Þjóðviljinn - 03.12.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Side 16
SPURNINGIN' Er nóg af búöum Reykjavík? Björg Björnsdóttir, sjúkraþjálfari: Já, hvort það er. Mér finnst þær eiginlega vera orðnar allt of margar. Daníel Olsen, verslunarmaður: Nóg?! Alveg feikinóg. Og satt að segja allt of mikið af þeim. Guðný Guðgeirsdóttir, afgreiðslustúlka: Það er alveg yfirdrifið nóg af búð- um, og samt er verið að rífa upp viðbótarhúsnæði fyrir verslanir út um allan bæ. Harpa Þórisdóttir, Ijósmyndari: Já, það er orðið allt of mikið af þeim. Ég er mest hrædd um að verslunin detti alveg niður í gamla miðbænum fyrir bragðið. Ester Jónsdóttir, öryrki: Ég geri nú lítið af því að fara í búðir, enda á ég hvorki bíl né hjól- börur. En það segir sig sjálft að það er orðið allt of mikið af þessu. þJÓÐVILIINN SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Aldraðir Ástæöulaust að leggja árar í bát Komin er út ný bók sem ber nafnið Arin okkar ogfjallar um málefni aldraðra. Ásdís Skúladóttir: Nauðsynlegtað vekja athygli aldraðra á réttiþeirra. Ekki síðurþörfá að benda þeim á nauðsynþess að bœta lífi við árin þó að verklokum sé komið Veistu að Halldóra Jónsdóttir, saumakona í Reykjavík var 100 ára gömul þegar hún tók þátt í ratleik aldraðra sem Félag áhugamanna um íþróttir stóð að og þegar þetta er ritað stundar hún leikfimi oft í viku hverri? Þetta er ein af fjölmörgum spurn- ingum sem settar eru fram í bók- inni Arin okkar sem Ásdís Skúla- dóttir hefur tekið saman um mál- efni aldraðra. - Ég hef kynnst því í gegnum starf mitt að málefnum aldraðra að það skortir mikið á að þeim sé öllum ljóst hvaða réttindi þeir hafa. Það er oft tilviljunum háð hvers konar upplýsingar aldraðir fá um réttindamál sín. Það hefur líka sýnt sig að það er mun auðveldara að afla upplýsinga þegar maður veit fyrirfram eitthvað um málið, sagði Ásdís Skúladóttirfélagsfræðingur. Hún hefur langa reynslu af fræðslu- og upplýsingastarfi m.a. um hagsmuni og réttindi þeirra sem komnir eru á miðjan aldur. Það er Alþýðusamband íslands og Menningar- og fræðslusamband alþýðu sem gefa bókina út. - Þetta er í raun endurútgáfa á bók sem kom út fyrir fjórum árum. Ég er búin að vera að viða að mér nýju efni allt frá því fyrsta útgáfan kom út, og geri ráð fyrir að ég haldi áfram að safna, því svona bók þarf að endurskoða með jöfnu milli bili, sagði Ásdís þegar hún gaf sér tíma til að líta upp, en hún var í óða önn í gær að ganga frá desember dagskrá Hana-nú klúbbsins í Kópavogi, en eins og margir kannast við er það frístundahópur aldraðra í Kópavogi sem þekktur er fyrir frumlegt og skemmtilegt starf fyrir aldraða. í bókinni er fjallað um marg- vísleg réttindi aldraðra og margt það sem máli skiptir fyrir fólk sem komið er á miðjan aldur og þar yfir. Fjallað er m.a. um ýmis einkenni aldurs og breytingar sem verða og lífi fólks á efri árum. Gefin eru góð ráð varð- andi mataræði og heilbrigt líf, fél- agslíf og frístundir og rætt um vinnu og verklok og gefnar marg- ar ábendingar varðandi híbýli. Meginefni bókarinnar er þó um réttindi svo sem almannatrygg- ingar, lög um málefni aldraðra og lífeyri úr lífeyrissjóðum. Gerð er grein fyrir ýmsu sem snertir fjármál svo sem skatta og vegna kaupa og sölu íbúða. Bókin er 112 síður prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. - Það er ekki nóg að aldraðir þekki öll þau réttindi sem þeim eru tryggð. Það er ekki síður nauðsynlegt að vekja athygli þeirra á því að þó kannski sé komið að verklokum er ekki ástæða til að leggja árar í bát. Ég held það megi segja að aldraðir ættu alltaf að hafa í huga að bæta líf sitt með því fyrst og fremst að taka þátt í félagsstarfi og eða taka verkefni við sitt hæfi, ég bendi á að t.d. mörg leikfélög úti á landi vantar oft fólk til að smíða og sauma þegar leiksýning er í upp- siglingu. Þannig mætti nefna fleiri dæmi hvað aldraðir geta tekið sér fyrir hendur þegar kem- ur að því að þeir fari á eftirlaun. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir fólk sem komið er af léttasta skeiðinu að liuga vel að líkaman- um. Það að taka lýsi og borða næringaríka fæðu er jafn nauðsynlegt gömlu fólki eins og að setja frostlög á bifreiðar, sagði Ásdís. Veistu að árið sem Ágústína Halldórsdóttir, verkakona í Reykjavík, varð 91 árs gömul, Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur: Bókin Árin okkar er hugsuð sem handbók fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Mynd Jim Smart. tók hún svefnpokann sinn og hélt í háfjallaferð, alls 1600 km. leið með Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni? Hver segir svo að fólk þurfi að láta sér leiðast þó það sé komið á háan aldur? -sg Áar mannkyns Elds var snemma þörf Nýjar rannsóknir benda tilþess aðforfeður vorir hafi tendrað bál fyrirl,5 miljón ára Vísindamenn nokkrir rannsök- uðu um skeið innviði Swart- kranshellisins í Suður-Afríku. Þeir uppskáru árangur erfiðis síns, ef marka má grein í tímarit- inu Náttúrunni, því þeir uppgö- tvuðu merk nýmæli; sem sagt þau að eldur var orðinn bestur með ýta sonum fyrir 1,5 miljón ára en ekki 1 miljón einsog áður var haft fyrir satt. Leifar af sviðnum beinum komu þeim á sporið. Þær fundust í jarðvegi undirinnveggjunum og benda til þess að hellismenn hafi kunnað að tendra bál og látið það loga til þess að hrekja óargadýr á braut, verma híbýli sín og steikja kjöt antílópa, zebrahesta, vörtu- svína og bavíana. í Swartkranshellinum bjuggu forðum daga tveir ættbálkar frummanna, Homo erectus og Australopithecus robustus, ein- hverntíma á tímabilinu miljón- einoghálf miljón ára fyrir Krists burð. Reuter/-ks. Það tefurhvað þetta eru fjölskrúðugar pantanir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.