Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 6
þj ÓÐ VILJIN N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar 1. desember Sjálfstætt íslenskt ríki á stórafmæli í dag. Fyrir réttum sjötíu árum, þann 1. desember 1918, var því lýst yfir aö ísland væri frjálst oa fullvalda ríki. Frá þeim tíma hefur þjóðréttarleg staöa Islands gagnvart umheiminum ekkert breyst. Þótt ákveðið væri árið 1944 að þjóðhöfðingi skyldi vera lýðkjörinn forseti í stað arfborins konungs og í því tilefni gerðar minni háttar breytingar á stjórnarskránni, var þá ekki um að ræða neinn sigur í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Fullveldi íslensks ríkis var tryggt 1918 og við það varð ekki aukið. Á 70 ára afmæli íslensks fullveldis er ekki efnt til neinna sérstakra hátíðahalda á vegum ríkisins. Ráðamenn þjóðar- innnar, sem eru margir býsna kappsfullir við að gera sjálfum sér og alþýðu einhvern dagamun, sjá enga ástæðu til að minnast þess sérstaklega í dag að sjö áratugir eru liðnir frá því forfeður okkar höfðu fullnaðarsigur í langvarandi baráttu fyrir sjálfstæöi þjóðarinnar. Á erfiðleika og baráttutímum er hverri þjóð nauðsynlegt að eiga sveit vaskra forystumanna sem eru ódeigir að vísa veginn fram, fljótir að átta sig á því hvernig bregðast skal við breyttum aðstæðum og hafa óbilandi trú á málstað þjóðar- innar. Ef í Ijós kemur að þeir, sem í fylkingarbrjósti vilja standa, telja þjóðfrelsisbaráttu í raun litlu skipta og hafa hugann fyrst og fremst við eigin hagsmuni, þá daprast bar- áttuþrek alþýðu. En bylgjan rís að sjálfsögðu á ný og þá verða nýir menn fengnir til að taka að sér forystuna. Á síðustu öld áttu Islendingar því láni að fagna að eiga kappsfulla leiðtoga í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Margir þeirra sýndu einstæða hæfileika til að meta pólitíska stöðu án þess að missa sjónar af endanlegu markmiði. Það skipti sköpum hver var afstaða íslenskra alþingismanna til stöðu- laganna svokölluðu og stjórnarskrárinnar 1874. Dönsk stjórnvöld slójgu þvíföstu að Island væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Islenskir alþingismenn með Jón Sigurðsson í broddi fylkingar lýstu því strax yfir að hér væri um valdboð að ræða, þeim óviðkomandi og breytti engu þótt þeir vissu aö í reynd hefði orðið mikil breyting til batnaðar. Þeir hvöttu til áframhaldandi sóknar. Sú sókn stóð til 1. desember 1918. Einhverjir hafa látið í það skína að baráttan fyrir sjálfstæðu íslensku ríki hafi þá ekki verið til lykta leidd vegna þess að þjóðhöfðingi íslend- inga var áfram erlendur aðalsmaður og hann var einnig konungur Dana. í raun var um tvö fullvalda og sjálfstæð ríki að ræða og nánast söguleg hending að einn og sami maður- inn skyldi gegna embætti konungs í þeim báðum. Til saman- burðar má benda á núverandi stöðu Elísabetar II sem gegnir ekki aðeins stöðu Bretadrottningar heldur er og formlegur þjóðhöfðingi fjölmargra fullkomlega sjálfstæðra ríkja í Breska samveldinu. Enginn mun þó halda því fram að Kana- da sé ekki sjálfstætt ríki. Þegar íslenskt ríki var stofnað 1. desember 1918, var lýst yfir ævarandi hlutleysi íslands gagnvart stríði og styrjaldar- undirbúningi annarra ríkja. Þessa yfirlýsingu er alls ekki unnt að túlka á þá leið að menn hafi talið Atlantshafið fullkomna vörn gegn erlendu herliði. Til voru sagnir frá 13. öld af áætlunum Skúla jarls að senda hingað herlið af Noregi. Danakonungur hafði sent hingað