Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 22
Hverjir eiga að skrifa tónlist- argagnrýni - og fyrir hverja? Á sunnudaginn var í Morgun- blaðinu stuttur pistill eftir Kristínu Marju Baldursdóttur um það hverjireigi að skrifa tónl- istargagnrýni. Hún bar upp spurninguna við fjóra tónlistar- menn: Guðmund Emilsson, Gunnar Egilson, Hjálmar H. Ragnarsson og Sieglinde Kah- mann. Mig langar til að ræða þetta of- urlítið. Það verða þó aðeins laus- legar hugleiðingar. Allt sagt með fyrirvara og sjálfsagt að endur- skoða hvern punkt síðar við nán- ari umhugsun. í upphafi greinar- innar í Morgunblaðinu segir svo: „Gagnrýni um tónleika eða tónl- istarviðburði hefur til þessa verið skrifuð af tónskáldum eða tón- listarmönnum í íslenskum blöð- um“. Þetta er nú ekki alveg rétt. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur ritaði um árabil gagnrýni í Helgarpóstinn. Þá hefur Sigurð- ur Þór Guðjónsson, sem er leik- maður í músik og öllu öðru, krít- iserað baki brotnu í nokkur ár. Fyrst í Alþýðublaðinu, þá í Hel- garpóstinum og loks í Þjóðviljan- um. Samt virðist Sigurður ekki þarna talinn með. Er það næsta undarlegt því maðurinn er hávær svo heyrist í honum víða vega. Undirritaður þekkir þó Sigurð nógu vel til að fullyrða að hann kippir sér nú ekki mikið upp við svona gleymsku enda annálaður fyrir geðprýði og ljúfmennsku. Gagnrýnandi Þjóðviljans vill til hægðarauka skipta tónlistar- gagnrýni í tvo flokka sem þó skarast á ýmsa vegu. í fyrsta lagi er til fyrirbæri sem heitir tónvís- indi (músikológía) og fæst við all- ar hliðar tónlistar þ.á m. músik- sögu og hina eðlisfræðilegu hlið hennar. Sérmenntaðir vísinda- menn ættu allajafna að sjá um slík skrif er birtast oftasf í bókum og fagtímaritum. í öðrú lagi eru svo umsagnir í dagblöðúm um tónleika. En þær eru einmitt það sem við köllum tónlistargagnrýni í daglegu tali. Að mínum dómi ættu skólagengnir sérfræðingar ekki ávallt að vinna það verk. Sérfræðin hefur að vísu sigrað heiminn. Sú þróun er ef til vill SIGURÐURÞÓR GUÐJÓNSSON óhjákvæmileg í vísindunum þó jafnvel þar geti hún farið út í öf- gar. En venjulega viljum við að fagmenn fjalli um hinar ýmsu fræði- og vísindagreinar til að ekki séiarið með rugl. Læknirinn skrifar uxn læknisverk, lögfræðin- gurinn úm tögfræðileg mál, verk- fræðinguSpn um sitt viðfang- sefni. Þetta stafar af því að vísind- in eru svo flókinn sérheimur að ekki er yfirleitt á annarra færi en sérfræðinga að tileinka sér eðli þeirra og starfsaðferðir. En listin er ekki fræði og vísindi fyrst og fremst. Til þess að skapa lista- verk þarf reyndar áunna þekk- ingu og tækni er heyrir listg- reininni til auk hæfileika. En það er alls ekki nauðsynlegt að vera sérmenntaður í listum til að meta listaverkið. Hver er fær um að dæma hvort skáldsaga er góð eða vond? Er það endilega bók- menntafræðingurinn? Því ekki alveg eins hinn vandláti lesandi? Og myndlist og tónlist? Hvað eru margir á sinfóníutónleikum sem kunna eitthvað fyrir sér í tónf- ræðum? Geta þeir einir dæmt um flutninginn? Það er hreinasta fjarstæða. Verða menn að vera kokkar til að hafa vit á góðum mat? Bílasmiðir til að hafa vit á bílum? Arkitektar til að hafa vit á húsum? Það er misskilningur að bestu dómarar um listir séu óhjá- kvæmilega fræðimenn í viðkom- andi listgrein. Vegna þess að feg- urðarskynið, eðlisávísun manna á fagurt og ljótt, gott eða slæmt í listinni er almenn mannleg- til- finning. Eins og skilningurinn á ástinni og á hinu góða og sanna. Að sjálfsögðu er fólk misnæmt að þessu leyti. Og smekkurinn þroskast við ástundun. Skóla- menntun Hist eða listfræðum er engin trygging ein sér fyrir góð- um listasmekk. Þess vegna eru bestu listgagnrýnendurnir ef til vill, þegar öllu er á botninn hvolft, venjulegt fólk sem lifir og hrærist af áhuga í heimi listarinn- ar. Ég get því ekki fallist á skoðun Guðmundar Emilssonar