Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 3
Jón fró Pálmholti Islendinga Það var norðangola og hlýtt sólskin í bænum og fólkið á gangstéttunum varð bjartara á svip og brattara í göngulagi, held- ur en á kólgudögunum í vetur þegar élin blésu eða regnstorm- arnir dundu. Mikil eru áhrif veðursins á íbúa norðurslóða, svo háður er maðurinn umhverfi sínu þar. Eg sat við borð inni á Matstof- unni innarlega við Laugaveginn og hafði valið mér sæti við glugg- ann. Mér þótti gaman að virða fyrir mér það sem ég sá útifyrir, ekki síst fólkið sem gekk fram- hjá. Ég reyndi að geta mér til um hvaðan það kom, hvert það ætl- aði og í hvaða erindum það væri á ferðinni um Laugaveginn. Ef- laust hafa þær getgátur verið útí bláinn í flestum tilvikum en um það fæ ég víst aldrei neitt að vita. Er þetta var hafði ég verið í byggingavinnu um nokkurra mánaða skeið, en var nú hættur og ætlaði að skrifa bók. Þarna sem ég sat varð mér hugsað til vinnufélaganna. Enn hímdu þeir á skítugum vinnustaðnum, skófu steypuharðar óheflaðar fjalirnar, drógu út bogna og ryðgaða nagla, eða handlönguðu smíðaefni til iðnaðarmanna. Sumir rifu upp- sláttarmót meðan smiðirnir reistu ný á öðrum stað. Hjá þeim tæki þetta aldrei enda, því þegar vinnunni lýkur á einum stað kem- ur nýr vinnustaður þar sem allt verður endurtekið. Blessun vinnunar Og allir voru þeir fegnir að hafa vinnu og helst sem mesta. Vinnu- félagarnir voru flestir rosknir menn og mótaðir á tímum atvinnuleysis og kreppu fyrir- stríðsáranna. Þessum körlum þótti meira máli skipta að hafa mikla vinnu en hátt launaða eða svo virtist mér að minnsta kosti. Væri minnst á að dagvinna ætti að duga mönnum til vanalegs fram- færis, óku þeir sér í herðunum og horfðu tortryggnir á viðmæl- andann. Sumir ráku upp vein. Hvað eigum við að gera af okkur ef við förum heim á miðjum degi, sögðu þeir ef þeir sögðu þá eitthvað. Vitaskuld voru þeir fegnir hækkuðu kaupi, en að sleppa höndum af verkfæri í von um meira kaup kom ekki til greina. Ekkert hötuðu þeir eins innilega og verkföll. Meira að segja frídagar eins og t.d. páska- vikan þóttu þeim erfiðir að þola. Meiri yfirtíð og hærra kaup var hvorttveggja kjarabót og því lagt að iöfnu. Eg sagði stundum við þá sem svo; Hér eruð þið ekki aðeins að selja vinnuafl ykkar, heldur einn- ig tíma ykkar, ævistundirnar. Finnst ykkur ekki ævin meira virði en það að sjálfsagt sé að eyða henni allri á svona vinnu- stöðum, skítugum og hundleiðin- legum þar sem tilbreytingarleysið ríkir eitt og hvergi breyting frá dauðri venju. Þið vitið þó að ekk- ert verður endurtekið, ævin er aðeins ein. Þegar ég talaði svona fékk ég sjaldan svör. Þeir voru trúlega með öllu óvanir þessum og þvílík- um spurningum. Segðu þeir eitthvað þá töluðu þeir aðeins um blessun vinnunnar. Það væri nú fyrir öllu að hafa nóg að gera og „Mér sýnist að þjóðin hafi verið pínd til að játa húseigendatrú, hvaða guð skyldi ríkja þar yfir?" Jón frá Pálmholti. minntu mig enn á böl atvinnu- leysisins. Kaffitími í þátíð Og þarna sat ég í makindum og saup kaffi úr fínum bolla í vinnu- tímanum. Ég leit á klukkuna. Kaffitíminn var liðinn hjá þeim, þeir voru búnir að drekka skólpið sitt frá kvöldinu áður úr loki kaff- ibrúsans og skrúfa það aftur á og setja brúsann í töskuna eða plastpokann. Búnir að drepa í sígarettunni eða slá pípunni utaní nærliggjandi stein um leið og þeir risu þyngslalega á fætur. Strák- arnir hættir að fljúgast á og verk- stjórinn búinn að snússa sig vel undir einhverri uppistöðunni áður en skrapan, rifjárnið eða naglbíturinn voru handfjötluð á ný. Þrátt fyrir sólskinið var svalt úti á bersvæði og ég naut þess að sitja inni í hlýrri Matstofunni og anda að mér káffiilm og krydd- aðri matarlykt úr eldhúsinu. Hugsunin um vinnufélagana jók á ánægjukenndina. Inni á Matstofunni var slangur af fólki, en ekki var stofan þéttsetin. Flest voru andlitin kunnugleg og fátt inni sem vakti athygli mína, þar til allt í einu birtist maður um fertugt að sjá klæddur gráum fra- kka víðum og berhöfðaður. Hár hans var rautt og áberandi mikið og strítt og stóð í allar áttir eins og aldrei hefði komið í það greiða. Þennan mann hafði ég aldrei séð áður, en þótt nokkur borð væru laus stefndi hann að borði