Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 18
„Ég fékk snemma tilfinningu fyrir breytingum á daglegu lífi manna. Á æskuárum mínum voru útvarp, sími, ljósmyndavél- ar og kæliskápar aö breiðast út meðal almennings. Pað var enn- þá til gaslampi á heimili foreldra minna, sem við notuðum þegar rafmagnið bilaði, og við höfðum hvorki bíl né síma, en ýmsir vinir okkar voru þegar búnir að fá sér þessi tæki. Þannig hafði ég fyrir augum breytingar sem tilheyra „langri tímabylgjulengd“ í sög- unni en sagnfræðingar voru þó ekki vanir að fjalla um. Þetta var fyrsta kveikjan að áhuga mínum á sagnfræði, en við hana bættist síðan lestur sögulegra skáld- sagna, einkum verka Walters Scotts, og áhrif frá mjög góðum menntaskólakennara. Hann hét Henri Michel og tók síðar þátt í andspyrnuhreyfingunni og sér- hæfði sig í sögu hennar og heimsstyrjaldarinnar síðari. Fræðistörf hans voru mjög í hefð- bundnum anda, en hann var frá- bær kennari. Síðan voru það atburðirnir sem gerðust í kringum mig. Ég ólst upp í Toulon, sem þá var brúar- sporður Frakka yfir í nýlendu- veldið: það hefði mátt kalla hana „borg nýlendustefnunnar“. Her- inn var alls staðar, bæði landher og sjóher, en þótt yfirmennirnir væru Frakkar var stór hluti her- manna Afríkubúar og Asíu- menn: voru hinir fyrrnefndu kall- aðir „Senegalar“ og hinir síðar- nefndu „Annamítar", og hafði ég fyrir augunum andstyggð kyn- þáttahatursins. Árið 1936, þegar ég var tólf ára, komst Alþýðu- fylkingin til valda í Frakklandi og fékk ég strax þá tilfinningu að þarna hefðu orðið mikilvæg um- skipti: þetta var nefnilega í fyrsta skipti sem vinstri menn voru raunverulega í stjórn í landinu. Áður höfðu aðeins verið við völd vinstri miðflokkastjórnir, sem fylgdu kannski vinstri stefnu í trúmaálum en hægri stefnu á öllum öðrum sviðum. Þessir at- burðir höfðu djúpstæð áhrif á mig: sjónarspil nýlendustefnunn- ar annars vegar og Alþýðufylk- ingin hins vegar kveiktu með mér mikla löngun eftir þjóðfélagsrétt- læti, og ég vildi reyna að skilja gang sögunnar. Heimsstyrjöldin setti síðan sín spor, því að það var mikil reynsla að veja sextán ára á þessum tíma. Ég var í deild í andspyrnu- hreyfingunni sem tók á móti vopnum og lyfjum sem kastað var niður í fallhlífum og kom þeim síðan áfram til þeirra sem börð- ust, en sjálfur tók ég ekki þátt í bardögum. En á þessum árum var köllun mín þegar ráðin, og þótt ég yrði síðar fyrir miklum áhrifum af „Annála-hreyfing- unni“ í sagnfræði komu þau áhrif ofan í mína eigin lifandi reynslu. Þegar ég las bækur um mann- fræði, vissi ég þegar, að þetta var sú aðferð sem ég vildi beita í sagnfræðinni: ég vildi skapa „sögulega mannfræði“. Nú er þetta hugtak orðið vel þekkt.“ Hugarfarssagan Þannig sagðist franska miðaldafræðingnum Jacques Le Goff, þegar hann kom hingað til lands um miðjan október til að flytja fyrirlestur við háskólann og blaðamaður Þjóðviljans spurði hann um ræturnar að sagnfræð- istörfum hans og um atvikin að því hvers vegna hann lagði stund á þau fræði. Ásamt Georges Duby, sem einnig hefur komið til Jacques Le Goff fyrir utan Odda. íslands, er Jacques Le Goff tví- mælalaust þekktasti miðalda- fræðingur Frakklands og einn af forsprökkum nýrrar stefnu