættir fulltrúar frá öllum alþýðusamböndum Norð- urlanda, þar með talið frá Fær- eyjum og Grænlandi, einnig full- trúar frá samtökum skrifstofu- og tæknifólks í Finnlandi, frá Nor- ræna verkalýðssambandinu og Evrópusambandi verkalýðsfé- iaga. Uti á landsbyggðinni ASÍ-þingið er að þessu sinni haldið í íþróttahúsi, sem ekki er í fyrsta sinn í sögu sambandsins, en þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem þingið er haldið úti á lands- byggðinni, eins og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ komst að orði við setningu þingsins í gær- morgun. íþróttahúsið í Digranesi rúmar vel þá fjölmörgu fulltrúa sem sitja þingið, en á síðasta ASÍ- þingi, sem haldið var á Hótel Sögu fyrir 4 árum, voru þrengslin mikil og ekki nema um helmingur þingfulltrúa gat horft beint upp á háborðið og ræðupúltið. Aðrir urðu að gera sér að góðu að hlusta eingöngu eða fylgjast með á sjónvarpsskermum. Sögulegt þing í vændum Margir eiga von á því að þetta þing verði sögulegt, einkum varðandi kosningar til forystu sambandsins. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem „íþróttahúsþing" ÁSf verða söguleg. Fyrir réttum þrjátíu árum, haustið 1958, var haldið sögulegt ASÍ-þing í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg. Þar mætti m.a. þáverandi forsætisráðherra Her- mann Jónasson og bað um stuðn- ing ASÍ við efnahagsaðgerðir vinstri stjórnar sem m.a. höfðu í för með sér nokkra kjaraskerð- ingu. Þingfulltrúar sögu nei, og Hermann baðst lausnar fyrir rík- isstjórn sína. Spurning er nú, ætlar Steingrímur að feta í fótspor föður síns, eða hræða sporin? Koss fyrir borðtennisborð Nemendur í Digranesskóla og Hjallaskóla í Kópavogi þurfa ekki að mæta í leikfimitíma í þessari viku. Fagnaðarefni sjálf- sagt fyrir suma en mikil vonbrigði fyrir aðra. Ástæðan er auðvitað sú að verkalýðurinn hefur lagt undir sig íþróttahúsið. Til að sýna nemendum þakk- lætisvott fyrir afnotin af húsinu, afhenti forsetinn nemendum sitt borðtennisborðið hvorum skóla að gjöf. Tvær yngismeyjar, full- trúar nemenda, tóku við gjöfinni og ráku Ásmundi rembingskoss fyrir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.