mínu. Hann bað leyfis að mega setjast og talaði með erlendum hreim. Ég sagði honum velkomið að tylla sér. Hann lagði kaffibollann á borðið og hneppti frá sér frakk- anum áður en hann settist. Kom þá í ljós að hann var í grárri lop- apeysu innanundir. Þegar við höfðum skipst á nokkrum orðum um veðrið, spurði ég hvaðan hann kæmi. Ég kem nú frá Akureyri, sagði hann. En ég kom fyrir þremur árum hingað til lands frá Eng- landi. Annars er ég Skoti, bætti hann við Og ég er að skoða fs- lendinga. Ég heiti Róbert, sagði hann og rétti mér höndina. Ró- bert Bradley. Ég sagði honum mitt nafn og helstu deili á mér og þar með að ég fengist við ritstörf. Bjartur, Bruni og Jón Prímus Það var gaman að ég skyldi hitta þig, sagði hann. Eins og ég sagði þér áðan er ég að skoða íslendinga og hef sett á blað nokkra punkta serú eiga að vera niðurstöður af þeirri skoðun. Það má vel vera að af þessu spretti einhverntíma bók, sagði hann. Hvað rak þig í skoðunarferð til íslands? spurði ég. Ég lærði íslensku í háskóla og fór síðan að kenna til þess að sjá fyrir fjölskyldu minni, sagði Ró- bert. En ég las íslenskar bækur, bæði fornsögur og seinni tíma rit. Ég fékk sérstakt dálæti á sögum Gunnars Gunnarssonar og Hall- dórs Laxness, ekki síst Halldórs og þegar ég loks gat lagt upp í þessa langþráðu íslandsferð, var ég með sögupersónur þessara höfunda í kollinum. Ég bjóst við að mæta þeim strax á flugvellin- um, en svo varð nú ekki. Eg hafði þá skamma viðdvöl í höfuðstaðn- um en dreif mig út á landið. Fyrst fór ég til Vestmannaeyja og síðan til Patreksfjarðar. Ég var víst að leita að Sölku Völku á þessum stöðum, en um þær mundir var ég að Ijúka meistaraprófsritgerð um samnefnda skáldsögu. Því miður fann ég ekki Sölku, en ég skynj- aði umhverfi sögunnar betur eftir þessar ferðir. Brátt sá ég hversu fáránlegt var að koma til landsins í leit að sögu- persónum og fór þess í stað að leita kjarnans í sálarlífi íslend- inga. Ég stundaði hér ýmsa vinnu samhliða þessari leit, vann í bygg- ingavinnu, við garðyrkjustörf og afgreiðslu á hóteli og sitthvað fleira. Einn mánuð var ég í kaupavinnu á sveitabæ fyrir norðan. Ég veit ekki hvort allt þetta gerir mér kleift að kveða upp dóm um viðfangsefnið og gerir víst lítið til, því dómar af slíku tagi hafa aðins gildi fyrir þann sem kveður þá upp. Róbert fékk sér meira kaffi og bauð mér einnig. Hann fór úr frakkanum og lagði hann á stól- bakið áður en hann fór að sækja kaffið. Þá sá ég að innaná fra- kkanum voru stórir vasar troðnir af vasabrotsbókum. Þar með voru íslenskar bækur. „Vegir lands míns ..." Veistu hvað mér þótti furðu- legast á íslandi við fyrstu kynni, sagði hann er hann var sestur á ný með fulla kaffikönnuna. Það voru vegirnir, svona vegir voru hvergi nema á íslandi. Það er eins og allir vegir séu jafn mikilvægir. Það er hvergi eins erfitt að greina á milli þjóðvegar og sveita- brautar. Og ofan í kaupið eru all- ar leiðir merktar með tölustöf- um. Það hlýtur að vera vont fyrir erlendan ferðamann að þurfa að átta sig á því að hér verður hann sjálfur að stjórna ferðum sínum með því að gera á eigin spýtur ferðaáætlun útfrá stöðum og nöfnum. En þetta hefur vitaskuld þann kost að ferðalangurinn sér því meira af landinu sem hann villist lengur. Mér fannst þetta strax vera til marks um ákveðið þjóðareinkenni íslendinga. Róbert tók upp hjá sér stóra reykjarpípu, tróð hana fulla af bresku tóbaki og kveikti í með forláta kveikjara. Hann blés frá sér stórum reykhringjum og hélt áfram. Þú undrast kannski að mér skuli hugkvæmast að láta vegakerfið gefa mér vísbendingar um þjóðleg sérkenni? Og vita- skuld er það rétt að þjóðareðli er ekki afmarkað og áþreifanlegt, heldur er það næsta útlínulaust safn óljósra einkenna. En takist manni að ná í rétt safn slíkra sér- kenna, fær maður býsna rétta lýs- ingu á því sem við getum kallað þjóðareðli. Það sem ég lærði af vegakerf- inu var, að íslendingar virðast hafa lítinn áhuga á að sýna hvert vegurinn liggur. Þeir hafa meiri áhuga á hverjum sveitabæ fyrir sig, enda eru sveitabæirnir víða betur merktir en vegirnir. Þeir hafa líka meiri áhuga á persónu hvers einstaklings, en hinu að lOaminn í sálaiirfi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.