Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Blaðsíða 30
Alþýðubankinn Akureyri, Ijós- myndir Harðar Geirssonar, til 6.1. Bókasafn Akraness, Haukur Halldórsson sýnirgrafíkmyndir. Til 12.12. Opin virka daga 15- 18.30, um helgar 14-20.30. Bókasafn Kópavogs, verk SvavarsÓlafssonartil 16.12. Opinvirkadaga9-21., laugard. 11-v14. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýning Bjargar Atladóttur, opin daglega 14-19 og lýkur á sd. Gallerí Borg, listmunauppboð á sd. 15.30. Verkin til sýnis þar í dag og á morgun. Grafíkgalleríið í Austurstræti opið á verslunart- íma. Gallerí Eva, sýning Evu Benjam- ínsdóttur. Opið daglega kl. 15- 21.Til5.12.. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, vatnslita- og olíuverk Marg rétar Jónsdóttu r, opið í dag 12-18,14-18 um helg- ina. Lýkursd. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning þeirra sem að gall- eríinu standa. Opið 12-18 virka daga. Galleri List, nýjargrafík-, vatnslita-, silkimyndirauk Rakú keramiks til sýnis og sölu 10-18 virka daga og 10.30-14 Id. Gal er í Sál, nýtt gallerí verður opnað með málverkasýningu T ryggva Gunnars Hansen að Tryggvagötu 18 kl. 16 á morgun. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði, Litli salurinn: Afkom- endur Hönnu Daviðsson opna sýningu á verkum hennar á morgun, en þá eru liðin hundrað árfráfæðingu hennar. Sýningin stendurtil 11.12. Opindaglega 14-19. Aðalsalur: Málverk í eigu stofnunarinnar. íslenska óperan, málverk Tolla (Þorláks Kristinssonar), til 18.12., opið daglega 15—19 til 4.12., frá 5.12. virkadagakl. 13- 17. Kjarvalsstaðir, málverkasýning Jóns Baldvinssonar, lýkur sd. Sýning á nýjum verkum í Listas- afni Reykjavíkurtil 18.12. Opið daglega 14-22. Listasaf n ASÍ, sýning á verkum Jóns Engilberts opnuð á morgun kl. 14, og stendur til 18.12. Opið virka daga 16-20,14-20 um helgar. Listasafn Einars Jónssonar, lokaðdes. ogjan. Höggmyndag- arðurinn opinn daglega 11-17. Listasafn íslands. Kyrralíf Kri- stínar Jónsdóttur framlengd til 15.12. Ísal1 og5, íslenskverkí eigu safnsins. Á ef ri hæð ný að- föng, skúlptúrarog málverk. Veitingastofa: glermyndireftir Leif Breiðfjörð, til 15.12. Sd. 15.00 leiðsögn um sýningarnar. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" áfimmtudögum 13.30, nú „Uppstilling" eftir Kristínu Jóns- dóttur. Opið alla daga nema mád. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, yfirlitssýning á 50 verkum Sigurjóns, þará meðal myndir sem aldrei áður hafa ver- ið sýndar hér á landi. Safnið og kaffistofan opin um helgar 14- 17. Mokka, Ríkey Ingimundardóttir sýnir postulínslágmyndir og mál- verk. Nýlistasafn ið, Kristinn Guð- brandur Harðarson sýnir skúl- ptúra, útsaum og lágmyndir. Opið í dag 16-20,14-20 um helgina. Lýkursd.v Saf n Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Asgrímstilfebrúarloka ‘89. Opið sd.,þrd.,fid.og Id. 13.10-16. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnað- ur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörðs til 27.1., opiðfrá mád. til fid. 9.15-16, föd. 9.15- 18. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, Kristín Schmidhauser Jónsdóttir sýnir Flíkur og Form til 11.12. Opið alla daga nema mád. 14- 18. Tunglið, Sissú sýnir myndlist frá þessu ári. Stendur fram yf ir hátíð- ar. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3, Koss kónguló- arkonunnar, í kvöld 20.30, sd. 16.00, mád. 20.30. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, ásd. 15.00, slðasta sinn fyrir jól. Sýnt aftur í janúar- lok. Leikfélag Hafnarf jarðar, ung- lingadeild, Þettaeralltvitleysa Snjólfur, sd. 20.00. Emil í Katt- holti, síðasta sýning Id. 16.00 Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, sd. 20.00. Sveitasinfónía, Id. 20.30. Leikhúsið í Djúpinu, Óvinurinn, síðustu sýningar, sd. og mád. 21.00. Þjóðleikhúsið, stórasviðið, Stór og smár, Id. 20.00. Ævintýri Hoff- manns, í kvöld og sd. 20.00. Gamla bíó, Hvarerhamarinn? aukasýning sd. 15.00. TÓNLIST Heiti potturinn Duus-húsi, jas- stónleikarsd. frá21.30, Árni Scheving, Kristinn Svavarsson, ÁstvaldurTraustason, Birgir Bragason og Birgir Baldursson. Hallgrímskirkja, aðventutón- leikar Mótettukórsins á sd. 17.00. Mótettu- og aðventutónlistfrá renaissancetil 20. aldar. Stjórn- andi HörðurÁskelsson. Kamarorghestar halda tónleika á veitingahúsinu Rétt hjá Nonna við Austurvöll í kvöld. Ef stemmning er fyrir verður slegið upp dansleik og rokkað fram á rauða nótt. Sinfónían, 5. áskriftartónleikarí Háskólabíó 16.00 á morgun. Á efnisskránni Passacagliaeftir Webern, Fiðlukonsert í g-moll eftir Bruch, Forleikurinn að Síð- degi skógarpúkans eftir Debussy og l'Ascencion (Upprisan) eftir Messiáen. Einleikari rúmenski fiðluleikarinn Silvia Marcovici, hljómsveitarstjóri Petri Sakari. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Fjölmiðlamir og einkamálin í öllu fjölmiðlafárinu sem af skiljanlegum ástæðum upphófst í kringum áfengiskaup Magnúsar Thoroddsens fyrrum forseta Hæstaréttar staldraði ég lengst við fyrstu viðbrögð handhafa forsetavalds við spurningu út- varpsmanns um áfengiskaupin. Hann sagði að þar væri um að ræða einkamál sem kæmu al- menningi ekki við. Síðar neyddist hann til að draga þessi ummæli og önnur til baka. . Þessi viðbrögð minntu mig á grein sem ég rakst á í haust í danska kratablaðinu Det Fri Aktuelt. Þar var fjallað um það hvenær fjölmiðlar ættu að kafa ofan í einkamál stjórnmála- manna og hvenær ekki. Rifjað var upp mál breska rithöfundar- ins Jeffrey Archer sem varð að láta af embætti varaformanns breska íhaldsflokksins eftir að vændiskona fullyrti í gulu press- unni að hann hefði keypt þjón- ustu sína. Bresku blöðin .eru þekkt fyrir aðgangshörku að stjórnmála- mönnum og öðrum opinberum persónum. I þessu tilviki gengu blöðin of langt og voru dæmd í miklar skaðabætur fyrir ósönn meiðyrði. Archer hafði aldrei keypt blíðu téðrár vændiskonu en það skipti engu máli, stjórnmála- framinn var fokinn. Hann var kominn í sama hóp og bandaríska forsetaefnið Gary Hart sem varð að hætta við framboð eftir nætur- ævintýri með konu sem hann var ekki giftur. í þeim hópi eru fjöl- margir stjórnmála- og embættis- menn um allan heim. En í danska blaðinu var varpað fram þeirri spurningu hvar ætti að draga mörkin. f sumum tilvikum blandast einkamál stjórnmála- manna nefnilega beinlínis saman við það hvernig þeir gegna sínum störfum, störfum sem þeir eru kjörnir til og bera ábyrgð á gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi. í blaðinu voru nefnd nokkur dæmi þar sem spyrja mátti hvort fjölmiðlar hefðu ekki brugðist skyldu sinni með því að greina ekki frá aðstæðum sem þeir vissu um. Viggo Kampmann var for- sætisráðherra í stjórn danska krataflokksins um tveggja og hálfs árs skeið á árunum 1960-62. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra og þótti glæsi- legur og gáfaður stjórnmálamað- ur. Það kom því mörgum á óvart að ferill hans yrði ekki lengri en hann varð. Það sem almenningur vissi ekki íyrr en mörgum árum síðar var að Viggo Kampmann þjáðist af geðsjúkdómi sem birtist ýmist í þunglyndi eða oflæti. Þegar verst lét fór hann að ráðum nánustu vina sinna og lét loka sig inni, dögum saman, á geðdeildum sem vaninn er að loka utanfrá. En all- an tímann var hann forsætisráð- herra Danmerkur. Þetta vissu ör- fáir blaðamenn en þögðu þó. Var það rétt? spyr blaðið. Annað dæmi er tekið í greininni en það er af Per Hækk- erup sem var utanríkisráðherra á árunum 1962-66. Á þeim árum var verið að semja um skiptingu hafsbotnsins