að tón- listarmenn séu öðrum hæfari til að skrifa blaðagagnrýni. Ég tek aftur á móti undir með Hjálmari H. Ragnarssyni sem er meinilla við fullkomna sérfræðinga sem setjast í dómarasæti. Spreng- lærðir listfræðingar eru reyndar furðu oft einhverjir mestu leiðindapúkar sem þrífast á jörð- unni. Iðulega nota þeir svo stirð- busalegt orðalag og háfleyg hugt- ök að þau eru öllum óskiljanleg nema þeim sjálfum. Hvernig er ekki með bókmenntafræðing- ana? Til dæmis þau ósköp sem stundum má lesa í Tímariti Máls og menningar. Þvílíkt torf. Því- líkt stílleysi og klúður! Þvílík til- gerð og ankannaháttur! En þetta þykir fínt í vissum gáfumanna- klíkum þar sem lærdómur fræði- mannsins er talinn því meiri sem texti hans er öfúguggalegri. Sig- urður Nordal sagði einu sinni að norræn ritskýring sigldi með lík í lestinni. En nú skrifa hinir dauðu fyrir hina dauðu í íslenskri bók- menntafræði. Guð forði oss frá slíkum lærdómsvofum í músik- inni. (Þær eru reyndar til, svo sem þessi ámátlegi dr. Hallgrím- ur sem ætti að setja í draugahús.) Þetta leiðir annars hugann að því fyrir herja á að skrifa tónlistarg- agnrýni. í svörum Sieglinde Kah- mann í fyrrnefndri Morgunblaðs- grein gægist fram sú skoðun, sem ég held að sé býsna algeng meðal músikanta, að krítik sé fyrst og fremst fyrir listamennina sjálfa. Gagnrýnendur eigi því að vera sérmenntaðir tónlistarfræðingar „sem viti allt um tónverk, söng og „Hvað eru margir á sinfóníu- tónleikum sem kunna eitthvað fyrir sér í tónfræðum?" stíl“. „Gagnrýnandi þurfi að geta sagt hvort hlutverkið hæfi við- komandi söngvara, hvort það sé of erfitt fyrir hann eða of snemmt fyrir hann að syngja það o.s.frv." Én það er fleira tónlist en söngur. Þarna miðar söngkonan ósjálf- rátt allt út frá eigin sviði. Þá þyrfti sérstakur maður að skrifa um óp- erusöng, annar um ljóðasöng, þriðji um hljómsveitarleik, fjórði um kammerspil, fimmti um ein- leik og svo framvegis. Kannski væri það ekki svo vitlaust en ætli blöðunum þætti ekki nóg um. Annars nær það sjónarmið engri átt að tónlistargagnrýni sé eink- um fyrir listamennina. Auðvitað eiga þeir að hafa gagn af henni. Gagnrýni er fyrst og fremst fyrir hinn almenna blaðalesanda sem ekki er atvinnumaður í músik. Ég vil loks víkja ofurlítið að skrifum mínum hér í blaðinu. Ég verð stundum var við, að tón- Á ystu jöðrum samfélagsins Sigurður Á. Friðþjófsson Sigurður Á. Friðþjófsson Islenskir utangarðsunglingar Forlagið 1988 Liðlega tvítugur var ég í fyrsta skipti staddur í Lundúnum og lenti á næturgöltri um heimsborg- ina ásamt nokkrum félögum. Til- viljun leiddi okkur inn í hliðar- stræti og skyndilega vorum við staddir á meðal hundruða heimil- isleysingja sem lágu á malbikinu og höfðu sér ekkert til hlífðar nema plastpoka og gömul dag- blöð. Mig óraði ekki fyrir að þessi mannlega vesöld væri til og það lá við að ég neitaði að trúa mínum eigin skilningarvitum. Svipuð til- finning greip mig eftir að hafa les- ið bók Sigurðar Á. Friðþjófs- sonar, íslenskir utangarðsung- lingar. Ég hafði einfaldlega ekki gert mér grein fyrir að á síðustu árum hefði orðið til svo stór hóp- ur unglinga sem nánast lifir - eða deyr - á ystu jöðrum samfélags- ins. Bók Sigurðar er yfirlætislaus og kyrrlát skráning á ömurlegu hlutskipti íslenskra unglinga sem samfélagið hefur með vissum hætti hafnað. Efnið býður upp á upphrópanir og harða dóma en Sigurður kýs að halda sig við hlut- skipti skrásetjarans og láta les- andanum eftir dómarasætið. Fyrir vikið verður bókin einkar áhrifamikil samtímalýsing, sem kom mér verulega á óvart. Við- tölin eru yfirleitt knöpp og sá stíll hæfir efninu betur en vangaveltur höfundar, sem stundum eru not- aðar til að hnýta saman þætti eða hefja nýjan kafla. Sísti hluti bók- arinnar fannst mér hins vegar vera tilvitnanir í nafngreinda bjargvætti, sem vinna með ung- lingunum í Útideildum og öðrum