Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 5
36. ÞING ASI Kjara- os efnahagsmál 10% kaupmáttanýmun Miklar og harðar umrœður um kjaramál ogfyrri kjarasamninga. Ymis mistöksem lœra má af. Er viljifyrirsamstöðu? Hverjareiga kröfurnar að vera? Máttlaus mótmœli duga ekki Hörð gagnrýni á innra starf og máttleysi verkalýðssamtak- anna gagnvart síendurteknum ár- ásum ríkisvalds og atvinnurek- enda á kjör og helgustu mannréttindi launafólks, ein- kenndu umræður um kjara- og efnahagsmál á ASI-þinginu í gær. Einnig er Ijóst að margir verka- lýðsforingjar óttast verulega að umtalsvert atvinnuleysi verði í vetur, ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða í efnahagsmálum hið fyrsta. Engin kjara- málaályktun Engin kjaramálaályktun liggur enn fyrir þinginu, en miðstjórn samþykkti að dreifa ekki slíkri á- lyktun fyrr en eftir fyrstu umræðu og umræður þingfulltrúa í kjar- amálanefnd. Hins vegar lögðu tveir þingfulltrúar, Dagsbrúnar- mennirnir, Páll Valdimarsson og Rúnar Sveinbjörnsson fram til- lögu á kjaramálaályktun þingsins í gær, og tóku margir þingfulltrú- ar undir kröfur þeirra í umræðun- um í gær. Þeir Páll og Rúnar hvetja mið- stjórn ASÍ til að hafa frumkvæði fyrir sameiginlegri baráttu launa- fólks til að endurheimta ssamn- ingsréttinn og að meginkröfur næstu kjarasamninga verði stór- hækkun lægstu launa, hærri skattleysismörk og engir samn- ingar verði gerðirán verðtrygg- ingar launa. 10% kaupmáttar- rýrnun Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ hafði framsögu fyrir annáli kjaramála síðustu fjögur ár og rakti niðurstöður samninga síð- ustu ára og þróun kaupmáttar á þessum tíma. Hann benti m.a. á að frá því síðustu samningar voru gerðir í vor sem leið hefur kaupmáttur taxta fiskvinnslu- fólks rýrnað um allt að 10% og að kaupmáttur annarra hópa hefði einnig rýrnað mikið. - Mikið og ójafnt launaskrið hefur orðið til þess að launþega- samtökin stjórna launaþróuninni ekki lengur, sagði Ari. Hlutverk launþegasamtakanna væri að koma á eftir og reyna að rétta hlut þeirra sem ekki nutu launa- skriðsins. Þessu þyrfti að breyta. Þá hefði það einnig haft afger- andi að segja um þróun kaupmáttar að kaupmáttartryg- ging hefði verið mjög ótrygg síð- ustu árin og raunar ekki verið í gildi nema hálft annað ár síðustu fjögur árin. Forystumálin hafa skyggt á flest önnur mál á þessu þingi. Hér ræðir Benedikt Davíðsson formaður kjörnefndar við þrjá foringja sem hafa verið mikið í umræðunni, þá Karl Steinar Guðnason, Karvel Pálmason og Þórð Ólafsson. Mynd: Þóm. Samræmd launastefna? Ásmundur Stefánsson forseti ASl lagði áherslu á samræmda launastefnu verkalýðshreyfingar- innar, í framsöguræðu sinni. - Er forsenda fyrir slíku samstarfi? Þeirri spumingu þarf kjaramál- anefndin að svara. Hann rifjaði upp sfðustu samn- ingalotu og spurði hvort skort hefði viljann til að vinna saman. Þá yrði sérstaklega að fjalla um hvernig hægt væri að lyfta þeim tekjulægstu umfram aðra. Marg- ar leiðir hefðu verið reyndar en ýmiss konar togstreita komið í veg fyrir nægjanlegan árangur. - Fylkjum við okkar fólki best saman með háreystum kröfum upp á tugi prósenta eða kröfum sem eru meira í takt við hugsan- lega niðurstöðu? Mig skortir sannfæringu fyrir því að krafa um 40% kauphækkun muni