Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 3
Utanríkismál Jón forðast alla umræðu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur neitað að verða við þeirri ósk formanns utanríkisnefndar að koma á fund nefndarinnar til að skýra stefnu sína í utanríkismálum. Hjörleifur Guttormsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í nefndinni, bað Jó-' hann Einvarðsson formann henn- ar að boða Jón á fund, vegna þeirra stefnubreytinga sem hefur gætt í atkvæðagreiðslum íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherrann fór utan á sunnudag og verður í útlöndum í rúmar 2 vikur. Hjörleifur vildi fá hann á fund nefndarinnar fyrir þann tíma, en Jón neitaði. Hjör- leifur fór fram á þetta á þriðju- dag. Hann sagði Þjóðviljanum að hann væri mjög óánægður með þessa afstöðu utanríkisráðherra. Full ástæða væri til þess að hann skýrði stefnubreytingu íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og það hvernig ísland myndi greiða atkvæði þar í framtíðinni. -hmp FRETTIR Þjódminjasafnsnefnd Sverrir segir af sér Sverrir Hermannsson hverfur úr nefndinni í mótmœlaskyni við ákvarðanir Svavars Gestssonar ífræðslustjóramálinu. Þór Magnússon: Slœmt að missa Sverri úr hverju góðu máli Eg skrifaði Svavari til og sagði að ég gæti ekki unnið að menningarverkefnum fyrir mann sem gætti sóma menntamála- ráðuneytisins með þeim hætti sem nýjustu dæmin sönnuðu, sagði Sverrir Hermannsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra, í samtali við blaðið í gær, en hann hefur sagt sig úr Þjóðminjasafns- nefnd í mótmælaskyni við með- ferð núverandi menntamálaráð- herra, Svavars Gesíssonar, á Sturlumálinu svokallaða. Nefnd þessi er á vegum menntamála- ráðuneytisins. Nefndarmenn eru ellefu tals- ins; fulltrúar þeirra flokka sem eiga fólk á Alþingi í bland við fagfólk. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sagðist gera ráð fyrir að Sjálfstæðis- flokknum yrði uppálagt að til- nefna fulltrúa í nefndina í stað Sverris við fyrstu hentugleika. Hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu í málefnum Þjóð- minjasafnsins til næstu aldamóta, og hefur hún látið húsnæðismál safnsins til sín taka, sem og þjóðminjalögin. Hún er nú lið- lega ársgömul, fyrst skipuð 19. nóvember í fyrra, en endur- skipuð nú í haust með nýjum ráð- herra eins og einn nefndar- manna, Þór Magnússon þjóð- minjavörður, komst að orði í gær. Drupe Dahlerup er lektor í stjórnmálafræðum við Háskólann í Árósum. Hún hefur skrifað handbók fyrir konur í stjórnmálalífinu á Norðurlönd- unum. Mynd Jim Smart. Jafnrétti Tími kominn til Drupe Dahlerup: Bókinni er œtlað að vera handbók fyrir konur í stjórnmálum Auðvitað er hægt að breyta heiminum, spurningin er bara hvernig. Við höfum lengi beðið hógværar eftir að fá hlut okkar í hinu þjóðfélagslega valdi. Nú segjum við í heyranda hljóði: Nú er kominn tími til. Þessar setningar eru sóttar í formála að nýrri bók sem Drupe Dahlerup hefur skrifað og er ætl- að að vera leiðarvísir fyrir konur í stjórnmálum. Bókin hcfur hlotið nafnið „Nú er kominn tími til“, en ráðherranefnd Norðurlanda gef- ur út. - Bók þessari er ætlað að vera hjálpartæki fyrir stjórnmálakon- ur og konur í kvennahreyfingum. í bókinni er bent á þær hindranir sem verða á vegi kvenna í stjórnmálalífinu og sagt frá til- raunum og aðgerðum til að ryðja þeim burt, sagði Drupe Dahlerup „Ég held að það sé slæmt að missa Sverri úr hverju góðu máli. Hann hefur reynst afar dugmikill við það sem hann hefur