Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 5
Vigdís Finnbogadóttir eftir kosn- inguna 1980. Ný bók Sjö dagar í lífi forsetans „Hér fá lesendur að skyggnast inn í hugarheim forseta síns og fræðast um hvernig er að gegna því viðkvæma og vandasama hlutverki að vera ein á forseta- vakt. Svo segir í kynningu frá for- laginu Iöunni á bók sem Steinunn Sigurðardóttir hefur skráð og ber heitið “ Ein á forsetavakt". Þar er lýst sjö dögum vikunnar í lífi Vig- dísar Fonnbogadóttur, forseta Is- lands. Þeir eru þó ekki valdir í samfellu heldur leitast við að draga fram mismunandi hliðar á forsetastarfi eins og þær koma fram á sjö dögum eins árs: einn dagur líður í heimsókn í Frakk- landi, annar í Húnavatnssýslu, hinn þriðji í Rómaborg, hinn fjórði er tengdur móttöku á Bessastöðum, hinn fimmti ríkis- stjórnardegi og þar fram eftir göt- um. Um leið og bókarhöfundur skrásetur það sem hún sér og heyrir af „ytri tíðindum" leitar hún fregna hjá Vigdísi forseta um ýmislegt það sem hún lætur sig mestu varða sem forseti og mann- eskja og um nokkra hluti leitar hún í smiðju til vina forsetans og samstarfsmanna. Bókina prýðir mikill fjöldi mynda. -áb FRETTIR Námslán Frystingin leiörétt Svavar Gestsson: Skerðingarreglugerðir afnumdar og nýjar settar í staðinn. Komið til móts við námsmenn meðþvíað hafa jafnmarga fulltrúafrá þeim í vinnuhóp ogfrá ráðuneytum Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir að hann ætli að standa að því að skerðingar- reglugerðir þær sem tveir menntamálaráðherrar Sjálfstæð- isflokksins settu um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, verði numdar úr gildi. Ráðherrann segir að þannig sé stefnt að því að leiðrétta þær skerðingar sem námsmenn hafa orðið fyrir. Eini fyrirvarinn á þessu sé staða þjóð- arbúsins, en miðað við stöðuna í dag ætti þetta að vera hægt, þannig að lánin hækki sem nemur frystingunni. Menntamálaráðherra skipaði nýlega vinnuhóp sem á að fjalla um LÍN. Hann segir tilganginn með skipun hópsins vera að breyta úthlutunarreglum lánasjóðsins, og gera það í sam- ráði og samvinnu námsmanna og fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Enda séu j afnmargir fulltrúar frá náms- mönnum í hópnum og frá ráðu- neytum. Þetta þýði að jafnvægi ætti að geta orðið í niÓurstöðu hópsins og að námsmenn ættu að geta haft sterk ítök í honum. „Nemenda“hópurinn á símenntunarnámskeiðinu i Þroskaþjálfaskóla Islands i gærmorgun þegar réttinda- gæsla fatlaðra var til umfjöllunar. Ótrúlega góð virkni í þessum stóra hópi, segir skólastjórinn, Bryndís Víglundsdóttir. Mynd: ÞÓM. . 1 -sir ProskaþjáLjar Símenntun eykur starfshæfni Réttindagœsla fatlaðra til umfjöllunar í Þroskaþjálfaskólanum í gærmorgun, en þar stendur núyfir fjölsóttsímenntunarnámskeið starfsstéttarinnar jj^j eginmarkmiðið með náminu er að auka starfshæfni þátt- takendanna, þannig að hún skili sér betur til skjólstæðinganna, sagði Vilborg Jóhannsdóttir, sérk- ennari, er blaðamaður ræddi við hana í Þroskaþjálfaskólanum í gær innan um fímmtíu áhuga- sama þroskaþjálfa í framhalds- námi. Vilborg hefur umsjón með þessu símenntunarnámskeiði, en yfírskriftin er undirbúningur og framkvæmd skipulegrar þjálfun- ar. Námið er þannig uppbyggt að starfandi þroskaþjálfar sem nám- skeiðið sækja