undir Norðursjó milli Noregs og Danmerkur. Sag- an segir að enn þann dag í dag megi sjá viskýflösku uppi á hillu í Hvaö á aö gera um helgina? Bryndís Schram Því er nú víst fljótsvarað; ég ætla að lesa úr bókinni minni hér og þar um helgina, og býst reyndar við að hún fari mest í slíkan upplestur. Ég hef verið beðin að koma og lesa upp hjá hinum og þessum „félagssköpum" ef svo mætti að orði komast, bæði innan bæjar og utan, og því ætla ég að sinna. Eins verð ég eitthvað inni í Kringlu og árita bókina mína þar. HITT OG ÞETTA Hið íslenska bókmenntafélag helduraðalfund á Dómkirkjuloft- inu 14.00 ámorgun. Foreldrar barna með lestrar- erfiðleika, halda stofnfund landssambands síns í Breiðholtsskólaámorgun 14.00. Endurmenntunarnefnd Há- skóla íslands, námstefna í tölv- uvæddri hönnun í Odda á morg- un. Tékknesk-íslenska félagið heldur tvöfaldan sjötugsfagnað lýðveldis ITékkóslóvakíu og fullveldis íslands í Höfðakaffi, Vagnhöfða 11 20.30 annað kvöld. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ á morgun frá 13.30, frjálst frá 14, danskennsla 17.30, diskótek frá 20.30. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 frá 14 á sd. Frjálst spil og tafl, dansað20- 23.30. Opið hús í T ónabæ frá 13.30 á mád., félagsvist hefst 14. Templarahöllin, Eiríksgötu 5, dansleikurfyrir þá sem lært hafa samkvæmisdansa verður annað kvöld 21. Viðurkenndur dans- stjóri stjórnardönsunum. Ferðafélag íslands, dagsferð í Grímmansfell á sd. Verð 600 kr. Brottför 13 frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Hana nú, lagt upp í laugardagsgönguna í fyrra- málið 10 frá Digranesvegi 12. Útivist, Heiðmörk- Elliðaár- hólmar, dagsferð á sd. Verð 500 kr. Brottför 13 frá BSÍ, bensín- sölu. Breiðfirðingar, félagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a, á sd. 14.30. Jólabasar Sjálfsbjargar á morgun og sd. í Sjálfsbjargarhús- inu, Hátúni 12 frá 14.00. Inn- gangur að vestanverðu. Félag Alfa heldur sinn árlega basarsd. 14 í Ingólfsstræti 19. Kvenfélagið Hringurinn, jólak- affi, kökuhlaðborð og happdrætti verður á Hótel íslandi á sd. frá 14.00 Guðspekifélagið heldurbasarí húsi félagsins að Ingólfsstræti 22 ásd.frá 14.00. J.C. Bros meðjólabasará Id. í glerskálanum á Eiðistorgi 10-16. Gler í Bergvík. Jólasala á út- litsgölluðu gleri Id. og sd. 10-18 Bergvík Kjalarnesi (hjá Sigrúnu og Sören). Kaffi, piparkökur, glerblásturog glermótun. Kostaði fylliríið á Per Hækkerup Dani gjöfulustu olíulindir Norður- sjávar? norska utanríkisráðuneytinu og sé hún til minningar um þessa samninga. Það er staðreynd að Norð- menn undruðust mjög hve með- færilegur Per Hækkerup reyndist vera í þessum viðræðum. Fyrir vikið fékk Noregur Ekofisk- Jvæðið en þar eru gjöfulustu olíu- lindir Norðmanna í Norðursjó. Þeir sem til þekkja segja að það svæði hefði allt eins getað orðið danskt. Það var ekkert leyndarmál að Per Hækkerup þótti sopinn góð- ur og sjálfur gekkst hann við því. Spurningin sem blaðið varpar fram er sú hvort fylliríið á honum hafi kostað Danmörku gjöfulustu olíulindir Norðursjávarins. Sé það rétt er engin furða þótt Norð- mönnum þyki ástæða til að minn- ast hans á einhvem hátt, þótt það hljóti að verða í laumi. En þarna er spurning hvort danskir fjölmiðlar hafi ekki brugðist skyldu sinni með því að setja aldrei spurningarmerki við drykkju Hækkerups. Þeirra hlut- verk er að gæta hagsmuna al- mennings og halda í eyrun á stjórnmála- og embættis- mönnum, passa upp á að þeir drekki ekki út eigur umbjóðenda sinna. Eins og þetta og fleiri dæmi sanna getur brennivínið reynst viðsjárgripur þegar það blandast saman við stjórnmál og stjórn- sýslu, að ekki sé minnst á dómsmál. Blandan má í það minnsta ekki verða of sterk. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.