Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 5
Myndbandavœðing á gullstrandlencjunni íslenskframleiðsla: Kjalgyllt bókarlíki utan um myndböndin. Sigurður P. Þorleifsson: Fer vel í hillu Ahrifamáttur bókarinnar lætur ekki aö sér hæða eins og des- emberdæmin sanna. Blaðamað- ur rakst á frumlegt tilbrigði við þetta stef í búðarglugga við Laugaveginn núna í vikunni, en það eru hylki eða hulstur til aö geyma í myndbönd, og eru hul- stur þessi eftirlíkingar af bókum. Og eins og vera ber með gyllingu á kilinum. - Ég gæti vel trúað að þetta seljist vel þegar fólk áttar sig á þessu, sagði Sigurður P. Þorleifs- son í Amatörversluninni við Laugaveginn þar sem höndlað er með þennan varning. Sigurður sagði að sér sýndist þægilegt að geyma myndbönd í hylkjunum, þau færu vel í hillu og ættu að koma því fólki í góðar þarfir sem á mikinn sæg myndbanda en hef- ur ekki ieyst geymsluvandamál- in. Ahrifamáttur bókarinnar lætur ekki að sér hæða hjá þjóð sem við hana er kennd á hátíðlegum stundum. Hér hefur hún endurskapað mynd- bandið í sinni mynd ef svo mætti að orði komast. Það er Sigurður P. Þorleifsson í Amatörversluninni sem hampar hlífðarkápum í bókarlíki utan um myndböndin. Mynd: ÞÓM. Hér er um íslenska framleiðslu að ræða, og reyndar erfitt að ímynda sér annað miðað við þann sess sem bókin skipar hér hjá okkur: Á öðrum og kannski óvirðulegri dögum bínefndi Megas innbundinn hillubóka- kostinn og kallaði gullstrand- lengju, en ekki er gott að segja hvort sá mæti maður hefði haft ímyndunarafl til að Iáta sér detta í hug að bókin ætti eftir að taka myndbandið undir sinn verndar- væng með jafnáþreifanlegum hætti og hér hefur gerst. Myndbandahlífðarkápurnar fást hvort heldur sem er í svörtu eða rauðu bandi. Þær eru raðnúmeraðar og koma fimm saman. Slíkur pakki kostar 975 krónur. HS F L 0 S A R T E L U C E ; „I GÓÐRI HÓNNUN HÚSGAGNA RENNA HUGMYND OG HANDBRAGÐ SAMAN í EITT. EN LAMPAR OG LJÓS NJÓTA AÐ AUKI TÖFRA BIRTUNNAR." ..... |§g|l ÉiÉiitilia PHIUPPE STARK HÖNNUÐUR. HÉSlá mmémMS Sg§l||§tfp® Ripis éw&k Wm&’í ■éi. CASA, BORGARTUNI 29, SIMI 20640 Ú1 ral fmm fttt P&Ó/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.