Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. desember 1988 259. tölublað 53. árgangur Iðnaðarmenn keppast við dag ognótt að opna nýju Kringlurnar í Kringlumýrinni fyrir jólavertíðina. Á innfelldu myndinni sést Kring- lan 4 sem opnuð verður í dag og næsta Kringla við hliðina verður opnuð í byrjun næsta árs. Mynd Jim Smart. Verslunarhúsnœði Ný Kringluævintýri í öllu krepputalinu 37.500 fermetrar afverslunarhúsnœði við sömu götuna. Þrjár nýjar verslunarmiðstöðvar teknar ínotkun íReykjavík og súfjórða á leiðinni í dag er fyrirhugað að auka enn á verslunarhúsnæði Reykvíkinga með opnun nýrrar verslunar og þjónustumiðstöðvar að Kringl- unni 4. Hér er um að ræða 2500 fermetra verslunar- og þjónustu- húsnæði og bætist það við 28 þús- und fermetra hinnar upphaflegu Kringlu Hagskaups. Eftir áramót munu síðan bætast við 7000 fermetrar af verslunar-og þjónustuhúsnæði í sömu götu eða Kringlunni 6. Reykvíkingar. geta þá gert innkaup sín og sótt þjónustu á um 37.500 fermetrum við sömu götu- na eða á svæði sem er nánast á við 6 fótboltavelli. Þá var í síðustu viku opnuð ný verslunar- og þjónustumiðstöð við Gerðuberg í Breiðholti sem er 1700 fermetrar. Önnur slík, á horni Laugavegs og Frakkastígs, sem er 1500 fermetr- ar verður tekin í gagnið á næstu vikum. Því hafa bæst við verslun- arhúsnæði Reykvíkinga á síðustu dögum einir 4200 fermetrar og stutt er í 8500 til viðbótar. Þeir sem standa að byggingu Kringlunnar nr.4 eru þeir Gunn- ar Guðmundsson lögfræðingur og Jónas Sveinsson. Þegar ljós- myndari Þjóðviljans leit þar inn í gær voru mörg handtökin eftir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og iðnaðarmenn í hverju horni. Jólatrén lágu á planinu fyrir utan og ef að líkum lætur verða þau skrýdd gervisnjó og ljósaperum þegar opnað verður í dag. -phh Afengismálið Til forseta r I r m irs i Verður Magnús sóttur til saka samkvœmt hegningarlögum ? Ríkisendurskoðandi á fundi meðforseta sameinaðsþings og forsætisráðherra Búist er við að forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir fái í dag í hendur erindi Halldórs Asgríms- sonar dómsmálaráðherra, þar sem þess er farið á leit að Magnúsi Thóroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, verði vikið úr emb- ætti dómara við Hæstarétt. Þar sem Magnús neitaði að segja af sér, verður honum vísað frá emb- ætti um stundarsakir og síðan mun dómsmálaráðherra hefja mál á hendur honum. Hefur verið vitnað til 61. gr. stjórnarskrárinnar íþví sambandi en þar segir að dómendum, sem ekki hafi að auki umboðsstörf á hendi, verði ekki vikið úr emb- ætti nema með dómi. Á hinn bóg- inn hafa menn velt því fyrir-sér til hvaða lagagreina verði skír- skotað varðandi meintar ávirð- ingar Magnúsar í starfi og hafa lögfróðir menn jafnvel talið að þar verði gripið til 139. greinar hegningarlaga. Þar segir að „hafi opinber starfsmaður,...misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttind- um einstakra manna eða hins op- inbera, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum." í gær átti Halldór V. Sigurðs- son ríkisendurskoðandi fund með þeim Guðrúnu Helgadóttur, for- seta sameinaðs Alþingis, og Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra. Sagði Guðrún Helga- dóttir að meðal umræðuefna hefði verið húsnæðismál emb- ættisins, en vildi ekki tjá sig um fundinn að öðru leyti. Sagði Guð- rún að sér hefði enn ekki borist listi Ríkisendurskoðunar um op- inber áfengiskaup og hún víssi ekki hvenær hún fengi hann í hendur. -phh Stefnumótun Heilbrigð lífsstefna Skattar á matvöru taki mið af manneldissjónarmiðum og holl- ustu, vinnutími verði styttur, forvarnir efldar og tryggingakerf- ið bætt, eru dæmi um nokkur áhersluatriði í nýrri stefnumótun Alþýðubandalagsins í heilbrigð- ismálum, sem gerð er grein fyrir í Þjóðviljanum í dag. Gengið er út frá því að nýta fjármuni betur í heilbrigðiskerf- inu, m.a. með því að koma í veg fyrir ofnotkun lyfja og ofvöxt í rándýru sérfræðingaveldi. Sjá síðu 8-9 Vaxtalœkkun Komnir niður á jörðina Umtalsverð vaxtalœkkun ímánuðinum. Raunvextir lœkka um alltað l%og nafnvextir um 6%. Sama vaxtastignafnvaxtaogí nágrannalöndum. ÓlafurRagnar: Viðunandiíþessarilotu Bankarnir hafa ákveðið að lækka nafnvexti um 6% að jafn- aði í þessum mánuði og raunvext- ir lækka um allt að 1% og verða lægstir í Landsbankanum 7.75%. Með þessari vaxtalækkun í kjöl- far hríðlækkandi verðbólgu síð- ustu vikur, er vaxtastig í landinu komið á sambærilegt stig og gerist í öllum helstu nágrannalöndum. Vextir hafa aldrei áður lækkað eins mikið á jafnskömmum tíma, en í sumar voru nafnvextir komn- ir yfir 40%. Vaxtalækkunin er nokkuð mis- munandi eftir bönkum, en hlut- fallslega mest hjá Lands-, Búnaðar- og Útvegsbankanum. Vextir lækka í dag og aftur 11. desember. Nafnvextir lækka um 6 prósentustig að jafnaði, úr 18% í 12%. Útlánsvextir víxla lækka um 4 prósentustig, úr 16% í 12% að jafnaði en allt niður í 11% í Landsbankanum. Þá lækkar ávöxtun skiptikjarareikninga úr 10% í 6,5-8%. Almennar spari- sjóðsbækur verða með 4% vexti sem er nokkuð yfir verðbólgu- stiginu í dag. Útreikningar nýrrar framfærsluvísitölu fyrir desemb- er sýna nú innan við 1% verð- bólgu í sl. mánuði. Raunvaxtalækkunin er nokk- uð mismunandi eftir innláns- stofnunum en mest verður lækk- unin hjá Landsbankanum, sem lækkar raunvexti um 1 prósent- ustig, úr 8,75% í 7,75% þann 11. desember. Aðrir bankar lækka raunvexti um 0,5-0,75 prósentu- stig. Forráðamenn bankanna segja þessa lækkun mögulega m.a. vegna þeirrar ákvörðunar Seðlabankans að greiða 2% vexti af bindiskyldu frá 1. mars sl. til n.k. áramóta. - Ég met þetta sem viðunandi árangur í þessari lotu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra í gær. - Ríkis- stjórnin hefur lagt ríka áherslu á að koma vöxtunum niður samh- liða lækkun verðbólgunnar og þessi vaxtalækkun nú er spor í rétta átt. Nafnvextir eru nú jafn- háir og í nágrannalöndum okkar og það styttist óðum í að raunvex- tirnir fari niður í þau 6% sem þeir eru í nágrannalöndunum. Það er sérstaklega ánægjulegt að Lands- bankinn skuli hafa tekið forystu í þessari vaxtalækkun, sagði Ólafur Ragnar. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.