Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 9
•• FOSTUDAGSFRETTIR jrmm jm u Vdtingcihús a jC m m ■■ B Osvifin framkoma við gjaldþrot GunnarÁrnason og VilhjálmurÁstráðsson hafa leikiðþann leik að gera veitingahús gjaldþrota og borga hvorki laun né orlof. Sama dag og veitingahúsið Evrópa varð gjaldþrota stofnuðu þeirfyrirtœki um rekstur dansstaðar ísama húsi undir öðru nafni Osvífni, það er eina orðið yfir framkomu þessara manna, sagði starfsmaður sem unnið hef- ur á veitingahúsunum sem rekin hafa verið að Borgartúni 26 undir Vaxtalækkunin Aðstæður rétt metnar - Mér lýst heldur vel á þessa lækkun og tel að bankarnir hafi nú brugðist við og metið aðstæð- urnar rétt. Þetta er geysimikil lækkun nafnvaxta frá því í sumar, segir Jón Sigurðsson við- skiptaráðherrra um þá lækkun vaxta sem tók gildi í gær og boð- aða lækkun þann 11. desember. - Það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna jafn lágar tölur yfir nafnvexti. Raunvext- irnir eru nú orðinir 3% lægri en þeir voru hæstir á þessu ári. Við erum að fikra okkur niður vaxta- stigann og þar skiptir mestu um framhaldið að fjármálaráðherra takist að sannfæra bæði bankana og lífeyrissjóðina um fjármála- stefnu stjórnarinnar. Að nkið muni ekki gera kröfur um það mikla skuldabréfasölu spariskír- teina ríkissjóðs á næsta ári, að það sé raunhæft að ná vaxtastig- inu enn neðar. Þetta er frumskil- yrði þess að vaxtastefnan lukkist, segir viðskiptaráðherra. -hmp. Menntamálaráðherra Útvaips- rað úrett Utvarpsráð er úrelt í núverandi mynd og þarf að breyta um það reglum, segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Að sögn Svavars er nefnd sem hann skipaði í haust undir for- mennsku Ögmundar Jónassonar um málefni ríkisútvarpsins ætlað að skila af sér á föstudag. Ráð- herra hyggst hinsvegar fela nefndinni frekari verkefni, og er meðal þeirra að athuga skipan út- varpsráðs og útvarpsréttarnefnd- ar. Þá hefur Svavar beðið leiklist- arráð um breytingartillögur við leiklistarlög og lög um Þjóð- leikhúsið. Ráðið hafi að sjálf- sögðu frjálsar hendur, - fyrir sér sé þó augljóst að núverandi Þjóðleikhúsráð verði lagt niður, það sé fráleitt að fulltrúar kjörnir af þingflokkunum sitji þar og stjórni meðal annars verkefna- vali. -m ýmsum nöfnum. Gunnar Árna- son og Vilhjálmur Ástráðsson ráku þar lengi saman stað sem bar nafnið Evrópa. í haust var það fyrirtæki lýst gjaldþrota, og stofnuðu þeir þá annað fyrirtæki og héldu áfram dansleikjahaldi í húsinu. Fjöldi fólks hefur haft sam- band við okkur til að leita réttar síns. Þetta fólk á inni hjá þeim laun, sumir á bilinu 150-200 þús- und, þá er talið með orlof sem greiða átti í sumar, sagði Sigurð- ur Guðmundsson formaður Fé- lags starfsfólks í veitingarhúsum. - Þegar við ætluðum að sækja- launin okkar í haust, var okkur sagt að fyrirtækið væri farið á hausinn og að við myndum fá launin frá ríkinu eftir tvo mánuði. Okkur var líka sagt að þar sem þeir væru búnir að stofna nýtt fyr- irtæki gætum við unnið áfram hjá þeim, sagði starfsmaðurinn, og bætti við að hann hefði haldið áfram því ekki hefði verið gott að fá aðra vinnu. Þegar kom að því að greiða átti launin var fyrirtæk- inu lokað, vegna vangoldins sölu- skatts. - Við höfum ekkert séð af okt- óberlaununum og höfum reyndar heyrt að það standi ekki til að greiða okkur þau, sagði starfs- maðurinn. í haust þegar tilkynnt var um gjaldþrot Evrópu mátti einnig sjá í sama tölublaði Lögbirtinga- blaðsins auglýsingu um að þeir Vilhjálmur og Gunnar hefðu *• Jgpes rokktóniiM. MPdri kr. Ó00,- Jmta 900,. ■Rrskurstaður