koma í skólann þrjá daga í hverjum mánuði og vinna síðan að verkefnum í tengslum við starf sitt. Þessum verkefnum á svo að skila í apríl, og verða þau þá kynnt þátttak- endunum í heild. Vilborg sagði að mörg spenn- andi verkefni væru í gangi, og til- tók sem dæmi handbókargerð fyrir ófaglært starfsfólk; ýmis þróunarverkefni, til dæmis endurskipulagningu tómstunda- starfs fyrir vistfólk á Kópavogs- hæli; og heildaráætlun um þjálf- un á sambýlum. Þá vinnur einn þroskaþjálfanna að gerð mynd- bands um námið, og þá í tengsl- um við starfið inni á stofnunum. í gærmorgun var réttindagæsla fatlaðra til umfjöllunar, erindi og umræður. Erindi fluttu Ásta Þor- stcinsdóttir, Hrafn Sæmundsson, Jóhann Pétur Sveinsson, Sævar Berg Guðbergsson og Vilborg G. Guðnadóttir. Umræðum stjórn- aði Kristín Á. Ólafsdóttir, en að sögn skólastjóra Þroskaþjálfa- skólans, Bryndísar Víglundsdótt- ur, er mjög góð virkni í „nem- enda“hópnum. Þátttakendurnir fimmtíu eru nálægt sjöttaparti starfsstéttarinnar og sagði Bryn- dís að sér væri til efs að aðrar starfsstéttir hefðu tekið betur við sér í þessum efnum, og hefði þó ekki verið neinn hörgull á fram-' haldsnámskeiðum fyrir þroska- þjálfa hingað til. -HS 7. desember Stúdentar fagna fullveldi 70 ár liðin frá því að íslendingarfengu stjórnarskrá. Stúdentar einir umfagnaðarhöld Stúdentar halda upp á það í dag að 70 ár eru liðin frá því að Islcndingar fengu stjórnarskrá. Fjölbreytt dagskrá verður í tilefni dagsins og Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands verður heiðursgestur hátíðarinnar. Stúdentar byrja daginn með því að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarð- inum, og mun Sigurður Líndal flytja tölu um Jón. Sjálf hátíðardagskráin hefst síðan í Háskólabíói kl. 14. Sveinn Andri Sveinsson formaður Stúd- entaráðs flytur ávarp og að því loknu ávarpar Valdimar K. Jóns- son forseti verkfræðideildar sam- komugesti. Háskólakórinn flytur nokkur lög undir stjórn Arna Harðarsonar. Þá flytur Hlíf Steingrímsdóttir læknanemi 1. des.-ávarp stúdenta. Hún mun fjalla um stöðu stúdenta innan háskólasamfélagsins og utan. Pétur Gunnarsson heiðrar gesti með nærveru sinni og flytur erindi. Efni erindisins er á huldu og á að koma á óvart. Halli og Laddi enda síðan hátíðardag- skrána. Kynnir verður Flosi Ól- afsson. Stúdentar boða einnig til mál- þings kl. 16 í Odda, og ber það yfirskriftina „Verður ísland gjaldþrota á 21. öld?“ Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra flytur ávarp. Markús Á. Finarsson veðurfræðingur verður með framsöguerindi ásamt Svend Aage Malmberg haffræðingi, Sig- rúnu Helgadóttur líffræðingi, Sigurði Magnússyni kjarneðlis- fræðingi, Þór Sigfússyni við- skiptafræðinema og Guðmundi Magnússyni hagfræðiprófessor. Um leið og málþingið hefst í Odda byrjar menningarvaka í Norræna húsinu. Þar verður boð- ið upp á söng og upplestur úr bókum. Lesið verður upp úr verkum Guðmundar Andra Thorssonar, Gyrðis Elíassonar og Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Sigurdrífa Jónatansdóttir mezzó- sópran syngur og Hulda Braga- dóttir leikur einleik á píanó. Katrín Ólafsdóttir leikur á fiðlu og Halldór Hauksson píanó- leikari, Sigurbjörn Bernharðsson Vinnuhópnum er ætlað að skila tillögum fyrir desemberlok um