unnið að,“ sagði Þór. Sverrir varð formaður nefnd- arinnar við stofnun hennar fyrir ári, en í haust færðist formenns- kan í hendur Guðrúnar Helga- dóttur. Seinnipartinn í gær barst Þjóð- viljanum afrit af allmiklu skrifi frá Sverri til Arnmundar Back- man hæstaréttarlögmanns, en Arnmundur er trúnaðarmaður menntamálaráðherra í fræðslu- stjóramálinu. Bréf þetta er í formi fyrirspurna, og mun blaðið birta það þegar plássið lofar. HS Herinn Skotfæri á glámbekk Unglingarfinna 261 skothylki skammtfrá herstöðinni. Um 70 Isíðustu viku fundu nokkrir strákar á aldrinum 11-13 ára 261 skothylki um 100 metra austur af girðingunni í kring um herstöðina. Að sögn lögreglunnar í Grindavík voru um 70 skothylki ósprungin og geta þau verið hættuleg í höndum barna. Lög- reglan telur að skotin geti verið úr stórum vélbyssum og herriflum. Blaðafulltrúi hersins segir þessi skot vera frá heræfingunni sem fór fram við Grindavík fyrir nokkrum vikum. Sigurður Ágústsson yfirvarð- stjóri lögreglunnar í Grindavík osprungin sagði Þjóðviljanum að sér þætti þetta mikið magn af skotum sem þarna hefðu verið skilin eftir. ,Sér hefði verið lofað því á Varnarmá- laskrifstofunni að svæðið yrði kembt á laugardag. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal blaðafulltrúa hersins, var þetta gert og fundust þá fleiri skot á víð og dreif um svæðið. Eins og kunnugt er urðu menn varir við þyrlu á flugi yfir Grinda- vík æfingarnóttina og heyrðu skothríð. Fólk hrökk upp um eitt- leytið og einn bæjarbúa fullyrðir að hann hafi séð þyrlu á flugi yfir vesturbænum, og skotið hafi ver- ið út um hliðardyr hennar. Þetta bera bæði herinn og flugturninn á Keflavíkurflugvelli af sér. En Sig- urður segir enga ástæðu til að ve- fengja vitnið og fjöldi manns hafi heyrt í þyrlunni, meðal annarra einn lögregluþjónn. Sigurður sagði að herinn hefði í fyrstu þrætt fyrir æfinguna, þegar spurst var fyrir um hana daginn eftir. Æfingin hafði ekki verið tilkynnt til lögreglunnar eins og reglur gera þó ráð fyrir. Friðþór Eydal segir fráleitt að þyrla geti hafa verið á flugi á þessum tíma. -hmp þegar hún var kynnt blaða- mönnum í gær. - Það má segja að þróunin á Norðurlöndunum sé á margan hátt athyglisverð. Þótt langt sé í land með að konur hafi komist til áhrifa þar, eins og æskilegt væri, er þó hægt að segja á miðað við þróunina í mörgum öðrum löndum standi norrænar konur vel að vígi. Svíar eiga heimsmet í því að kjósa konur á þing; þannig eru 38% á sænska þinginu konur, en í Bandaríkjunum og Bretlandi aðeins 6%. Það er sorglegt til þess að vita að ísland er alltaf neðst á listanum þegar kemur að því að skoða stöðu kvenna í stjórnmálum. Fæstar konur sitja hér hlutfallslega, á þingi, í sveitarstjórnum og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera, á Norðurlöndunum, sagði Drupe Dahlerup. -sg DAIHATSU VOLVO VETRARSKOÐUN í Þjónustumiðstöð, Bíldshöfða 6 Vetrarskoðun frá kr. 4.515,- til kr. 5.343,- Ný símanúmer Skrífstofa & söludeild 68-58-70 Verkstæði 673-600 Varahlutlr 673-900 ★ Vélarþvottur ★ Hreinsuð geymasambönd ★ Mæling á rafgeymi ★ Mæling á rafhleðslu ★ ísvari settur í rúðusprautu ★ Stillt rúðusprauta ★ Skipt um kerti ★ Skipt um platínur ★ Mæling á frostlegi ★ Vélarstilling ★ Ljósastilling ★★★ Efni ekki innifalið Ný símanúmer Skrífstofa & söludeild 68-58-70 Verkstæði 673-600 Varahlutir 673-900 Brimborg hf., Bíldshöfða 6 Daihatsu — Volvo Nýtt símanúmer: 673-600 Þriðjudagur 29. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.