Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 4
„Vegir lands míns eru einkennilegir vegir.“ meta hlutina á kaldrifjaðan og kerfisbundinn hátt frá sjónarmiði heildarinnar. Þeir hafa fyrst og fremst áhuga á fólki sem mann- eskjum. Þegar maður hittir ís- lending spyr hann gjarnan sem svo; Hvað heitirðu, hverra manna ertu, ertu giftur og hvað áttu mörg börn og hvað þykir þér mest gaman að lesa eða að gera og hvaða álit hefur þú á þessu eða hinu? Fólkið er forvitið og spur- ult og vill gjarnan heyra fréttir utan úr heimi. íslendingar virða sérkenni einstaklingsins í stað þess að líta á hann sem númer á braut lífsins. Þeir gefa sér líka tíma til að hjakka áfram á sveita- veginum í stað þess að æða áfram á hraðbraut. Þeir ferðast frá manni til manns og bæ til bæjar. Ég sá strax að sumir sveitabæir eru mjög nýtískulegir og að þar er gjarnan fullkominn tæknibúnað- ur, en vegurinn milli þeirra er meðsönnu miðaldasniði. Þetta er eitt af því sem mótað hefur fs- lendinga, bæði menningarlíf þeirra og efnahagsmál. Á skjön Og þetta er einnig svona í sjáv- arútveginum, hélt Róbert áfram eftir stutt hlé vegna pípunnar og kaffibollans. Hraðfrystihúsið á Óseyri við Axlarfjörð er kannski búið nýtískulegasta vélabúnaði sem völ er á, en samgöngurnar milli báts og vélasalar eru víða með svipuðu miðaldasniði og sveitavegirnir. Ég hef séð það sem ég hélt að ég ætti ekki eftir að sjá á minni tækniöld hér í okkar heimshluta, en það voru menn sem mokuðu fiskinum með göf- flum og óku honum síðan á vöru- bílum heim að frystihúsinu þar sem honum var sturtað í kös. Því- næst var honum aftur mokað uppá nýtískulega færibandið inni. Þetta hefur efalaust verið gert til að spara, rétt eins og akst- urinn og gaflamoksturinn kosti ekkert. Þetta ber vitni um frum- stæð viðhorf til vinnu og sam- gangna. Þetta er nú orðið breytt, sagði ég. Mér skilst að nú sé fiski yfir- leitt landað í kössum. Já, já, sagði hann. Sumt af þessu hefur verið að breytast en það breytist hægt, hefur lítinn forgang. fslendingar gætu stór- aukið verðmæti sjávaraflans ef þeir kynnu betur að fara með hann og bæru meiri virðingu fyrir honum. Svo þarf að auglýsa vör- una. Það er fiskiðnaðurinn sem sker úr um efnahagslega afkomu landsmanna, og þessvegna er svo mikið í húfi að vel sé að málum staðið þar. Tækifærin til að aug- lýsa íslenskan fisk og fiskiðnað eru næstum takmarkalaus. Mér dettur í hug mynd af gömlum fiskimanni með hin fallegu Austfjarðafjöll í baksýn, eða Vatnajökulinn og texta undir sem gæti verið eitthvað á þessa leið: Til þess að útvega yður besta fisk í heimi, fisk sem veiddur er á fornfrægum og ómenguðum mið- um, hefur þessi maður aflað sér meiri vitneskju um fisk og fisk- veiðar en nokkur annar. Hugs- aðu þér hve mikið stutt sjón- varpsauglýsing gæti selt. Svo mætti sýna síldarbáta, stúlkur að vinna í flökunarsal og bregða upp margvíslegum svipmyndum. Inn á milli mætti skjóta ýmsum tölu- legum upplýsingum. En þið gerið ekkert af þessu, því leiðin milli sellófanumbúðanna og væntan- legs kaupanda er með miðalda- sniði. Róbert fór aðra ferð eftir meira kaffi. Ég hafði hlustað þol- inmóður á fyrirlestur hans og lagt fátt til mála, komst reyndar lítið að. Þegar hann kom nú í þriðja sinn með kaffikönnuna