Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 6
þl ÓÐVILIIN N Maigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Uppstokkun Þrátt fyrir ýmiss konar fjölmiðlauppákomur, sem orðið hafa til að dreifa huga landsmanna, hefur lengi kveðið við sama grunntón í fréttum. Þótt menn geti um stund leitt hugann að kjöri fegurðardrottninga, utandagskrárum- ræðum á alþingi eða vali á forystusveit verkalýðshreyfingar- innar, hnígur umræðan fyrr en varir aftur að þeim punkti sem um skeið hefur verið alfa og ómega í umfjöllun um íslenskt samfélag. Mál málanna er sá mikli vandi sem undirstöðuat- vinnuvegirnir eiga nú við að glíma. Á málþingum stjórnmálaflokka hefur umfjöllun um at- vinnumál fengið býsna mikið rúm. Þótt menn leggi nokkuð mismunandi áherslur á hvað telja megi aðalorsakir vandans og deili hart um til hvaða ráða sé best að grípa, þá eru flestir sammála um að staðan sé mjög alvarleg. Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins dró Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri upp dökka mynd. Hann taldi að eftir fimm ára stjórnarsetu flokksins stæði íslenskt atvinnulíf frammi fyrir hrikalegum vandamálum. Það ætti jafnt við útflutningsgreinar, samkeppnisgreinar og verslun og þjón- ustu. Um allt landið, bæði í þéttbýli og dreifbýli, mætti nær daglega heyra brothljóð hruninna fyrirtækja. Hann áleit að framundan væru gífurlegir erfiðleikar sem hlytu að bitna á öllum landsmönnum til sjávar og sveita. Þetta gerðist þrátt fyrir að viðskiptakjör okkar væru alls ekki verri en búast mætti við í meðalárferði. Það er gott til þess að vita að innan Sjálfstæðisflokksins skuli heyrast raddir sem gagnrýna stefnu íslenskra íhalds- manna í atvinnumálum. Sú stefna hefur byggst á trúnni á að lögmál markaðarins myndu sjálfkrafa færa allt til hins besta vegar og því væri stjórnvöldum hollast að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir svokallaðra athafnamanna. Almenningur hefur verið hvattur til að spara og leggja inn fé í lánastofnanir en ýmiss konar spekúlantar hafa átt greiðan aðgang að lánsfénu. Þótt hvergi í heiminum sé auðveldara en hér að fylgjast með þjóðhagslegri hagkvæmni af fjárfestingum hafa athafnamenn fengið að dæla peningum í hverja vitleysuna á fætur annarri. Hátimbraðar verslanahallir á höfuðborgar- svæðinu verða minnismerki um óðafjárfestingu en hennar gætir miklu víðar, jafnvel í þeim atvinnugreinum sem eru undirstaða íslensks nútímasamfélags, útgerð og fisk- vinnslu. Þótt óveðursskýin hafi hrannast upp og hver alþýðumað- ur hafi getað séð að spilaborgir athafnamannanna hlytu að hrynja, hefur fjárfestingaveislan haldið áfram því að at- hafnamennirnir hafa þrátt fyrir allt treyst á aðgerðir stjórnvalda. Bann við launahækkunum, niðurskurður á fé- lagslegri þjónustu og gengisfelling; allt eru þetta aðgerðir sem komið geta í veg fyrir að athafnamennirnir þurfi að standa ábyrgir gerða sinna. Auðvitað er það rétt hjá Einari Oddi að stjórnarseta íhalds- ins verður þjóðinni dýr og bitnar á öllum landsmönnum. En almenningur krefst þess að aðgerðir stjórnvalda bindi enda á vitleysuna. Það verður einfaldlega að skapa lífvænleg skilyrði þeim atvinnurekstri, sem er þjóðhagslega hag- kvæmur, en leyfa athafnamönnum að öðru leyti að kynnast hinum dekkri hliðum frjálshyggjunnar. Þjóðin hefur ekki lengur efni á að halda þeim veislu. Það er