Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 7
VXÐHORF Þak yfir höfuðið Sigurjón Þorbergsson skrifar Búsetar og vinir þeirra hafa ástæöu til aö gleðjast þessa dagana. Hér eru þeir samankomnir í reisugilli fyrsta Búsetahússins í Grafarvogi, frá vinstri: Páll Gunnlaugsson formaöur Búseta í Reykjavík, Jóhann Bergþórs- son frkvstj. Hagvirkis sem reisti húsið og Reynir Ingibjartsson frkvstj. Búseta. (Mynd: Ari). Þak yfir höfuðið er eitthvað sem allir verða að hafa, einkan- lega hér á okkar heilnæma en kalda landi. Samfélagið gerir líka ráð fyrir að þak yfir höfuðið séu mannréttindi og sveitarfélög eru skyld að sjá þeim fyrir húsnæði sem í verstu ógöngurnar rata. Sú tíð er liðin að sá sem þannig „kemst á sveitina1' missi við það atkvæðisrétt og kjörgengi. En það er ekki laust við að myndárleg húseign sé ennþá allt að því forsenda fyrir því að mað- ur gangi uppréttur! Það hjálpar þó svolítið að eftir að verönd hússins komst á hjól hefur hún - það er að segja bíllinn - orðið stöðutákn númer eitt. Nú er það svo að öll hin mestu verðmæti hér í lífinu - að ekki sé minnst á framhaldslífið - eru ókeypis í venjulegum skilningi þess orðs. Samt hafa þau kostað mikla baráttu - hugsjónabaráttu. Það er að segja baráttu sem felur launin í sér sjálfri. Gott verk göfgar þann sem það vinnur. Það lætur að líkum að í hús- næðismálum sem og annars stað- ar er rúm fyrir hugsjónabaráttu. Félagafrelsi sem við búum við, íslendingar, gerir kleift að skipu- leggja þá baráttu og margefla með samvinnu ólíkra hópa sem eiga sameiginlega hagsmuni - sameiginlega draumsýn um betra mannlíf þótt ólíkir séu. Mér var falið að greina frá einu slíku samstarfi sem ýmist hefur verið kallað „Samtökin átta“ eða húsnæðishópurinn „Þak yfir höf- uðið“. Samtökin átta eru: Öryrkja- bandalag fslands, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Lands- samtökin Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag sérskólanema, Leigjendasamtökin og Búseti, landssamband. Auk þess hefur verið leitað samstarfs við marga aðila aðra, Samtök sveitarfélaga, aðila í verkalýðshreyfingunni o.fl. Ráðstefnan „Þak yfir höfuðið" var haldin í október á sl. ári og þar var kynnt frumvarp til laga um félagsíbúðasjóð. Hvort frumvarp þetta nær að komast á spjöld þingsögunnar er óvíst enn og við höfum heyrt þau sjónarmið að frumvörp eigi að smíða í ráðuneytum og þing- flokksherbergjum. En þetta frumvarp var samið á vegum þeirra sem akkúrat væri leitað umsagnar hjá ef slík frumvarps- smíð væri með hefðbundnum hætti. Við höfum einungis orðið fyrri til að láta umsögn okkar í té og það eru reyndar fyrirmyndar vinnubrögð í lýðræðissamfélagi - hvað sem líður þingflokkum og öðrum samviskubandalögum. kom í ljós í febrúar 1987 að sú nefnd hafði ekki kontið sér sam- an unt neinar breytingar á gild- andi lögum um félagslegar íbúða- byggingar. Þar með hélt áfram sú óeðlilega staða að lán til bygginga leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka væru aðeins veitt til 30 ára, á sama tíma og almenn íbúðalán voru komin með 40 ára lánstíma. Þannig stóðu semsagt málin þegar við byrjuðum að tala sam- an. Það er ekki laust við að okkur „Við sem störfum íhúsnœðishópnum sœkjumst ekki eftir því að gerast lestarstjórar- íhœsta lagi kyndarar-en við viljum gjarna ráða einhverju um aðbúnað farþeganna. “ í mínum huga er lýðræði kerfi þar sem lýðurinn - þ.e. almenn- ingur - ræður eða í það allra minnsta ræðir hlutina áður en ákvarðanir eru teknar sem allir verða að hlíta. Fulltrúalýðræðið okkar margrómaða rennur oft á sínum eigin teinum og hún er svifasein lestin sú, tekur ekki krappar beygjur og víkur ekki fyrir neinum! Við sem störfum í húsnæðis- hópnum sækjumst ekki eftir því að gerast Iestarstjórar - í hæsta lagi kyndarar - en við viljum