Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 3
RARIK Eyfirðingar skilvísir Rafmagnsskuldir fiskvinnslu- fyrirtækja við Rafmagnsveitur ríkisins á Norðurlandi eystra eru cngar við Eyjafjörðinn en hlaupa á nokkrum miljónum á Þórshöfn og á Raufarhöfn. Að sögn Ingólfs Árnasonar hjá RARIK á Akureyri skulda eitt til tvö fyrirtæki rafmagnsreikninga á Ólafsfirði en að öðru leyti sagði Ingólfur ástandið ekki vera neitt mikið verra í dag en það hefur verið á öðrum ársfjórðungum í ár. -grh FRETTIR Atvinnutryggingarsjóður Burðarásar í hæltu Gunnar Hilmarsson: Af90 umsóknum eru 10-12 fyrirtœki ekki lánshœf. Burðarásar heilla sveitarfélaga. Umbeðnarfjárhœðir nálægt 3 miljörðum. Otrúleg umskipti hafa orðið til hins verra írekstri útflutningsfyrirtœkja síðustu 12-15 mánuði Af þeim 90 umsóknum sem bor- ist hafa Atvinnutryggingar- sjóði atvinnuveganna eru 10 - 12 fyrirtæki svo illa stödd að þau eru ekki lánshæf. í flestum tilfellum er um að ræða fyrirtæki sem eru burðarásar í sínum sveitarfé- lögum. Þetta kom fram í ræðu sem Gunnar Hilmarsson stjórnarfor- maður Atvinnutryggingarsjóðs atvinnuveganna hélt á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem lauk í gær. Stjórnarformaðurinn sagði að Samkeppni Dönsum á rósum ekki dósum 1800 kjörorð bárust í kjörorðasamkeppni grunnskólanema vegna hreinsunarátaks íReykjavík. Ellefu börnfengu viðurkenningu Igær veitti Reykjavíkurborg 11 börnum viðurkenningar fyrir kjörorð sem þau sendu inn í sam- keppni grunnskólanema vegna hreinsunarátaks í Reykjavík sem stendur nú yfir. Alls bárust 1800 kjörorð. Tvenn verðlaun voru veitt, fimm fengu reiðhjó), en sex fengu útvarpstæki. Davíð Oddsson borgarstjóri afhent börnunum verðlaunin í Höfða í gær og sagði að hug- myndagleði og hugarflug þessara barna ætti eftir að nýtast borgar- yfirvöldum vel í því hreins- unarátaki sem nú stendur yfir. Hann þakkaði öllum þeim fyrir framlag þeirra og og öllum hinum sem sent höfðu inn kjörorð. Að mati dómnefndarinnar var útkoman góð og valdi hún eftir- farandi kjörorð sem þau bestu sem bárust og hlutu höfundarnir reiðhjól að launum. Rusl+fata= Hrein gata, höfundur Gunnar Örlygur Gunnarsson. Strætin eru stofugólf borgarinnar, höfundur Páll Hilmarsson, Átt þú í basli með allt í drasli?, höfundur Kol- brún Ýr Gísladóttir. Dögg Guð- mundsdóttir sendi inn: Rusl á lóðum lýsir sóðum, og ísak Þór Davíðsson Mckee: Hreinsaðu til, það er öllum í vil. Sex börn fengu útvarpstæki sem viðurkenningu fyrir sitt framlag í samkeppnina en þau voru Berglind Guðmundsdóttir sem samdi kjörorðið: Skítug borg er mikil sorg. Þá sendi Hulda Guðjónsdóttir inn: Að hreinsa landið öllum ber, ofan af fjalli, út á sker. Salka Guðmundsdóttir: Dönsum á rósum, ekki á dósum, Svanþór Gunnarsson: Stattu vörð um hreina jörð. Björn Þorf- innsson lét sér detta í hug: Það er ekkert basl að hirða drasl, Dagur Páll Ammendrup: Brýtur gler - Bjáni er. -sg Það er sko ekkert rusl að vinna reiðhjól og útvarp fyrir kjörorð gegn rusli. Börnin ellefu saman komin í Höfða i gær ásamt borgarstjóranum Davíð Oddssyni. Mynd Jim Smart flestar umsóknanna væru frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en um 25 frá iðnaði, fiskeldi og frá öðr- um aðilum. Umbeðnar fjárhæðir eru nálægt 3 miljörðum króna og eru þar innifaldar bæði skuld- breytingar og lán vegna skuld- breytinga. Gunnar Hilmarsson sagði að þessi fyrirtæki ættu við að stríða langan uppsafnaðan vanda og miklar skuldir, en einna verst bitnaði á þeim hinn gífurlegi hái fjármagnskostnaður. Hann sagði að samkvæmt milliuppgjöri og greinargerðum sem fylgdu með flestum umsóknanna væri ljóst að algjör umskipti hefðu orðið til hins verra hjá þeim á síðustu 12 - 15 mánuðum eftir tiltölulega góð ár 1985 - 1987. í mörgum tilfell- um hefði sá góði árangur sem þá náðist þurrkast gjörsamlega út á einu ári. Þá væri eiginfjárstaða þeirra flestra nær engin og jafnvel minni en það. Stjórnarformaðurinn sagði að stefnubreytingar væri þörf hjá stjórnvöldum en ekki síður hjá fyrirtækjunum sjálfum og nauðsynlegt að fjárfesting í fisk- vinnslu þyrfti að dragast verulega saman á næstu árum. Hann sagði að sú fjárfesting sem á annað borð yrði ætti einkum að beinast að sameiningu fyrirtækja og til að auka samvinnu þeirra þannig að fjármagnið nýttist betur og sér- hæfing ykist einnig. Til að það yrði að veruleika þyrfti að eyða ósamkomulagi, tortryggni og þeim hrepparíg sem oft ein- kenndi hin smærri byggðarlög. Á rnorgun verður haldinn sér- stakur ríkisstjórnarfundur þar sem fjallað verður um þá slæmu stöðu