Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 29
MEÐ GESTS AUGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Rætur dægurmenningar Man einhver eftir Kim Larsen? Fyrir mánuði snerist allur fjöl- miðlaheimurinn eins og skoppar- akringla í kringum þennan mið- aldra Dana; hann heyrðist meira en nokkur annar á tónlistarrásun- um og fór í fyrsta sæti vinsældal- istanna. Á Hótel íslandi fékk hann fleiri áheyrendur en nokkur annar erlendur tónlistarmaður fyrr og síðar, en eftir að hann fór hefur hann dalað á vin- sældalistunum og heyrist sjaldnar á útvarpsstöðvunum. Enginn minnist á hann í blöðunum. Við íslendingar erum lagnir við að sameinast um einhverja dellu og rækta hana upp í meiri hæðir en nokkur önnur þjóð. En hún endist ósköp stutt og henni lýkur í einu vetfangi. Einn daginn verðum við leið á henni og setjum hana inn í skáp með öllum gömlu dellunum og dustum kannski af henni rykið einhvern tímann seinna og endurvekjum hana sem fortíðarrómantík. Á þennan hátt upplifir íslenska þjóðin ansi margt. Allar meiri háttar alþjóðlegar dellur berast hingað, hvort sem þær heita diskó, fjórhjól, líkamsrækt, vindbretti eða suðuramerískar skáldsögur, og dæmi Kim Lars- ens sýnir að við getum líka flutt inn dellur frá afmörkuðum menningarsvæðum og lagst í þær í einhvern tíma. En þegar þessar dellur eru gengnar yfir situr eftir óttalega lítil reynsla, af því að við umgöngumst þær eins og einnota varning. Hefur til dæmis einhver reynt að velta því fyrir sér hvað við get- um lært af Kim Larsen, hvers vegna hann er svona kærkominn gestur í heim íslenskrar dægur- lagatónlistar? Pað liggur í augum uppi að Kim Larsen er beinlínis halló sé dæmt út frá stöðlum hins engilsaxneska meginstraums í dægurlagatónlist. A móti kemur að hann er óskaplega heimilis- legur, en eigum við ekki okkar eigin listamenn sem eru inni á gafli hjá hverri fjölskyldu lands- ins, elskulegir og skemmtilegir eins og Kim en bara miklu þjóð- legri? Kim Larsen hefur ekki síst orð- ið vinsæll á íslandi vegna þess að hann þorir að víkja frá stöðlum poppheimsins og vera halló. Þetta er þó ekki nægileg skýring vegna þess að heimurinn geymir marga hallærislega dægur- lagatónlistarmenn án þess að þeir hafi náð vinsældum á íslandi. Tónlist hans hlýtur að hafa eitthvert sérstakt aðdráttarafl, en hvert? Hann spilar ósköp gam- aldags skallarokk, kryddað með áhrifum skandinavískrar vísna- hefðar. Textarnir eru blátt áfram og hvorki drepfyndnir né djúp- hugulir, og Larsen er fyrstur manna til að viðurkenna að þeir standa ekki undir sér sem sjálf- stæð ljóð. Loks er maðurinn sjálfur sjúskaður, töluvert kjaftfor en neitar þó að hafa nokkur svör við lífsgátunni og pólitískum spurningum. Hvernig getur svona lítt krassandi blanda vakið áhuga tískuglaðra íslend- inga? Ég held að svarið felist í því að Kim Larsen hefur traustar rætur og þær koma fram í verkum hans. Tónlistarlega á hann annars veg- ar rætur í skandinavískum vísna- söng og þeirri tónlist sem þreifst á götum verkamannahverfanna í Kaupmannahöfn langt fram eftir þessari öld. Hins vegar á hann rætur í amerísku rokki; hann hlustaði á það sem unglingur og spilaði það í kjöllurum og smá- klúbbum í mörg ár áður en hann sló í gegn. Tónlistarlegar rætur dægurlagatónlistar verða þó aldrei traustar ef þeim fylgja ekki traustar félagslegar rætur. Kim Larsen nýtur góðs af þvf að hann kemur úr umhverfi þar sem áka- flega rík tengsl eru á milli fólks. Hann lifir og hrærist enn í samfé- lagi þeirra götustráka sem hann kynntist í æsku sinni á Norrebro og Kristjánshöfn, og þetta samfé- lag stendur gildum rótum í lág- stéttarmenningu alþýðuhver- fanna í Kaupmannahöfn. í þessu umhverfi er það eðlilegt og sjálf- sagt að byggja tónlist sína á ein- hvers konar sambræðslu vísna- hefðar og bandarísks rokks. Það liggur líka beint við að semja tex- ta sína af hæfilegu virðingarleysi fyrir valdhöfunum og það er í samræmi við hefðina að sækja eina og eina vísu til drykkfelldra alþýðuskálda en vera á varðbergi gagnvart menntamönnum sam- tímans og tilhneigingum þeirra til að vilja skilgreina allan