gjarna ráða einhverju um aðbún- að farþeganna. Lestin var jú smíðuð fyrir þá! En upphaf samstarfs „Samtak- anna átta“ má rekja til þess að eftir samkomulag aðila vinnu- markaðarins í febrúar 1986 hafði hið almenna húsnæðislánakerfi verið tekið til gagngerðrar endur- skoðunar, 55% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna skyldi veitt til húsnæðismála. Almenn íbúðalán allt að þrefölduðust og lánstími lengdist upp í 40 ár. Jafnframt var því lýst yfir að sérstök milliþinganefnd um hús- næðismál hefði það hlutverk að endurskoða lánveitingar til fé- lagslegra íbúðabygginga. Síðar var prentað í bæklingi sem sam- tökin átta hafa sent frá sér og dreift um land allt: „Aukin aðlögun félagslega íbúðalánakerfisins að ríkjandi fé- lagslegum velferðarsjónarmiðum er meginþáttur í frumvarps- drögum þessum. Nafni núver- andi Byggingasjóðs verkamanna verði þannig breytt í félagsíbúða- sjóður, og hlutverk sjóðsins verði jafnframt aukið, þannig að það spanni svið félagslegra velferðar- aðgerða á sviði húsnæðismála í finnist að byrjað hafi verið á vit- lausunt enda. Félagslegri aðstoð við þá sem betur mega sín í samfélaginu og hafa uppi hávær- ari kröfurnar. Eða er það ekki í eðli sínu félagsleg aðstoð að niðurgreiða vexti íbúðakaupenda á almennum markaði þótt í minna mæli sé hjá hverjum ein- stökum en tíðkast í félagslega kerfinu sem slíku? Hitt er svo annað mál að hið nýja kerfi er af flestum ef ekki öllum talið mis- lukkað - það var ekki verið að byggja neitt þúsund ára ríki. Og nú er eina ferðina enn verið að lappa upp á hið almenna kerfi en hið félagslega bíður a.m.k. til vors! Áhyggjur stjórnvalda af eigna- mönnum þessa lands, hvort sem um er að ræða íbúðaeigendur eða atvinnurekendur, er ekki minni en áhyggjurnar áður fyrr af hin- um sveitarómögunum. Sem bet- ur fer er meðferðin ólíkt betri. Og nú er gott að ekki tíðkast að fella niður kosningaréttinn hjá þeim sem aðstoðina þiggja! Nokkrir helstu áherslupunkt- arnir í þeim breytingum sem fel- ast í frumvarpinu eru þessir, og ég vitna hér í greinargerð sem fylgir frumvarpinu eins og það heild sinni. Hluti þessarar áherslubreytingar miðar að auknu jafnræði milli eignar- forma, þannig að leiguhúsnæði og hlutareignaríbúðir bætist við sem valkostur, þar sem slík form eru talin henta betur. Frumvarpsdrögin fela einnig í sér stjórnkerfislegar breytingar á hinu félagslega íbúðalánakerfi. Meginbreytingin þar er sú, að gert er ráð fyrir sérstakri þing- kjörinni stjórn fyrir hinn félags- lega húsnæðislánasjóð. Ekki er gert ráð fyrir setu fulltrúa hagsmunaaðila í stjórninni, svo sem nú á við um húsnæðismála- stjórn, en hins vegar geti þeir að- ilar átt sæti í sérstöku samstarfs- ráði. Fjármögnun félagslega hús- næðislánasjóðsins yrði skv. frum- varpsdrögunum mun öflugri en nú er, þar sem lögfest yrði að Vi hluti andvirðis skuldabréfasölu lífeyrissjóða til húsbyggingasjóð- anna rynni til félagsíbúðasjóðs- ins. Þetta hefði þýtt aukningu á útlánagetu úr 1200 milljónum í 3000 milljónir milli áranna 1987- 1988. i Loks gera frumvarpsdrögin ráð fyrir meðvituðum aðgerðum í því skyni að draga úr núverandi misrænti í fjárstreynti húsnæðis- lánakerfisins til hinna ýmsu landshluta. Aukið bolmagn og víðtækara hlutverk sjóðsins er í fruntvarps- drögunum útfært þannig, að lögð er til stofnun 6 sérstakra lána- flokka innan vébanda hans: Lánaflokkur 1: Lán til verka- mannabústaða og/eða kaupleigu- íbúða. Lánaflokkur 2: Lán til leigu- íbúða sveitarfélaga. Lánaflokkur 3: Lán til leigu- eða hlutareignaríbúða í eigu húsnæðissamvinnufélaga. Lánaflokkur 4: Lán til náms- mannahúsnæðis. Lánaflokkur 5: Lán til leigu- og hlutareignaríbúða fatlaðra. Lánaflokkur 6: Lán til leigu eða hlutareignaríbúða aldraðra. Til leiguíbúða sveitarfélaga og til íbúða fyrir