Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.11.1988, Blaðsíða 12
SKAK Ólympíumótið Ústuð á landanum Prjú jafntefli og töpuð biðskák uppskeran gegn Búlgörum í8. umferð. Þráinn Guðmundsson: 3-1 hefði verið nær lagi. Sovétmenn lögðu Júgóslava Sovéska skáksveitin á Ólympí- umótinu í Þessalóníku hélt sínu striki er 8. umferðin var tefld í gær. Sovétmenn unnu Júgóslava með 2,5 vinningi gegn 1,5 og munaði þar mest um framlag heimsmeistarans, Garrí Kaspar- ovs, en hann lagði efsta mann Júgósiava, Ljubojevic. Kasparov hefur verið í feikilegum ham á mótinu, og það svo mjög að eng- um hefur tekist að marka á hon- um nema okkar manni, Jóhanni Hjartarsyni. Gæfan var ekki hliðholl ís- lensku sveitinni meðan Sovét- menn treystu stöðu sína á toppin- um. Þrjú jafntefli og að líkindum töpuð biðskák varð uppskera sveitarinnar, en um tíma leit út fyrir að hún ynni stórsigur á Búlg- örum. Jóhann Hjartarson hafði svart gegn stórmeistaranum Kiril Ge- orgiev, en hann leggur sig á 2595 stig samkvæmt kvarða þess góða doktors Elós. Upp kom nimzo- indversk vörn og að sögn Þráins Guðmundssonar missti Jóhann af röktum vinningi um miðbik skák- arinnar og slapp Georgiev með skrekkinn og skiptan hlut. Jón L. Árnason og Donchev tefldu Sikileyjarvörn á 2. borði. Jón L. lét öllum illum látum og fórnaði manni fyrir sóknarfæri, en Donchev varðist mjög vel og tókst að lóðsa hálfan vinning rétta boðleið eftir mikinn darrað- ardans. Margeir hafði svart á 3. borði gegn Semkov. Þar var nimzoind- versk vörn uppi á teningnum líkt og á 1. borði og fékk Margeir mjög vænlega stöðu og hafnaði jafnteflisboði mótherjans upp á það. Að sögn Þráins lék Margeir heldur óvarlega í framhaldinu og lenti í miklum beyglum. Hann sit- ur nú uppi með biðskák sem að öllum líkindum er töpuð. Helgi Ólafsson stýrði hvítu mönnunum gegn Líkov á 4. borði. Slavnesk vörn kom upp hjá þeim félögum og hafði Helgi snemma alla þræði í hendi sér. Þar kom að hann gat unnið peð án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir, en Helgi valdi annað fram- hald sem hann taidi enn sterkara. En hvort sem glámsýni var þar á ferðinni eða eitthvað annað fóru leikar svo um síðir að Líkov lafði á jafnteflinu. Geysigóð frammistaða heims- meistarans hefur að vonum glatt augu skákunnenda um allan heim. Til marks um grimmd Garrís á þessu Ólympíumóti fylg- ir hér á eftir viðureign hans við Nigel Short, og eru víst ár og dag- ar síðan Short hefur verið svo sárt leikinn. HS Kasparov í banastuði í Þessalóníku: Hvikið þér allir nema Jóhann. Mynd: Jim Smart. Úrslit úr áttundu umferð („helstu" viðureignir): Hvítt: Garrí Kasparov Sovétríkin 2,5 Júgóslavía 1,5 Svart: Nigel Short Island Kúba 1,5 2 Búlgaría Svíþjóð 1,5 2 (1 í bið) l.c4 - e6 Ungverjaland 2 Holland 2 2.Rc3 - d5 Vestur-Þýskaland 1 Austur-Þýskaland 2 (1 í bið) 3.d4 - Be7 England 3,5 Sviss 0,5 4.cxd5 - exd5 Danmörk 4 Skotland 0 5.BÍ4 - c6 Spánn 2 Tékkóslóvakía 2 6.Dc2 - g6 Filipseyjar 2,5 Indland 1,5 7.e3 - Bf5 Kína 1,5 Rúmenía 1,5 (1 í bið) 8.Dd2 - Rf6 Bandaríkin 3,5 Noregur 0,5 9.13 - c5 Frakkland 1,5 ísrael 1,5 (1 í bið) 10.Bh6 - cxd4 Kolombía 3 Indónesía 1 ll.exd4 - a6 Austurríki 2 Perú 2 12.g4 - Be6 Kanada 2,5 Tyrkland 1,5 13. Rge2 - Rbi# 14. Bg2 - Rb6 Portúgal 2 Grikkland 1 (1 í bið) 15.b3 - Hc8 Staða efstu liða eftir 8 umferðir: 16.0-0 - Hc6 17. h3 - Rfd7 18. Rdl - Hg8 19. RÍ2 - f5 20. Hael - g5 21. gxf5 - Bf7 22. Rg4 - Bh5 23. Rg3 - gefið. 