Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.11.1988, Blaðsíða 14
„Leyndardómar Parísarborgar" Þeirerusumirskrafhreifnir, sem ég hitti á Hlemmi. Tíminn stendur stundum þannig af sér, að ég verð að staldra þar ögn við og þá bregst það varla, að ein- hver víkur sér að mér og fer að spjalla. Og ekki vantar það, að umræðuefnin geti verið nógu fjöl- breytt. ígærmorguntyllti sérá bekkinn við hliðina á mér eldri maður og hélt á könnu með morgunkaffinu. Hann hafði engar vöflur á því en vék beint að efninu og sagði: - Hvernig er það annars með þessa OECD-skýrslu, eða hvað það plagg kallast nú? Það er svo að sjá og heyra að menn séu ekki á eitt sáttir um ætterni hennar og uppruna. Þetta á víst að vera ein- hverskonarskýrsla um efna- hagsástandið á íslandi og hvern- ig bregðast eigi við þeim erfið- leikum, sem hrjá þaö. Sumir segja að hún sé samin af ein- hverjum peningamálavitringum suður í París. Já, fínt skal það vera. Aðrir hafa það fyrir satt, að einhverjir „velviljaðir" menn hér heima á Fróni sendi beinagrind- ina í þessa skýrslu til vitringanna í París, sem síðan holdfylli hana og sendi hana að því búnu beina leið til baka. Þannig á þetta að vera orðin einhver efnahags- speki samin af sérfræðingum suður í París. Það á síðan að gefa þessu plaggi hlutleysisstimpil. Allt minnir þetta mig á reyfara, sem ég las um það leyti sem ég gekk til spurninganna og hét því heillandi nafni: „Leyndardómar Parísarborgar". Steingrímur forsætisráðherra blæs á þennan vísdóm. Hann segist naumast nenna að lesa Parísarskýrsluna f rá íslandi „... endaerþettabyggtáskýrsl- um frá Seðlabankanum og hann hefurfylgt þessari stefnu til þessa". Steingrímursegir„þetta eru þýðingaráskýrslum, sem eru ritaðar í kerfinu hér heima af mönnum, sem fylgja allt annarri stefnu á þessu sviði en ríkis- stjórnin". Sé þetta svona þá er ekki nema von að venjulegir menn hér á Hlemmi og annars- staðar í þjóðfélaginu spyrji hvað þessi skollaleikur eigi að þýða. Til hvers er verið að skrifa þetta fyrst hér heima, senda það síðan til Parísarog svohingað heimaft- ur? Einu sinni var litið upp til þeirra, sem voru „sigidir". Það þóttu fínir menn og forframaðir. Nú er svo til öll þjóðin „sigld". Þar með er auðvitað enginn glans yfir því lengur að vera sigldur. Skyldi það ekki vera eins með þessa skýrslu? Verður hún nokkuð trú- verðugri við það að vera umskrif- uð suður í París? Eru „Leyndar- dómar Parísarborgar" nokkuð spennandi lengur?" Og nú stóð sessunautur minn upp til þess að násérímeirakaffi. -mhg ÍDAG er24. nóvember, fimmtudagurí fimmtu viku vetrar, fjórði dagur ýlis, 329. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.25 en sest kl. 16.03. T ungl minnkandi á þriðjakvartili. VIÐBURÐIR Uppreisnin í Ungverjalandi bæld niður af sovéskum hersveitum 1956. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Óvænt árás á Dagsbrún í Al- þýðublaðinu. Hinn pólitíski fram- kvæmdastjóri Skjaldborgarinnar biður um stuðning atvinnurek- enda til að eyðileggja verklýðsfé- lögin. Chamberlain og Halifax í heim- sókn í Frakklandi. Jafnaðarmenn og kommúnistargreiddu atkvæði gegn Daladierstjórninni. Rússar á Borgundarhólmi Sjónvarp kl. 22.10 Þetta er dönsk heimildamynd og fjallar hún um kafla úr sögu Danmerkur, sem ekki hefur legið við hvers manns dyr: Dvöl