Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 9
BÆKUR Vilhjálmur Hjálmarsson Mjófirðinga sögur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út annan hluta af Mjófirðingasögum eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, en fyrsti hluti þeirra kom út 1987. Rekur höfundur þessu sinni byggðar- söguna sunnan fjarðar og í botni hans og segir hressilega frá mönnum og atburðum. Útgefandi kynnir Mjófirðinga- sögur II þannig á kápu: Annar hluti af Mjófirðinga- sögum Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrum alþingismanns og ráð- herra, rekur byggðasöguna í átt- högum höfundar eystra og spann- ar sveitina sunnan fjarðar og í botni hans. Greint er frá bújörð- um og landnytjum á þeim slóðum og birt bændatöl með bólstaðal- ýsingunum. Inn á milli er svo skotið ítarlegum köflum um síld- og hvalveiðar Norðmanna í Mjóafirði og af Sveini Ólafssyni, héraðshöfðingja og alþingis- manni, er sat óðalið Fjörð allan fyrri hluta aldarinnar, en af hon- um varð staðurinn víðfrægur. Mjófirðingasögur lýsa tímabili mikilla breytinga í lifnaðarhátt- um, sviptinga í atvinnulífi og rö- skunar íbúafjölda. Sögusviðið er afmarkað, en þó vítt og sérstakt. Þar tifðu og störfuðu Mjófirðing- ar Vilhjálms á Brekku, dáðrakkir og eftirminnilegir þegnar sem lögðu af mörkum ærin drög að sögu lands og þjóðar. Mjófirðingasögur II eru 490 bls. að stærð og prýddar mörgum athyglisverðum myndum, en að lokum fylgir ítarleg nafnaskrá. C.4BBA8 SVERKISSON í fangabúðum nasista Iðunn gefur út minningar Leifs Muller, Býr Islendingnr hér? sem er örlagasaga íslendings, kaup- mannssonar úr Reykjavík, sem fullur bjartsýni hélt út í heim til að afla sér menntunar en var svik- inn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðir nasista í Þýska- landi á stríðsárunum. Leifur Muller var eini íslendingurinn sem lifði af þær óbærilegu hörm- ungar sem vistin þar var og eftir fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína án þess að draga nokkuð undan. í kynningu forlagsins segir: „Ólýsanleg grimmd, þjáningar, misícunnarleysi og mannleg nið- urlæging urðu hlutskipti Leifs og særðu hann þeim sárum sem aldrei greru og aldrei gátu gróið. Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englendingunum í hegningardeildinni, ívani litla og Óskari Vilhjálmssyni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir- sviptir trú á miskunn Guðs og manna.“ Garðar Sverrisson ritaði bók- Gísli T. Guðmundsson Alþýöufólk um aldahvörf Út er komin skáldsagan Undir stjörnubjörtum himni eftir Gísla T. Guðmundsson. Undirstjörnubjörtum himni er skáldsaga af alþýðufólki frá fyrstu árum þessarar aldar og segir frá lífi fólks í norðlenskri sveit. Eftir höfund sögunnar, Gísla T. Guðmundsson, hafa birst greinar í blöðum og tímaritum, en þetta er fyrsta skáldsaga hans. Gísli er fæddur í Reykjavík af einstæðri móður, en ólst upp hjá frændfólki í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann tók virkan þátt í fé- lagsmálum í ungmennafélags- hreyfingunni og var einn af stofn- endum Þingeyingafélagsins í Reykjavík. Lengstan sinn starfs- aldur starfaði Gísli hjá Pósti og síma, og hin síðari árin sem póstfulltrúi. Bókin er á þriðja hundrað blaðsíður og hefur Letur hf. ann- ast útgáfu bókarinnar. Hann var ungur og róttækur... Út er komin bókin í Hítardal og Kristnesi. Ævisaga Péturs Finnbogasonar. Þetta