Þjóðviljinn - 24.11.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Síða 1
Fimmtudagur 24. nóvember 1988 254. tölublað 53. árgangur Tœkniskóli íslands Sex miljónir í ekkert Hefurleigtl400fermetra kennsluhúsnœðifrájúlíl987, sem skortir allarinnréttingar. Sex miljónum kastað áglœ meðan kerfið er að komastað niðurstöðu. Skúli Guðmundsson: Hefekkert um málið að segja. Hákon Torfason: Vil ekkert rœða um málið í bili Tækniskóli íslands hefur frá miðsumri 1987 leigt 1400 fer- metra viðbótarkennsluhúsnæði af íslenskum aðalverktökum. Skólinn hefur hins vegar ekki get- að nýtt sér þetta húsnæði til kennslu nema að örlitlu leyti, sökum þess að enn hafa engar innréttingar fengist settar upp. Þó hefur verið til á fjárlögum lánsheimild til „innréttingar við- bótarhúsnæðis á Höfðabakka." Af þessum sökum hefur Tækni- skólinn þurft að leigja kennslu- húsnæði af nærliggjandi fyrir- tækjum og greitt þeim u.þ.b. eina miljón í leigu fyrir vikið. Auk þess hefur skólinn greitt tæpar fimm miljónir í leigu til íslenskra aðalverktaka fyrir þá 12 hundruð fermetra sem ekki hafa nýst til kennslu sl. 16 mánuði. Innréttingakostnaður hefur verið áætlaður u.m.b. 30 miljónir þannig að Tækniskólinn hefur þegar greitt um fimmta hluta þeirrar upphæðar í leigu á ónot- hæfu kennsluhúsnæði og húsnæði sem ekki hefði þurft að taka á leigu að öðrum kosti. Málið hefur velkst í kerfinu án ákvörðunar með þessum afleiðingum. „Ég hef ekkert um málið að segja, ef þig vantar upplýsingar um það hvar málið er statt þá skalt þú tala við menntamála- ráðuneytið," sagði Skúli Guð- mundsson hjá Innkaupastofnun ríkisins, en sú stofnun á að sjá um að útboð fari fram og framkvæmd þeirra á verkefnum sem þessum, -eftir að málið hefur hlotið bless- un annarra viðkomandi stofnana í kerfinu. „Það hefur ekki komið beiðni til okkar um að setja málið í gang, en það á að koma frá menntamálaráðuneytinu. Málið er ekki í okkar höndum og ég er ekki tilbúinn að ræða þetta við blaðamenn. Við höfum fylgst með því hversu seint þetta hefur gengið, ég er alveg klár á því, en ég vísa þér á Hákon Torfason," sagði Skúli Guðmundsson. „Það er ekki satt að málið sé á okkar vegum og ég vil ekkert ræða það í bili,“ sagði Hákon Torfason, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu þegar Þjóðvilj- inn ræddi við hann í gær. Þrátt fyrir að málið hafi verið í pípu- lögnunum í tæpt eitt og háift ár sagðist Hákon ekki hafa upplýs- ingar um þaðð. „Erum við skyld- ugir til að útvarpa málum, þegar þau eru hálfunnin? Ég vil ekki ræða málið og hvað gerir þú þá? “ spurði Hákon. Sagði Hákon þó að það væru engar fjárveitingar til í þetta. „Það var ekki fyrr en í júlí sl. sem að fjármálaráðherra veitti leyfi til að nýta þá heimild sem til er í fjárlögum til þessa máls. Það eru engir peningar til fyrr en þá. Málið er þó miklu flóknara en svo, að það strandi bara á fjármálaráðuneytinu," sagði Hákon. Aðspurður á hverju strandaði þegar Tækniskólinn hefði haft þetta húsnæði í leigu frá júlí 1987 án þess að geta notað það, sagði Hákon að það væri ekki búið að taka neina leigu fyrir húsnæðið enn. Aðspurður um hvað hann ætti við, neitaði Hákon að skýra það frekar, en vísaði á fjárlaga- og hagsýsludeild fjármálaráðu- neytisins. Aðspurður hvað hafi tafið framkvæmdir í málinu eftir að fyrrum fjármálaráðherra gaf grænt ljós á notkun lántökuhei- mildar í júlí sl. sagðist Hákon ekki vilja ræða málið frekar og þar við sat. Ekki náðist samband við fjár- laga- og hagsýsludeild í gær. Ný forystusveit Alþýðusambandsins sem kjörin var í gær til næstu fjögurraára. Fráv.