Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 4
nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins: 7. des. ÍST30/Útboðs og samningsskilmálar. Kynnt verður endurskoðuð útgáfa af staðli ÍST30 um almenna útboðs- og samnings- skilmála um verkframkvæmdir. Námskeið- ið er ætlað verktökum, iðnmeisturum og iðnaðarmönnum. Verkstjórnarf ræðslan: 28. nóv. Stjórnun breytinga og samskiptastjórn- un. Farið er yfir stjórnun breytinga, hvernig er best að vinna breytingum fylgi. Starfs- mannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 30. nóv. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutninga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. 2. des. Verkefnastjórnun. Undirstaða verketna- stjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöruþróunarverkefni o.fl. 5. des. Verkskipulagning og tímastjórnun. - Haldið á Akureyri. Farið er yfir undirstöðu- atriði í áætlanagerð, verkskipulagningu og tímastjórnun fyrir verkstjóra. Gerð CPM-framkvæmdaáætlana og Gnatt-áætlana. 7. des. Multiplan-forrit og greiðsluáætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikni- forritinu MULTIPLAN. 7. des. Stjórnun breytinga og samskiptastjórn- un. Sérstaklega ætlað fyrir matvælaiðnað- inn. Farið er yfir hvernig koma má á breyt- ingum í fyrirtækjum og bæta vinnuvenjur, án þess að skapa mikla óánægju. Mannleg samskipti. 13. des. Verktilsögn og vinnutækni. Sérstaklega ætlað fyrir matvælaiðnaðinn. Farið er yfir hvað vinnst með góðri verktilsögn. Móttaka nýliðans, fyrsta tilsögn. Hvernig næst skjótastur árangur í þjálfun með „TWI“- verkþjálfunaraðferðinni. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðn- tæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upp- lýsingar og innritun hjá stof nuninni í síma (91 )687000, Fræðsiumiðstöð iðnaðarins í síma (91)687440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma (91 )687009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA! Geðhjálp Fyrirlestur verður haldinn á vegum Geðhjálpar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, kennslustofu 3. hæð. Fyrirlesari: Júlíus Björnsson sálfræðingur. Efni: hvaða gagn er að sálfræðilegum prófum? Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangur ókeypis. Auglýsið í Þjóðviljanum Sigurður Sveinsson skorar hér eitt af fimm mörkum sínum gegn Gróttu í gær, en Jón Kristjánsson og Geir Sveinsson eru í kröppum dansi á línunni. Mynd: ÞÓM Handbolti Gróttan stðö í Val Valsmenn tryggðu sér sigur með góðum endaspretti. FHgekk frá Blikunum ífyrri hálfleik. KA tapaði með einu marki Þrír leikir voru í 1. deild ís- landsmótsins í handknattleik í gærkvöld en leik Fram og ÍBV var frestað vegna slæmra flugsam- gangna. I leikjunum þremur héldu Valsmenn uppteknum hætti og sigruðu í sjötta sinn í jafn mörgum leikjum, FH burstaði Breiðablik og Stjarnan vann KA á Akureyri. í kvöld leika síðan KR og Víkingur í Laugardalshöll. Valur-Grótta............23-18 Grótta hefur komið nokkuð á óvart í vetur og hefur liðið staðið uppi í hárinu á toppliðunum auk þess að vinna tvo leiki. Valsmenn eru óneitanlega með sterkasta liðið í dag og er Gróttunni engin skömm að tapa í Hlíðarenda með fimm mörkum. Litlu munaði að verr færi fyrir íslandsmeisturun- um en Grótta hafði dregið veru- lega á þá í síðari hálfleik án þess þó að ná að jafna metin. Jafnræði var með liðunum framan af og lék Grótta mjög sterka vörn og fyrir vikið varð sóknarleikur Vals óvenju fálmkenndur. Þegar líða tók á fyrri hálfleik náðu Valsmenn síð- an traustri forystu og leiddu í hléi með fjórum mörkum, 12-8. Sel- timingar komu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-12 og 15- 14, en þá fór Einar Þorvarðarson að verja sem berserkur auk þess sem nokkur Valsmenn högn- uðust á dómgæslunni í nokkrum vafasömum tilvikum. Valur skoraði sjö mörk í röð og gerðu þannig úti um leikinn en Gróttan náði að klóra í bakkann undir lokin og úrslitin fimm marka sigur Vals, 23-18.