er saga manns á fyrri hluta þessarar aldar sem vildi menntast og verða að liði í baráttunni fyrir betra lífi. Pétur var fæddur í Hítardal í Mýrasýslu 1910, og þar ólst hann upp. Hann gekk í Hvítárbakka- skólann, í Menntaskólann á Ak- ureyri og Kennaraskólann og þar lauk hann prófi 1936. Hann var kennari á Dalvík 1936-37 en síð- ast var hann skólastjóri í Glerár- þorpi. Á öllum þessum stöðum skrifar Pétur dagbók, enda var það draumur hans að verða rit- höfundur. Dagbækur Péturs og sendibréf eru þær stoðir sem bera ævisöguna uppi. Það er ekki of- sögum sagt að þessi skrif Péturs lýsa sem kyndill í sögu liðins tíma, og dagbækurnar eru sígild- ar, á hreinu og tæru máli. Á Dalvík lifir Pétur yndisleg- ustu stundir lífs sfns og þar sækir ástin hann heim. Margir eru nefndir til sögu og fólkið í Svarf- aðardal fær sitt hlutverk. í Glerárþorpi ætlar Pétur sér stóra hluti, en þá kveður dauðinn sé dyra og eftir 13 mánaða bar- áttu við berkla, lést Pétur í júlí 1939. Hér verður til ágrip af sögu Kristneshælis og ekki er allt sagt gagnrýnislaust. Það sést vel í ritverkum Péturs að hann var róttækur í skoðun- um. Hann vildi breytingar, gera lífið fegurra og betra. Bókin er rituð af bróður Pét- urs, Gunnari Finnbogasyni skólastjóra, og er 272 bls., tut- tugu myndasíður. Útgefandi er Bókaútgáfan Valfell hf. Israelsríki var stofnað 1948 á tveim þriðju þess lands, sem hét Palestfna. Árið 1967 hernam Is- rael eftirstöðvar Palestínu. Svæð- in sem Israel hernam árið 1967 eru almennt nefnd „hernumdu svæðin“ en þar búa um 1,7 milj- ónir Palestínumanna. Frá upp- hafi hernámsins hafa ísraelsk yfirvöld neitað íbúunum á þess- um svæðum um algengustu borg- araréttindi. Þess í stað hefur Isra- elsríki kúgað íbúana, grafið undan efnahagslegri þróun svæð- anna og undirbúið hægfara inn- limun svæðanna í Israel í trássi við vilja íbúanna og í trássi við alþjóðlegar samþykktir. Andófi íbúanna hefur verið mætt með harðri hendi allan tímann en í desember 1987 sauð upp úr. íbú- arnir fengu nóg. Þá hófst almenn uppreisn Palestínumanna á þess- um svæðum gegn hernáminu (Intifaða). Frá því uppreisnin hófst hafa fjölmiðlar fært okkur fréttir og frásagnir af skefjalausri grimmd og ofbeldisverkum ís- raelskra hermanna og landnema gagnvart íbúum herteknu svæð- anna. Meðan sjónvarpsmenn vest- rænna fréttastofa fengu enn að athafna sig á þessum svæðum, fengum við að hjá ísraelska her- menn skjóta á hópa Palestínu- manna sem mótmæltu hernám- inu eða berja til óbóta palest- ínska ungling sem hafa kastað grjóti að hernámsliðinu. Nýlega mælti ráðherra úr ísraelska Verkamannaflokknum svo fyrir, að auka ætti fjölda særðra meðal Palestínumanna til þess að stemma stigu við uppreisn þeirra. Samkvæmt mannréttindasam- tökum, sem starfa á þessum svæðum, hafa 333 nafngreindir Palestínumenn látist af völdum skotsára og barsmíða ísraelskra hermanna svo og af völdum tár- agass og öðrum ástæðum, frá byrjun uppreisnarinnar í des- ember 1987 til 9. október sl. Fjöldi særðra er áætlaður 45.000, þar af um 20% af völdum skots- ára, 45% af völdum barsmíða og 30% af völdum táragass. Hér er þó ekki um stríð að ræða, heldur atlaga hermanna gegn óvopnuð- um borgurum. Þá grípa ísraelsk yfirvöld gjarnan til þess ráðs að jafna hús Palestínumanna við jörðu. Þetta er gert til þess að refsa fjöl- skyldum „grunaðra" Palestínu- manna. Fólkið