fróðlegt að heyra íhaldsmann viðurkenna að at- vinnurekendur, jafnt fiskverkendur sem kaupmenn, jafnt iðnrekendursem útgerðarmenn, hafiveriðboðnirog búnirtil að styrkja Sjálfstæðisflokkinn með fjárframlögum. Þjóðvilj- inn hefur frá upphafi vega gert lesendum sínum grein fyrir þessari staðreynd og jafnframt bent á að framlögin kæmu ekki ætíð úr vasa athafnamannanna heldur úr sjóðum fyrir- tækja sem á pappírnum eru mörg hver rekin með sífelldu tapi. En það er einnig fróðlegt að heyra að þeir, sem best eiga að skynja að í tíð síðustu ríkisstjórna hefur atvinnulífið lent í ógöngum, skuli óska þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist sem fyrst í ríkisstjórn. Er þarekki áferðinni ósk um ríkisstjórn sem tryggi að almenningur verði eina ferðina enn látinn greiða allan kostnaðinn af margra ára fjárfestingaveislu at- hafnamannanna? ÓP KLIPPT Jón Baldvin á varaflugi í sjónvarpsviðtali um daginn lét Jón Baldvin Hannibalsson að því liggja að nú þyrfti að fara af stað betlinefnd suður til Brússel að fá pening til að Nató gæti byggt sér varaflugvöll í Aðaldal. Þetta var heldur óljóst orðalag hjá utanríkisráðherranum, og síðari yfirlýsingar hafa ekki skýrt mjög málið. Sennilegast er að Jón Baldvin hafi eitt augnablik gleymt því hvaða ríkisstjórn hann situr í, og væri engin furða miðað við snögg umskipti í heimilisbragnum á Vesturgötunni uppá síðkastið. En í stjórnarsáttmála þeirrar sem nú situr eru skýr ákvæði um að ekki verði ráðist í meirháttar hernaðarframkvæmdir meðan stjórnin situr. ■ í krafti þess samkomulags dró Alþýðubanda- lagsráðherrann Steingrímur J. Sigfússon sína ráðuneytismenn útúr öllum bollaleggingum um slíka hluti, - og hlaut fyrir lof al- þýðu. Það er ánægjulegt til að vita að Framsóknarflokkurinn áréttaði þessa afstöðu í stjórnarsáttmál- anum á flokksþingi sínu um síð- ustu helgi. Það er mikilvægt að það sé skýrt að hvað sem utanrík- isráðherrann lætur útúr sér eru tveir stjórnarflokkanna með allt sitt á skafheiðu í þessum málum. Vilji Jón Baldvin eða einhverjir aðrir núverandi stjórnarliðar slíta samstarfinu er hér komin ágæt leið, - að rifta málefnasamningn- um og heimta Nató-flugvöll. Moggi í æfingum Þetta skilja þeir í Aðalstrætinu sem hafa lengi stundað þá iðju að teygja og toga þá sjaldan misvel heppnuð Morgunblaðsegg velta útúr stjórnarráðinu. Það verður til dæmis ekki betur séð á um- mælum sem Moggi hefur eftir formönnum tveimur í gær en að þar sé beinlínis gert útá hugsun- arleysi og vankunnáttu um bæði stjórnarsáttmála, varaflugvöll og hernaðarstyrki úr Nató-sjóðum. Um varaflugvöllinn er Jón Baldvin til dæmis látinn segja: „Hér er ekki um að rœða fram- kvœmd í þágu Varnarliðsins á friðaríímum, þetta er lífsnauðsyn- leg framkvœmd í þágu þjóðarinn- ar. “ Hvað þýðir nú þetta? Eru Mogginn og Jón Baldvin að tala um sama varaflugvöllinn? Eða ætlar Jón sér að fá fjárveitingu úr mannvirkjasjóði Nató fyrir flug- völl sem herliðið hefur engin af- not af? ímyndar hann sér að var- aflugvöllur styrktur úr Nató- sjóði yrði eingöngu til hernaðar- legra nota á stríðstímum? Að þar yrði ekki aðstaða fyrir herflugvél- ar, til dæmis eldsneytisgeymar, flughlöð, viðgerðarstöðvar, eftir- litsmenn? Að ekki sé minnst á það að vinir Bandaríkjahers á íslandi ættu með tilliti til sögunnar að passa sig vel á að nota með gát hugtökin friðartímar og stríðs- tímar. Vetrarhjálp? í