fulla spurði ég mest af rælni hvað hon- um fyndist um iðnaðinn. Lýðræðisöfgar í launakerfinu Þið hafið nú ekki byggt mjög mikið á iðnaði, sagði hann. Þar til nú að stóriðjan hefur borist hing- að og helst í formi virkjunarfram- kvæmda. Þar hafið þið fallið í sömu gryfjuna og flestir aðrir að láta hina stóru féfletta ykkur, en svo ég haldi áfram með frystihús- in sem eru ykkar helsti iðnaður, þá blasir eitt við ókunnugum. Geri maður úrtak af verkafólk- inu, sem um leið er úrtak af æviskeiði starfsfólksins, skera tveir hópar sig úr. Það eru gamlir menn og ungar stúlkur. Gömlu mennirnir annast fyrst og fremst erfiðisvinnuna en stúlkurnar setja fiskinn í umbúðirnar. Og það kemur í ljós að gömlu menn- irnir fá sama kaup og allir aðrir verkamenn sem náð hafa sextán ára aldri. Ekki er gerður neinn greinarmunur á aldri, starfstíma í verksmiðjunni og reynslu annars- vegar og kauptöxtum hinsvegar. Fimm barna faðir sem unnið hef- ur í sama frystihúsinu í tuttugu ár fær svipuð laun og átján ára strákur sem unnið hefur í húsinu nokkrar vikur. Það er fráleitur launastigi sem tekur svona lítið tillit til reynslu og starfsaldurs. Þetta er öfgafullt lýðræði. Svo er bónusinn hjá stúlkunum sérstakt mál, en honum sýnist mér helst hafa verið komið á til þess að reka þær miskunnarlaust áfram án tillits til vörugæða. Launamál- in á íslandi eiga engan sinn líka. Líklega eru samgönguvandræðin svona mikil milli starfsfólksins og atvinnurekendanna. Húseignatrú Húsnæðismálin? spurði ég. Húsnæðismálin á Islandi, sagði hann, eða hrópaði fremur en tal- aði. Ef samgönguleysið er nokk- ursstaðar algert, þá er það þar. Það er hver að byggja sinn sveita- bæ. Hér er algengast að eitt eða tvö gamalmenni búi í þrjú hundr- uð fermetra einbýlishúsum eða stærri, meðan barnafjölskyldur hírast í loftlausum tveggja her- bergja kjallaraíbúðum, og borga okurleigu. Nei, ég treysti mér ekki til að ræða íslensk húsnæð- ismál. Þau eru fyrir utan svið mannlegrar skynsemi. Mér sýnist að þjóðin hafi verið pínd til að játa húseignatrú, hvaða guð skyldi ríkja þar yfir? Það er ef til vill eitt af þjóðar- einkennunum, sagði ég. Þjóðareinkennin, sagði hann og blés frá sér stórum reykhring- jum. Eitt aðdáunarverðasta ein- kenni íslendinga er hæfileikinn til að mynda sér skoðanir, verja þær fram í rauðan dauðann um leið og skoðanir annarra eru vefengdar. Afleiðing þessa er óvenju breitt stjórnmálasvið í svona litlu samfélagi. Og stjórnmálaum- ræður á íslandi eru óvenju frjáls- legar, t.d. getur gallharður kommúnisti rifist við erkiíhalds- mann hvar sem er og án þess að nokkuð gerist. Mér sýnist svip- uðu máli gegna um listir og bók- menntir, hver og ein segir þar sína skoðun. Og ræðumaðurinn getur allt eins verið bóndi eða fiskimaður eins og lærður menntamaður eða kaffihúsa- grúskari. Ég held að fæstir Islendingar geri sér ljóst hve tóm- um augum bandarískur bóndi eða franskur fiskimaður myndi stara á þá væru þeir spurðir um álit sitt á mönnum eins og Picasso eða Hemingway. Þeir hefðu aldrei heyrt slíkra manna getið. stæði sínu. Ég hef oft undrast hve margar skoðanir á því sama geta rúmast meðal ekki stærri þjóðar. Þetta er lífsmark sem þið eigið að halda áfram að rækta á öðrum sviðum. Þarna er samgangur sem víða vantar