* Mörk Vals: Valdimar Gríms- son 6/1, Sigurður Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðs- son 3, Gísli Óskarsson 2, Jón Kristjánsson 2, Geir Sveinsson 1. Einar Þorvarðarson varði 12/2 skot. Mörk Gróttu: Davíð B. Gísla- son 5, Stefán Arnarson 4/1, Svav- ar Magnússon 3, Halldór Ingólfs- son 2, Páll Björnsson 2, Willum Þór Þórsson 2. Sigtryggur Al- bertsson varði 12 skot. FH-UBK.................29-19 FH-ingar hreinlega jörðuðu Blikana í fyrri hálfleik og var aldrei spurning um hvort liðið bæri sigur af hólmi úr þessari viðureign. Hans Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik og síðan tóku Gaflar- ar leikinn í sínar hendur. Yfirburðir þeirra voru ótrú- legir og þegar fyrri hálfleikur var allur hafði FH 12 marka forystu, 17-5. Síðari hálfleikur var því að- eins formsatriði og varaliði FH skipt inná. Munurinn hélst 12 ínörk mest allan hálfleikinn og var það Guðmundur Hrafnkels- son í marki Blikanna sem sá um að bilið breikkaði ekki. Þegar blásið var til leiksloka höfðu Blikar þó minnkað muninn í 10 mörk og úrslitin 29-19. Gunnar Beinteinsson var at- kvæðamestur í liði FH og skoraði 7 mörk en landsliðsfyrirliðinn Þorgils Óttar Mathiesen sýndi loks á sér réttu hliðina og skoraði 5 mörk enda þótt hann léki ekk- ert í síðari hálfleik. Bergsveinn Bergsveinsson varði 15 skot í leiknum. Hans Guðmundsson var lang markahæstur í liði Breiðabliks með 9 mörk og er hann nú marka- hæstur í deildinni með 42 mörk. Sveinn Bragason gerði 4 mörk en Guðmundur Hrafnkelsson varði 18 skot í leiknum. KA-Stjarnan...........24-25 Aftur tapa Akureyringar með einu marki og það á heimavelli. Stjarnan náði ágætri forystu í upphafi síðari hálfleik og reyndist það norðanmönnum ofviða. Þeir byrjuðu þó betur, komust í 2-0 og 5-2 en Stjarnan leiddi í leikhléi, 12-14. Munurinn var síðan fimm mörk, 17-22, áður en KA náði að minnka muninn og skora síðan 24. markið á síðustu mínútunni. Þeir fengu svo aukakast á miðju vallarins á síðustu sekúndunni sem vonlaust var að skora úr. Þriðji sigur Stjörnunnar í röð var því í höfn. Staðan 6 6 0 0 158-110 12 5 5 0 0 128-103 10 6 4 0 2 158-140 8 6 3 0 3 130-126 6 5 3 0 2 134-134 6 6 2 0 4 134-142 4 6 2 0 4 128-141 4 5 1 0 4 102-121 2 5 1 0 4 104-132 2 6 1 0 5 126-153 2 -þóm Fótbolti Liverpool vann Arsenal Stórliðin Liverpool og Arsenal áttust við í þriðja skipti í 16-liða úrslitum deildarbikarkeppninnar í Englandi og náðust nú loks úr- slit. Liverpool sigraði, 2-1, eftir að Lundúnaliðið hafði náð for- ystunni í fyrri hálfleik. John Aldridge skoraði sigurmark Rauða hersins þremur mínútum fyrir leikslok en hann hafði komið inná sem varamaður í stað Ians Rush. Þá var leikið í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða og urðu úrslit á þessa leið: Dynamo Dres- den vann AS Roma 2-0, FC Liege tapaði fyrir Juventus 0-1, Bayern Múnchen tapaði fyrir Inter Milan 0-2, Real Soceadad vann Köln 1- 0, Bordeaux tapaði fyrir Napoli, 0-1, og Hearts vann Velez Mostar 3-0. -þóm Valur.... KR...... FH...... Stjarnan Víkingur KA...... Grótta... ÍBV..... Fram .... UBK..... Happdrætti Búið er að draga Vinningsnúmer eru innsigluð og verða birt um leið og fullnaðarskil hjá umboðsmönnum og innheimtumönnum hafa borist. Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. Þjóðviljans Þátttaka allra tryggir stórátak Síðustu forvöð að gera skil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.