fær 15 mínútur til að losa eigur sínar og svo kemur jarðýtan og leggur hús í rúst. Frá því uppreisnin hófst misstu meir en 2500 manns heimili sín með þessum hætti. Þá er ráðist að lífs- afkomu Palestínumanna með því að eyðileggja uppskeru, höggva tré og neita bændum um vatn til árveitu. Áætlað er t.d. að ísraelsk yfirvöld hafi höggvið a.m.k. 100.000 ávaxta- og ólífutré á her- teknu svæðunum auk meiri fjölda græðlinga, í refsingarskyni. Þegar einstaklingar í palest- ínskum bæjum verða uppvísir að því að grýta herbíla, sem ráðast inn í bæi Palestínumanna, er gjarnan gripið til þess ráðs að setja útgöngubann á allan bæinn. Þannig hafa heilar borgir verið settar í herkví: Hernámsyfirvöld loka þá fyrir vatn, rafmagn og rjúfa símasamband við umheim- inn. Aðkomumönnum er meinað að komast inn á svæðið. Blaða- mönnum er meinað að fylgjast með aðgerðunum og hermenn ganga hús úr húsi, berja fólk, brjóta húsgögn, skelfa íbúana og handtaka nokkra tugi manns af handahófi. Slík útgöngubönn eru nær daglegur viðburður á ein- hverjum hluta herteknu svæð- anna: Stundum ná þau til nokkur hundruð manna en stundum til hundruö þúsunda. íbúar Gaza- svæðisins, um 600 þús. manns, hafa sætt næturútgöngubanni frá því í mars sl. Hermenn eru settir til að gæta þess að engar vistir berist til íbúa svæðanna, því eitt af markmiðum aðgerðanna er að svelta íbúana til hlýðni og upp- gjafar. Þannig var t.d. sagt í frétt- unum laugardaginn 26. nóv. að Stöðug mannréttindabrot Skýrsla félagsins Ísland-Palestína um mannréttindabrot Ísraelsríkis og um palestínska fanga þrjátíu meðlimum ísraelsku sam- taicanna Dai Lakkibush („niður með hernámið“), sem ætluðu að færa íbúum á Gazasvæðinu mat- arvistir og lyf, var meinuð innganga á þessi landssvæði. ísraelsk yfirvöld ráðast ekki aðeins gegn mótmælafundum og grjótkösturum. Starfsemi verka- lýðsfélaga, frjálsra félagasam- taka og jafnvel góðgerðarstofn- ana á herteknu svæðunum er stórlega heft ef ekki beinlínis bönnuð. Skólum á öllum stigum hefur verið lokað svo mánuðum skiptir og palestínsk menningar- starfsemi á í vök að verjast vegna ritskoðunar og annarra ofsókna. Þá hefur Israelsstjórn gripið til þess ráðs að flytja fjölda Palest- ínumanna frá þeirra eigin ættjörð í útlegð. Það þarf varla að taka fram, að allt sem að ofan greinir, eru stór- felld brot á mannréttindum. Enda hafa flestallar þjóðir for- dæmt framferði fsraels gegn Pal- estínumönnum. En þar sem þjóðir heims hafa ekki treyst sér til að kalla ísraelsstjórn til ábyrgðar með virkum hætti, hef- ur hún látið mótmæli heims- byggðarinnar sér í léttu rúmi liggja. Þvert á móti hefur harka fsraelsstjórnar gagnvart Palest- ínumönnum og hroki hennar í samskiptum við aðrar þjóðir far- ið vaxandi. f umfjöllun fjölmiðla hér á landi af grimmdarverkum og mannréttindabrotum fsraelsrík- isinsgagnvart Palestínumönnum, hefur lítið farið fyrir þeim þætti sem snýr að fangelsunum þús- unda karla, kvenna og barna, réttindaleysi þessara fanga og að- búnaði þeirra. Um þessi atriði fjalla eftirfarandi kaflar. Samkvæmt áætlunum mann- réttindasamtaka Palestínumanna og ísraelsmanna er heildarfjöldi palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum um 20.000. Flestir þeiira hafa ekki verið ákærðir né dæmdir. Þeir sem eru ákærðir fá yfirleitt ekki að vita ákæruna. Hún er flokkuð sem „hernaðarl- eyndarmál". Sem