Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 7
Óaðskiljanleg. „Þegar Yoko birtist lá beinast við að kveðja strákana og hætta að leika fótbolta," sagði Lennon. The Beatles áður en Ringo Starr kom til sögunnar. Á þessum tíma barði Pete Best trommurnar. Aðal kosturinn við hann var að mamma hans átti klúbb í Liverpool, þar sem þeir gátu troðið upp. Draumurmn er búinn Pann 8. desember eru 8 ár liðinfráþvíJohn Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt. Nýtt Helgarblað gluggar í myndaannál um ævi hans, bók sem kom út á sama tíma og ný heimildarmynd um œvi meistarans keyrði upp að Dakota-húsinu að kvöldi 8. desember 1980. Þau voru að koma f rá upptökum ann- arrar sólóplötu þeirra frá því í ág- úst sama ár. Lennon hafði ekki gert plötu í fimm ár, hann var fer- tugur, hamingjusamureiginmað- ur og faðir sem naut þessa að gera plötu eftir langt hlé. Þegar þau labba upp að byggingunni kveða við 5 skothvellir. John Lennon blæddi út í lögreglubíl á leiðinni á sjúkrahús, draumurinn var búinn og margir héldu að þessi umdeilda persóna hefði yfirgefið heiminn fyrir fullt og fast. En erþaðsvo? Nú eru hafnar sýningar á mynd um ævi þessa merka tónlistar- manns sem var elskaður og dáður en gat með einni setningu fengið þúsundir ungmenna í Bandaríkj- unum til að þeysa út á götu til að kveikjaíbítlaplötum. „The Beat- les eru vinsælli en Jesús Kristur hjá ungu fólki í dag,“ og allt fór á annan endann. í bók sem er gefin út samhliða heimildarmyndinni, er ævi Lennons rakin í myndum. Hér og þar eru síðan tilvitnanir í hann og hans nánustu, Yoko, Sean og Julian. „Draumurinn er búinn, í gær óf ég drauma, en nú hef ég endur- fæðst. Ég var rostungurinn (The Walrus, vísun í bítlatexta), en núna er ég John. Og þess vegna, kæru vinir, verðið þið bara að halda áfram einir.“ Þetta sagði John árið 1970. - „Fyrir mér var hann bara faðir. Ég naut þess að vera með honum. Jafnvel þó við gerðum ekkert annað en að stara á vegg...þá var nærvera hans allt sem ég þurfti.“ Sean. Á einum stað segir Lennon að fyrsta árið eftir að hann hætti í tónlist og sneri sér að uppeldi sonar síns, hafi hann stöðugt haft það á tilfinningunni að hann ætti Yoko var þekkt í New York sem avant-garde listamaður áður en hún hitti Lennon. Hér er hún að kvikmynda „800 afturenda," mynd sem olli mikilli hneykslan. Karlmaðurinn á myndinni er fyrri eiginmaður Yoko, Tony Cox. að vera að gera eitthvað, semja tónlist. Hann varð stressaður af því hann átti ekki lög á vinsælda- listum, af því hann lét ekki sjá sig í Studio 54 (frægu diskóteki í New York) með Mick Jagger og Bi- öncu. Þetta hefði nánast verið Lennon kom fram í sjónvarpsþætti í Bretlandi 1975 til heiðurs leikhús- manninum Sir Lew Grade. Þetta var í síðasta skipti sem hann tróð upp opinberlega. eins og að vera ekki lengur til. En nærvera barnsins hafi síðan eytt þessum tilfinningum og hann hafi séð að það var hægt að komast af án alls þessa, - að það var líf eftir dauðann. Yoko hefur þetta að segja um samferðamann sinn: „Hann var eiginmaður minn. Hann var elsk- hugi minn. Hann var vinur minn. Hann var félagi minn. Og hann var hermaður sem barðist við hliðina á mér.“ Það var gjarnan sagt að Lenn- on væri „klári gæinn“ í The Beat- les. Hann komst oft skemmtilega að orði og ólíkt mörgum öðrum í þessum bransa, hafði hann stund- um eitthvað að segja. Nú þegar Goldman ætlar að græða á því að segja heiminum frá því hvers konar skíthæll Lennon hafi verið; dópisti, egóisti, hræddur við að fitna, hömmi...og fleira, snýr Lennon til mannheima að hand- an og segir ævisögu sína sjálfur. Kvikmyndagerðarmaðurinn Yoko var nefnilega stöðugt með myndavélina í gangi og slíkt magn var til af bæði mynd- og hljóðupptökum þar sem Lennon talar um líf sitt og tilveruna alla, Hér er bítlagoðið sex ára í skóla- búningi. Þegar hann var 12 ára segist hann hafa vitað að hann ætti eftir að verða heimsfrægur, - fyrir eitthvað. að það var mögulegt að klippa efnið þannig saman að hann gæti sagt sögu sína sjálfur. Ekki það að myndin hafi verið hugsuð sem andsvar við sögu Goldmans. Gerð hennar var haf- in áður en bók hans kom út. En flest það sem Goldman segir um Lennon og felur í sér sannleikskorn, er bara ekkert nýtt. Það vissu allir sem vildu af sukkpartíum The Beatles, að bakvið glassúrinn var önnur mynd. Það vissu allir að Lennon tók inn helling af dópi, það vissu allir að hann hélt fram hjá fyrri konu sinni, það vissu allir að hann var á 18 mánaða fylliríi í Los Angeles. Og auðvitað má draga saman allt neikvætt í ævi hvers sem er og mála upp skrímsli. En hverjum þjónar það? Lennon var enginn engill og það gaf hann heldur aldrei til kynna sjálfur. En það sem hann gerði var, að hann miðlaði mjög sérstakri lífsreynslu af einlægni til þeirra sem vildu hlusta. Það er kannski líka hans stærsti feill og veikleiki? Töff gæjar dánsa ekki, eða hvað? Bókin „Imagine John Lennon“ endar á skilgreiningu hans á eigin hlutverki. Endum þennan pistil á þeim orðum: „Hlutverk mitt í þjóðfélaginu, og hlutverk hvaða listamanns eða skálds sem er, er að reyna að tjá hvernig okkur öllum líður. Ekki að segja fólki hvernig því á að líða. Ekki það að vera prédikari, eða leiðtogi, heldur það að endurspegla okkur Föstudagur 2. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.