ÁsmundurStefánssonforseti, RagnaBergmann 1. varaforseti og Örn Friðriksson 2. varaforseti. Mynd-Róbert. Alþýðusambandið phh LÍN Ný vinsbi forysta kjörin RagnaBergmann og Örn Friðriksson nýir varaforsetar. Kvennabylting rann útísandinn. Rúgbrauðsförum refsað ímiðstjórnarkjöri. Birna á þröskuldinum. GrétarÞorsteinsson langefstur Þjóðstjórnarmunstur í ASÍ- forystunni er liðið undir lok og ný vinstri forysta tekin við, eftir að þau Ragna Bergmann formaður Framsóknar og Örn Friðriksson formaður Málm- og skipasmiða- sambandsins voru kjörin varafor- setar sambandsins og Ásmundur Stefánsson endurkjörinn forseti. Þau Ásmundur og Ragna voru sjálfkjörin en kosið var á milli Árnar og Vilborgar Þor- steinsdóttur Snót, Vestmanna- eyjum um sæti 2. varaforseta. Örn hlaut 73% atkvæða og Vil- borg 23%. Boðuð kvennabylting rann út í sandinn ekki síst við miðstjórnarkjör þar sem aðeins 6 konur náðu kjöri en 12 karlar, öll samkvæmt tilnefningu kjörst- jórnar. Grétar Þorsteinsson form. Trésmíðafélags Reykjavíkur hlaut besta kosningu í miðstjórn en athygli vakti hve lélega kosn- ingu þeir Karvel Páimason 4. varaformaður Verkamapnasam- bandsins og Þórður Ólafsson, Boðanum Þorlákshöfn hlutu, en þeir lentu í neðstu þremur sætun- um ásamt Sigurði Óskarssyni Hellu. Á hæla þeim kom Birna Þórðardóttir, en margir áttu von á því að hún næði kjöri í mið- stjórnina. Hún var eina konan sem var í kjöri til miðstjórnar fyrir utan uppstillingu kjörnefn- dar en þrjár aðrar forystukonur í verkalýðshreyfingunni neituðu að vera í framboði. Slök útkoma þeirra Karvels og Þórðar er útskýrð með þátttöku þeirra í fundinum umtalaða í Rúgbrauðsgerðinni við myndun núverandi stjórnar. Tillaga um Örn Friðriksson sem 2. varaforseta sambandsins kom á óvart en vakti almenna ánægju, en Örn hefur verið í far- arbroddi fyrir samningum í Ál- verinu í Straumsvík undanfarin ár. Nafn hans kom ekki af alvöru til umræðu fyrr en seint í fyrra- kvöld, eftir að Þórður Ólafsson hafnaði beiðni kjörnefndar um að fara í framboð. Ásmundur Stefánsson sagði eftir endurkjör sitt í gær að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér áfram í trausti þess, „að við gæt- um öll unnið saman.“ ASÍ væri ekki fáir forystumenn heldur allir félagsmenn verkalýðshreyfingar- innar. Ragna Bergmann þakkaði sýnt traust og skoraði á konur að standa á bak við sig næstu fjögur árin. Örn Friðriksson þaickaði víðtækt traust og einnig að þing- fulltrúar hefðu verið reiðubúnir að kjósa um sína forystumenn. ________________________ Sjánánarum miðstjórn og nýja forystu á síðu 5 Uthlutun endurskoðuð Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur skipað sérstakan vinnuhóp til að fjalla um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Full- trúar allra námsmannahreyfinga eiga sæti í vinnuhópnum ásamt 4 fulltrúum skipuðum af mennta- málaráðherra. Vinnuhópurinn á að fjalla sér- staklega um stöðu fyrsta árs nema gagnvart sjóðnum. Fram- færsluviðmiðun námslána skal at- huguð og því svarað hvort nauðsynlegt er að fram fari fram- færslukönnun á meðal náms- manna hérlendis og erlendis. En Stúdentaráð Háskóla íslands hef- ur oftsinnis lagt áherslu á að könnun sem þessi fari fram. Tillögur um breytingar á lánar- eglum þessa skólaárs eiga að iiggja fyrir áður en fjárlög verða endanlega afgreidd frá Alþingi. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.