breytingar á úthlutunarregl- um þessa árs, og úthlutunarregl- um í framtíðinni, að minnsta kosti fyrir námsárið 1989-1990. Til að komast að niðurstöðu á hópurinn að fjalla um og undir- búa nýja framfærslukönnun. Svavar segir að ef þessi könnun leiði í ljós að framfærsla náms- manna sé hærri en núverandi grunnur geri ráð fyrir, rnuni hann taka tillit til þess. Forustumenn Vöku í Stúdentaráði hafa fullyrt í „Há- skólinn Stúdentafréttir." að ráðherrann hafi gleymt öllum stóru orðunum frá því hann var í stjórnarandstöðu og hygðist ekki hækka námslánin. Svavar sagði Þjóðviljanum að sér kæmi á óvart að menn sem sættu sig við skerð- ingu Sverris Hermannssonar, og við það að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar skipaði vinnuhóp unt LÍN sem eingöngu var skipaður fulltrúum stjórnarflokkanna, - skuli nú vera að gagnrýna það þegar reynt sé af heilindum að koma til móts við sjónarmið námsmanna og bæta kjör þeirra. í vinnuhópnum eru fjórir full- trúar námsmanna. Einn frá Iðn- nemasambandi íslands ásamt þremur fulltrúum námsmanna í stjórn LÍN; frá SHÍ, Bandalagi sérskólanema og SÍNE. Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra er fulltrúi ríkisvaldsins í hópnum, ásamt Jóni Braga Bjarnasyni prófessor, Guðmundi Olafssyni viðskipta- fræðinema og Ragnari Árnasyni dósent, semerformaðurhópsins. -hmp fiðluleikari og Stefán Örn Arnar- son sellóleikari leika kafla úr pí- anótríói. Kynnir verður Eiríkur Jóhannsson guðfræðinemi. Að kvöldi 1. desember verður síðan haldinn stórdansleikur í Tunglinu. Þessi árlegi dansleikur stúdenta hefur oft reynst við- burðaríkur og í tilkynningu frá 1. des.-nefnd segir að þetta geti eft- ilvill orðið síðasti dansleikur fyrir þjóðargjaldþrot. Stúdentum er einnig boðið í bíó kl. 5. Sýnd verður myndin „Bull Durharn," með Kevin Costner og Susan Sar- andon í aðalhlutverkum, leik- stjóri er Ron Shelton. Hleypt verður inn á meðan húsrúm leyfir gegn framvísun stúdentaskírt- einis. -hmp Fimmudagur 1. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Utanríkismálanefnd Ráðhena í önnum í blaði yðar þann 29. þ.m. er birt frétt um utanríkismál undir- rituð hmp. Frétt þessi er í öllum megin- atriðum röng. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra hefur aldrei neitað að koma á fund utanríkismálanefndar. Ég skýrði frá því í upphafi fundar utanríkismálanefndar þann 28. þ.m. að vegna anna hefði utan- ríkisráðherra ekki getað komið því við að mæta á fund nefndar- innar fyrir helgi m.a. vegna ríkis- stjórnarfunda. í hans stað mættu embættismenn ráðuneytisins og gerðu þeir grein fyrir þeim mál- um sem fyrir fundinum lágu. Einnig er það rangt að utanríkis- ráðherra verði fjarverandi í rúm- ar tvær vikur, enda verður hann viðstaddur næsta reglulega fund utanríkismálanefndar sem hald- inn verður mánudaginn 5. des- ember nk. og mun þar gera grein fyrir þeirn málum sem nefndar- menn óska m.a. atkvæða- greiðslum íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sem embættismenn ráðuneytisins hafa reyndar þegar gert. Þar sem ég trúi því að Þjóðvilj- inn vilji hafa það sem rétt er í fyrirrúmi, vona ég að leiðrétting þessi verði birt með svipuðum hætti og hin ranga frétt var birt. Jóhann Finvarðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.