í franskri sagnfræði. Hann vakti fyrst athygli fyrir bók sína um „Menntamenn á miðöldum“ 1957, en víðfrægur varð hann síð- an fyrir hið mikla rit sitt um „Menningu Vesturlanda á mið- öldum“, sem birtist fyrst 1964 en hefur komið út í fjölmörgum út- gáfum síðan og verið þýdd á ýmis tungumál. í því þótti einkum ný- stárlegur kafli um „hugarfar, til- finningar og viðhorf" miðalda- manna, sem átti sinn þátt í að franskir sagnfræðingar fóru síðan að gefa hugarfarssögu mun meiri gaum en þeir höfðu gert um langt skeið og gerðust brautryðjendur á því sviði. Hefur Jacques Le Goff jafnan verið í fararbroddi í þeirri hreyfingu og haft mikil áhrif á vinnubrögð í þeim fræðum með margvíslegum greinum sín- um, m.a. ritgerð um hugarfars- sögu, ogritverkinu um „Uppruna hreinsunareldsins“ 1981, þar sem hann rekur þær þreytingar sem urðu á hugarfari miðaldamanna og viðhorfum í þann mund sem þeir fóru að ímynda sér þrjá dval- arstaði eftir dauðann í staðinn fyrir þá tvo staði, himnaríki og helvíti, sem kristnin hafði einum gert ráð fyrir frá upphafi. í síð- asta verki sínu sem nefnist „Pen- ingana eða lífið“ tekur hann svo til nánari umfjöllunar þau áhrif sem hugmyndir um hreinsun af syndum í hreinsunareldinum höfðu á viðhorf manna til fjár- mála og okurs. Annála- hreyfingin Þar sem franskir sagnfræðingar hafa vakið talsverða athygli víða um lönd undanfarin ár, ekki að- eins fyrir verk sín og vinnubrögð í rannsóknum heldur líka fyrir ým- iss konar kúvendingar, sem ber- gmál hefur borist af, þótti blaða- manninum forvitnilegt að spyrja Jacques Le Goff um þetta síðasta atriði. „Það hefur ekki orðið nema ein stór bylting í sagnfræðirann- sóknum: það var sú bylting sem varð í kringum tímaritið „Ann- ála“ á árunum 1929-1939. Hún var fólgin í því að tengja saman sagnfræði og aðrar greinar hug- vísinda og taka upp aðferðir þeirra í sögurannsóknum. Menn höfðu reyndar áður tengt saman sögu og landafræði, og var því mikilvægasta nýjungin sú að beita viðhorfum og aðferðum fé- lagsfræðinnar í sögu. Eftir heimsstyrjöldina breiddust hug- BEINT VEGASAMBAND W EVRÓPU Stöðugt fleiri hafa komist að því hve ánægjulegur ferðamáti það er að sigla og hve þægilegt og hagkvæmt það er að ferðast á eigin bíl í útlöndum. Eins og fyrr mun glæsiskipið NORRÖNA veita íslendingum þá þjónustu, sem felst í reglubundnum ferjusiglingum milli íslands og annarra landa, með vikulegum brottförum alla fimmtudaga frá Seyðisfirði sumarið 1989. Verðið svíkur engan, t. a. m. kostar það 4ra manna fjölskyldu aðeins 91.680,- kr. að sigla til Danmerkur og heim frá Noregi í þægilegum 4ra manna klefa og með fjölskyldubílinn með. Og athugið, þetta er verðið á dýrasta siglingartímabili, utan þess er verðið enn lægra. Við viljum einnig nota tækifærið og kynna nýja umboðsskrifstofu NORRÖNA á íslandi: NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN, Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362. Leitið nánari upplýsinga þar eða hjá AUSTFAR hf., Seyðisfirði, sími 97-21111. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - SMYRIL LINE AUSTFAR HF. ISLAND 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐI Föstudagur 2. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.