stendur er um 400 palestínsk börn í ísraelskum fangelsum. Fangarnir dvelja í 9 aðalfang- elsum og fangabúðum. ísraelsk yfirvöld hafa reist fangabúðir fyrir Palestínumenn víða á hern- umdu svæðunum og í ísrael: Við Jerúsalem, fyrir utan Tel Aviv, í Nablús, Khalil (Hebron) og í eyðimörkinni (Negev), svo dæmi séu tekin. í öðrum tilfellum hafa eldri fangelsi verið stækkuð. Ný- lega var reist nýtt fangelsi fyrir unglinga undir 16 ára aldri, en samkvæmt herlögunum sem gilda á herteknu svæðunum, er heimilt að fangelsa börn allt niður að 12 ára aldri. Þá eru sérstök fangelsi fyrir konur. í skýrslu, sem tveir þingmenn á ísraelska þinginu (Knesset), Tawfik Toubi og Tawfik Zayyad, sömdu um heimsókn sína í Ketzi- ot („Ansar 3“) fangabúðirnar í júlímánuði sl., kemur fram að þar sé að finna sem næst þver- skurð af palestínsku þjóðinni. Fangarnir, alls 2.717, voru á aldr- inum 16-70 ára. Flestir voru verkamenn, námsmenn og ung- lingar úr flóttamannabúðunum. Meðal fanganna voru einnig for- ystumenn verkalýðsfélaga, sveitarstjórnarmenn, lögfræðing- ar, rithöfundar, ljóðskald, blaða- menn, háskólaprófessorar, kenn- arar, söngvarar og myndlistar- menn, svo dæmi séu tekin. ísrael er almennt talið réttar- ríki. En það á aðeins við um gyð- inga. Aðrar reglur gilda um Pal- estínumenn. Þúsundum palest- ínskra fanga er haldið án form- legrar ákæru. Samkvæmt þessum lögum leyfist yfirvöldum að hafa íbúa í haldi í allt að 6 mánuði án dómsmeðferðar vegna „gruns“ um ólöglegt athæfi, t.d. aðild að palestínskum stjórnmálahreyf- ingum, palestínskum stúdenta- samtökum, kvenfélögum eða verkalýðsfélögum, sem ekki eru í náðinni. Þá eiga menn á hættu að vera handteknir fyrir að syngja palestínska ættjarðarsöngva, klæðast litum palestínska þjóð- arfánans eða eiga ættingja sem látið hafa opinberlega í ljós and- stöðu við hernámið, svo dæmi séu tekin. Þá þekkjast mörg dæmi þess að föngum sé haldið eftir að 6 mánaða varðhaldstím- anum er lokið, eða þá að þeim er sleppt og þeir handteknir á ný nokkrum dögum síðar á grund- velli upploginna sakargifta. Þannig kemur fram í skýrslu þingmannanna Toubi og Zayyad, að dr. Abdal Sataar Khaleile sit- ur nú í gæsluvarðahldi í fanga- búðunum „Ansar 3“ í eyðimörk- inni, sakaður um útgáfu á dreifi- riti í aprílmánuði sl. en þá var hann í fangelsi. Allar aðstæður og aðbúnaður palestínskra fanga dregur mjög dám af réttleysi þeirra og ómannúðlegri afstöðu stjórnvalda og hers í ísrael. Að vísu eru aðstæður nokkuð mis- jafnar milli fangelsa og fanga- búða. Sum fangelsi eru ætluð fyrst og fremst sem langtíma geymsla meðan önnur eru notuð meðan yfirheyrslur og pyntingar eiga sér stað. í skýrslu þingmannanna Toubi og Zayyad um heimsókn þeirra í „Ansar 3“ gefa þeir lýsingu á því sem bar fyrir augu og eyru. ( heimsókn sinni fengu þeir tæki- færi til að ræða vð fangelsisyfir- völd og við marga fanga. Þeir dvöldu dágóðan hluta úr degi í búðunum. Fangabúðunum er skipt í fernt. Hverjum fjórðungi er aftur skipt í 5 svæði. I hverjum þessara svæða eru allt að 200-240 fangar sem búa í 8 tjöldum. Hvert svæði er einangrað frá hinum svæðunum með gaddavír og hárri girðingu til að koma í veg fyrir samskipti fanga milli svæðanna. Meðal fanganna eru feðgar, sem haldið er á sitthvorum básnum. Þeim er meinað að hafa samband sín á milli. Engin gólf eru í tjöldunum önnur en ber jörðin. Fangarnir