herskip á 16. öld til að skakka leikinn í siðskiptaátökum. Á meðan þjóðfundurinn stóð í Reykjavík 1851 höfðu danskir dátar þrammað um bæinn. Öllum var Ijóst að hvenær sem er gat erlendur her tekið landið. Það var áhætta sem varð að búa við. Þegar íslendingar ákváðu þann 17. júni 1944 að segja skilið við konung sinn og kjósa sér forseta sem þjóðhöfð- ingja, geisaði heimsstyrjöldin síðari og ísland hafði verið hernumið. Skömmu síðar gekk ísland í hernaðarbandalag og samþykkt var að hér skyldu vera bandarískar herstöðvar. Þaer eru hér enn. Á 70 ára afmæli íslensks fullveldis og yfirlýsingar um ævarandi hlutleysi fer kannski best á að ráðamenn gleymi 1. desember. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Atvinnuleysi - félagsleg eyðni Atvinnuleysi er að aukast hér- lendis á því samdráttarskeiði sem nú stendur, og menn telja að op- inberar tölur um atvinnuiausa lýsi hvergi nærri ástandinu, vegna þess einkum að nú geisar atvinnuleysi líka í þeim hópum sem óvanir eru að skrá sig hjá ráðningarstofunum, - timbur- menn góðærisins koma jafnt niðrá verkafólki í frystihúsum og menntuðum millihópum ýmsum sem vakna nú uppvið það að at- vinnuöryggi fylgdi enganveginn þeim hálaunum sem í góðærinu voru skilyrði þess að vera maður með mönnum, - þokkalegur uppi uppihjá uppunum. Viðvarandi atvinnuleysi er ein- hver allra versti sjúkdómur sem hrjáð getur samfélög. Það vita þeir sem lifðu kreppuna með eymd sinni og mannlegri niður- lægingu, og það vita líka þeir sem hafa kynnst við þjóðir í Vestur- Evrópu síðari árin. Sá sem hér klippir var enn í húfu guðs í kreppunni en kannast við ástand- ið í Evrópu seinni ár; þar lítur atvinnuleysið út einsog nokkurs- konar félagslegur eyðnisjúkdóm- ur sem yfirvinnur smátt og smátt ónæmiskerfið og ryður sér inní sprungurnar á samfélaginu án þess að þarvið spretti neinn vöknunarstormur í formi aukinn- ar stéttarlegrar vitundar og það- anaf síður hollt andófi gegn vímu- kenndum þrældómi, nema í til- vikum einstakra sérvitringa, - þvert á móti galopnast samfé- lagið fyrir stórubólum og svarta- dauðum og krabbameinum sem áður var hægara að halda í skefjum: kynþáttaerjur, dóp og drykkjuskapur, lífsleiði og til- gangsleysi hjá ungu fólki, glæpir, krosssprungur í vegi milli þeirra félagshópa sem haft gætu sam- stöðu, nýfasismi, - og mætti lengur telja. Það er afskaplega mikilvægt að menn sameinist um að koma í veg fyrir að þetta gerist hér, - að of- aná aðra þverbresti í samfélagi 250 þúsund íslendinga bætist sú mótsetning að sumir hafi vinnu og sumir ekki. Glæsileg atvinnu- auglýsing Þetta síðasta skilur stóra blaðið í Austurstrætinu mjög vel, þótt það geti ekki annað uppruna síns vegna en gjammað að þeim stjórnmálamönnum sem nú hafa tekið höndum saman um forystu gegn atvinnuleysisvofunni. Þessi skilningur kemur vel fram í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem Agnesi Bragadóttur, sem hingað til hefur verið í að skrifa fréttir af pólitík- inni á milli námsferða, var falið að hanna eina allra glæsilegustu atvinnuumsókn sem í Mogga hef- ur birst. Aumingjans atvinnuleysinginn sem Morgunblaðið hefur aumkvað sig yfir er bláfátækur öreigi sem fyrir nokkrum mánuð- um var sagt upp með litlum fyrir- vara úr álverksmiðjunni í Straumsvík og heitir Ragnar Halldórsson. Morgunblaðið lýsir umsækj- andanum í upphafi með þeim orðum að hann sé einsog alþjóð viti „stór og aðsópsmikill maður, með ákveðna framkomu þess sem rœður og fas hans allt og fram- koma segja þér að þar fari maður sem er vanari að segja öðrum fyrir verkum en taka við skipunum.