1. Sovétríkin 25,5 vinningar 2. -3. Bandaríkin og Svíþjóð 21,5 vinningar 4. Austur-Þýskaland 20,5 og biðskák 5. -9. England, Ungverjaland, Danmörk, Holland og Filipseyjar 20,5 v. 10. Kúba 20 vinningar og biðskák. 11. Júgóslavía 20 vinningar 12. -14. Kína, Búlgaría og Rúmenía 19,5 og biðskák. ERLENDAR FRETTIR Maldíveyjar Hrollvekja í suðurhafsparadís Maldíveyjar eru eitt þeirra ríkja sem hvað sjaldnast komast i heimsfréttirnar, en út af því brá á heldur ónotalegan hátt í byrjun mánaðarins. Þann 3. nóv. s.l. réðust á land við höfuðborg- ina, sem heitir Male, þrælvopn- aðir vígamenn sem skutu á allt sem hreyfðist. Indverskt herlið snaraðist á vettvang og sigraði innrásarliðið í fljótheitum. En áður hafði það drepið um 30 Maldíveyinga og sært um 100, og voru flestir þeirra óbreyttir borg- arar. Maldíveyjar eru um 1200 kór- aleyjar í Indlandshafi, nokkur hundruð kílómetra suðvestur af Suður-Indlandi og Sri Lanka. íbúar eru um 190.000, af ættum Singhala (sem eru aðalþjóðin á Sri Lanka) Dravída og Araba. Tungumálið er náskylt sing- hölsku en átrúnaðurinn, súnna- íslam af strangara tagi, hinsvegar kominn frá Aröbum. Þetta er arf- ur frá seinni hluta miðalda, er ar- abískir og aðrir íslamskir sæfarar voru mestu ráðandi á Indlands- hafi. 1887-1965 voru eyjarnar breskt verndarsvæði, eins og það var orðað, en hafa síðan verið sjálfstætt ríki. Þær hafa síðustu árin fengið orð sá sig sem suður-. hafaparadís og hafa eyjaskeggjar út á það verulegar tekjur af ferða- mönnum. En ferðamennirnir hafast aðeins við á nokkrum óbyggðum eyjum og stjórnarvöld gæta þess vel að sem minnstur samgangur sé á milli þeirra og innfæddra, sem ráðamenn óttast að annars muni láta afvegaleiðast frá íslömskum guðsótta og góð- um siðum. Bannaðir stjórnar- andstæðingar og málaliðar Þrátt fyrir paradísarlegt yfir- bragð er ekki allt með felldu í ríki þessu fremur en öðrum. Það býr við mikinn greiðsluhalla, sparn- aðarráðstafanir stjórnarvalda til að mæta þeim vanda hafa komið illa við kjör margra og forseti lýð- veldisins og helsti valdhafi, sem Maumoon Abdul Gayoom heitir, bannar alla stjórnarandstöðu. Þetta er auðvitað ekkert sérstakt í þriðja heiminum, síst í íslömsk- um löndum, og jafnalgengt er hitt að reyna sé að steypa stjórnum þar með ofbeldi. Maður heitir Abdulla Lutefi, maledívskur kaupsýslumaður sem komst upp á kant við ráða- menn heima fyrir og hefur síð- ustu árin búið í útlegð á Sri Lanka. Innrásarmennirnir, sem voru Tamflar frá Sri Lanka, eru taldir hafa verið málaliðar í þjón- ustu hans. Þeir munu hafa verið úr röðum tamílskra skæruliða, sem undanfarin ár hafa barist gegn Sri Lankastjórn og Sing- hölum og vilja að Tamflar á