Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR A ustur-Þýskaland: Glasnosti vísað á bug Vaxandiþyrkings gœtir af hálfu austurþýskra ráðamanna ígarð stjórnar Gorbatsjovs Frá þvf að austurþýska ríkið var stofnað 1949 hefur hnífur- inn ekki gengið á milli ráða- manna þess og valdhafa Sovét- ríkjanna, í orðanna bókstaflegu merkingu. En nú sjást merki þess að sá bróðurkærleikur sé á und- anhaldi. Það fer ekki leynt að austurþýskir ráðamenn eru væg- ast sagt lítt hrifnir af þeim breytingum, sem orðið hafa á so- véska samfélaginu síðan Míkhaíl Gorbatsjov hófst þar til æðstu valda. Af brot sovéskra hermanna í fréttum Nýlega tóku austurþýsk yfir- völd sig til og settu á bannlista sovéska tímaritið Spútník, sem gefið er út á mörgum tungumál- um, þar á meðal þýsku, og hefur til þessa verið til sölu í Austur- Þýskalandi. Þessi ráðstöfun er taiin skipta mestu máli af þeim, sem hingað til hafa verið gerðar þar í landi vegna uggs við glasnost Gorbatsjovs. En fleira bendir til vaxandi gremju ráðamanna í Austur-Berlín í garð risaveldis austurblakkarinnar. Austurþýsk blöð eru þannig farin að flytja fréttir af afbrotum sovéskra her- manna, frömdum gegn austur- þýsku fólki. Áður á tíð, þegar allt lék í lyndi milli ráðamanna í Austur-Berlín og Moskvu, var aldrei minnst á sovéska setuliðið í Austur-Þýskalandi öðruvísi en sem kæra vini og verndara og full- yrt að sambúð þess og austur- þýsks almennings yrði sífelit nán- ari og vinsamlegri. En ljóst er að reyndin hefur verið önnur. Sovétmenn hafa stærri her í Austur-Þýskalandi en í nokkru öðru landi utan landa- mæra sinna og það hefur aldrei farið leynt að Áustur-Þjóðverj- um almennt er lítið um þá hersetu gefið. Gamalt fólk og miðaldra man enn gripdeildir og nauðganir sovéska hersins í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari og síðan hafa Honecker - þykist ekki þurfa að sækja Rússa. neina perestrojku til menn þarlendis sætt sig við návist hers þessa sem óhjákvæmilegan hlut, en ekki geðfelldan. Regla mikils þorra fólks virðist vera að reyna að hafa sem minnst sam- skipti við sovésku hermennina. Sovesk timarit og kvikmyndir í banni Hliðstætt og í Vestur- Þýskalandi stafar óánægjan með risaveldishersetuna einnig af vitneskjunni um það, að landið er einskonar brjóstvígi Varsjár- bandalagsins og yrði því að öllum líkindum vígvöllur og skotmark fyrir öll tiltæk geryðingarvígtól, ef svo skelfilega skyldi vilja til að til stríðs kæmi milli risavelda- blakkanna. Vitneskjan um þetta hefur verið friðarhreyfingum í Vestur-Þýskalandi veruleg lyfti- stöng og svipað hugsa margir í austurhlutanum, þótt mögu- leikar þeirra á að láta það í Ijós séu minni. Fyrr á árinu bönnuðu austur- þýsk stjórnarvöld þrjú tölublöð af öðru sovésku tímariti, Nýir tímar, að líkindum vegna um- deilds leikrits, sem í þeim birtist. Einnig hafa verið nokkur brögð að því að sovéskar kvikmyndir, sem þótt hafa glasnostlegar, hafi verið teknar út af sýningaskrám austurþýskra kvikmyndahúsa. Opinber heimsókn Nicolae Ce- ausescu, einræðisherra í Rúmen- íu, til Austur-Þýskalands fyrir fáum dögum er líka athyglisverð í þessu sambandi. Undir forustu Ceausescus hafa Rúmenar orðið nánast óháðir Sovétríkjunum og ekki hefur farið á milli mála að hann vill ekkert sjá af glasnosti og perestrojku. Ceausescu hafði hinar ágætustu viðtökur af austurþýskum ráðamönnum og það hefur varla verið einber til- viljun að í ræðum við það tæki- færi hældu þeir Ceausescu og Er- ich Honecker, aðalvaldsmaður Austur-Þýskalands, hvor öðrum á hvert reipi sem sönnum komm- únistum. Greinar um samning Hitlers og Stalíns Talið er að Spútník hafi verið bannaður einkum vegna greina um griðasáttmála þeirra Hitlers og Stalíns 1939, rétt áður en heimsstyrjöldin síðari braust út. í stuttlegri tilkynningu yfirvalda um bannið á tímaritinu stóð að Spútník legði ekkert fram til „eflingar vináttu Sovétmanna og Þjóðverja, en iðkaði hinsvegar rangfærslur á sögunni.