heiminn og þar með mann sjálfan. Þessi hefð kemur þó engan veginn af sjálfu sér. Kim Larsen hefur fengist við tónlist í meira en 20 ár. Á tímabili stældi hann am- erískt rokk, seinna sveiflaði hann sér út í alþjóðlegt tæknipopp og um stund dvaldi hann í blóma- garði danskra alþýðuskálda. Þannig hefur hann farið í gegnum margháttaðar þreifingar á meðan hann var að móta með sér þá blöndu innlendrar og alþjóð- legrar alþýðutónlistar, sem virð- ist eitthvað svo blátt áfram og liggja svo beint við. Galdur hans er fólginn í að sameina alþjóðlega strauma því sem dönsk alþýða hefur alist upp við. Vinsældir Kim Larsens á ís- landi stafa ekki síst af því að hann hefur gert það fyrir danska alþýðumenningu sem aldrei hef- ur verið gert á íslandi. Við ís- lendingar eigum ekki alþýðu- menningu sem tengist iðnbylt- ingu og fyrsta skeiði kapítalisma. Við sveifluðum okkur svo hratt inn í nútímann að þetta milliskeið samfélagsþróunarinnar náði aldrei að geta af sér sæmilega stöðuga menningu. Þess vegna hrekur dægurmenningu okkar fyrir alþjóðlegum tískustefnum. Þess vegna eru tilraunir poppár- anna okkar til að finna einhverjar rætur yfirleitt misheppnaðar. Þursaflokkurinn gerði á ýmsan hátt skemmtilega tilraun til að tengja nútíma tónlist við gamla hefð, en Þursarnir reyndu kann- ski að brúa of stórt bil. Bítlavina- félagið og samanlögð týnda kyn- slóðin gerir ekki betur en að stæla gamlar stælingar á erlendum fyr- irmyndum. Nokkrir popparar á fertugs- aldri hafa kannski komist lengst í því að bræða saman þjóðleg áhrif og alþjóðlega tónlist. Menn eins og Megas, Bubbi, Valgeir og Bjartmar hafa á vissan hátt tekið upp merki gömlu hagyrðinganna og gert fleygar lausavísur sem berast um þjóðarvitundina á vængjum léttra laga. Stundum tekst þeim að vera skapandi í textum og stundum í tónlist, en sjaldan á báðum sviðum í einu. Vandi þeirra er ekki síst fólginn í því að þeir geta ekki stutt sig við jafn samfellda hefð í alþýðu- menningu og listamenn flestra annarra þjóða. Hinir metnaðarfyllri í yngri kynslóð poppara hafa fæstir áhyggjur af þjóðlegri arfleifð, heldur hafa þeir slegið striki yfir hana og plantað sér mitt í alþjóð- lega strauma. í verkum Sykur- molanna og flestra annarra skap- andi dægurtónlistarmanna af yngstu kynslóðinni birtist sam- hengisrofið í fslenskri hvunn- dagsmenningu skýrar en í flestum öðrum listgreinum. íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga sýnilegar menningarlegar rætur allt aftur til sögualdar og samhengi í íslenskum bók- menntum allar götur síðan. Kannski eru þessi sannindi úrelt eins og svo mörg önnur, og kann- ski er hlutverk íslendinga í al- þjóðlegri menningu nú að vera menning án fortíðar, menning sem spratt upp úr teikniseríum, kanaútvarpi og Hollywoodmynd- um á meðan gamla menningin var flutt upp að Árbæ. KVIKMYNDIR_ Gómsœt mynd Regnboginn: Gestaboð Babettu (Babettes Gæstebud) Dönsk 1988 Gerð eftir skáldsögu Karen Blixen Leikstjóri: Gabriel Axel Aðalhlutverk: Stéphane Audran, Birgitte Federspiel, Bodil Kjær, Jarl Kulleo.fl. Fyrir um tveimur árum komst danska skáldkonan, Karen Blix- en í tísku eftir að Bandaríkja- menn höfðu gert „stórmynd" um líf hennar, byggða á sögu skáld- konunnar, „Jörð í Afríku“. Það var jöfurinn Sidney Pollack sem stýrði myndinni og stórstjörnur á borð við Meryl Streep, Robert Redford og Klaus Maria Braundauer fóru með aðalhlut- verk. En þrátt fyrir öll stóru nöfn- in, frábæra náttúrumyndatöku og þrátt fyrir alla óskarana sem féllu í skaut aðstandanda myndarinn- ar, var útkoman lítið annað en innihaldsrýr skrautsýning. Það vantaði það sem öllum listaverk- um er mikilvægast, að lífsanda væri blásið í nasir myndunum þannig að áhorfandinn fyndi ang- an af þeim heimi sem Blixen lýsti í bók sinni. Eitt gott hafði þó Jörð í Afríku með sér, en það var að beina sjónum lesenda aftur að bókum þessa merka danska rithöfundar. Og þar sem myndin fékk hina ágætustu aðsókn, þrátt fyrir slæma útreið gagnrýnenda, þá voru fleiri tilbúnir að reyna við þennan gagnmerka rithöfund. Sem betur fer voru það Danir sjálfir sem tóku að sér að kvik- mynda