“ Agnes Bragadóttir blaðamað- ur hefur sýnilega fengið í hnén, gripið til stflbragða úr helgi- manna sögum, og notar að auki aðra persónu eintölu til að tryggja að lesandinn sé alveg með á nótunum. Engirsamskipta- örðugleikar í þessari opinberu atvinnu- auglýsingu gleymir Morgunblað- ið ekki hinum sögulega áhuga þjóðarinnar og biður Ragnar að skýra hversvegna hann varð atvinnulaus. í ljós kemur að því réðu forlögin: >yAllt fór í háaloft vegna aðstœðna sem hvorki starfs- menn né stjórnendur fyrirtœkisins áttu sök á.“ Forlögin voru í þetta sinn í formi ónýtra rafskauta, - og við bættist að hinn frægi speking- ur Emanuel Mayer, - sem var hvað handgengnastur íslenskum mektarmönnum hér áður -, var orðinn þreyttur. Hitt er alger lygi úr Gróu á Leiti að einhverskonar illindi hafi komið upp í kringum Ragnar: „Það er af og frá að samskiptaerf- iðleikar við samstarfsmenn hafi orðið til þess að mér var sagt upp. “ Einhver annar Það er þá sennilega einhver annar í ísal sem hefur skapað þar illt andrúmsloft og átök manna í millum. Að minnsta kosti hefur fréttabréf iðnrekenda, „Á döf- inni“, eftir eftirmanni Ragnars, Þjóðverjanum Christian Roth, að meginmarkmiðið í störfum hans við Straum sé „að bœta sam- band og samskipti stjómenda fyrir- Uekisins við starfsmenn þess og verkalýðsfélögin“. Það sé einnig mikilvægt „að bœta stöðu ísal gagnvart fjölmiðlum. Ég vil auka samskiptin við fjölmiðla“ segir sá þýski, og hefur greinilega aðeins aðra stefnu í stjórnunarstörfum en sá atvinnulausi: „Ég kýs að vinna í hópum. Ég er sannfœrður um að það sé vœnlegasta leiðin til árangurs ístjórnun.“ Christian Roth á eftir að læra margt, og það þar á meðal að hann kemst ekki langt með íslendinga nema hann temji sér viðeigandi stjórnanda- fas, og tileinki sér til dæmis á- kveðna framkomu þess sem ræður þarsem fas allt og fram- koma segja undirmönnunum að þar fari maður sem er vanari að segja öðrum fyrir verkum en taka við skipunum. í verbúðarvíking? En Ragnar er sem betur fer ekki alveg á flæðiskeri þótt Roth hafi stolið frá honum djobbinu. Vandamál þessa atvinnuleys- ingja felast þannig ekki í því að fá ekki laun því að hann er ennþá á fullum launum sem stjómarfor- maður ísal, heldur í því að hafa ekkert milli handanna: „Jú, að vísu er ágœtt að vera í fríi um stundarsakir. Samt er ég ekki alveg aðgerðalaus. Ég er í stjóm Útflutningsráðs, Verzlunar- ráðs, Hlutabréfamarkaðarins hf. og Landsnefndar Alþjóðaverzlun- arráðsins svo eitthvað sé nefnt. Hinu er ekki að neita að ég vildi gjarnan vera búinn að finna mér nýtt viðfangsefni til þess að takast á við í upphafi nýs árs.“ En á forsíðu sama sunnudags- blaðs er einmitt sagt frá því að það er líf og fjör og nóg að gera hjá verbúðarvflcingum hjá Norð- ursfld á Seyðisfirði. Það væri kannski hugmynd fyrir stóra og aðsópsmikla menn með góða reynslu af mannlegum sam- skiptum? -m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:DagurÞorleifsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðbjófsson (Úmsjónarm. Nýs Helgarb.),SævarGuðbjörnsson, Þorfinnurómarsson(ípr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorf innur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlf stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. ' Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.