Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.11.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Hver vi|tu að verði næsti forseti ASÍ? Bragi Jóhannsson verkstjóri: Ég vil Asmund Stefánsson áfram gefi hann kost á sér til endur- kjörs. Vafalaust koma margir aörirtil greina í embættið en ég er ekki nógu vel að mér til að geta bent á einhvern sérstakan annan en Ásmund. Ingólfur Hákonarson verslunarmaöur: Ég styð Ásmund svo framarlega að hann gefi kost á sér til endur- kjörs. Hann er sá eini sem getur valdið embættinu að mínu mati miðað við stöðuna í dag. Eiríkur Guðnason ellilífeyrisþegi: Ásmund Stefánsson. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í emb- ættinu þó að það sé ekki hægt að ráða við stjórnvöld sem afnema alla samninga með lögum. Jolli jólasveinn markaðsfulltrúi: Ég er sannur minni heimabyggð og tel engan koma til greina í embættið en minn mann Pétur Sigurðsson forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða. Jóhann Sigurðsson bílstjóri: Mér finnst vera þörf á breytingu í embætti forseta ASÍ en ég veit ekki gjörla hver kemur til álita sem arftaki Ásmundar. Ég þyrfti að kynna mér það nánar. þJÓÐVILIINN Miðvikudagur 23. nóvember 1988 253. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ftOi0^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Bókatíðindi Sagan í kringum fólkio Sjómenn ogsauðabœndur, cettartölubók með meiru eftir Tryggva Emilsson komin út hjá Máli og menningu. Mikil heimild um líf alþýðufólks á liðnum tíma_ Það er býsna mikið og vanda- samt verk að semja svona bók, enda er hér töluvert meira efni en bara það sem viðkemur ættunum - nöfn, ártöl, fæðingar- dagar og þvíumlíkt. Það er ekki síður sagan í kringum fólkið sem ég reyni að gera skil, sagði Tryggvi Emilsson er blaðamaður tók hús á honum í gær í tilefni af útkomu nýrrar bókar hans, en hún nefnist Sjómenn og sauða- bændur og er öðrum þræði ætt- artölubók höfundarins. „Flestir mínir forfeður voru sjómenn og sauðabændur og því ber þessi ættarskrá nöfn þeirra starfa sem þeir stunduðu," segir Tryggvi í inngangi bókarinnar: „Fjölmargt fólk kemur við sögu og ættarskráin er þannig skrifuð að jafnframt mannanöfnum og daga- og ártölum er sagt frá landsháttum og högum og öðru því sem snerti daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbærum af völdum náttúrunnar og ráðstöf- unum valdsmanna." Það er ekki létt verk að skrá sögu alþýðufólks, það gegnir öðru máli um presta, sýslumenn, lögréttumenn og fleiri slíka vegna heimildanna sem til eru um þá, sagði Tryggvi er við spurðum hvernig verkið hefði sóst. Hann sagðist enda hafa þurft að leggja á sig mikla vinnu við öflun nauðsynlegra upplýsinga og nefndi kirkjubækur, dómabæk- ur, ættartölur og skyld rit til þeirrar sögu. Tryggvi studdist við eigin bókakost vegna þess arna, en sat að auki mikið á Þjóðskjal- asafninu árin sem bókin var í smíðum. „Það er gott að koma þangað,“ sagði hann, „allir safngestir eru boðnir velkomnir án orða, menn taka sér sæti og fá umbeðna bók á borðið. Síðan ríkir þögn ef undan er skilið skrjáfið í gömlum bókum. Það er skrjáf aldanna sem þarna má heyra.“ I Sjómönnum og sauðabænd- um rekur Tryggvi ættir foreldra sinna; móðurætt föður síns fyrir norðan, en sá átti danskan föður og náðist ekki í þá ætt eins og höfundurinn komst að orði, og ætt móður sinnar sem var úr Borgarfirðinum. Faðir Tryggva er ættaður úr Grímsey, og ekki fer á milli mála hve sá staður er honum hugleikinn, og er upphaf bókarinnar til marks um það. Fyrsti kaflinn - upp á ríflega 25 síður - nefnist Grímsey - Land, fólk og saga, og hefur ekki fyrr verið helguð svo heilleg saman- tekt „útskeri því“ svo maður haldi sig við titlatog Guðmundar ríka í Heimskringlu er Noregs- konungur falaðist eftir eynni og lagði með því erindi smu mögn- uðustu pólitísku ræðu sem haldin hefur verið á íslandi upp í hend- urnar á Einari Þveræingi. En eins og segir í þeirri frásögn kveðst Guðmundur fús til vináttu við konung og er ósárt um Grímsey í því sambandi. Gallinn var bara sá að hann átti ekki meira vald á eynni en aðrir, þar sem hún hafði verið gerð að almenningi. Tryggvi bendir á að þetta hafi þýtt að til Grímseyjar mátti hver fara og veiða fugl og fisk og taka reka, en hann hafi alltaf verið geysimikill í eynni, og að í annan stað megi sjá af Heimskringlu- frásögninni að snemma hafi Grímsey komið við sögu. Hitt léti hann sig aldrei henda að fara að hinu niðrandi nafngiftadæmi Guðmundar ríka. Við spurðum Tryggva hvort ættfræðiáhuginn hefði kviknað snemma og hann játti því. „Þegar ég var stráklingur hjá föður mín- um á Gili í Öxnadal talaði hann oft um ættir. Frá Gili fór ég svo vestur í Skagafjörð og lenti í Ár- nesi í Tungusveit vestan vatna. Þar var fullur bær af bókum og ættfræðifróðleikur í hávegum hafður, og því fékk ég snemma áhuga á þessu,“ sagði hann. Þessa sögu rekur Tryggvi í Fá- tæku fólki, sinni fyrstu bók, en hann var orðinn 74ra ára þegar hún kom út. Nú, tólf árum síðar, skal honum óskað til hamingju með nýjustu afurðina á síðbúnum rithöfundarferlinum. HS Jóhann með betri stöðu í biðskák íslendingar og Kínverjar náðu IV2 vinningi hvor þjóð í viðureign sinni í gær, í 9. umferð Ólympí- uskákmótsins í Þessalóníku. Skák Jóhanns Hjartarsonar fór í bið og herma fregnir að staða hans sé betri, enda peði yfir and- stæðingi sínum. Helgi Ólafsson vann sína skák í 60 leikjum og Margeir Pétursson náði jafntefli. Karl Þorsteins tapaði hins vegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.