Gestaboð Babettu, því þótt Hollywoodmaskínan sé vel smurð þá þarf annað og meira til en flinka tæknimenn og stjörnu- fans til þess að koma heimi Karen Blixen til skila. Það var engin tilviljun að ég talaði um angan af heimi höfund- arins, því texti Blixen kveikir oft í vitum angan og það sama má segja um þessa dönsku mynd, hún hreinlega ilmar af mat. Strax í upphafsatriði kvikmyndarinnar blasir við okkur hangandi koli á trönum við fátækleg hús á Jót- landi. Þarna er komin fæða fá- tæka fólksins. Þú brytjar hann niður og útvatnar áður en þú sýður hann. Tvær gamlar piparjúnkur, dæt- ur heimatrúboða, ganga á milli fátæklinga og gefa þeim súpu- skál. Til þeirra kemur kona frá París, á flótta undan uppreisninni Veislugestir bragaða á hinum stórkostlegu réttum sem Babette hefur eldað. 1871. Hún tekur að sér að sjá um eldamennskuna á heimili systr- anna, sem halda áfram að boða fagnaðarerindið að hætti föður þeirra. Einu tengsl Babette við föðurlandið er happdrættisseðill sem vinkona hennar sér um að endurnýja. Eftir fjórtán ára elda- mennsku brauðsúpu og herts fisks fær Babette stóra vinning- inn. Um sömu mundir er 100 ára aldarminning stofnanda heima- trúboðsins og Babette býður til veislu. Og hvílík veisla. Svöngu fólki skal ekki ráðlagt að sjá myndina nema pyngjan sé sæmilega þung því munnvatnsframleiðslan er á fullu á meðan á matseldinni og borðhaldinu stendur. Þarna er boðið til ekta franskrar hátíðar- máltíðar enda kemur í ljós að Ba- bette er fyrrverandi listakokkur á þekktasta veitingahúsi Parísar. Það hjálpast allt að við að gera þessa mynd jafn gómsæta og raun bervitni. Sjálfthráefnið, sagan af systrunum og franska listakokk- inum, fyrsta flokks, natni við sér- hvert smáatriði þannig að kryddblandan gælir við öll skiln- ingarvit áhorfandans. Leikur er mjög dempaður en þess safarík- ari og á það jafnt við um aðalhlut- verkin sem og allar aukapersón- urnar. Þar verða einkum minnis- stæðir safnaðarmeðlimirnir, sem eru stórkostlegt persónuleika- safn. Eldamennska Garbriels Axel er svo engu síðri en eldamennska Babettu í myndinni og útkoman verður því í stuttu máli sagt bragðmikil mynd og því engin furða að hún hafi fengið óskar sem besta erlenda myndin í ár. Einsog ætíð þegar boðið er til góðrar veislu er sjálfsögð kurteisi að þakka fyrir sig og skulu að- standendur þess að við fengum þessa kjarnmiklu kvikmynda- máltíð framreidda svo skjótt eftir að hún var elduð, þ.e.a.s. glóð- volga, hafa þökk fyrir framtakið. Við erum ekki ofdekruð af slík- um réttum og flestum orðið ó- mótt af bandarísku hraðsuðunni sem yfirleitt er boðið upp á í ís- Ienskum kvikmyndahúsum. -Sáf Föstudagur 2. desember 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29 Mörgum ekki viðbjargandi Mörg stórfyrirtæki í fisk- vinnslu eru í miklum vand- ræðum og óvíst að þau fái öll fyrirgreiðslu hjá atvinnu-' tryggingarsjóðnum. Frávísun þaðan þýðir í flestum tilvikum að búið er að kveða upp dauðadóm yfir þessum fyrir- tækjum. Þau séu að réttu löngu komin á hausinn. Þegar er búið að leggja til hliðar ýmsar umsóknir í sjóðnum, umsóknir frá illa stöddum fyrirtækjum sem er ekki við- bjargandi. í þessum bunka eru sögð vera mörg stór og þekkt fyrirtæki víða um land, þar á meðal eitt nafntogað vestur á fjörðum sem rekið hefur verið af sömu fjölskyld- unni í síðustu þrjá ættliði.B Enga drullu á kanabíla Víkurfréttir í Keflavík sögðu frá því í vikunni að skýring væri fengin á því hvers vegna stórir rútubílarfrá hernum fara í gegnum Keflavík þegar verið er að selflytja starfsmenn hersins ofan af Velli út í Rockwille-ratsjárstöðina og aftur til baka. Mun styttra er hins vegar og að öllu eðlilegra að aka eftir malarvegi sem liggur beint frá Vellinum út í stöðina. En starfsmenn í „þungavinnudeild" hersins skýra bæjarferðirnar, sem margir bæjarbúar eru lítt hrifn- ir af, á þann einfalda hátt, að þegar rignir sé ekki um annað að ræða en aka í gegnum bæ- inn. Bílstjórarnir taki ekki í mál að keyra í slabbinu á malar- veginum og þurfa síðan að þvo rútubílana á eftir.H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.