sofa á dýnum sem hvíla á þunnum tréplötum á jörðinni við mikil þrengsli. Fangarnir verða því fyrir áreitni sporðdreka og ann- arra hættulegra skordýra. Þeir mega ekki yfirgefa tjöldin sín milli kl. 10 á kvöldin og kl. 5 á morgnana. Hreinlætisaðstaða er léleg. í búðunum er ekkert rennandi vatn, heldur er það flutt þangað og sett í tanka. Þrátt fyrir óbæri- legan hita á daginn, óhreinindi, sandblástur og lélegan aðbúnað, kveða reglur á um að fangar fái eingöngu að fara í sturtu á 10 daga fresti og þá í 3-4 mínútur hver. Daginn sem þingmennirnir heimsóttu búðirnar var vatnið búið um hádegisbilið. „Salerni“ fyrir hverja 200-240 fanga eru tvær holur í jörðu og asbestplötur með gati í miðjunni ofan á. Mik- inn daun leggur af þessum holum um búðirnar. Fangar fá eina skyrtu og einar buxur við komuna í búðirnar og síðan ekki söguna meir. Fötin eru yfirleitt gegnslitin, rifin og tölur dottnar af. Engin aðstaða er til að gera við fatnaðinn og hvergi þvottaaðstaða. Fangar sent þvo fötin sín verða að bíða í tjöldun- um uns fötin eru þurr. Þeim er bannað að fara úr tjöldunum á nærfötum. Daglegur matarskammtur er við hungurmörkin og saman- stendur aðallega af baunum og rotnum ávöxtum. Stundum fá fangar bragðvont kjöt úr dósum. Vegna lélegrar hreinlætisað- stöðu og vonds mataræðis, þjást margir fangar af iðrakveisu og öðrum meltingarsjúkdómum. Sýkingar og farsóttir eru al- gengar. Sumir fangar sem þjást af varanlegum sjúkdómum fá litla sem enga læknishjálp. Fangar hafa engan aðgang að útvarpi né sjónvarpi. Þeir fá að velja milli 4 dagblaða, sem koma til búðanna nokkurra daga gömul. Þeir mega skrifa eitt bréf á viku. Ættingjar fanganna hafa ákveðið að hvorki skrifa föngun- um né heimsækja þá til að mót- mæla þeim skilyrðum sem ísra- elsk yfirvöld hafa sett fyrir sam- skiptum þeirra við fangana. ísra- elsk yfirvöld krefjast þess af ætt- ingjum, sem biðja um leyfi til heimsóknar, að þeir vinni fyrir hernámsliðið. Ef þeir eru sam- vinnuþýðir, eru meiri líkur á að þeim leyfist að heimsækja ætt- ingja sína í fangelsinu. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins fá að heimsækja búðirnar einu sinni á viku. Halda mætti að sjálf tilvist búð- anna og þær ómannúðlegu að- stæður sem fangarnir búa við, nægði refsiglöðum yfirvöldum. En svo er þó ekki. Tímin líður hægt hjá varð- mönnunum sem hafa fáa mögu- leika til að stytta sér stundir í eyðimörkinni og veita athafnaþrá sinni útrás. Þeir grípa þá gjarnan til þess ráðs að niðurlægja og berja fangana, misbjóða þeini jafnt andlega sem líkamlega. Þá felst refsing við óhlýðni eða brot- um á fangelsisreglum (t.d. þegar fangi fer úr tjaldinu á nærbuxum einum) t.d. í því að fangar eru látnir sitja bundnir á höndum og fótum úti undir brennandi sólinni klukkutímum saman. Sérstaka refsiklefa er að finna á öllum svæðum. Klefarnir eru 3x2,5 metrar að stærð. Fangar eru settir inn tugum saman. Dæmi eru um að í eitt skipti hafi 42 fangar dval- ist í einu í slíkum klefa. Stefna ísraelskra yfirvalda er að meðhöndla fangana eins og fé. Þeir eru ekki nefndir með nafni heldur með númeri og þeir mega ekki skera sig úr fjöldanum. Þess vegna leyfa fangelsisyfirvöld að- eins ákveðna fatagerð, eins fyrir alla. Þingmennirnir Toubi og Zayy- ad eru ómyrkir í máli þegar þeir lýsa þeim áhrifum, sem heimsókn þeirra í „Ansar 3“ hafði á þá: „Eftir að hafa farið um búðirn- ar og rætt bæði við fangelsisyfir- völd og við þá sem þar eru í haldi, lýsum við því yfir að „Ansar 3“ er helvíti á jörð.