Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 16
Kristín G. Jónsdóttir, afgreiöslustúlka: Mér finnst fáránlegt að hann verði áfram hæstaréttardómari eftir svona augljósa misnotkun á aðstöðu. —SPURNINGIN— Hvert finnst þér aö fram- haldið eigi að vera í máli Magnúsar Thoroddsen, fyrrverandi forseta Hæstaréttar? Sólveig Harðardóttir, sundlaugarvörður: Mér finnst að þetta mál allt eigi að skoða betur og láta fara fram rannsókn á öllum sem hafa haft tök á að versla á þennan hátt. Þá fyrst er tímabært að taka frekar á þessu „Hæstaréttarmáli". Margeir Sigurðsson, sölumaður: Hann á að segja af sér sem dóm- ari. Mér finnst ótækt að hann verði áfram í þessari stöðu miöað við það sem á undan er gengið. Eiríkur Þoriáksson, safnvörður: Hann á að láta eigin sjálfsvirð- ingu ráða því hvort hann heldur áfram sem hæstaréttardómari, en eins og þetta horfir við mér á hann að hætta. Sigrún Brynja Ingimundar- dóttir, afgreiðslustörf: Ég hef nú ekki mikið pælt í þessu, en nóg til þess að mér finnst ekki rétt að hann verði hæstaréttar- dómari áfram. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CO<4^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Viðurkenning Hagþenkis 1988 Skagfirskur fræðimaður heiðraður Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg hlaut viðurkenningu Hagþenkis íár Kristmundi Bjarnasyni á Sjáv- arborg í Skagafirði var á föstudag veitt viðurkenning Hag- þenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Það var Hörð- ur Bergmann, formaður Hag- þcnkis, scm afhcnti Kristmundi viðurkenninguna, 100 þúsund krónur, í kaffisamsæti sem haldið var í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Kristmundur fékk viðurkenn- inguna fyrir fræðistörf og ritstörf „sem einkennast af elju, ná- kvæmni og listfengieinsog segir í rökstuðningi stjórnar Hagþenk- is. Kristmundur hefur ritað marg- ar bækur, sagnarit, ævisögur og ritgerðir, auk þess að ritstýra ár- bókum og safnaritum. Flest rit- verkin tengjast héraðssögu á Norðurlandi, einkum Skagafirði og Eyjafirði. Ritin „varpa ein- stöku og ómetanlegu Ijósi sínu á mikilvæga þætti í sögu þjóðarinn- ar, einkurn atvinnu- og menning- arsögu. í ævisögunum sameinast fræðileg nákvæmni og skáldlegt innsæi. Verkin eru rituð á vönd- uðu og auðugu máli," segir einnig í rökstuðningnum. Auk ritstarfa hefur Kristmund- ur starfað mikiö fyrir Hér- aðsskjalasafn Skagfirðinga. I það hefur hann safnað opinberum skjölum auk þess sem hann hefur byggt upp safn einkaskjala og ljósmynda, sem ekki mun eiga sinn líka í neinu héraðsskjala- safni. Ásamt Hjalta Pálssyni hef- ur hann gefið út tímaritið Safn- amál fyrir safnið. Örvandi andrúmsloft í ræðu sem Hörður Bergmann hélt við afhendingu viðurkenn- ingarinnar sagði hann m.a. „Ég get ekki sagt ykkur tíöindi af skagfirskum fræðum, það verð ég að viðurkenna. En mig langar að segja ykkur það að ég hef það á tilfinningunni að hér í Skaga- firði ríki hefðir og viðhorf sem styrkja menningarstarf af því tagi sem hér verður heiðrað í dag. Andrúmsloftið hlýtur að vera örvandi fyrir þá sem haldnir eru fýsn til fróðleiks og skrifta. Um það vitnar fleira en verk Krist- mundar og fleiri fræðimanna og höfunda af eldri kynslóðinni hér í Skagafirði og höfunda af skag- firskum ættum. Hæfileikaríkir ungir menn fylgja í fótsporin.“ Kristmundur er fæddur á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu árið 1919. Hann er stúdeiit frá Menntaskól- anum á Akureyri 1940. Árið 1949 hóf hann búskap á Sjávarborg en Kristmundur Bjarnason með elsta handritið í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, pappírshandrit af Sverrissögu frá 17. öld. Mynd H. Bergmann hefur um langt skeið haft rann- sóknir og ritstörf að aðalverkefni og gegnt starfi skjalavarðar við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Helstu rit Kristmundar eru: Saga Sauðárkróks 1-3, Saga Dal- víkur 1-4, Sýslunefndarsaga Skagafjarðarsýslu, Jón Ósmann ferjumaður, Þorsteinn á Skipa- lóni 1-2. Þá hefur Kristmundur þýlt tugi bóka og safnað efni og séð um margskonar útgáfu. Þetta er í annað skiptið sem Hagþenkir veitir þessa viður- kenningu, en í fyrra hlaut hana Helgi Hallgrímsson, náttúru- fræðingur. -Sáf Ólympíumótið Lokaumferð tef Id í dag Sovétmenn öruggir um sigur en hart barist um silfurverðlaun Sovétmenn hafa þegar tryggt sér gullverðlaun á ólympíu- mótinu í skák. Hafa þcir hreppt 37 vinninga þegar ein umferð er ótefld. Englendingar sitja í öðru sæti með 33 en Bandaríkjamenn og Hollendingar hafa 32. Islenska skáksveitin hefur ekki verið jafn sigursæl í Þessalóníku og bjartsýnir skákáhugamenn gerðu sér vonir um. 13 umferðir eru að baki og prýða landar vorir 13. sæti. íslendingar öttu kappi við Tékka í fyrradag en fóru halloka. Jóhann, Margeir og Helgi féllust allir á skiptan hlut en Þröstur tap- aði. Hinsvegar vann íslenska sveitin næsta léttan sigur á þeirri ítölsku á laugardag. Jóhann, Margeir og Þröstur sigruðu en Jón L. beið ósigur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.