eynni verði sjálfstæðir. Undanfarið hefur nokkuð kreppt að skærul- iðum þessum vegna aðgerða ind- versks herliðs, sem sent var Sri Lankastjórn til hjálpar. Hafa því sumir skæruliðaflokkar verið leystir upp og það hefur orsakað vaxandi atvinnuleysi meðal víga- manna í þjónustu hinna ýmsu tamílsku sjálfstæðishreyfinga. Þessvegna er talið líklegt, að Lut- efi hafi getað tekið þá á leigú á tiltölulega vægu verði. Frá Maldíveyjum - suðurhafs- paradís þar sem ekki er allt með felldu. í fréttum var sagt að í innrásarliðinu hefðu verið um 400 manns eða fleiri, en í raun munu árásarmennirnir ekki hafa verið nema um 60 talsins. En þeir gerðu nógu mikinn óskunda fyrir því, enda vel vopnaðir. Þeir fluttu sig til Male á litlu kaup- skipi, stigu á land við höfuðborg- ina árla morguns og skutu á hvern þann mann, er þeir sáu úti við. Eyjaríkið hefur að vísu þjóðvarð- arlið sem í eru næstum 2000 manns, en það er léttvopnað og óvant vígaferlum. Enda náðu innrásarmenn fljótlega Maleey að mestu á sitt vald. Forsetinn sendi í ofboði út hjálparbeiðnir til Bretlands, Bandaríkjanna og Indlands. Síð- astnefnda ríkið brást við sam- stundis og sendi 1600 manna fallhlífalið á vettvang. Það yfir- bugaði innrásarmenn fljótlega, felldi flesta þeirra og tók hönd- um. En áður hafði þeim tekist að valda miklum mannskaða, sem fyrr er sagt. Ótti við tamílskar sjálfstæðis- hreyfingar Þessir atburðir vekja ásamt með öðru athygli á vaxandi af- skiptum Indlands um málefni smárra grannríkja. Indverjar hafa þegar her á Sri Lanka til að berja niður tamílska skæruliða þar. Sá her hefur náð nokkrum árangri, en þó ekki tekist að bæla uppreisnina niður og indversku hersveitirnar bíða daglega manntjón í bardögum við skæru- liða. Það hefur jafnvel verið talað um Sri Lanka sem indverskt Víet- nam. Á bakvið þessa hernaðar- íhlutun Indverja liggur ótti stjórnarvalda þeirra við að óró- inn á Sri Lanka breiðist út til Ta- míla á Suður-Indlandi. Tamflar þar eru fjölmennastir dravídísku þjóðanna, en tungumál þeirra er óskylt hindí og öðrum indó- evrópskum tungumálum, sem mikill meirihluti Indverja talar. Meðal Tamíla Suður-Indlands hefur gætt talsverðrar þjóðernis- hreyfingar og óánægju með mið- stjórnina í Nýju Delhi, og er sú óánægja sumpart sprottin af vi- ssri viðleitni af hálfu miðstjórnar- innar til að gera hindí að sam- eiginlegu opinberu máli lands- manna allra. Það vilja Dravídar ekki sjá og svara því til að hindí sé ekki þeirra þjóðtungfremur en til dæmis enska. Það fylgir sögunni að áðurn- efndur Lutefi hafi heitið tamílsku skæruliðunum einni Maldíveyja fyrir bækistöð að verkalaunum. Indlandsstjórn kann að hafa ótt- ast, að Tamílarnir myndu í raun leggja Maldíveyjar undir sig sjálfa, fremur en Lutefi atvinnu- rekanda sinn. Hvað sem því líður er þessi hrollvekjandi uppákoma ábending um að dvergríkjum í námunda við svæði, þar sem óöld ríkir og offramboð er á vopnum og mönnum, sem hafa vígaferli fyrir atvinnu og ekkert annað, getur verið illilega hætt. dþ. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.