Mogga segir Jón Baldvin „að engir skilmálar yrðu settir um rekstur flugvallarins á friðartím- um af hálfu Nató“, - nema ef til ófriðar kæmi. Hér eru annaðhvort Jón Bald- vin Hannibalsson eða Morgun- blaðið að rugla. Skilyrði mann- virkjasjóðs Nató eru alveg skýr, og hafa verið rakin margoft, meðal annars hér í Þjóðviljanum. Sá sjóður styrkir hernaðarmann- virki, og flugvöllur sem hern- aðarbandalaginu nýttist. á stríðs- tímum væri auðvitað hernaðar- flugvöllur á stríðstímum líka, - ný herstöð. Að halda öðru fram er annaðhvort fákunnátta, barna- skapur eða vísvitandi blekking- artilraun. Og vegna þess að því síðasta verður ekki trúað á lifrar- átsmanninn á Vesturgötunni í þessu máli skal hér sett fram sú tilgáta að Jón Baldvin sé allsekki að meina sjóðinn sem kostar hernaðarmannvirki á vegum Nató, heldur einhvern alltannan sjóð þar syðra, belgísku Vetrar- hjálpina eða einhverskonar styrktarnefnd frá amerískum Thorvaldsensbasar. Kannski heldur Jón Baldvin að það séu til enn meiri sníkjupeningar í sjóðn- um sem sér um fjárveitingar til herskipaskoðunar- og nætur- klúbbasetuferðalaganna til Brússel og Norfolk? í öllum tilvikum gerði utanrík- isráðherrann réttast í að hætta varafluginu og koma sér niðrá jörðina til kollega sinna, - sem þessa dagana hafa satt að segja í öðru að snúast en að stilla af þennan undarlega kaldastríðs- krampa í syni Hannibals. OG SKORIÐ Afsökunarbeiðni - Að allt öðru: Sá sem hér klippir mun hafa minnst á það í Þjóðviljaleiðara um daginn að ein tilraun til að lífga Sjálfstæðisflokkinn við undanfarnar vikur hafi falist í því að Guðmundur Magnússon, fyrr- verandi aðstoðarmaður, núver- andi endurskipulagningarstjóri Sjálfstæðisflokksins, fór að skrifa Iesendabréf undir ýmsum nöfnum í DV og Mogga um það hvað Þorsteinn Pálsson væri snjall og frammúrskarandi ræðu- maður. Og sagði réttilega í leiðaranum að ekki veitti af að á væri bent. Guðmundur Magnússon hefur nú sent okkur línu, segist alsak- ^JÁt- v*Cíu»tu vlkur >vl að idur Kagnúason, fyrrvarandl . daqblaðanna laaandabrúf undlr g,. ,«<a torstalns Pálssonar sam raðumanns.■ *t«sðnn. Undlrrltaður bafur hvorkt skrifað ná /\***\x taql. pár ar ua hrainan tiibúning biaðs umsIÍ brJóta <jaqn 3. qr. slðaraqln* Blaða»uinafálaís ða karð til slðanafndar fálaqslns fálst ekkl viðunandl lalð- 6. gr. itai raqlna) 09 afsökunarbalðni fauar i stað. Vlrðlngarfyllst, •£V~ laus af því að skrifa þessi lesend- abréf um glæsileik Þorsteins Páls- sonar, og hótar Guðmundur Þjóðviljanum öllu illu ef hann biður hann ekki afsökunar á þess- um áburði. Þjóðviljinn biður Guðmund innilega afsökunar. Heimildir blaðsins fyrir þessari staðhæfingu byggðust fyrst og fremst á almennri skynsemi í bland við pólitíska ályktunar- gáfu. Stíll lesendabréfanna var ekki þesslegur að höfundur þeirra væri hinn málsnjalli fram- kvæmdastjóri flokksins, Kjartan Gunnarsson, en efnislegt inni- hald bréfanna var hinsvegar með þeim hætti að ólíklegt mátti telja að þau væru skrifuð af öðrum en launuðum starfsmanni Sjálfstæð- isflokksins. Og úr því höfundurinn er ekki Guðmundur Magnússon er nátt- úrlega langsennilegast að hér hafi ræðuskörungurinn verið á ferð- inni sjálfur. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smarl, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bllstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.