Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 16
'SPURNINGIN' Hvað finnst þér að ætti að gera í málum kaup- manna sem selja svikið nautahakk? Marinó Gíslason Það er nú kannski of mikið að svipta þá verslunarleyfi þó mér detti það nú fyrst í hug. En í fyrstu ættu opinberir aðilar að gefa þeim áminningu. Hafsteinn Júlíusson Það þarf fyrst og fremst að ræða þessi mál opinberlega og birta lista yfir þá kaupmenn sem svíkja viðskiptavini sína svona. Guðbjörg Jóhannsdóttir Mér finnst að það ætti að svipta þá verslunarleyfi, sem verða' uppvísir að því að selja svikið nautahakk. Það má að vísu þakka fyrir á meðan þeir ekki bæta einhverju öðru en kjöti i hakkið hjá sér. Ragna Ágústsdóttir Það ætti auðvitað að taka versl- unarleyfi af svona kaupmönnum. Það er alvarlegt mál að við neytendur vitum aldrei hvað er í þessu svokallaða nautahakki. Jón Ólafsson Þeir verða að sjálfsögðu að sæta ábyrgð. Það er alvarlegt mál þeg- ar verið er að selja svikna vöru. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Af ásettu ráði fór ég ekki á vit þeirra manna sem stóðu í eld- línunni fyrr en ég vissi jafnmikið og þeir, og helst meira. Ég vildi ekki verða þægilegt viðfangsefni. þeirra til að skýra mér frá hvern- ig þeir vildu að sagan liti út, og reyndar kom það í Ijós þegar ég fór að ræða við kappa á borð við Guðmund í. Guðmundsson, Gylfa Þ., Helga Sœmundsson og Eggert G. Þorsteinsson að sumir þeirra settu mig á skólabekk og sögðu mér allt aðra sögu en ég vissi að var sönn. Ég er ekki að segja að þeir hafi verið að Ijúga að mér, en í gegnum áratugina hefur þeim verið farið að finnast að sagan ætti að vera svona en ekki hins- egin, enda ekki að furða þar sem um svo viðkvæm mál er að ræða, segir Þorleifur Friðriksson, höf- undur nýútkominnar bókar um tengsl forystumanna Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins við erlenda skoðanabræður og viðleitni hinna síðarnefndu til að hafa áhrif á þróun og stefnu ís- lenskrar verkalýðshrcyfingar. Þorleifur Friðriksson: Vil skoða sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, og þá tengsl krata við erlenda skoðanabræður, en ekki kratagullið sérstaklega. Mynd: Jim Smart. Verkalýðssaga Launráð í orðsins fyllstu Undirheimar íslenskra stjórnmála: Þorleifur Friðriksson rekur einstœðpólitísk vígaferli í kjölfar hallarbyltingar Hannibals 1952 í sjálfstœðu framhaldi Gullnu flugunnar Bókin tekur til áranna 1953 til 1956 og nefnist „Undirheimar ís- lenskra stjórnmála - reyfarak- enndur sannleikur um pólitísk vígaferli.“ Að sögn Þorleifs er hún sjálfstætt framhald Gullnu flugunnar sem kom út í fyrra. Sú bók vakti mikla athygli og kveikti deilur, en í henni var greint frá pólitískum atburðum og vígaferl- um í verkalýðshreyfingunni allt frá stofnun Alþýðuflokksins 1916 og fram yfir hallarbyltingu Hann- ibals Valdimarssonar 1952. Og ekki verður annað sagt en að „söguþráðurinn“ í nýju bók- inni kalli á reyfaralegan titilinn, þar sem einstæð pólitísk átök hóf- ust í Alþýðuflokknum í kjölfar þessarar hallarbyltingar; greint er frá átökum Stefáns Jóhanns og stuðningsmanna hans og Hanni- bals og þeirra sem honum fylgdu að málum og rekur Þorleifur hvernig hinir fyrrnefndu beittu fyrir sig erlendum skoðanabræðr- um. Flokkurinn hafði flotið á fjárhagsaðstoð norrænu bræðr- aflokkanna um árabil, en við yfir- töku Hannibals sá Stefán Jóhann Stefánsson til þess að skrúfað var fyrir alla slíka fyrirgreiðslu til flokksins. Þorleifur greinir frá stórum áhyggjum erlendra skoðana- bræðra af viðgangi hins ógnvæn- lega „hannibalisma" hér, og segir að baktjaldamakkið til að hnekkja á höfuðpaurnum hafi verið yfirgengilegt, en þess beri að gæta að saga þessi gerist á kaldastríðsárunum. Hannibalvar ekki einasta formaður Alþýðu- flokksins þegar mest gekk á held- ur einnig ritstjóri Alþýðublaðs- ins. Og þegar hann hafði misst hvorttveggja fór hann að rækta samfylkingarhugmyndir og gæla við að ná Alþýðusambandinu. Andstæðingarnir óttuðust mjög að Hannibal ætlaði sér að gera Alþýðusambandið að flokki. Sjálfur vildi hann beita því meira sem pólitísku afli, og það með heldur en ekki kunnuglegri rök- semdafærslu segir Þorleifur: Fag- legir sigrar verða ekki tryggðir nema pólitískt afl sé að baki. í Undirheimum íslenskra stjórnmála rekur höfundur síðan þróunina til myndunar vinstri stjórnarinnar vorið 1956. Átökin um þá stjórn voru geysileg, og raunar illskiljanlegt að það skuli hafa tekist að mynda hana, segir Þorleifur: stjórnarmyndunin mætti mikilli andstöðu innan Al- þýðuflokksins og til að mynda er ljóst að hann ætlaði sér aldrei að standa að brottför hersins. Og má í þessum punkti vísa til fréttar á forsíðu blaðsins um Guðmund í. Guðmundsson utanríkisráðherra stjórnarinnar, Rússa og glæpsins sem þeir stálu í Ungverjalandi þetta sama ár. Þorleifur var spurður hvort von væri á framhaldi á svipuðum nótum, en hann svaraði því neitandi. „Ég vil skoða sögu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar og þá tengsl krata við erlenda skoð- anabræður, en ekki kratagullið sérstaklega,“ sagði hann; „ég hef það verkefni með höndum að rita sögu Dagsbrúnar, og sumt af þessu skiptir máli í því sambandi, þar sem saga Dagsbrúnar er svo stór hluti af íslenskri verkalýðs-. sögu. En ég ætla ekki að fylgja þessum bókum tveimur eftir í bili.“ HS Hannibal og Eysleinn. Illskiljanlegt að það skuli hafa tekist að mynda stjórnina í Ijósi átakanna sem um hana urðu, segir Þorleifur Friðriks- son. ss r Afsakið flugfreyja; 7 Boeuf 'W 1 hvaða réttur er þetta? / haché á Jf Eitthvað með Nei, gamaÍTS nautahakk? ^ krummi, hundur, —- - ,i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.