Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 13
Hrafn í veröld kvenna Nýtega birtist viðtal við Hrafn Gunnlaugsson í sænska kvenna- blaðinu Damernas varld þar sem hann m.a. lýsir því yfir að hann ætli að segja upp starfi sínu sem dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárgerðar hjá Sjónvarpinu áður en hann snúi sér aftur að gerð langrar leikinnar kvikmynd- ar, sem sennilegast muni fjalla um lífið á íslandi í dag. Hann virðist því búinn að fá sig fullsaddan á þorskvestrunum í bili. Annars fjallar viðtalið mest um jakkann hans, saumaðan af vin- konu hans, sem er fatahönnuður og verslunareigandi í Reykjavík og um stefnumót Hrafns við Jacqueline Picasso. „Við dönsuðum f hrauninu,“ segir hann. Síðan upplýsir hann lesendur veraldar kvenna um veröld Jacqueline í sambúðinni við Picasso og endar þá frásögn á því að segja að hún hafi verið fyr- irmyndin að góðu móðurinni í kvikmyndinni I skugga hrafnsins. Hann ræðir einnig um systur sína Tinnu og segist eitt sinn hafa heitið sér því að nota aldrei skyld- menni í kvikmyndum sínum en nú sé hann orðinn fullorðinn og frjáls þannig að þau Tinna séu félagar. Ljúkum þessu með því að vitna í lýsingu Hrafns á sjálfum sér sem leikstjóra: „Hershöfðingi. Upptaka kvik- myndar er ekkert sumarfrí. Hún er hreinasta kvalræði, sérstak- lega vegna veðursins á íslandi. En skemmtilegt kvalræði.“ -Sáf „Silkihúfurnar“ bur Ekki sér enn fyrir átökin á fréttastofu Stöðvar 2, eftir að Páll Magnússon fréttastjóri vék Ómari Valdimarssyni frá störfum. Starfsfélagar Ómars eru mjög ósáttir við þessa uppákomu og hefur álit þeirra á fréttastjóranum síst batnað eftir þetta. Ástæðan fyrir þessum deilum er sögð fyrst og fremst sú, að Páll sjá- ist lítið á fréttastofunni nema rétt undir kvöld þegar hann kemur til að lesa fréttirnar. Fréttamenn stjórni því sjálfir meira og minna fréttasto- funni. Þegar stjórn fyrirtækis- ins boðaði sparnaðaraðgerðir uppá 30% í síðustu viku, fannst mörgum að réttast væri að skera niður „silkihúf- urnar". Þetta umtal var meira en fréttastjórinn gat sætt sig við og því fór sem fór.B Helgi Pé gekk út En það eru fleiri sem hafa deilt við fréttastjórann síðustu vikur, en fréttamennirnir. Helgi Pétursson sem hefur haft umsjón með fréttaaukan- um í 19.19, deildi einnig harkalega við Pál um stjórnun og starfshætti og lauk þeim deilum á þann veg að Helgi rauk á dyr og sagðist ekki koma nálægt þessu lengur. Sagan segir að Jóni Óttari sjónvarpsstjóra hafi brugðið illilega þegar hann frétti af þessari uppákomu, og hafi rokið út á eftir Helga. Eftir nokkrar fortölur féllst Helgi á að koma aftur, gegn því að hann ætti ekkert undir Pál Magnússon að sækja. Sú varð niðurstaðan og nú mun Helgi ásamt Valgerði Matthí- asdóttur sinna sjálfstæðum mannlífsþáttum um helgar strax að loknum fréttum frá fréttastofu Páls.B Endalok ráðherra- brennivinsins Hæstaréttarbrennivínið, sem útvarpið kallar kurteis- lega „áfengiskaupamálið" hefur meðal annars vakið upp hugleiðingar um vínkaup ráðamanna fyrr á tímum. Sagt er til dæmis að ráðherrar hafi margir notfært sér hiklaust rétt sinn til áfengiskaupa á framleiðsluverði, sumir til að geyma til mögru áranna, aðrir til að senda höfðingjum heim í héraði. Þessi einkakaup ráð- herranna tíðkuðust allt til árs- ins 1971 þega_r vinstristjórnin undir forystu Ólafs Jóhann- essonar tók við. Upphaf rétt- indaafnámsins var með þeim hætti að Magnúsi Kjart- anssyni berst mjög áríðandi umslag heim til sín rétt eftir að hann er orðinn ráðherra. Þeg- ar Magnús tekur upp bréfið sér hann þar verðlista frá ÁTVR með ábendingum um hin nýju forréttindi sín. Magn- ús brást ókvæða við, og á næsta ríkisstjórnarfundi afsal- aði hann sér þessum rétti. Urðu þá aðrir ráðherrar að fylgja í kjölfarið, og fylgir sögu að ekki hafi þeir verið allir jafn glaðir. Síðan hafa ráðherrar að- eins getað pantað ódýrt vín til opinberra þarfa. ■ GULLVÆGAR BÆ fyrir sál og líkama Himinn og hel Undur lifsins eftir dauðann Emanuel Swedenborg Sveinn Ólafsson þýddi Swedenborg lýsir lífi í öðrum heimi Skýrt er andlegt eðli umhverfis og grundvallarlögmdl andlegs lífsveruleika sem og alvaldsstjórn Drottins. Nýtt inntak birtist í trúarskýringum hans sem hann segir gefið af Drottni. KUR Erik Bostrup Ólafur Halldórsson liffræðingur þýddi Efnisatriði bókarinnar eru í stafrófsröð. Bókin fjallar skipulega um einstaka sjúkdóma eftir eðli þeirra eða staðsetningu. Þetta auðveld- ar leit að svörum við spurningum og gerir þann fróðleik sem bókin hefur að geyma vel aðgengilegan með & íí.' -5 Undirheimar isienskra stjórnmála Reyfarakenndur sannleikur um pólitisk vigaferli Porleifur Friðriksson Bókin lýsir einstæðum pólitískum átökum eftir byltingu Hannibals í Alþýðu- flokknum 1952. Launráð voru brugguð og þvingunum beitt gegn hinum ógnvænlega „hannibalisma". ORN OG ORLYGUR SIÐUMULA 11, SIMI 8 48 66 Lækninga handbókin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.