Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 2
« Góö landkynning til vina og ættingja heima og erlendis. HEILDSOLUBIRGÐIR i^£±±f*íí^W sf Sími 91-673350 Theódóra eða Grímur? Jafnréttisálitamál í viðbótarpakka spurningaleiksins Trivial Pursuit UTSOLUSTAÐIR: BOKAVE' Spurningaleikurinn Trivial Pursuit hefur öðlast miklar vins- ældir hér á landi eins og kunnugt er, og núna fyrir jólin kom á markaðinn pakki með viðbóta- rspurningum. Eins og vera ber um nýsamdar spurningar er í bland grennslast fyrir um vitnes- kju fólks um hinar ýmsu uppá- komur í samtíðinni, og þar á meðal er spurt um skáld sem komi fyrir í leikriti Ragnars Arn- alds, Uppreisninni á ísafirði. Við höfðum spurnir af granda- lausum spilafíkli sem svaraði að bragði að hér væri átt við Theó- dóru Thoroddsen. Reyndar erfitt að ímynda sér annað svar réttara, svo mjög sem Theódóra kemur við sögu í Skúlamálunum svo- kölluðu sem leikritið snýst um, en ónei; aftan á spjaldinu stendur Grímur Thomsen! Að sönnu er Grímur á sínum stað í þessum efnum, jafnt í alvö- runni sem á fjölu'num, en j afnréttissinnaðir spilafélagarnir gáfu náttúrlega einnig rétt fyrir fyrra svarið. Hitt er svo aftur fróðlegt til umþenkingar þótt í litlu sé hve víðtækar ályktanir maður á að draga af þessu dæmi; er hér á ferðinni lítilvægt athug- unarleysi eða ómeðvitaður sex- ismi? -HS Theódóra Thoroddsen ¦ HHP' 1 — 1 ¦'•'í' ¦3 lliÍIM ^B " " • - W%'i HKͧ hí HHÉiB^tfiÉmftLty^ Hi* I fl %¦ WmSmt SON VÍKINGS IÆKJARÆTTI¥ FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VIKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoniasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjamasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ¦ •?#-. • o "• ••' • - A •" • o • 0 ¦= a V:< ÞÓRÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆ0UR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á BÖIu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. •» • • ¦ • *•-¦ • o '•?•¦ SKUGGSJA - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.