fylkja hópnum saman. Ég spyr líka hvort ekki sé meira mál að ná fram auknum kaupmætti en kauphækkunum í krónutölu, sagði Ásmundur. Allt of værukær Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Iðju sagði að hreyfingin sem heild hefði verið allt of væru- kær gagnvart síendurteknum ár- ásum stjórnvalda á réttindi og launakjörin launafólks. - Við brugðumst ekki þannig við að við stoppuðum þessar árásir. Við getum ekki umborið þessa atlögu að gerðum kjarasamningum, við verðum að bregðast við af fullri hörku. Birna Þórðardóttir VR-félagi, sagði nauðsynlegt að undirbúa tafarlaust aðgerðir til að hnekkja árásum stjórnvalda á launafólk. - Það er ekki eftir neinu að bíða. Það á ekki að vera stjórnvalda að ákveða hvenær verkalýðshreyf- ingunni lætur best að að berjast fyrir rétti sínum. Þetta eru ólög sem engin ástæða er til að virða. Við borgum gjaldþrotin Þá sagði Birna að Alþýðu- sambandið yrði þegar að móta nýja launastefnu sem tæki mið af framfærslukostnaði og gæfi fólki kost á að lifa mannsæmandi lífi. - Það er niðurlægjandi fyrir full- frískt fólk að geta ekki framfleytt sér af launum sínum. Birna varaði einnig við þeim grátkór atvinnurekenda sem nú væri að byrja að láta í sér heyra fyrir næstu kjarasamninga og hóta atvinnuleysi og enn frekari kjaraskerðingu. - Mér er sama þó einhverjir af þessum gull- drengjum sem hafa fengið að vaða í opinberum sjóðum fari á hausinn. Hitt er áhyggjuefni að við launafólk borgum að endingu öll þessi gjaldþrot og við þurfum þá mannsæmandi laun til að borga þessi fjandans gjaldþrot, sagði Birna Þórðardóttir. Bráðabirgðalögin Leiðtogar hirtir Þingið lítur mjög alvarlegum augum vinnubrögð nokkurra verkalýðsleiðtoga, sem hafa orð- ið hreyfingunni til skammar með hætti sínum, þegar þeir grát- bændu væntanlega ríkisstjórnar- aðila við myndun núvcrandi ríkisstjórnar um að afnema ekki bráðabirgðalögin, segir m.a. í til- lögu sem Félag starfsfólks í hús- gagnaiðnaði lagði fram á þinginu í gær. í tillögunni er afnám samnings- réttar og framlenging bráða- birgðalaganna mótmælt og þess krafist að ráðist verði að rótum raunverulegs vanda þjóðarinnar í efnahagsmálum, án þess þó að setja afkomuöryggi launafólks í hættu. - Það hlýtur að vekja launa- fólk til umhugsunar, að þegar stjórnmálaflokkar sem kenna sig við alþýðuna eru berir að því að standa að ólögum sem þessum, segir í tillögunni og jafnframt er Alþýðusambandið sakað um að hafa sýnt af sér verulega linkind gagnvart bráðabirgðalögunum. -Ig- Fjölmargir tóku til máls um kjaramálin, þar á meðal þær Þóra Hjaltadóttir og Vilborg Þor- steinsdóttir sem báðar hafa verið nefndar til varaforsetakjörs. Þóra rakti í ræðu sinni margvísleg mistök sem hreyfingunni hefðu orðið á í kjarasamningum síðustu ára. Þessi mistök væru til að læra af, en því miður kæmu þau nú sum illilega í bakið á launafólki. Mestu skipti nú að tekið yrði á vaxtamálum, sem væru orðin stór hluti af útgjöldum fjölskyldunn- ar. Stjórnvöld yrðu líka að fara að taka á efnahagsmálum af ein- hverri alvöru. Vilborg þakkaði fyrir góðan stuðning annarra félaga í verk- falli Snótarkvenna sl. vor. Hún sagði mikilvægt að forystan hlust- aði á grasrótina í félögunum. - Ef fólkinu líkar ekki það sem við erum að gera, þá lætur það ör- ugglega heyra í sér, sagði