Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 25
D/tGURMÁL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Ekki fullur, aðeins ölvaður Blámi Megasar og Bubba „Bláir draumar" þeirra félaga Megasar og Bubba er plata sem kemur sér þægilega við mann strax við fyrstu hlustun. Hún virkar síðan eins og gott koníak, maður tímir ekki að verða fullur af henni,-aðeins ölvaður. Bubbi og Megas hafa frá því þeir komu fram saman á „Fingraförum“ Bubba, þróast hvor með sínum hætti. Megas hefur gefið frá sér hvern kjörgripinn af öðrum og Bubbi hefur gruflað eitt og ann- að. Bubbi á fimm lög á plötunni og Megas önnur fimm, og eru þau hvert öðru betra. Einnig taka fé- lagarnir „Ég bið að heilsa“ eftir Inga T. Lárusson og Jónas Hall- grímsson, og á geisladisknum er eitt aukalag með hvorum meira. Þeir jassa skemmtilega og ekki spillir fyrir einvala lið tónlistar- manna um borð í draumaskút- unni. Það er ómögulegt að draga nokkurn þeirra út, þeir eru allir bestir og skila verki sínu vönd- uðu. Birgir Baldursson strýkur húðir, Tómas R. Einarsson plokkar bassann, enginn annar en Jón Páll Bjarnason gælir við gítarinn, Kenneth Knudsen hinn danski leikur af innlifun á pía- nóið, Karl Sighvatsson er mættur með Hammond orgelið, Össur Geirsson blæs í básúnu og Ólafur Flosason leikur eftirminnilega á óbó. Telpnakór Öldutúnsskóla á einnig vel við þar sem hann er notaður og er frumlegt uppátæki. Einfaldast væri að segja að þessi plata sé falleg. En það segði ekki alveg alla söguna. Hún er einnig notaleg og þrælskemmti- leg. „Bláir draumar" er dísætt spor á tónlistarbraut Megasar og Bubba og það er þægilegt til þess að hugsa að þessir menn eru enn að gefa út sína bestu plötu. „Bláir draumar" er tvímælalaust besta plata ársins, ef fólk hefur ekki spaugilegt ofnæmi fyrir öllu því sem kenna má við jass. Beinlínis heilsubætandi plata. Ég meina, hvað getur maður sagt, hvað vill. fólk heyra?? - hmp. „Mig langaði að gera plötu með sömu ánægjunni og fyrst, og það tókst," sagði Lennon. Tveimur mánuðum síðar var hann myrtur. ímyndið ykkur John Lennon Hvernig einn maður treglega deyr Ef einhverjir hafa haldið það í sakleysi sínu að John Lennon væri allur, er enn áréttað að sá hinn sami hefur dálítið rangt fyrir sér. „Imagine John Lennon" er gott safn af bestu lögum Lennons frá bernskudögum The Beatles fram að því að hann var myrtur. Platan er kærkomin gjöf fólks á hippaaldri til sjálfs sín, og tilvalin til að opna tónlist og texta Lenn- ons fyrir þeim yngri. Plötur Lennons hafa ekki verið sérlega aðgengilegar í plötuversl- unum og af óskiljanlegum ástæð- um eru það bara örfá laga hans sem að jafnaði eru spiluð í út- varpi. Þessi tvöfalda plata byrjar á æfingarupptöku á lagi sem heitir „Real love“ og ég man ekki eftir að hafa heyrt á fyrri plötum Lennons. Síðan koma lög eins og „Help“, „A day in the life“ og „Don’t let me down“. Fyrri platan er smekklegt sýnishorn af bítlalögum Lennons. Fyrri hlið seinni plötunnar hef- ur svo að geyma æfingarupptöku á „Imagine“, ásamt „Mother", „God“ og „How“. Ég hefði gjaman viljað hafa á plötunni meira af lögum frá fyrstu 5 árum sólóferils Lennons og þá færri lög frá bítlaárunum. Það eru nefni- lega lög þessa tímabils sem eiga skilda miklu meiri athygli en þau hafa fengið. Síðasta hlið plötunnar saman- stendur af úrvali ljúfustu laga Lennons. „Jealous guy“, sem Roxy Music gerði ágæt skil fyrir nokkrum árum, er fylgt eftir af ljúfmeti eins og „Woman“, „Be- autiful boy“, „Starting over“ og „Imagine“. Þessi plata er semsagt nokkuð raunsæ heildarmynd af tónlistar- ferli Lennons. Óg fyrir þá sem hafa verið það illa skapi farnir að þeir hafa einhverra hluta vegna ekki getað hlustað á Lennon vegna nærveru Yoko, ætti það að vera huggun harmi gegn að Lenn- on er einn á þessari plötu. Platan er gefin út í kjölfar bíómyndar sem nýlokið er við að gera um kallinn. Þetta er plata sem á er- indi og því tilvalið fyrir lands- menn að lauma henni í jóla- pakka. Á þessum alsíðustu og af- stæðu tímum fæst hellingur fyrir lítið með „ímyndið ykkur John Lennon“. - hmp. Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni, segir frá ætt sinni og samferðamönnum, frumkvæði sínu i fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn- bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garðer eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar“ segir Skúli. Mörgum þykir bókin vera kjaftshögg á kerfið. Fðstudagur 2. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍOA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.