Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Fangelsi Lokað á Vemdarfólk s Björn Einarsson: Egstarfa aðfangahjálp en er ekki möppudýr, því verður að fást lausn áþessu. Porsteinn Jónsson: Deilurnar innan Verndar höfðu slœm áhrifífangelsunum. Pjóðviljinnfékk ekki að ræða við trúnaðarmannfanga UNESCO Andri tekinn við Andri ísaksson prófessor hefur verið ráðinn til starfa hjá UN- ESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, næstu tvö ár sem skrifstofustjóri tengsla- skrifstofu í New York. Andri starfaði í menntamála- ráðuneytinu sem sérfræðingur í skólarannsóknum og deildar- stjóri í skólarannsóknadeild ráðuneytisins á árunum 1966- 1973 er hann var skipaður pró- fessor í uppeldisfræði við Há- skóla íslands. Hann var ritari íslensku UNESCO-nefndarinnar 1966- 1980 og starfaði hjá UNESCO í París 1980-1983 að fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum á sviði nýj- unga og tilrauna í skólamálum í Evrópu. Árin 1983-1987 var hann fulltrúi íslands og Norðurlanda í framkvæmdastjórn UNESCO. Einarsson, félagsmálafulltrúi Verndar við Þjóðviljann í gær. Dómsmálaráðuneytið greip til þess ráðs að taka fyrir heimsóknir fólks á vegum Verndar vegna Oddi Fjölmiðlar á Kúbu Kúbanskur blaðamaður í heimsókn Delfin Ziques, blaðamaður við Granma, stærsta dagblað Kúbu, er væntanlegur hingað til lands og mun segja frá Kúbu, mannlífi þar og fjölmiðlum, og svara fyrir- spurnum á fundi sem Blaða- mannafélag íslands gengst fyrir ásamt Vináttufélagi íslands og Kúbu miðvikudaginn 30. nóvem- ber kl. 20.30 í Odda, húsi Félags- vísindadeildar Háskólans. Áhugamenn um fjölmiðlun, ritfrelsi og sósíalisma eru sérstak- lega hvattir tii að mæta. Delfin Ziques talar ensku. Túlkað verð- ur ef þurfa þykir. Fundurinn er öllum opinn. Það er á hreinu að ástæðan fyrir lokun fangelsanna á fólk frá Vernd er ekki vegna starfs míns, en það verður að fást skjót lausn á þessu máli, sagði Björn þeirra deilna sem hafa verið um stjórn félagsins. „Það var ákveðið að grípa til þessa vegna þess að deilurnar voru farnar að hafa slæm áhrif Sigurjón Jósepsson sýnir hvernig aðkoman var þegar hann kom heim á miðvikudag. Það hafði verið kippt í sjónvarpskapalinn utan frá þannig að sjónvarpið valt um koll og síðan hafði verið klippt á kapalinn. Mynd Jim Vernd Klippt á sjónvarpskapal Einn heimilismanna á Laugateigi vann skemmdarverk á sjónvarpi fyrrverandi húsvarðar egar ég kom heim á miðviku- dagskvöldið í síðustu viku lá sjónvarpið mitt á gólfínu og borð- ið undir því hafði oltið. Þegar bet- ur var að gáð þá kom í Ijós að það hafði verið klippt á sjónvarp- skapalinn, sagði Sigurjón Jóseps- son, fyrrverandi húsvörður í húsi Verndar á Laugateigi. Sigurjón fékk að vita að einn heimilismanna, sem ekki er fyrr- verandi fangi, unnið skemmdar- verkið og gert það með vitund Bjarna Karlssonar, vaktmanns í húsinu. Lögreglan var kölluð á staðinn og tók hún skýrslu. Að sögn Sigurjóns bilaði sjón- varpið við hnjaskið þannig að hljóðið er allt úr lagi. „Þetta er skýlaust brot á frið- helgi heimilisins og samkvæmt húsreglunum á að víkja þeim sem fremur lögbrot úr húsinu. Það er ekki langt síðan Jóna Gróa Sig- urðardóttir vék þremur mönnum úr húsinu, einum fyrir að hafa ekki útvegað sér vinnu og hinum fyrir að styðja hann. Hún virðist hinsvegar ekkert ætla að gera í þessu máli,“ sagði Sigurjón. Einsog fram hefur komið í Þjóðviljanum sagði Jóna Gróa Sigurjóni upp störfum munnlega. Lögfræðingur Verslunarmanna- félags Reykjavíkur fer með mál Sigurjóns og hefur hann farið fram á skýringu á uppsögninni hjá Jónu Gróu en ekki fengið nein svör. Þá hefur hún neitað að láta hann fá uppsögnina skrif- lega, en hún mun ekki gild fyrr. -Sáf inni í fangelsunum," sagði Þor- steinn Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. „Með þessu er ekki verið að lýsa van- trausti á störf Björns Einarssonar en þegar óróinn innan félagsins var farinn að hafa neikvæð áhrif inni í fangelsunum sáum við okk- ur ekki annað fært en að grípa í taumana." Þorsteinn sagði að ráðuneytið hefði ákveðið að skipta sér ekki af innri málefnum