Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. desember 261. tölublað 53. órgangur Áfengiskaup handhafa forseta Þorvaldur með 1300 flöskur Forseti sameinaðs þings: Þorvaldur GarÖar hdl. meðl291 flösku ‘84, ‘85, ‘86 og ‘88. Hœstaréttardómarar: ÞórVilhjálmsson: 834. Magnús Torfason: 390. LogiEinarsson:180. Magnús Thoroddsen: 2160. Samtals4855flöskur. Stigs- en ekki eðlismunur ákaupum einstakra aðila Þorvaldur Garðar Kristjánsson hdl. fyrrum forseti sameinaðs þings keypti samtals 1291 flösku af áfengi á fjórum árum, mest 444 flöskur árið 1986. Áður hafði Þorvaldur Garðar talað um að hann hefði keypt u.þ.b. 100 -200 flöskur á ári. Þorvaldur Garðar neitaði að tjá sig um málið þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Þetta kemur fram í samantekt Ríkisendurskoðunar um áfeng- iskaup handhafa forsetavalds síð- ustu 6 ár, sem gerð var að beiðni fjármálaráðherra. Ráðherra segir rétt að opinbera þessar upp- lýsingar eðli máisins vegna. Forsetar Hæstaréttar frá árinu 1982 hafa verið þeir Logi Einars- son, Þór Vilhjálmsson, Magnús Torfason og nú síðast Magnús Thoroddsen. Logi keypti 180 flöskur árið 1982 og þar af 48 af sterku víni. Þór Vilhjálmsson keypti öllu meira eða 447 flöskur 1983 og 387 flöskur 1984, þar af 230 flöskur af sterku áfengi hvort árið. Magnús Torfason keypti 174 flöskur 1985 og þar af 92 af sterku og 216 flösk- ur 1986, þar af 156 af sterku. Aðr- ir handhafar forsetavalds á þessu tímabili, Jón Helgason fyrrum forseti Alþingis, Guðrún Helga- dóttir núverandi forseti og for- sætisráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son keyptu ekki áfengi á þessum kjörum. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að heimild handhafa for- setavalds til áfengiskaupa á kostnaðarverði, eigi eingöngu við þegar handhafarnir standa sameiginlega fyrir boði eða mót- töku, starfa síns vegna. Hér sé ekki um einkamál eða risnu að ræða. Ólafur Ragnar lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að þrengja verulega reglur um þessi áfeng- iskaup og afnéma þennan rétt til handhafa forsetavalds. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings, tók í sama streng í gær og sagði þessa heim- ild til áfengiskaupa ekki til einka- nota. Hún vissi aldrei til þess að handahafar forseta hefðu þurft að halda sameiginlega boð í nafni forseta. Þegar Þorvaldur Garðar Kristjánsson var spurður hvort hann liti ekki þannig á málið að um stigsmun en ekki eðlismun væri að ræða hvað áfengiskaup hans varðaði annars vegar og kaup MagnúsarThoroddsen hins vegar, sagðist Þorvaldur ekki vilja tjá sig um það atriði frekar en önnur. Forseti íslands skrifaði í gær undir beiðni dómsmálaráðherra um lausn Magnúsar Thoroddsens frá embætti hæstaréttardómara um stundarsakir. Ráðherrann hefur ákveðið að höfða mál á hendur Magnúsi fyrir misnotkun á aðstöðu varðandi áfengiskaup. Hæstiréttur ákvað í gær að mál- flutningur yrði endurtekinn í 7 málum sem Magnús sat í dóm- sæti, en úrskurðar var að vænta í öllum þessum málum í þessum mánuði. Haraldur Henrýsson hefur verið settur hæstaréttar- dómari meðan beðið er dóms í máli Magnúsar. Halldór Ásgrímsson, dóms- málaráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri dómstól- Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsmanna afhendir Jici Pelikan stuðningsályktun Al- þýðubandalagsmanna. Svavar Gestsson menntamálaráðherra fylgist með. (Mynd: Jim). anna að skera úr um það hvort það væri saknæmt fyrir handhafa forsetavaldsins að hafa keypt áfengi á þessum kjörum til einka- nota, hvort sem um væri að ræða 1440 flöskur eða 444 flöskur. Samkvæmt því er mál Magnúsar Thoroddsen prófmál og undir niðurstöðu þess máls komið hvort flestir ef ekki allir forsetar hæstaréttar og Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrum forseti sam- einaðs þings verði dregnir fyrir dórn. phh Tékkóslóvakía Stuðningurinn mikiivægur Ég er þakklátur, stuðningur vinstrimanna á Vesturlöndum við stjórnarandstöðuöfl í Tékkóslóv- akíu er mjög mikilvægur, sagði Jici Pelikan, fyrrverandi sjón- varpsstjóri í Prag, þegar formað- ur Alþýðubandlagsins afhenti honum í gær nýsamþykkta álykt- un flokksins um frið og afvopnun í Evrópu. í ályktuninni er sérstaklega hvatt til þess að stórveldin dragi herji sína burt frá Evrópu- löndum, og sérstaklega mótmælt alræðisstjórninni í Prag og sov- éskum hersveitum í Tékkósló- vakíu. Pelikan hélt í gær óformlega fundi með forystumönnum ís- lenskra sósíalista og ýmsum vel- unnurum þjóðanna handan járntjalds. Sjá síðu 5 Umhverfismál Nýtt landnám Öllu máli skiptir að sauðfjárbúskapur sé skipulagður þannig að hann sé í samræmi við gæði landsins. Það þarf samvinnu en ekki stríð við bændur, segir Jón Gunnar Ottósson líffræðing- ur. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins gerði á dögunum ítarlega sam- þykkt um nýtt landnám og endur- heimt landsgæða. Sjá síður 8-9 Eyðnivika Auglýsing kostaði vinnuna Þjónsnema varsagtaðfara heim eftirað mynd birtist af honum íauglýsingu frá Samtökunum 78 Þegar hann mætti í vinnuna kvöldið sem auglýsing frá Sam- tökunum 78 birtist í dagblaði var honum sagt að taka sér frí um óákveðinn tíma. Þetta er reynsla homma sem tók þátt í herferð heilbrigðisyfirvalda gegn eyðni sem lauk í vikunni. Pilturinn er að læra að verða þjónn og er á iðnnemasamingi og því ekki hægt að segja honum upp. Hins vegar var honum sagt að ekki væri þörf fyrir hann áfram á þessum vinnustað. í eyðni- vikunni sem nú er nýlokið birtist auglýsing undir nafni Samtak- anna 78 sem eru samtök homma og lesbía hér landi. í auglýsing- unni er birt mynd af tveim ungum mönnum og var texti hennar: „Þeir óttast ekki alnæmi sem vita hvað hugtakið hættulaust kynlíf merkir - og lifa samkvæmt því“. Þótt auglýsing þessi hafi verið frá Samtökunum 78 var hún birt með tilstyrk heilbrigðisyfirvalda. Þjóðviljinn hafði samband við Þorvald Kristinsson formann samtakanna vegna þessa máls. Hann sagði að málið væri á við- kvæmu stig og vildi ekkert tjá sig um það að svo stöddu. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.