námsmenn, fatlaða og aldraða er gert ráð fyrir 60 ára lánstíma og2% vöxtum, sem hef- ur í för með sér svipaða greiðslu- byrði og nú er af lánum til kaupa á verkamannabústöðum. Lána- kjör verkamannabústaða, kaup- leiguíbúða og íbúða í eigu hús- næðissamvinnufélaga yrði 50 ára lán með 2,5% vöxtum. Lánshlut- fall til leiguíbúða yrði ætíð 100% ; 95% til hlutareignaríbúða fatl- aðra og allt að 90% til hlutar- eignaríbúða húsnæðissamvinn- ufélaga og samtaka aldraðra." Góðir áheyrendur! Ég læt þetta náegja til kynningar á starfi „Samtakanna átta“ og frumvarpi um félagsíbúðasjóð. Ljóst er að frumvarpsdrögunum þyrfti enn að breyta ef þau yrðu lögð fram á Alþingi íslendinga á morgun. En allavega eru þau gott vegarnesti þeim sem efla félagshyggju í þessu landi. Húsnæðishópurinn gerir þá sanngirniskröfu að þess- ar hugmyndir verði vandlega skoðaðar þegar félagslega hús- næðiskerfið verður endurskoðað - væntanlega á vori komanda. Raunar er það eindregin ósk okk- ar að fá fulltrúa inn í þá nefnd er þar skipar málum. Hver veit nema þá vanti kynd- ara! Sigurjón er prentsmiðjustjóri í Kópavogi og félagi í Búseta. Grein hans er að stofni til erindi sem flutt var á landsþingi Búseta um síðustu helgi. LESENDABRÉF Monroe-fasisminn Sjö punktar um grófa skilgreiningu á Monroefasisma Monroe-fasismi er orð sem höfundur þessarar frumúttektar hefur notað yfir stjórnmála-, efnahags- og „menningarstarf- semi“ sem Bandaríki Norður- Ameríku hafa notað sem stefnu og viðmið í utanríkismálum vegna afskipta af öðrum ríkjum, einkum Mið- og Suður-Ameríku 1820-1988 með skelfilegum af- leiðingunt fyrir þau ríki (Monroe- kenningin 2/12. 1823) og eftir síðari heimsstyrjöld hafa þeir notað ákveðin mjög „óæskileg“ starfs- og/eða stefnuviðmið gagnvart flestum og/eða öllum ríkjum þessa hnattar þar sem USA hefur á ejnhvern hátt getað beitt aðstöðu og/eða þrýstingi, hernaðarlegum, pólitískum, efnahagslegum eða menningar- legum í þágu eigin hagsmuna. Monroe-fasíska stefnu tel ég vera framkvæmda í aðalatriðum á þennan hátt: 1. Að beina utanríkisstefnu ríkis í þá átt að sýna utanríkis- stefnu USA sem mesta „holl- ustu“ á alþjóðavettvangi og á annan hátt. 2. Að styðja til pólitískra valda innan hvers ríkis efnastéttir og auðvald hvers lands, hversu óheiðarlegar og gjörspilltar sem þær kunna að vera. 3. Þegar markmiðum no 1. og no. 2 er náð, er reynt að stuðla að því að óheiðarlegustu og gjör- spilltustu stjórnmálamenn þess- ara stétta og jafnvel annarra, verði valdamestir innan hvers þjóðfélags. (Þetta er gert vegna þess að slíkir menn eru „meðfærilegast- ir“ fyrir „Fimmtu herdeildir“ USA innan hvers ríkis, til að þjóna því markmiði að þeir taki afstöðu til hvers sérstaks máls þannig að það þjóni „meintum“ hagsmunum USA hverju sinni.) 4. Að útbreiða sem mest innan hvers ríkis það sem ef til vill mætti kalla „ameríska menningu og lífs- viðhorf“. 5. Þetta er gert að mínu mati með því að stuðlað er að því að rafrænir fjölmiðlar (myndbanda- framleiðsla og leiga, kvikmynda- hús ásamt útvarpi og sjónvarpi) ásamt sem flestum rituðum fjöl- miðlum, séu starfræktir sem mest nteð aðilunt sem tileinkað hafa sér „bandarískan smekk" er varðar efnisval og vinnubrögð og hafi helst Monroe-fasisma sem „lífsskoðun“. 6. Hinurn Monroe-fasísku áhrifum og/eða völdum er síðan viðhaldið að hluta til með því að stýra „kastljósi fjölmiðlanna" að þeim aðilum sem metnir eru af „fimmtu herdeildum" USA sem „meðfærilegir“ og/eða æskilegir fyrir áframhaldandi valdaað- stöðu „æskilegra" aðila fyrir bandaríska hagsmuni. 7. Tekið skal fram að þetta eru einungis grófustu punktarnir er varða skilgreiningu á Monroe- fasískri starfsemi. Ritað að marggefnu tilefni 11. nóvember 1988. 1214-7813 Miðvikudagur 23. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.