hjá ykkur. Vitaskuld geta deilur gengið út í öfgar og öfgar geta leitt til þess að aðeins sé deilt en lítið aðhafst. Sundurlyndið í íslenskum stjórnmálum sýnist mér þannig hafa leitt til athafnaleysis á ýms- um sviðum. í slíkum deilum vitna menn gjarnan í Egil Skallagríms- son jafnt sem einangraðan bónda uppi í dal og stundum verður hit- inn svo mikill útaf einhverju smá- máli að umræður um raunveru- legar lausnir komast ekki að. Þá birtast helst skoðanir eins á skoð- unum annars. Þetta getur endað með því að menn hafi einungis skoðun hver á öðrum og málefnið gleymist. Að varðveita arfinn Róbert leit á úrið sitt og kímdi. Ég er að verða mælskur eins og íslenskur stjórnmálaþrasari, sagði hann. Mér hefur liðið hreint dásamlega á íslandi þessi ár og áreiðanlega mest vegna þess að ég fór að velta þessu öllu fyrir mér. Svo er þetta stórbrotna landslag, það gerir líka samgöng- urnar erfiðar. Ætli samgöngu- leysið á íslandi eigi ekki einhverj- ar rætur í landslaginu. Þá er ég að tala um samgönguleysið í efnahags- og atvinnulífinu. ís- land er smitandi, þótt hér séu ekki hlýjar strendur, vinalegar krár eða lúxushótel á heimsmæli- kvarða. Hér má þó fá góðan mat eins og steikt lambakjöt og skyr. Og þetta indæla fólk úti á lands- byggðinni, hjá gráhærðum sjó- mönnum og veðurbitnum bænd- um er að finna djúpa þekkingu á margvíslegu efni, þótt hún sé oft- ast á engan hátt hagnýt. Þetta fólk sleppir ekki fjársjóðum sín- um, þótt þeir komi því aldrei að neinu gangi, enda eru sjóðirnir dýru verði keyptir og gleymast aldrei. Þetta eru þeir fjársjóðir sem Jónas Hallgrímsson mótaði í ljóð og Kjarval í myndir. Eigi ís- lendingar einhverntíma eftir að glata þessum fjársjóðum, þá hafa þeir misst aleigu sína. Það verður hver íslendingur að vita. Það var dæmigert þegar íslenskur rithöf- undur tók við nóbelsverðlaunum fyrir allmörgum árum, þá ávarp- IMISSAIM Kraftmikin smábíll með ótrúlegt rvmi • I000cc4rastrokka vél. • Beinskiptur4ra - 5 gíra. » Framhjóladrifinn að sjálfsögðu. i Eyðslugrannur með afbrigðum. • 3ja ára ábyrgð. Betri smábíll finnst varla. Greiðslukjör við allra hcefi. -25% útb. eflirstöðvar á2 1/2 ári. Skoðanaskipti og sjálfstæði Frelsið til að skiptast á skoðun- um er einhver dýrmætasta eign íslendinga og tengiliður sem ekki má rofna ef þjóðin vill halda sjálf- aði hann ömmu sína. Hún var sú sem hafði varðveitt arfinn. Og munið mig um eitt í allri ringul- reiðinni og samgöngutregðunni: Sá sem dansar poppdans í dag er öldungur morgundagsins. Vertu sæll ég þakka þér fyrir að hlusta. Jón frá Pálmholti. Öl, vín, brenndir drykkir og vínblöndur Eftir Hinrik Guðmundsson verkfrœðing Fróðleg, áreiðanleg og sjálfsögð handbók fyrir alla, sem vilja umgangast áfenga drykki eins og siðmenntaðir menn. í bókinni er rakin saga áfengra drykkja frá öndverðu og m. a. saga elztu ölgerðar í veröldinni, sem hefur starfað óslitið frá árinu 1040. Bókin er skreytt með fjölda litmynda og þar er að finna mikinn fjölda uppskrifta og leiðbeininga um framleiðslu og neyzlu áfengra drykkja, þar sem hófstillingin sýnir menningar- brag Evrópumannsins. Kjörin bók fyrir unga sem aldna. Verð: 3.750 kr. með söluskatti. Hinrik Guðmundsson, sími 34026

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.