Þjóðviljinn - 23.11.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Side 1
Miovikudagur 23. nóvember 1988 253. tölublað 53. árgangur ASÍ-kosningar Aðalheiður vill kvennabyltingu Mikill kosningaskjálfti íþingfulltrúum. Ásmundur œtlar að halda áfram. Hugmyndir kjörnefndar um varaforseta mœta mikilli andstöðu. AðalheiðurBjarnfreðsdóttirskorará Vilborgu ogÞóru íframboð Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í ræðustól á ASÍ-þinginu í gær. Ræða hennar jók á óvissuna á þinginu, - þarsem flestir vita hvað þeir vilja ekki, en færri hvað þeir vilja. (Mynd:ÞÓM). Ríkissjóður Staðan versnar Ólafur Ragnar: 4,5-5 miljarða halli. Tillögur um auknar tekjur á árinu. Ætti kannski að hœtta að halda rœðurl Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mælti fyrir frum- varpi til lánsfjárlaga í efri deild Alþingis f gær. í ræðu Ólafs kom fram að staða ríkissjóðs á þessu ári er enn verri en talið var fyrir nokkrum vikum þegar fjárlaga- frumvarpið var lagt fram. Við nánari greiningu á stöð- unni í október hefur komið í ljós að rekstrarhalli ríkissjóðs verður 4,5-5 miljarðar króna á þessu ári en ekki 3 miljarðar eins gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra lagði fram til- lögur í ríkisstjórninni í gær um aukningu á tekjum ríkissjóðs á þessu ári og segir niðurstöðu fást innan tíðar. f ræðu sinni sagði Ólafur að það hefði verið reynsla undan- farinna ára að síðustu 3 mánuðir ársins skiluðu ríkissjóði meiri tekjum en fyrstu 9 mánuðirnir. Þetta væri ekki upp á teningnum nú sem endurspeglaði þann sam- drátt sem ætti sér stað í þjóðfé- laginu. f grófum dráttum mætti segja að samdrátturinn í sölu- skattstekjum væri um 1,3 milj- arðar, tekjur af aðflutningsgjöld- um væru 640 miljónum minni en áætlað var og að vaxtagreiðslur ríkissjóðs hefðu verið um 700 miljónum hærri en gert hefði ver- ið ráð fyrir. Samanlagður sam- dráttur á tekjuhlið væri um 2,2 miljarðar. „Gamansamir menn hafa sagt að ég ætti ekki að halda fleiri ræður um halla ríkissjóðs á þessu ári,“ sagði Ólafur, - hallinn ykist um 1 miljarð í hvert skipti sem hann talaði um hallann. Orsaka aukins halla væri hinsvegar að leita annarsstaðar en í ræðu- mennsku sinni. -hmp - Petta hefur oft verið erfitt, en aldrei sem nú, sagði Benedikt Da- víðsson formaður kjörnefndar í gærkvöldi, eftir að ljóst var að þær hugmyndir kjörnefndar, að mæla með framboði þeirra Rögnu Bergmans, formanns Framsóknar og Þórðar Ólafs- sonar Boðanum í Þorlákshöfn til varaforseta, mættu almennri andstöðu þingfulltrúa. Einkum bar á andúð í garð Þórðar, sem ásamt þremur öðrum forystu- mönnum í verkalýðshreyfingunni óskaði eindregið eftir frestun á gildistöku samningsréttar við myndun núverandi ríkisstjórnar. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður og fyrrum formað- ur Sóknar hvatti þingkonur til samstöðu í sameiginlegum há- degisverði þeirra í Rúg- brauðsgerðinni í gær o'g skoraði jafnframt á þær Vilborgu Þor- steinsdóttur Vestmannaeyjum og Þóru Hjaltadóttur Akureyri að bjóða sig fram til varaforseta. Aðalheiður endurtók áskorun sína á þinginu síðar um daginn og sagði þá m.a. að konur yrðu að taka til sinna ráða til að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu. Vilborg er tilbúin í framboð en Þóra hefur ekki viljað Ijá máls á framboði ennþá. Forseti, varaforsetar og mið- stjórn Alþýðusambandsins verð- ur kjörin nú árdegis og er talið fullvíst að Ásmundur Stefánsson, forseti sambandins verði einn í kjöri til forseta, en Benedikt Da- víðsson tilkynnti þingheimi í gær að Ásmundur væri fús í framboð. Óvissan er fyrst og fremst um kjör varaforseta og miðstjórnar en kjörnefnd leggur engar form- legar tillögur fram fyrr en nú árdegis. Ólíklegt er að kjörnefnd haldi í hugmyndir sínar um þau Rögnu og Þórð en á þingfulltrú- um var að heyra að sama væri hvaða tillögur kæmu fram, það yrði kosið um þessi embætti. Einn þingfulltrúi orðaði það svo að menn vissu hvað þeir vildu ekki, en þeir vissu síður hvað þeir vildu. Eitt vildu þó flestir, rót- tækar breytingar á forystu- sveitinni. Það eykur einnig á óvissuna að stjórnmálaflokkarnir hafa nú mun minni tök á þingfulltrúum en jafnan áður. Talið er að allt að helmingur þingfulltrúa líti á sig lausan við öll flokksbönd. Þrátt fyrir það boðuðu flokkarnir flest- ir til fylkingarfunda í gærkvöld þar sem meta átti stöðu mála fyrir kosninguna í dag. -•g- Herœfing Ekkert leyfi fengiö * Aœtlun um mestu liðsflutninga hingað nokkru sinni til herœfinga. Þúsund manna sveit komifráBandaríkjunum. Ekkert leyfi enn Bandaríski herinn á Keflavík- urflugvelli hefur farið fram á að fá að halda stóra heræfingu hér- lendis næsta sumar og stendur til að flytja hingað þúsund manna herdeild frá Massachusettes- fylki. Ekkert leyfi héðan hefur enn verið gefið fyrir æfingunni. Hjá svokallaðri varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins fengust þær upplýsingar að her- inn hefði sótt um leyfi fyrir æfing- unni í haust. Þetta leyfi hefði hins vegar ekki enn verið gefið eins og skilja mætti á grein í tímaritinu „Aviation Weekend" þarsem sagt er frá fyrirhugaðri æfingu hersins sem þegar fullákveðinni. Umsóknin er enn til meðferðar hjá ráðuneytinu og er á frumstigi, en utanríkisráðherra tekur end- anlega ákvörðun. Fordæmi eru fyrir heræfingum af þessu tagi hér á landi sam- kvæmt talsmanni varnarmála- skrifstofu, og hafa þær allar farið fram við stöðvar hersins og á varnarsvæðum. Hersveitir hafa aldrei komið frá Bandaríkjunum áður eins fjölmennar og fyrirhug- að er nú og ef að verður hafa aldrei eins margir hermenn utan Keflavíkurflugvallar tekið þátt í heræfingu á íslandi. Ekki er kunnugt hvað á að æfa en staðsetning er sögð benda til að æfa eigi varnir herstöðvarinn- ar. -hmp Lánskjör 0,09% hækkun Verðstöðvunin gengur vel samkvæmt síðustu útreikningum Seðlabanka. Lánskjaravísitala fyrir des- ember er 2274 stig, sem er 0,09% hækkun frá nóvembertölunni. Þessi hækkun væri á einu ári 1,1 %, en síðustu tólf mánuði hef- ur hækkun vísitölunnar og þar- með verðbólga á lánamarkaði verið 20,6%.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.