batteríum sem ráðþrota félags- ráðgjafar hafa sett á stofn. Þá hljómar bókin stundum einsog félagsfræðiritgerð í Háskólanum, en kostur hennar er einmitt hversu langt hún er að öðru leyti frá því að vera úttekt eða skýrsla. Þess í stað lætur hún sér nægja að vera einföld og látlaus frásögn af meini, sem er miklu stærra en maður vissi af. íslenskir utangarðsunglingar samanstendur af mörgum laus- lega tengdum þáttum, þar sem höfundur ræðir við á annan tug unglinga sem eiga það allir sam- eiginlegt að hafa flækst grimmi- lega í neti eiturefna af ýmsu tagi. í sumum tilvikum er meira að segja hæpið að nota orðið ung- lingar. Oftar en ekki eru viðmæl- endur Sigurðar nefnilega varla komnir af barnsaldri, krakkar sem byrjuðu að sprauta sig með spitti og bryðja sjóveikipillur til að komast í vímu. Þetta er á köflum ansi dapurleg lesning. Það dapurlegasta finnst mér þó vera, að langoftast eru það heimilisaðstæður í stórborg- inni, sem beinlínis hrekja ung- lingana eins og dýr á mörkina. í sumum tilvikum er erfitt að sjá undankomuleið sem hefði getað leitt þá í annan og betri áfanga- stað. Og það er kannski sorgleg- ast. Reykjavík er orðin stórborg, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir að skuggahliðar stórborgar- lífsins væru orðnar svo áberandi einsog bókin lýsir. Unglingarnir, sem Sigurður ræðir við að koma nær allir frá heimilum, þar sem fátækt er mikil, og foreldrarnir eru meira eða minna á fylleríi og beita hvort annað og börnin ofbeldi. Undan- tekningarnar frá þessu mynstri eru helst tvenns konar, ef marka má bókina. Annars vegar eru unglingar sem hafa fatlast illilega í siysum og finna í sukkinu tíma- bundna gleymsku frá nýjum og skuggalegum veruleika. Hitt eru samkynhneigðir unglingar. Allt í einu uppgötva þeir, að þeir hafa öðruvísi hneigðir en obbinn í klíkunni, og öðruvísi en pabbi og mamma gætu nokkru sinni skilið. Feluleikurinn með hið raunveru- lega eðli byrjar, og smám saman þéttist lygavefurinn og endar með því að krakkarnir flýja for- dóma og höfnun umhverfisins inn í veröld vímunnar, þar sem tilver- an er - um stundarsakir - ögn skárri. Dæmið af Fríðu er lýsandi um hversu svakalega syndir feðranna geta komið niður á dætrunum. Fríða átti góða æsku með móður sinni og stjúpa sem ættleiddi hana, engin vandamál á heimil- inu, og allt í frekar góðu lagi. En þegar hún var 9 ára hóf stjúpinn svo að misnota stjúpdóttur sína og heimurinn hrundi. Fríða flúði á götuna. Þar veitti klíkan henni skjólið sem heimilið gaf ekki lengur. Á götunni byrjar hún 12 ára að sniffa kveikjaragas, síðan tóku við sjóveikitöflur sem auðvelt var að fá, brennivín og meira dóp. Karlmenn komu og karlmenn fóru, og að lokum stóð hún uppi með barn. En loks hitti Fríða góðan mann - að henni fannst - sem skipaði henni að gera upp á milli sín og dópsins. Fríða varpaði dópinu fyrir róða og veröldin varð aftur nokkuð björt. En samlífið gekk illa. Atlot mannsins sem henni þótti upp- haflega vænt um urðu í huga hennar að strokum stjúpans, og ástalífið fór í vaskinn. Að lokum endaði sambúðin við manninn með barsmíðum og Fríða endaði á Kvennaathvarfinu með börnin, sem þá voru orðin tvö. Þá fyrst gat hún sagt frá ofbeldi stjúpans. „Á eftir leið mér einsog að lokn- um stórþvotti.” Því miður er saga Fríðu ekki einsdæmi, heldur alltof algeng. Myrkviðir götunnar innræta þegnum sínum hörku. Grímur, sem hefur verið „félagsmála- stofnunartilfelli“ frá því hann var sex ára var lokaður inni með syst- ur sinni meðan drykkfelld móðir hans afgreiddi kana af vellinum í næsta herbergi. Hann var sendur í sveit þar sem hann var í átta ár, lúbarinn og lenti vitaskuld á flæk- ingi fyrr en varði. „Sjálfsagt hef ég oft grátið þegar ég var yngri, ég man það ekki,“ sagði Grímur. Helsti félagi drengsins er hál- fsystir hans, sem hefur lent í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.