“ Sagt er að bannið hafi vakið talsverða gremju meðal austurþýskra les- enda, sem margir hafa kunnað vel að meta hið nýtilkomna rit- frelsi Sovétmanna, sem tímarit eins og Spútník eru augljós vottur um. Auk þess að banna sovésk tímarit og kvikmyndir hafa austurþýsk yfirvöld verið snögg að taka í lurginn á þeim löndum sínum, sem sýnt hafa af sér tilþrif í ætt við glasnost. Blöð lúthersku kirkjunnar í landinu, sem hafa mælt með umbótum í þá áttina, hafa fengið að kenna á því og þekktur fréttaritari var nýlega tekinn á beinið fyrir að gagnrýna ráðherra vegna skorts á ýmsum neysluvörum. Telja má líklegt að síðan glasnostið kom til finnist austurþýskum ráðamönnum að þeir séu nú eins og á milli tveggja elda, annarsvegar glasnosts og hinsvegar vesturþýska sjónvarps- ins, sem flestir Áustur-Þjóðverj- ar geta horft á. Segjast hafa eigin perestrojku Ekki vill Honecker heldur neitt hafa með perestrojku að gera. Hann og þeir félagar segja, að í Austur-Þýskalandi hafa þeg- ar verið komið á svo árang- ursríkum umbótum í efna- hagsmálum, að það þurfi ekki að sækja neitt á þeim vettvangi til Sovétmanna. Það er þó nokkuð til í þessu. Atvinnulíf Austur- Þýskalands er það best rekna í allri sovétblökkinni og lífskjörin eru eftir því. Þótt iðnaðurinn sé að mestu í ríkiseign, er hann skipulagður í nokkrar stórar sam- steypur, sem hafa talsvert athafn- afrelsi fyrir stjórnarvöldum og keppa hver við aðra. Smáat- vinnurekstur einstaklinga er og verulegur þarlendis. Ekki er talið að sovéskir ráða- menn muni taka þessa afstöðu austurþýskra bandamanna sinna illa upp, ekki opinberlega að minnsta kosti. Gorbatsjov og hans menn hafa nóg af vandamál- unum samt að glíma við heima fyrir og þeim er fyrir miklu að styggja ekki enn frekar en orðið er austurþýska valdhafa, einkum sökum þess hve efnahagslegu tengslin við Austur-Þýskaland eru Sovétríkjunum mikilvæg. -dþ. Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur Deilurit og Ijóð eftir Þorgeir Þorgeirsson LESHÚS er nýstofnað forlag sem leggur áherslu á það að gefa út sem ódýrastar bækur handa foryitnum lesendum. Út eru komnar tvær bækur eftir Þorgeir Þorgeirsson. 1. EYBÚA SAGA, 13 stutt ljóð. Verð kr. 250.-. 2. AÐ GEFNU TILEFNI. Deilurit sem tekur lögregluofbeldi til meðferðar en lætur þó ekki staðar numið við beinbrot og marbletti heldur er hugað að dómstólunum sem vernda ofbeldið og bera því einn- ig sína ábyrgð. En þar lætur höf- undur enn ekki staðar numið því upp vakna spurningar um samfé- lagið. Hvert er eðli þess? Vilja menn hafa dómsmálin í þessum ólestri? Erum við á leið inní mið- aldirnar aftur? Er Alþingi sof- andi? Er réttlætisgyðjan komin á dúndrandi fyllerí? Er búðarloku- veldi það sem við viljum? Bók sem menn geta orðið hjartanlega ósammála um. Verð kr. 1475,-. Þá gefur Leshús út tvær þýddar ljóðabækur í samvinnu við Þýð- ingaútgáfuna. 1. SÉÐOGMUN- AÐ eftir Christian Matras. Fyrsta ljóðabókin eftir færeyskt skáld sem út kemur á íslensku. Matras sem nú er nýlátinn var (og er) eitt ástsælasta skáld Færey- inga. Verð kr. 250,-. 