Skunnendaí ti 22.00-03.09. Wr Itr I IVVUIiiM Lágmarksaidur 20 ár Kr. 600, Evrópu og Zeppelin hefurverið lokað vegna vanskila en Vil- hjálmurÁstráðsson, annareigendaEvr- ópu, stofnaði skemmtistaðinnQá sama stað og Evrópa var áður. Hann rekur einnig veitingastaðinn Casablanca. Félag starfsfólks í veitinga- húsum hefurfengið margarkvartanir vegna vangoldinna launa þeirra sem hafa rekiðþessastaði. stofnað nýtt fyrirtæki til reksturs skemmtistaða. Gunnar og Vilhjálmur ráku sinn staðinn hvor í Borgartúninu eftir að Evrópu-ævintýrinu lauk. Gunnar sá um Zeppelin sem var lokað vegna vangoldins sölu- skatts. Vilhjálmur rekur hins vegar áfram skemmtistað í hús- inu undir nafninu Q og einnig rekur hann skemmtistaðinn Cas- ablanca við Skúlagötu. -sg Afengismálið Akvöröun um Magnús í dag Nýr hæstaréttardómari verður settur í stað Magnúsar. Halldór Ásgrímsson dómsmála- ráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórnarfund tillögu til fors- eta Islands þess efnis að Magnúsi Thoroddsen yrði vikið frá tíma- bundið sem hæstaréttardómara. Er búist við að Vigdís Finnboga- dóttir forseti taki afstöðu til til- ögunnar í dag og fallist hún á er- indi hennar verður Magnúsi taf- arlaust vikið frá sem dómara við Hæstarétt. Sagði Halldór að enn hefði ekki verið tckin ákvörðun um með hvaða hætti Magnús yrði sóttur til saka fyrir dómi, þ.e. í hvaða lagagreinar yrði vísað, en það væri i undirbúningi og kæmi fram næstu daga. Halldór Ásgrímsson sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um eftirmann Magnús- ar sem dómara við Hæstarétt, en hann myndi setja dómara um stundarsakir í stað Magnúsar. Ekki hefði unnist tími til að fjalla um hver það yrði. Þá hefði emb- ætti hæstaréttardómará verið auglýst til umsóknar fyrir nokkru, þar sem Guðmundur Skaftason léti af störfum um ára- mót. Umsóknartími væri útrunn- inn og nýr dómari yrði skipaður á næstu dögum. í lögum eru ákvæði þess efnis að hafi hæstaréttardómari náð 65 ára aldri og óski þess að láta af störfum, haldi hann fullum launum. Fyrir nokkrum árum var gerð breyting á lögunum um líf- eyrisréttindi hæstaréttardómara, en þeir nutu þá fullra launa auk lífeyris, og lífeyrisgreiðslur til þeirra þá felldar niður. Þótti óeðlilegt að hæstaréttardómarar hækkuðu í launum þegar þeir létu af störfum. Halldór sagði að þessi 65 ára regla gilti ekki um Magn- ús, en sér væri ókunnugt um hvað yrði um „eftirlaun" Magnúsar. Það virðist því vera opinn mögu- leiki að þar sem hæstaréttardóm- arar njóta ekki lífeyrisréttinda og 65 ára reglan nær ekki til Mágn- úsar, að hann fái engin eftirlaun. Má þá segja að það fari að verða dýrkeypt brennivínið. phh Sjálfstœðið Verði kennt í skólunum Menntamálaráðherra hefur farið þess á leit við skólafólk í tilefni af 70 ára fullvcldi þjóðar- innar sem haldið var hátíðlegt í gær 1. desember, að framvegis verði sjálfstæðisbaráttu íslend- inga helgaður fastur þáttur í starfi skólanna í kringum 1. des- ember ár hvert. í bréti frá ráðherra segir að með því að gera umræðu um sjálfstæðisbaráttuna að föstum lið í skólastarfinu í tengslum við fullveldisdaginn, fái nemendur enn betra tækifæri en nú er til að kynna sér þennan merka kafla í íslandssögunni. Af fimm börnum og unglingum sem Þjóðviljinn spurði á baksíðu í gær um hvað væri svo merkilegt við 1. desember, vissi aðeins einn um fullveldið. Áðrir nefndu lýð- veldi, eitthvað í sambandi við jól- in, en fyrst og fremst að þá væri frí í skólanum. -lg- VArV • Ármúla3-108 Reykjavík - Sími91 -680988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.