Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.12.1988, Blaðsíða 14
/f i)Ac;f Óþurftarverk Ekki er gott í efni þegar vanþekk- ing, þröngsýni og öfgar haldast í hendur í umræðum um þýðinga- mikil mál. Hæpið er að komist verði að skynsamlegri niðurstöðu þegar slíkt þríeyki ræður ferðinni. En ein- mitt þessa finnst mér oft gæta þeg- ar rætt er um gróðurverndarmál. Þar eru bændur gjarnan ómaklega hafðir að skotspæni. Er þar skemmst að minnast ummæla viðskiptaráðherra á Alþýðuflokks- þinginu á dögunum, svo sem vikið hefur verið að hér í blaðinu. Gróðureyðing á sér ýmsar or- sakir og er öllum vorkunnarlaust að vita það. Þar kemur m.a. til veður- far, náttúruhamfarir, ógætileg um- ferð ökumanna um hálendið og svo beitin, ekki bara búfjár heldur einn- ig fiðraðra grasbíta svo sem gæsa, sem fyrst og fremst lifa á grasi og talið er að fari ört fjölgandi á há- lendinu. En snúum okkur að bændum og beitarmálunum. Eru þeirslíkir skaðvaldar, sem sumirvilja vera láta? Það væri furðuleg þversögn þar sem efnahagsafkoma bænda byggist beinlínis á gróðrinum. Hér skal bent á nokkrar staðreyndir, sem allirþeir, sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og raunsæi, ættu auðvitað að þekkja. Hvað segja okkurályktanir Búnaðarþings og Stéttarsambands bænda? Það heyrirtil hreinna undantekninga að hross gangi ennþá á afréttum og þar sem svo er enn, hefur þeim stórlega fækkað. Viðkvæmustu gróðursvæði landsins eru á eldfjallabeltinu, sem liggurfrá Reykjanesi, um upps- veitirÁrness- og Rangárvallas- ýslna, austur í V-Skaftafellssýslu og síðan norður um Mývatnsöræfi. Síðustu árin hefur sauðfé á þess- um svæðum fækkað fast að einum þriðja. Veruleg sauðfjárfækkun hefureinnig orðið í öðrum lands- hlutum. Stöðugt fækkar því fé, sem gengur á afréttum yfir sumarið. Stafar það bæði af fækkun sauðfjár almennt og að því fé, sem gengur í heimahögum, ferfjölgandi. Ber þetta vott um skilnings- og hirðu- leysi bænda um þessi mál? Ég veit ekki beturen samstarf bænda og Landgræðslunnar sé mjög gott og sjálfir taka þeir víða beinan þátt í landgræðslustörfunum. Fjölmargir bændur hafa lýst sig f úsa til að leggja land undir skógrækt. Þar liggur hlutur ríkisins eftir. Allt þetta eiga þeir að vita, sem eru að grauta í opinberum málum. Sá áróður, sem ýmsir reka gegn bændastétt- inni og sveitafólki, - vonandi frem- ur af vanþekkingu en gegn betri vitund, - er ekki einasta ósann- gjarn og ódrengilegur, heldur og beinlínis þjóðhættulegur. Að ala á ríg milli dreifbýlis og þéttbýlis er óþurftarverk. __________________ -mhg í DAG er 1. desember, fimmtudagur í sjöttu viku vetrar, ellefti dagur ýlis, 336. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.46 en sest kl. 15.47. Tunglhálftog minnkandi. VIÐBURÐIR Fullveldisdagurinn- ísland fullvalda ríki 1918. Elegíus- messa. Fæddur Eggert Ólafsson 1726. Fæddur Halldór Stefáns- son rithöfundur 1892. Hreyfingin Þjóðareining gegn her í landi stofnuð 1953. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Allsherjarverkfalliðtókst vel. 80% verkamanna lögðu niður vinnu. Franska stjórnin breiðirút rangar fréttir um verkfallið. Fjölgað um 50 manns í atvinnu- bótavinnunni. Stúdentafélag Reykjavíkur skorar á alla félagsmenn sína, eldri sem yngri, að fjölmenna í skrúðgöngu stúdenta í dag og fylkja sér um önnur hátíðahöld Stúdentaráðs Háskólans ítilefni af fullveldisafmælinu. UM UTVARP & SJONVARP § Rás tvö fimm ára Rás 2, kl. 9.03 í dag eru 5 ár liðin frá því að Rás tvö tók til starfa. Verður þessara tímamóta minnst í dag með margvíslegum hætti og dag- skrá Rásarinnar með öðru sniði en venja er til. - Margir fyrrver- andi dagskrárgerðarmenn líta inn og rifja upp gamlar og góðar minningar og brugðið verður upp brotum úr dagskrám frá liðnum árum. Leikin verða vinsælustu lög þessara ára og fjöldi tónlistar- manna og hljómsveita leikur í beinni útsendingu. Má þar nefna Bítlavinafélagið, Bjartmar Guð- laugsson, Bubba og Megas, Centaur, Geira Sæm., Herdísi og gullfiskana, Kamarorghesta, Síð- an skein sól, Svarthvítan draum og Valgeir Guðjónsson. Það var kl. 10 árdegis þann 1. des. 1983 sem útsendingar Rásar tvö hófust úr útvarpshúsinu við Efstaleiti með ávarpi þáverandi útvarpsstjóra, Andrésar Björns- sonar. í fyrstu var aðeins sent út 6 klst, á dag, auk næturútvarps um helgar. Hélst svo framanaf árinu 1984 en smám saman tognaði úr útsendingartímanum og í árslok 1984 var dagskráin orðin 45 klst á viku. Nú sendir Rásin út allan sólarhringinn. - Forstöðumaður Rásar tvö fyrstu árin var Þorgeir Ástvaldsson og voru fastir starfs- menn í upphafi 4, auk lausráð- inna dagskrárgerðarmanna. Með auknum útsendingartíma og um- svifum í dagskránni fjölgaði dag- skrárgerðarmönnum. Til Rásar tvö var stofnað sem tónlistarútvarps í beinni útsend- ingu. Framanaf var það líka svo í öllum meginatriðum, þótt fjöl- breytni hafi smám saman aukist. Þannig var tekinn upp frétta- flutningur 1. apríl 1985 og 1986 voru á dagskránni framhalds- leikrit, barnaefni, íþróttir, spurn- ingaleikir og viðtalsþættir auk þess sem tekið var upp samstarf við deild Ríkisútvarpsins á Akur- eyri. í mars 1987 hófst sólar- hrings útvarp á Rás 2 og síðar sama ár, eða í okt., tók Dægur- máladeild til starfa. Þjóð- minningar- dagur Rás 1, kl. 23.10 Ríkisútvarpið minnist 70 ára fullveldis með dagskrárlið í kvöld, sem nefnist: „1. des. - Þjóðminningardagur í 70 ár“. - Flutt verða valin atriði úr hljóð- bandasafni Útvarpsins, sem snerta 1. des. fyrri ára. Þeirra á meðal eru: Samkoma í Stúdent- afélagi Reykjavíkur 1958, brot úr viðtali við Þorstein M. Jónsson, sem sæti átti í Sambandslaga- nefndinni 1918 og kafli úr ræðu dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrver- andi forseta fslands, á hátíðars- amkomu 1968. Rætt verður við Svein Andra Sveinsson, formann Stúdentaráðs, um hátíðahöld stú- denta á fullveldisdaginn fyrr og síðar og við forseta íslands, Vig- dísi Finnbogadóttur, um þýðingu og gildi þjóðminningardaga. -mhg Með tilkomu nýrra útvarps- stöðva, sem beindu sjónum sín- um fyrst og fremst að íbúum á suðvesturhorni landsins og stöku þéttbýliskjörnum úti á lands- byggðinni gjörbreyttist staða Rásar tvö. í stað þess að bregðast við samkeppninni með kúvend- ingu í dagskrárstefnu í von um skyndivinsældir, var valin sú leið, að styrkja innviðina og bæta dagskrána smám saman. Síðustu hlustendakannanir benda til þess, að uppbyggingarstarfið hafi borið góðan árangur og að Rás 2 hafi endurheimt stöðu sína sem vinsælasta útvarpsrás allra lands- manna. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Hvað segirðuT Já, og ef við um Mars? Þar erum við lausir við mengunina hérna. förum strax getum við numið land og haldið öðrum í burtu. Alltílagi. Förum þá tií Mars. Kláraðu að pakka niður. Ég næ í kerruna. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmudagur 1. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.