“ Mannréttindasamtök í ísrael og fjölskyldur fanganna hafa skorað á ísraelsk yfirvöld að loka þessum hrottalegu fangabúðum og skorað á þjóðir heims að þrýsta á ísrael að gera það. En þótt sjálf tilvist „Ansar 3" sé tilræði við friðinn, því þar kenna ísraelsmenn föngum sín- um að hata, þá mun Iokun þess- ara fangabúða ein sér ekki breyta neinu sem nemur. Svo til allir pal- estínskir fangar í ísraelskum fangelsum sæta illri meðferð. Væri Ísraelsríki einlægt í friðar- vilja sínum, myndi það tafarlaust sleppa öllum pólitísku föngunum úr haldi og semja við fulltrúa Pal- estínuþjóðarinnar um varanlega lausn deilunnar. Framkoma t'sraelskra stjórn- valda og hers gagnvart íbúum herteknu svæðanna; fangelsanir án dóms og laga, brottrekstur íbúa úr landi sínu, og önnur mannréttindabrot, hafa mætt al- mennri fordæmingu í heiminum. Vart líður sá dagur að ekki sé einhvers staðar gefin út yfirlýs- ing, þar sem stefnu og framkomu Israels er mótmælt. Segja má, að þjóðir heims hafi einróma mót- mælt brotum Ísraelsríkis á Genf- arsáttmála þeim, sem getið er að framan. En Ísraelsríki hefur látið öll mótmæli sem vind um eyru þjóta. Fáir binda vonir við að stefna Israelsríkis breytist á næstunni til hins betra. Mun fleiri óttast að við taki enn ofstækisfyllri stjórn. Meðan þjóðir heims hika við að beita Ísraelsríki virkum þrýstingi, er ekki útlit fyrir að mannrétt- indabrotum ísraelsmanna linni. Af þeim sökum er ekki líklegt að palestínskum föngum í ísra- elskum fangelsum fækki á næst- unni né að aðbúnaður þeirra batni. Það er því mikilvægt að Iíknarstofnanir um allan heim veiti palestínskum föngum og fjölskyldum þeirra alla mögulega aðstoð og fylgist með því að sú aðstoð komi til skila. í þessu Umsátursástand í flóttamannabúðum í Ramallah, skammt frá Jerúsal- em. Ljósm. Ólg. við peysunum og koma þeim til skila. Einnig er hægt að greiða andvirði peysu inn á gíróreikning nr. 1136, merktan neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína. Á sama tíma er brýnt að þjóðir heims taki höndum saman til að binda endi á hernám Palestínu og tryggja öryggi allra íbúa í Palest- ínu, Israela jafnt sem Palestínu- manna. skyni hefur Félagið (sland- Palestína nú hafið neyðarsöfnun fyrir fanga í fangelsum ísraels- manna. Við ætlum okkur að safna umtalsverðu magni af peysum sem eiga að verða palest- ínskum föngum í eyðimörkinni skjól fyrir bitrum næturkulda. Peysurnar eiga að vera dökkbláar með V-hálsmáli að kröfu ísrael- skra yfirvalda. Rauöi krossinn hefur lýst sig reiðubúinn að taka Kœri bróðir, égþakka þérfyrir síðast. Fráþvíað við kvöddumst í landi mínu, Palest- ínu, í júnímánuði síðastliðnum, hefur líf mitt breyst. Eg var í Tay- beh og upplifði það að 14 ára drengur sem þú þekkir, Ibrahim Gazan Ranqui, var skotinn afísra- elskum hermönnum þar sem hann stóð við hliðina á mér og hann dó í örmum mínum... Þannig hefst bréf sem mér barst nú í desemberbyrjun frá palestínskum félaga mínum, sem hafði fylgt mér um hin herteknu svæði Israelsmanna í Palestínu í júnímánuði síðastliðnum og ég greindi frá í nokkrum greinum hér í blaðinu um mánaðamótin júní-júlí. Á þessum fáu dögum höfðum við kynnst mörgu fólki í kristna bænum Taybeh, skammt frá Jerúsalem, við höfðum