Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Akranesi 1. des Fullveldisfagnaður í Rein fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Ræðumaður dagsins verður Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Jón- as Arnason rithöfundur kemur í heimsókn, flokkur djassmanna spilar, söngur og upplestur. - Nefndin. Héraðsbúar, Austfirðingar Opínn fundur í Valaskjálf Egilsstöðum með Steíngrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir- spurnir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Vopnfirðingar Opinn fundur í Miðgarði Vopnafirði með Steingrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, föstudaginn 2. desember kl. 20.30. Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir- spurnir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Steingrímur Álfhildur Hjörleifur Alþýðubandalagið Vesturlandi Kjördæmisráð Ráðstefna með stjórnum félaganna verður haldin í Rein laugardaginn 3. desember n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1) Flokksstarfið í vetur. 2) Útgáfumál. Allir félagar velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld Þriðja og síðasta spilakvöldið I þriggja kvölda keppninni verður á þriðjudag- inn kemur, 6. desember, á Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 20.30. Þrig- gjakvöldakeppninni haldið áfram en einnig sjálfstæð keppni þetta eina kvöld. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Laugardaginn 3. desember frá 10-12. Bæjarfulltrúarnir Heimir Pálsson og Valþór Hlöðversson hella uppá könnuna ásamt Snorra S. Konráðssyni fulltrúa í íþróttanefnd og Lovísu Hannesdóttur í stjórn sjúkrasamlagsins. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Listakvöld Á laugardagskvöldið 3. desember verður haldið listakvöld í Þinghól, Hamra- borg 11, Kópavogi. Kynnt verða verk eftir Eyvind P. Eiríksson, Guðmund Andra Thorsson og Herdísi Hallvarðsdóttur. Komið og kynnist nýjum bókum, tónlist og Ijóðum. Kaffi og léttar veitingar á boðstólum fram eftir kvöldi. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Stjórnin ÆSKULÝÐSF YLKIN GIN Æskulýðsfylkingin Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur verður hjá Æskulýðsfylkingunni 3. desember nk. kl. 14 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Starfsáætlun vetrarins. 3. Stjórnmálaviðhorfið. 4. Kosning í nefndir og í framkvæmdastjórn. 5. Önnur mál. Stjórnin. Æskulýósfylkingin Vestnorræn sjávarútvegsráðstefna Æskulýðsfylkingin í samvinnu við sósíalísk æskulýðssamtök I Noregi, Fær- eyjum og Grænlandi, gengst fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál, laugardaginn 3. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Vitanum, Strandgötu 1, Hafnarfirði og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1) Setning. 2) Þorkell Helgason prófessor fjallar um stöðu sjávarút- vegs á íslandi. 3) Kristinn H. Einarsson fjallar um sósíalíska stefnu í sjávarút- vegsmálum. 4) Gísli Pálsson mannfræðingur fjallar um samspil sjávarútvegs og menningar. 5) Gunnar Ágústsson deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun fjallar um mengunarhættu á NV-Atlantshafi. 6) Álmennar umræður. Allt áhugafólk um sjávarútvegsmál er hvatt til að mæta á ráðstefnuna. ÆFAB FRETTIR Vímuefni Enduruppeldi í staö endurhæfingar Rúmlega 300 ungmenni eiga við alvarleg vímuefnavandamál að stríða hér álandi. Stofnuð hafa verið samtök aðstandenda og áhugamanna um málefni ungra vímuefnanotenda. Sigurður Pór Guðjónsson: Verðum að líta á þá sem ekki ráða við vímuefnaneyslu sína sem sjúklinga Við getum ekki horft upp á það öllu lengur að samfélagið geri ekkert í málum þessa unga fólks. Það ráfa hér um göturnar um 20 til 30 ungmenni sem jafnvel eru í lífshættu vegna vímuefnanotkun- ar, sagði Sigurður Þór Guðjóns- son, en hann er formaður ný- stofnaðra samtaka sem hlotið hafa nafnið Félag aðstandenda og áhugamanna um málefni ungra vímuefnaney tenda. - Við göngum út frá því að of- notkun áfengis og annarra vímu- efna sé sjúkdómur, þess vegna verður að líta á þá unglinga sem ekki geta ráðið við vímaefna- neyslu sína sem sjúklinga. Það er ekki hægt að afgreiða vandamál- ið með því að kalla þetta aumingjaskap eins og maður verður svo oft var við í þjóðfé- laginu. Við ætlum okkur að reyna að hafa áhrif á þessar skoðanir og eyða þeim fordómum sem ríkja í garð þessara ungmenna. Vantar með- ferðarstofnun - Brýnasta verkefni samtak- anna verður að krefjast þess að komið verði hér á fót meðferðar- stofnun fyrir þessi ungmenni. Þó nú sé veit meðferð við vímiefna- vandamálum bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila, þá sýnir reynslan að árangur er sorglega lítill hvað unglinga varðar. Þær miða meðferð sína fyrst og fremst við endurhæfingu sem passar ekki unglingum sem hafa lent í vanda sökum vímuefnaneyslu á unga aldri. Það sem þarf er stofn- un þar sem þessir krakkar gætu hreinlega fengið enduruppeldi frá grunni, sagði Sigurður. Hann nefndi tvennt sem unnið væri að þessa dagana sem lausn á hluta vandans, í fyrsta lagi með- ferð á vegum Unglingaheimilis ríkisins, en það er ætlað ung- lingum. í öðru lagi nefndi hann væntanlegt meðferðarheimili í Krísuvík á vegum Krísuvíkurs- amtakanna. - Við styðjum bæði þessi úrræði og vonumst til að þau verði að raunveruleika sem fyrst, og einnig aðra kosti sem fram munu koma, sagði Sigurð- ur. Hagsmunasamtök fyrir krakkana - Það má segja að við séum eins konar hagsmunasamtök því við munum berjast fyrir rétti þessara krakka sem eiga Þaö verður að koma á fót meðferðarstofnun fyrir þá unglinga sem hafa ánetjast eiturefnum, segir Sigurður Þór. Mynd - Sig. Mar. heimtingu á raunhæfri meðferð eins og hverjir aðrir sjúklingar í þjóðfélaginu. Málið er, að þau geta ekki barist sjálf fyrir sínum rétti, bæði vegna þess ástands sem þau eru í, og einnig vegna þroskaleysis. A ráðstefnu sem haldin var^á vegum samstarfs- nefnd ráðneyta um meðferðar- úrræði fíkniefnaneytenda sem haldin var í 26. október setti Ein- ar Gylfi Jónsson sálfræðingur og forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins fram tilgátu sem hann byggir á könnun sem hér var gerð, að nú séu um 322 unglingar hér á landi á aldrinum 14 -19 ára, sem eigi við alvarleg vímuefna- vandamál að stríða. Þessir ung- lingar neyta efnanna tvisvar til þrisvar sinnum í viku eða oftar. Af þessum hóp er gert ráð fyrir að um 20 til 30 unglingar séu mjög illa farir vegna iieyslu sinnar. Það má segja að þessi hópur sé á götunni og lifi einungis fyrir að útvega sér vímuefni, aðstendur þessara krakka eiga kröfu á samfélagið, að nú þegar verði hafist handa við að byggja upp raunhæf endurhæfingarheimili fyrir vímuefnasjúklinga, sagði Sigurður. Hann sagði jafnframt að í stefnuskrá samtakanna væri lögð áhersla á að þeim unglingum sem lentu upp á kant við lögin og yrðu að taka út refsingu vegna þess, yrði boðið upp á einhvers konar meðferð í stað venjulegar afplán- unar. - Við teljum það mjög brýnt að unglingunum verði gefinn kostur á þessum möguleika. Það er staðreynd að flest þau afbrot sem þeir fremja, eiga sér stað þegar viðkomandi er undir áhrif- um vímuefna. Það hefur líka sýnt sig að erfitt er að rjúfa þann víta- hring sem margir komast í þegar þeir þeir brjóta af sér og eru látnir taka út refsingu í fangelsum, það er ekkert launungarmál að í fang- elsum á fslandi er mikil vímuefn- aneysla, sagði Sigurður. Mikil þörf Hin nýstofnuðu samtök hafa fengið inni með starfsemi sína í húsakynnum Krísuvíkursamtak- anna að Þverholti 20. Þeir sem vilja hafa samband geta gert það í síma 623550. - Ég held að það sé mikil þörf fyrir svona félagsskap bæði til að þrýsta á stjórnvöld og kannski ekki síður til að skapa vettvang fyrir aðstandendur ung- linga sem hafa lent á villigötum og geta ekki lengur ráðið við vím- uefnaneyslu sína. Mjög margir aðstandendur eru illa farnir eftir átök við börnin og kerfið og því miður er alltof stór hópur að- standenda í leynum með sín vandmál, sagði Sigurður og bætti við að þegar hefðu fulltrúar sam- takanna gengið á fund ráða- manna og vakið athygli þeirra á neyðarástandi og úrræðaleysi sem hér ríki í vandamálum ungra vímuefnaneytenda. sg Friðarömmur Friðarfræðsla í skólum Friðarömmur beina þeim til- mælum til menntamálaráð- herra að hann hlutist til um að mörkuð verði stefna í friðarf- ræðslu á íslandi, sem tekin verði inn í námsskrá. Viðleitni kennara til friðarfræðslu verði studd og sérstakur vinnuhópur verði va- linn til að móta námsefni í þcssum efnum. Friðarömmurnar gengu á fund menntamálaráðherra á föstudag og færðu honum þessa áskorun. Þær segja að nú á tímum sé mikið talað um fyrirbyggjandi aðgerðir á ýmsum sviðum, svo sem efna- hagsmálum og heilbrigðismálum. Fyrirbyggjandi aðgerða sé ekki síður þörf sem vörn gegn ofbeldi og að friðarfræðsla sé löngu tíma- bært og verðugt verkefni fyrir ís- lenskar menntastofnanir. Það að kenna ungu fólki að umgangast aðra með tillitssemi, virðingu og friðsemd muni skila sér í betri þjóðfélagsþegnum sem skapi síð- an betra þjóðfélag og betri heim. -hmp 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 1. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.