félagasamtak- anna Verndar og að engin breyting yrði á því. Hann sagði einnig óvíst hversu lengi bannið yrði í gildi. Björn sagðist harma þetta og einnig þá afstöðu Jónu Gróu Sig- urðardóttur, sem kom fram í DV í gær, að þessi úrskurður ráðu- neytisins komi sér vel fyrir Vernd. „Ég hef starfað að fangahjálp sem hugsjónastarfi í átta ár og fæ ekki séð hvernig ég get haldið því áfram ef mér er meinaður að- gangur að fangelsunum. Ég er ekki skrifstofublók eða möppu- dýr heldur starfa ég að fangahjálp inni í fangelsununt. Það verður að fást lausn á þessu máli svo ég fái vinnufrið," sagði Björn. Þá sagðist hann harma að vegið skuli að sér í stjórn félagasamtak- anna Verndar, en Jóna Gróa sagði í samtali við DV í gær, að gagnrýni 48 fanga á störf hennar væri fyrst og fremst gagnrýni á Björn. Þjóðviljinn reyndi í gær að hafa samband við Árna Frímann Jóns- son, trúnaðarmann fanga á Litla- Hrauni en var neitað af fangelsis- yfirvöldum um samtal við Árna Frímann. Þorsteinn Jónsson sagði þetta ekki nýjar reglur. „Fangarnir hafa ekki almenna heimild til þess að ræða við blaðamenn og við veitum ekki slík leyfi núna.“ Þjóðviljinn fékk þó að ræða við Árna Frímann fyrir nokkrum vik- um og voru þá engin ljón í vegin- um. Það var sama dag og fang- arnir samþykktu ályktun gegn Jónu Gróu. Þá tók Árni Frímann það skýrt fram að þessari ályktun væri ekki beint gegn Birni, enda meta fangarnir mikils starf hans. -Sáf Stöð 2 Nýir burðarásar Uppstokkun áyfirstjórn. Fjölgað Úr3í7ístjórn fyrirtœkisins. Nýr framkvœmdastjóri. Boðaður allt að 30% sparnaður Veruleg uppstokkun varð á stjórn Islenska sjónvarpsfélagsins hf. á hluthafafundi félagsins á laugardag. Ákveðið var að fjölga í stjórninni úr þremur í sjö og gera aðrar róttækar breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins, sem á við töluverða rekstrarerfiðleika að etja. Nýir stjórnarmenn og bprðar- ásar í fyrirtækinu eru; Páll G. Jónsson, forstjóri í Polaris, Björg Ellingsen, Jón Ingvar Pálsson lögmaður og Jónas A. Aðal- steinsson hrl. Stjórnarformaður verður áfram Hans Kristján Árnason, en auk hans sitja áfram í stjórn þeir Jón Óttar Ragnars- son og Ólafur H. Jónsson. Nýr framkvæmdastjóri fyrir- tækisins hefur verið ráðinn Jón Sigurðsson fyrrum verslunar- stjóri í Miklagarði. Fyrrum fjár- hagsstjóri, Ólafur H. Jónsson tekur við starfi aðstoðarsjón- varpsstjóra og fyrrum fjármála- stjóri, Sigurður Kolbeinsson verður forstöðumaður þróunar- sviðs Stöðvar 2. Verulegur samdráttur hefur verið boðaður í starfsemi stöðv- arinnar, vegna rekstrarerfið- leika. Tæknimönnum verður fækkað og fréttastofan mun þurfa að skera niður útgjöld sín um alit að 30%, sem og fleiri deildir fyrirtækisins. Alþýðubandalagið Nýr herflugvöllur útilokaður Miklar umrœður um utanríkis- og afvopnunarmál á miðstjórnarfundinum. Oánægja meðJón Baldvin Nýr herflugvöllur er „með öllu óhugsandi“ samkvæmt stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Alþýðubandalags- ins, og er Ijóst að flokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórn sem stefnir að slíkri framkvæmd. Fjórði þingmaður Norðurlands eystra orðaði þetta þannig í opn- um fyrirspurnatíma að ef hér yrði ákveðinn nýr herflugvöllur þá héti samgönguráðherrann ekki lengur Steingrímur J. Sigfússon. Þótt dagskrá haustfundarins gerði ekki sérstaklega ráð fyrir því urðu umræður um utanríkis- mál mjög miklar á fundinum, og lauk svo að auk kaflans um vara- flugvöll og fleira í aðalályktun fundarins var samþykkt sérstök ályktun um áherslur í afvopnun- armálum auk ályktunar þarsem mótmælt er sovéskum hersveit- um í Tékkóslóvakíu og tekið undir við afvopnunarstefnu stjórnarandstæðinga þar. Umræðurnar á miðstjórnar- fundinum einkenndust af því að fundarmönnum þótti afleit frammistaða Jóns Baldvins Hannibalssonar í sínu nýja ráð- herrastarfi og segir í ályktun fundarins að það sé lágmarks- krafa til þeirrar stjórnar sem kennir sig við félagshyggju og jafnrétti að hún gangi ekki gegn boðskap friðar og afvopnunar á alþjóðlegum vettvangi. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.