sov- éska herveldisins á Borgundar- Rás 1 kl. 20.15 í þeirri glaðværu Vínarborg er á hverju sumri haldin tónlistar- hátíð, sem nefnd er „Wiener Festwochen". í kvöld fáum við að heyra fyrstu hljóðritun af mörgum frá þessari hátíð, en þeim verður útvarpað á Tónlist- arkvöldum útvarpsins. A dag- skránni í kvöld verða kammertónleikar þar sem Vikt- oria Mullova lék á fiðlu ásamt pí- anóleikaranum Bruno Canino. A efnisskránni eru verk eftir Moz- hólmi 1945-1946. - Danir fögn- uðu uppgjöf nasista 4. maí 1945 - nema á Borgundarhólmi. Þeir lágu undir sprengjuregni þennan gleðidag. Hvernig vék því við? Jú, þýski landstjórinn á Borgund- Sjónvarp kl. 19.00 Já, nú munar ekki um það. Hér er öll veröldin eins og hún leggur sig, eitt leiksvið. - í kvöld verður nefnilega sýndur fyrsti þátturinn af sex og er þar á ferð fransk- ítalskur heimildamyndaflokkur um Barokktímabilið. - Barokk- öldin var ekki öll af einum toga. arhólmi neitaði að gefast upp fyrir Rússum. Hann vildi bíða komu Englendinga. Þess guldu Borgundarhólmsbúar. - Stjórn- andi kvikmyndarinnar er Ole Askman. -mhg. Hún var tími merkra vísinda og framfara og skrúðmikilla lista- stefna, sem menn lutu í auðmýkt og hreyfði ótæpilega við tilfinn- ingum manna. En hún var einnig tími hjátrúar og hindurvitna, ör- birgðar og ófriðar. Tvíbent öld, ekki síður en önnur tímabil mannkynssögunnar. -mhg Lárus Ýmir Óskarsson. í poka- horninu Sjónvarp kl. 20.35 f þættinum verður að þessu sinni sýnd kvikmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, „Kona ein“. Myndin var sýnd á Listahátíð f'988. Guðrún S. Gísladóttir fer með hlutverkið í myndinni. Um myndina segir höfundurinn: Ef Kona ein fjallar um eitthvað þá er það um konu, sem kemur seint heim til sín. Hún er líklega konan sem ég vildi að ég hefði ort svcma til, (eða hefði ort svona til mín); Mig þyrstir í tónlist / Mig þyrstir í þig / Mig þyrstir í þreytuna / og einsemdina og einbeitinguna / í andliti þínu. / Mig þyrstir í það nálæga og ósnertanlega / hjá þér / og heimþrá þeirra sem vita ekki hvers þeir koma / heim til. - (Ljóðið er eftir Lars Norén). En kannski fjallar myndin bara um mig, eins og ég er stundum - kannski um þig. - Þá verður einn- ig flutt lag Ríkharðs Pálssonar við ljóð Jónasar Guðlaugssonar, Æskuást. -mhg Tónlistarkvöld Ríkisútvarpsins art, Bartók, Brahms og Schu- - Kynnir á Tónlistarkvöldi bert. ' er Anna Ingólfsdóttir. -mhg A Barokköld GARPURINN KALLI OG KOBBI Pabbi er að rembast viö að teikna en útkoman er alveg út í grámosann enda er hann ekki blíöur á manninn. Ég spurð’ann um soldið og það munaði engu aðhann færiímig: Ekki mér að kenna þótt hann sé myndmenntaheftur og þaraðauki... SÉRÐEKKJAÐ ÉG ER AÐ REYNA AÐ LESA DRENGUR? Merkilegt hvað fullorðið fólk verður stressað á að slappa af. FOLDA Finnst þér vænt umj ketti? Það finnst ^ ■ í Mér líka 1~ Hunda? Við erum að tala um ketti. Hvað koma hundar málinu við? Eigum við ekki að halda okkur við efnið? ' ‘ Þegar við erum að tala um hunda þá skal ég tala við þig um hunda | einsog þú vilt. En nú eru það kettir. ' Afhverju að skipta sífellt um umræðuefni? En mér finnst ’ vænna um hunda Afhverju ekki að hafa þetta einfalt? S/—* ^3 1 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 24. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.