2. ÞANKÁ- BROT LEIRDÚFUKARRANS eftir Miroslav Holub. Fyrsta heila ljóðabókin eftir tékkneskt skáld sem út kemur á íslensku. Holub er þekktasta núlifandi skáld Tékka. Hann er líka heims- kunnur vísindamaður (mótefna- fræði). Verð kr. 350,-. Þýðandi beggja ljóðabókanna er Þorgeir Þorgeirsson. Pátl tíndal Uppsláttarrit um Reykjavík Haustið 1916 birtist svofelld auglýsing frá Sveini Björnssyni, síðar forseta íslands, sem þá bjó á Sóleyjargötu 1 (Staðastað); „3 kindur eru geymdar hjá mér, voru teknar í kálgarði mínum í gærkvöldi. Eigandi getur vitjað þeirra gegn uslabótum, Sveinn Björnsson, Staðastað." Frá þessum atburði og hundr- uðum annarra segir í þriðja bindi bókarinnar REYKJAVÍK - Sögustaður við sund - eftir Pál Líndal sem nú er komin út hjá Erni og Örlygi. Fyrri tvö bindin tóku yfir bókstafina A - P en í þessu bindi lýkur stafrófinu. Hér er um uppsláttarrit að ræða með líku sniði og hinar geysivinsælu bækur Landið þitt ísland. Fyrsta uppsláttarorð þriðja bindis er Rafstöðvarvegur en síðasta upp- sláttarorðið er Öskjuhlíð. Gífurlegur fjöldi mynda er í bókinni. Þar er bæði um að ræða gamlar og nýjar ljósmyndir, mál- verk, teikningar, kort og upp- drættir. Undirbúningur þessa rit- verks er búinn að standa árum saman og hvað myndefnið snertir þá hefur þess verið aflað jafnt er- lendis sem hérlendis. Aftan á bókarkápu er tilvitnun í ritdóm eftir Aðalstein Ingólfs- son sem birtist í D V 26. nóv. 1987 þegar annað bindið kom út, en þar segir Aðalsteinn m.a.: „Það er ekki hin löggilda sagnfræði sem gerir þessa bók svo skemmti- lega aflestrar heldur ýmislegt það sem með henni flýtur, bæði með og án ábyrgðar, skemmtisögur og kveðskapur um menn og málefni, frásagnir úr blöðum og tímarit- um, svo og betri skáldskapur.“ Ritstjóri bókarinnar er Einar S. Arnalds, en myndaritstjóri Ör- lygur Hálfdánarson. Prentlögn annaðist Kristinn Sigurjónsson. Islandsferö John Coles ÍSLANDSFERÐ JOHN CO- LES. John Coles var breskur ferðalangur og ævintýramaður sem ferðaðist um hér á landi sumarið 1881 eftir einn mesta harðindavetur sem yfir ísland hefur gengið á síðari öldum. í sveitum ferðinni gerði Coles sér sérstakt far um að kynnast alþýðu manna í sveitum landsins. ís- landsferð kom fyrst út hér á landi 1961 og seldist þá upp á skömmum tíma. Bókina þýddi Gísli Ólafsson og formála skrifar Haraldur Sigurðsson bókavörð- ur. Bókinni fylgir kort af þeim leiðum sem Coles fór hér á landi. Hroki og hleypidómar Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefur sent frá sér skáldsöguna Hroki og hleypidómar eftir ensku skáldkonuna Jane Austen, í þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þessi saga kom fyrst út árið 1813 og hefur löngum verið talin til sígildra bókmennta í Bret- landi. Hún er öðru fremur ástar- saga og hefur orðið fyrirmynd margra slíkra, en hún varpar líka merkilegu ljósi á enskt mannlíf og samfélag í upphafi 19. aldar. Jane Austen tilheyrði þeim raun- sæishöfundum sem vildu gefa sem heillegasta mynd af umhverfi sínu, sýna fólk í daglegu lífi þess, gera sem besta grein fyrir sið- venjum manna. I eftirmála við bókina segir þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir: „Söguefni hennar er ævinlega margvísleg mannleg samskipti í daglegu lífi og rauði þráðurinn ástir og örlög ungra kvenna, ævinlega séð frá kímilegri hlið. Sögurnar eru „gamansögur" á sama hátt og Draumur á Jónsmessunótt og mörg önnur leikrit Shakespeares eru „gamanleikir“.“ Hroki og hleypidómar eru þekktasta skáldsaga Jane Austen. íslenska útgáfan er 315 blaðsíður að stærð. Kápu gerði Robert Guilliemette. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.