Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 257. tölublað 53. árgangur A Iþýðubandalagið Fiskvinnslan stokki upp Aðalfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins: Öllum kr'ófum um gengisfellingu hafnað. Vextir verðiþegar lœkkaðirog uppstokkunog hagrœðing íatvinnulífinu. ÓlafurRagnarGrímsson: Einhugur í ríkisstjórninni um niðurfœrslu raunvaxta. Bankarnir verða aðfylgja verðlagsþróuninni, líka til vaxtalœkkunar Samruni fyrirtækja í fiskiðn- aði, endurskipulagning og upps- tokkun og hugsaniega eigenda- skipti, samhliða verulegri lækkun vaxta, eru þær leiðir sem fara á til að leysa erfiða stöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu, að mati miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins, sem hélt sinn aðalfund um helgina. Öllum tillögum um stórfellda gengisfell- ingu er hinsvegar alfarið hafnað. - Ef þessi kerfisbreyting verð- urekkiframkvæmd, þádugaeng- ar aðrar aðgerðir. Þess vegna höfnum við öllum kröfum for- svarsmanna fiskvinnslu og út- gerðar um gengisbreytingu. Hún breytir engu til batnaðar nema síður sé. Við verðum að horfa á breyttar aðstæður og breyttan veruleika og stokka spilin upp eftir því, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins. Svanfríður Jónasdóttir vara- formaður flokksins og formaður miðstjórnar, sagði á frétta- mannafundi í gær að samhliða víðtækri uppstokkun í fisk- vinnslu, sem þegar væri farin að eiga sér stað víða um land, með samruna fyrirtækja og annarri endurskipulagningu yrði að lækka vexti verulega. - Hávax- tastefnan er farin að keyra niður hagvöxt í landinu. Menn sækja í þessi dýru lán, ekki til fram- kvæmda heldur til að greiða nið- ur vaxtakostnað af öðrum lánum. Þannig getur þetta ekki gengið, sagði Svanfríður. I samþykkt miðstjórnarinnar er auk vaxtalækkunar og upp- stokkunar lögð áhersla á fækkun í Forystusveit Alþýðubandalagsins ber saman bækur sínar á miðstjórn- arfundinum um helgina. Frá v. Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og Svanfríður Jónasdóttir. Mynd-Þóm. bankakerfinu, fjárfestingalána- kerfið verði endurskoðað, átak verði gert í rannsókna- og þróun- arstarfsemi, byggðakvóti verði lögfestur, vöruverð lækkað með hagræðingu í innflutningsverslun og tryggður jöfnuður í ríkisbú- skapnum. Auk ítarlegrar ályktunar um efnahags- og atvinnumál var sam- þykkt á fundinum stefnumark- andi ályktun í heilbrigðismálum, þar sem lögð er megináhersla á sparnað og fyrirbyggjandi að- gerðir. Einnig samþykkti mið- stjórn ítarlega verkskrá í land- græðslumálum undir heitinu „Nýtt landnám" og ályktaöi um stofnun og skipulag sjálfstæðs umhverfisráðuneytis. -lg- Sjá stjórnmála- ályktun síðu 11 Hœstiréttur Málaskra úr skorðum Dómsmálaráðherra ogforsetarHœstaréttarfunduðu ígœr. Hléá réttarhöldum vegnafundar hœstaréttardómara. Verðurframtíð Magnúsar Thoroddsens við Hœstarétt ráðin í dag? Magnús Thoroddsen hæsta- réttardómari og fyrrum forseti Hæstaréttar skilaöi Halldóri Ás- grímssyni dómsmálaráðherra skýrslu um áfengiskaup sín í gær- morgun og ráðherra á von á áliti þriggja lögfræðinga um málið í dag. Áður hafði Magnús tilkynnt að hann ætlaði að skila 1260 áfengísflöskum af þeim 1440 sem hann hefur keypt á árinu. Halldór Ásgrímsson vildi ekki tjá sig um innihald skýrsl- unnar en sagði að Magnús væri boðaður til fundar við sig á morg- un. Réttarhöldum í Hæstarétti var síðan frestað eftir hádegi í gær og sátu dómarar saman á fundi, auk þess sem Halldór Ás- grímsson átti fund með Guðm- undi Jónssyni forseta Hæstarétt- ar og varaforseta. Þeir dómarar sem Þjóðviljinn ræddi við, vildu ekki tjá sig á neinn hátt um efni fundarins, enda höfðu þeir bundist sammæl- um um að ræða ekki við fjöl- miðla. Slík fundahöld sem raska dagskrá Hæstaréttar eru afar fá- tíð og er talið fullvíst að umræðu- efnið hafi verið staða Hæstaréttar eftir uppákomur síðustu daga og hvort áframhaldandi seta Magn- úsar Thoroddsens í dómnum kunni að breyta þar einhverju um. Halldór Ásgrímsson dóms- málaráðherra vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann íhu- gaði að leggja að Magnúsi að segja af sér dómarastöðu í Hæsta- rétti, né hvort hann hefði til þess heimildir. „Ég vil ekki tjá mig um þetta atriði né önnur, það verður að bíða þar til ég fæ þau gögn sem ég tel nauðsynleg," sagði Hall- dór. Sem fyrr segir fær Halldór þau gögn í dag og gæti þá hugsah- lega fengist úr því skorist, hver framtíð Magnúsar Thoroddsens við Hæstarétt verður. Þeir lög- lærðu menn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær voru á einu máli um að Magnús yrði að víkja úr Hæstarétti; nógan hnekki hefði Hæstiréttur beðið samt. Til að það megi verða þarf dómsmála- ráðherra að stefna Magnúsi fyrir dóm og mun vera á því möguleiki sé talið að dómari hafi rýrt svo álit sitt siðferðilega að ekki verði við unað. Víkur þá ráðherra við- komandi dómara úr starfi og höfðar síðan mál á hendur hon- um. Hins vegar vilja menn fá að vita hvað hefur komið upp úr kaf- inu hjá ríkisendurskoðun hvað áfengiskaup annarra dómara Hæstaréttar varðar, og gæti fram- hald málsins oltið á því. -phh Hæstaréttardómarar voru þöglir sem grófin í gær. Pöddur Svæltutur Amarhvoli Á laugardaginn birtist galvösk sveit manna í fjármálaráðuneyt- inu vopnuð skordýraeitri. Fór hersingin um alla jarðhæð ráðu- neytisins og kjallara og úðaði eitri í öll horn og skúmaskot. Tilefni þessarar óvenjulegu innrásar í fjármálaráðuneytið var að silfurskotta hafði sést á vappi um gólf ráðuneytisins. Nýlega voru iðnaðarmenn að vinna við röralagnir í ráðuneytinu og er tal- ið að hinn óboðni gestur hafi þá komið fram í dagsljósið. Á jarð- hæð hússins er afgreiðsla ráðu- neytisins ásamt helstu skrifstof- um þess, meðal annars skrifstofa ráðherrans sjálfs. Ekki er vitað hvort silfur- skottan hefur dvalið í ráðuneyt- inu frá ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar eða jafnvel allt frá ráðherratíð Þorsteins Páls- sonar. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.