notið einstakrar gestrisni fólksins þar og ég átti m.a. langt samtal við sóknarprestinn í Taybeh, sem birtist hér í blaðinu 8. júlí s.l. Einn þeirra sem við kynntumst í Taybeh var einmitt Ibrahim Gaz- an Aranqui, 14 ára piltur sem síð- an hefur bæst í hóp yfir 400 fórn- arlamba ógnarstjórnar ísraels á herteknu svæðunum í Palestínu, sem drepin hafa verið á því rétta ári sem liðið er frá því uppreisnin á herteknu svæðunum hófst. Ég vitna áfram í frásögn félaga míns, sem hér er nokkuð stytt: - Ég var að koma frá Nablus um eftirmiðdaginn 29. júní, skömmu eftir að þú fórst, þegar ég frétti að landnemar gyðinga í nágrenni Taybeh hefðu brennt og eytt um 10 hektörum olívulunda fyrir utan bæinn, en þeir eru eins og þú veist undirstaða búskapar fólksins þarna. Meðal þeirra sem gengið höfðu ötullega fram í slökkvistarfinu var Ibrahim. Þeg- ar ég kom á staðinn um kl. 16 var ólga í bænuin, og unga fólkið vildi efna til mótmæla. Hópur um 20 ungmenna kom til mín og bað mig um að vera með. Ibrahim var mér samferða niður í miðbæinn, þar sem um 100 ungmenni söfnu- ðust saman, bæði piltar og stúlk- ur. Við byrjuðum á því að senda alla heim sem voru undir 14 ára Intifada í eitt ár Vitnisburður frá Palestínu Ibrahim Gazan Ranqui aðfararnótt 30. júní s.l. aldri. Síðan fengu allir lauk og sítrónu og vatn á flösku, ti! varnar táragasinu. Allir höfðu hinn hefðbundna höfuðklút okkar Palestínumanna til að skýla vit- um sínum. Síðan var skipt liði og hópar fóru í að loka aðgöngu- leiðum að þorpinu með grjót- hleðslum. Klukkan 16.30 var allt til reiðu og ekki annað að gera en að bíða. Einu vopn okkar voru hundruð steina, sem búið var að safna saman, en þá átti ekki að nota nema á ísraelsku hermenn- ina. Brátt birtust tveir herjeppar með þrem hermönnum í hvorum. Skyndilega rigndi hundruöum steina yfir jeppana og heróp Intif- ödunnar glumdu við af nálægum húsþökumogúrhúsasundum. Ég var ásamt Ibrahim og tveim öðr- um á hússvölum beint fyrir ofan vegatálmann þar sem jepparnir stönsuðu. Við þurftum ekki að bíða eftir viðbrögðum óvinarins, sem skaut táragashylkjum, haglaskotum og gúmmísícotum í allar áttir. Við svöruðum með því 14 ára piltur frá Taybeh, borinn til grafar að veifa af húsþökum 8 palest- ínskum fánum, sem Ibrahim hafði skaffað. Og við sungum sigursöng Intifödunnar. Brátt kom viðbótarlið hermanna á staðinn, þannig að þeir skiptu nokkrum tugum. Það var skipst á grjóti og táragasi í nálægt klukku- stund. Tveir ísraelskir hermenn höfðu særst af grjótkasti, og var annað sárið af völdum mar- kvissrar sendingar frá Ibrahim. Ég varð vitni að því og sá að her- maðurinn féll til jarðar og missti hjálminn. Einn jeppanna var líka illa laskaður af grjóthríðinni. Tveir úr okkar hópi höfðu fengið áverka af táragasinu. Hermenn- irnir fóru nú í skjól á bak við hú- sveggi og við dreifðum okkur um húsþök og svalir í bænum. Við Ibrahim vorum á svöluni þar sem sá vel yfir allt, og klukkan var rétt 18.20 þegar ég náði naumlega að víkja mér undan skotum sem hvinu yfir höfðum okkar. Á hú- sveggnum bak við okkur og um 30 sm. vfir höfðum okkar mynd- uðust skotgöt sem voru yfir 15 sm. í þvermál. Óvinurinn hafði greinilega gefið skipun um það að nú skyldi skjóta föstum skotum til að drepa. Við svöruðum með snöggu grjótkasti, en héldum ökkur í skjóli. Um 10 mínútum síðar sjáum við hvar hermaður er kominn upp á svalir á húsi beint á móti. Á sama augnabliki sprungu tvær táragassprengjur fyrir neðan okkur og Ibrahim kallaði til ínín: „Beygðu þig niður, beygðu þig niður, táragasið kemur!