Vil- borg. Verkfalls- rétturinn eina vopnið Örn Friðriksson formaður Sambands Málm- og skipasmiða sagði ma. að heildarsamtökin hefðu ekki mikla möguleika til að knýja á um bættan hag, nema verkalýðsfélögin sjálf afhentu samtökunum þann rétt einan sem menn ættu, verkfallsréttinn. Hrafnkell A. Jónsson Eski- firði, lagði ríka áherslu á endur- heimt samningsréttar, hér væri um grundvallarmannréttindi að ræða. Hann tók einnig undir þær kröfur sem kæmu fram um kjar- astefnu samtakanna í tillögum þeirra Páls og Rúnars, sem áður var getið. Einna hvassyrtustu ræðuna í þessari umræðu flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Hún sagði aldrei hafa verið tekið nógu kröftuglega á móti kjaraskerð- ingu stjórnvalda. - Þetta eru máttlaus mótmæli, skrif í allar áttir. Valdhafarnir skilja þetta ekki nema vinnandi fólk láti frá sér verk og taki ekki upp aftur fyrr en ólögunum er aflétt, sagði Áðalheiður. -lg- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 ÞINGMOLAR Engin stjórn á liðinu Það fer ekki framhjá neinum sem er á ferð um íþróttahúsið í Digranesi, að þar er stungið sam- an nefjum í öllum skúmaskotum og segja margir að þingstörfin fari ekki síður fram á göngunum en í þingsalnum. Einn forystu- maður Sjálfstæðismanna sagði í gær, að greinilegt væri að flokk- arnir hefðu Iítil ítök á sínu liði og því funduðu menn nú stíft í öllum hornum. - Það eru þá helst við sem höfum einhverja stjórn á þessu, enda erum við svo fá- menn, bætti hann við. „bættur skaðinn...“ Hagyrðingar margir góðir sitja ASÍ-þing sem önnur þing. Eina stöku rak á borð fréttamanns í gær og fjallar sú að sjálfsögðu um mál málanna á þessu þingi. Höf- undur lætur ekki nafns síns getið en vísan er þannig: Alþýðusambandsins eina vörn, Asmundar bœttur skaðinn, ef að fer í burtu Björn og Birna kemur í staðinn. Skeytið vakti ekki lukku Alþýðusambandsþinginu hafa borist ýmsar góðar kveðjur frá fé- lögum og samtökum, innlendum og erlendum. I gærmorgun var lesið upp skeyti til þingsins frá Alþýðuflokknum þar sem hreyfingunni var árnað alis hins besta. Það er skemmst frá því að segja að enginn þingfulltrúi sá ástæðu til að þakka fyrir skeytið með lófaklappi. Einhverjir muna betri tíð og blóm í haga, forðum daga... Fjölmargir nýliðar Áberandi er hversu margir þingfulltrúar að þessu sinni eru ungir að árum og segja forystu- menn í ASÍ að trúlega sé um fjórðungur ef ekki stærri hluti þingfulltrúa nýliðar. Þakka menn einkum öflugu starfi Félagsmálaskóla alþýðu þá endurnýjun sem orðið hefur og hversu mikið af áhugasömu ungu fólki er komið til forystu- og stjórnarstarfa í verkalýðsfélögum víðs vegar um landið. Er ljóst að þessi hópur mun hafa afgerandi áhrif á starfið og stefnuna á þing- inu. Ný verkalýðshöll? Á næsta ári er gert ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun ÁSÍ sem liggur fyrir þinginu, að verja allt að 5 miljónum til viðhalds höfuðstöðva sambandsins við Grensásveg. Húsnæðið þarfnast verulegs viðhalds vegna steypu- skemmda og hefur m.a. verið rætt um þann möguleika í mið- stjórn sambandsins að skipta um húsnæði. Þá er miðstjórnin einn- ig að skoða þann möguleika að gerast aðili að nýbyggingu ásamt Dagsbrún á nýrri lóð félagsins við Sætún.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.