útflutningsatvinnuveganna í ljósi efnahagsþróunarinnar síð- ustu misseri. -grh Sveitarfélög Ný verkaskipting á döfinni Breyting á verkaskiptingu ríkis ogsveitarfélaga. Tekjustofnar endurskoðaðir. Ekkifull eining um tekjur Jöfnunarsjóðs. Verður málið til lykta leitt á nœstu dögum? Fjármálaráðherra: Uppgjör vegna sameiginlegra framkvœmda innan skamms Stutt mun vera í að lögð verði fram á alþingi stjórnarfrum- vörp um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og um tekj- ustofna sveitarfélaga. Uppstokk- un á þessu sviði hefur verið rædd í marga áratugi. Fjármálaráð- herra segir að uppgjör ríkissjóðs vegna þegar framkvæmdra eldri sameiginlegra verkefna muni liggja fyrir inan skamms. Ekki ríkir fullkomin eining meðal tals- manna sveitarfélaga um það hvernig tryggja eigi Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga tekjur. Á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga, sem haldin var í Reykjavík í gær og fyrradag, var gerð grein fyrir undirbúningi að breytingum á lögum um annars vegar verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar um tekjustofna sveitarfélaga. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra sagði að stefnt væri að því að leggja mjög fljótlega fram lagafrumvörp um þessi mál. Reynt hefur verið að ná mjög víð- tæku samkomulagi við forsvars- menn sveitarfélaga og setti fél- agsmálaráðherra fram þá skoðun að til að tryggja góða samstöðu um málið væri heppilegast að það yrði lögfest á yfirstandandi þingi en gildistaka yrði í einum áfanga um þar næstu áramót. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans ríkir eining innan stjórnar Sambands sveitarfélaga um hvernig breyta skuli verkaskipt- ingunni. Munu frumvarpsdrög þar að lútandi liggja fyrir í félags- málaráðuneytinu. En uppi mun hafa komið nokkur áherslumun- ur . um hvernig tekjustofnum sveitarfélaga skuli breytt, eink- um um tekjuöflun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tekjur sjóðsins hafa átt vera fast hlutfall af söluskattstekjum ríkisins en um margra ára skeið hafa þær verið skertar. Nú mun einkum um það rætt að tekjur Jöfnunarsjóðs verði ákveðið hlutfall af útsvarsstofni. Sú skoðun hefur einnig verið sett fram, einkum af talsmönnum Reykjavíkurborgar, að þær skuli vera ákveðið hlutfall af heildar- skatttekjum ríkisins. Miðað er við að sá hluti af greiðslum úr sjóðnum, sem not- aður er til að jafna tekjur sveitarfélaga, verði miklu stærri en nú. Þá er reiknað með að tölu- vert verði um sérstök framlög úr sjóðnum, t.d. vegna útgjalda sem fylgt geta sameiningu sveitarfé- laga og vegna gjaldþrots sveitarfélaga. Þeir, sem best til þekkja, óttast að fleiri sveitarfé- lög fylgi í kjölfar Hofsóshrepps. I gær héldu forsvarsmenn Sam- bands sveitarfélaga fund um mál- ið. Að því er stefnt að skila áliti til félagsmálaráðherra sem fyrst. Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytisinu sagði í gær að menn vonuðust til að bæði málin yrðu lögð fram á næstu dögum. í ræðu, sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hélt á fjármálaráðstefnunni í gær, var vitnað til þeirrar skoðunar sveitarstjórnamanna að eðli- legast væri að hafa allt upp á borðinu í einu, tillögur um verka- skipti, tekjustofna, Jöfnunarsjóð og uppgjör vegna þegar fram- kvæmdra verka sem greiðast eiga saman af ríki og sveitarfélögum. „Þetta munuð þið hafa innan skamms," sagði fjármálaráð- herra. Uppgjör við ríkissjóð vegna sameiginlegra framkvæmda mun ekki vera jafnlangt á veg komið og undirbúningur að laga- breytingum. Ekki mun liggja ljóst fyrir um hvað stóra upphæð er að ræða en talið er að hún sé á bilinu 1 til 4 miljarðar króna. Mörg sveitarfélög hafa ekki unað því að láta fjárveitingar ríkisins ráða framkvæmdahraða og eiga því eftir að fá stóran hlut af lög- bundnum framlögum frá ríkis- sjóði t.d. í skólabyggingar, barn- aheimili, íþróttamannvirki og hafnargerð. í lokauppgjöri á kostnaði við slíkar framkvæmdir er að því hugað hvort stærð og gerð viðkomandi mannvirkja sé innan þeirra marka (norma), sem ríkið viðurkennir sem styrkhæf. Húnbogi Þorsteinsson áleit að þessar skuldir ríkissjóðs næmu um 1 miljarði króna. Sú hugmynd hefði verið sett fram að ríkissjóð- ur gæti greitt þær með skulda- bréfum, t.d. til 4 ára. Þjóðviljinn hefur fregnað að í fjárveitingar- nefnd alþingis hafi þeim hug- myndum ekki verið of vel tekið og að sumir nefndarmenn telji fráleitt að alþingi ákveði ekki fyrir eitt ár í senn hvað þessar greiðslur verði háar. Fimmudagur 24. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.