Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. desember 1988 264. tölublað 53. órgangur Fiskvinnslan Uppsagnimar til skammar Björn Grétar Sveinsson: Óforsvaranlegt að hœgtskuliað segja upp heilli stéttmanna vegna hráefnisskorts. Launakostn- aðurinn ekki orsök taprekstursins né hefur úrslitaáhrif á afkomu fiskvinnslufyrirtœkja. Brýn asta verkefni launafólks er að taka höndum saman og sýna atvinnurekendum í tvo heimana eftir 15. febrúar nk. „Mér finnst nú að atvinnurek- endur séu farnir að snúa faðirvor- inu upp á andskotann þegar þeir halda því fram að launakostnað- ur fiskvinnslunnar sé orsök tap- rekstursins og ég kannast ekki við yfirborganir í vinnslunni. Upp- sagnir fiskvinnslufólks eru þjóðfélaginu til skammar og ó- forsvaranlegt að hægt skuli að segja upp heilli stétt manna vegna hráefnisskorts. Það þarf að koma í veg fyrir þessa ósvinnu með lögum og það fyrr en seinna,“ sagði Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Björn Grétar sagði það vera brýnasta verkefni alls launafólks að taka höndum saman þegar það fengi samningsréttinn aftur f sínar hendur 15. febrúar nk. og löngu kominn tími til að sýna at- vinnurekendum í tvo heimana eftir þá linku sem verkalýðs- hreyfingin hefði sýnt hingað til í samningaviðræðum um launin á eyrinni. „Ef svo ber undir geta þeir snýtt rauðu,“ sagði Björn Grétar. Undanfarin misseri er og hefur fískvinnslufólki um land allt verið sagt upp vegna hráefnisskorts og eða vegna skipulagsbreytinga í viðkomandi fiskvinnslufyrirtæki. Pá hafa bæði forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra sagt opin- berlega að launakostnaður fisk- vinnslunnar sé of hár og hann þurfi að lækka. Það er því ekki aðeins að fiskvinnslufólki sé sparkað að geðþótta atvinnurek- enda heldur saka einstakir ráð- Ísland-Palestína Útifundur á morgun Skorað á stjórnvöld að viðurkenna nýstofnað ríki Palestínumanna Félagið ísland - Palestýna efnir til útifundar á morgun föstudag- inn9. desemberkl. 17, fyrirfram- an Alþingishúsið. Tilefni fundar- ins er að eitt ár er nú liðið frá því uppreisn Palestínumanna á her- teknu svæðunum (Intifaða) hófst. Krafa fundarins er áskorun á íslensk stjórnvöld að viðurkenna hið nýstofnaða Palestínuríki, eins og fleiri en 50 ríkisstjórnir í heiminum hafa þegar gert. Félagið skorar á alla félags- menn og stuðningsmenn aðra að mæta á fundinn og láta þannig í ljós stuðning sinn við málstað Palestínumanna. Þjóðviljinn birtir í dag ítarlega grein um aðstæður og aðbúnað Palestínumanna sem haldið er föngnum í ísrael. Sjá síður 8-9 herrar það um að hafa of mikil laun. Að öðrum kosti fái það enga atvinnu og fyrirtækið í pláss- inu eigi sér ekki viðreisnarvon. Þá hafa atvinnurekendur í fisk- vinnslu haldið því fram að nauðsynlegt sé að segja starfs- fólkinu upp til þess að fá frítt spil til endurráðningar eftir áramótin og hafa staðfastlega gefið í skyn að starfsmennirnir megi þá ekki búast við neinum kaupauka hafi hann þá einhver verið. Björn Grétar sagði það sína vissu að atvinnurekendur væru að búa til aukinn þrýsting á stjórnvöld með þessum uppsögn- um og látum og sagði að það væri löngu viðurkennt af atvinnurek- endum í greininni að launakostn- aður fiskvinnslufólks væri ekki mikill og hefði ekki úrslitaáhrif um afkomu fyrirtækisins. „Ann- ars er það umhugsunarefni af- hverju enginn framkvæmdastjór- inn skuli hafa verið rekinn þegar hann er búinn að koma fyrirtæk- inu nánast á hausinn með vit- lausum fjárfestingum og öðru bruðli í rekstrinum," sagði Björn Grétar. „í staðinn er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og grunnhyggnum mönnum talin trú um að hægt sé að klóra sig út úr taprekstrinum nteð því að lækka launakostnað fiskvinnslufyrir- tækjanna. Þessir sömu menn ættu að líta fyrst í eigin barm og athuga hvort þeir gætu ekki eitthvað minnkað við hjá sér áður en þeir ráðast að lítilmagnanum í fyrir- tækinu," sagði Björn Grétar Sveinsson. -grh Glöggir í Umferðarráði. Það er reynsla lögreglunnar að í desember fjölgar þeim ökumönnum verulega sem aka undir áhrifum áfengis. Jólaglöggsdrykkja á vafalaust þar hluti að máli. Þess vegna segjum við: Allir þeir sem halda slíkar veislur eiga að bjóða gestum sínum upp áað veljaámilli áfengs og óáfengsjólaglöggs, sagði Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði, og hér skála þeir Oli H. Þórðarson og Sigurður Helgason frá Umferðarráði við Jón Guðbergsson frá Áfengisvarnaráði og Sturlu Þórðarson frá lögreglunni í Reykjavík í óáfengu jólaglöggi. Mynd ÞÓM. Vinstri stjórnin (56-8 Rússar björguðu Guðmundi í. Síðari bókÞorleifs Friðrikssonar um söguAlþýðuflokksins. Guðmundurí. Guðmundsson varð utanríkisráðherra 1956 beinlínis til að koma í veg fyrir brottför hersins Guðmundur I. Guðmundsson og stuðningsmenn hans litu á setu Guðmundar sem utanríkisráð- herra í vinstristjórn Hermanns Jónassonar 1956-58 sem trygg- ingu fyrir því að ekkert yrði af áformum stjórnarflokkanna þriggja um brottför hersins. Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund, sem birt er í nýút- kominni bók Þorleifs Friðriks- sonar um sögu Alþýðuflokksins, „Undirheimar íslenskra stjórn- mála“ sem er framhald af „Gullnu flugunni" frá í fyrra. í viðtalinu sem tekið var sumarið 1987, en Guðmunaur lést fyrir tæpu ári, segir hann að við stjórnarmyndunina, þar sem brottför hersins var eitt helstu stefnumála, hafi hann staðið frammi fyrir þeim kostum að „ganga út úr stjórnmálum" eða „spila með“. Hann hafi valið síðari kostinn og aflað sér fylgis í sæti utanríkisráðherra. Guð- mundur segist hafa staðið af sér tilraunir Benedikts Gröndals, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar til að fá hann til að hætta við það ráðuneyti, en Framsóknarmenn hafi óttast að hann ætlaði að koma í veg fyrir uppsögn hersamningsins. Þorleifur spurði síðan hvort hugsanlegt væri að af brottrekstri hersins hefði orðið í tíð hans sem utanríkisráðherra, og svaraði Guðmundur í þá: „Nei, en innrás Rússa í Ungverjaland bjargaði málunum.“ Á baksíðu Þjóðviljans í dag er rætt við Þorleif um nýju bókina og ýmsa hingaðtil yfirskyggða staði í sögu íslenskra vinstri- manna. -m Sjá baksíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.