“ Síðan varð stutt þögn og við gleymdum hermanninum sem var kominn upp á svalirnar handan götunnar. Við Ibrahim vorum tveir eftir á svölunum og vörðum vit okkar gegn gasinu með palestínsku höfuðklútunum. Þá skyndilega kvað við skothvellur sem ég gleymi ekki og ég sé Ibrahim falla og um leið kallar hann: „Khaled, Khaled, hermennirnir skutu mig, pabbi! pabbi!“ Hann féll til jarð- ar helsærður og þegar við bárum hann í burtu gaf hann frá sér kvalastunur um leið og föt hans lituðust öll blóði. Hjartsláttur hans dvínaði skjótt og án áran- gurs reyndi ég að stemma blóð- rásina með höfuðklútnum hans, og á leiðinni til Ramallah (nær- liggjandi borg) fann ég að hann var að deyja í fangi mér. Leiðin þangað reyndist lokuð af ísrael- skum hermönnum, svo að við snérum til Jerúsalem og vorum komnir þangað kl. 19.00 en fund- um engan á sjúkrahúsinu. Piltur- inn í fangi mér, sem hafði kennt mérað verjast táragasi ogskotum óvinarins, sýndi ekki lífsmark lengur og ég lokaði augum hans. Við komum á arabíska sjúkra- húsið í Jerúsalem kl. 19.15, þar sem 6 læknar og 4 aðstoðarmenn reyndu án árangurs að lífga Ibra- him við. Það var ekkert að gera. Kl. 19.45 héldum við til baka með Ibrahim vafinn í léreftsdúk. Þetta var fallegt kvöld með fullu tungli, en þegar við komum til Taybeh kl. 20.30 var ennþá barist. Við komumst inn í bæinn í gegnum hliðargötu, ogfréttin um lát Ibrahims barst eins og eldur í sinu. Viðbrögðin voru svo sárs- aukafull að ég get ekki lýst þeim. Kl. 2.30 um nóttina gengum við með lík lians um götur bæjarins og fólkið fylgdi á eftir. Hann var sveipaður palestínska fánanum og hann fékk hinstu kveðju að hermanna sið, sem sannur her- maður. Hann var síðan jarðsett- ur, en í birtingu, kl. 6.30 fékk hann táknræna hinstu kveðju: hvít dúfa flaug yfir bæinn með lítinn palestínskan fána og virti þannig að vettugi útgöngubannið sem óvinurinn setti á bæinn dag- inn eftir þennan atburð... Þannig lýkur frásögn félaga míns, sem póstlögð var frá ó- nefndu landi í S-Ameríku, þar sem hann er búsettur. Hún gefur okkur mynd af ástandi sem er okkur öllum til vansæmdar. Á ársafmæli uppreisnarinnar á her- teknu svæðunum gengst félagið Ísland-Pálestína fyrir mótmæl- astöðu fyrir framan Alþingishús- ið. Þar verður á föstudag kl. 17.00 borin fram krafa um að hið nýja ríki Palestínumanna verði viðurkennt. Ekkert réttlætir að ísland viðurkenni aðeins rétt annars deiluaðilans í þeim harm- leik sem þarna á sér stað. Jafn- framt er félagið um þessar mund- ir að hefja neyðarsöfnun fyrir um 20.000 palestínska fanga sem eru í dýflissum ísraelsmanna á her- teknu svæðunum. Fangarnir þar búa við ómennskar aðstæður og þjást m.a. af bitrum eyðimerk- urkulda á nóttunni. Því höfum við einsett okkur að safna peysum eða andvirði þeirra. Pey- surnar eiga að vera í dökkbláum fangalit til þess að komast til skila. Þeim er veitt viðtaka hér á Þjóðviljanum, en andvirði einnar peysu má einnig leggja inn á sér- stakan gíróreikning félagsins nr. 1136, merktan „neyðarsöfnun Félagsins ísland - Palestína“. - Olafur Gíslason. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988 Fimmudagur 8. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.