Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 9

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 9
Handtak yfir Vamnána Sagt frá gömlum „milliríkja“-samningi. Skagfirðingarnir þóttu varasamir frá V': lyl®?nús Gíslason, Ásgrimur Jónsson, Karl J. Magnússon og Sigurpáll Árnason, fjórði Skagfirðingurinn, var ókominn i hopinn þegar samningurinn var „undirritaður". Kvöld í janúarbyrjun. Kyrrt veður og stjörnubjart, nokkurt frost. Bíll var á leið austur yfir Fjall. Farþegar voru fáir og hljóðlátir. Eg þekkti þá ekki utan félaga mína tvo. En þá þekkti ég líka vel eða eins vel og sjálfan mig, kannski betur. Við vorum kunnugir allt frá bernsku. Auk þess hafði ég verið samtíða þeim í skólum. Öðrum einn vetur í Bændaskólanum á Hólum, hin- um tvo vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, þar sem við vorum herbergisfélagar, annan veturinn í (Hel)-víti, hinn í Síberíu. Og nú voru iengri samvistir framundan, tvö og hálft ár, ef allt færi eins og ætlað var. Við höfðum sótt um skólavist í Garðyrkjuskólanum að Reykj- um í Ölfusi. Hann átti raunar ekki að byrja fyrr en í apríl. En þangað til áttum við að vinna við garðyrkjustöðina, sem skólinn var nú að taka við úr hendi Guðj- óns bústjóra. Þar til skólinn hæf- ist fengjum við frítt fæði og húsn- æði og 30 kr. á mánuði í kaup. Og nú vorum við á leið í Reyki og mun hver hafa hugsað sitt. Bjarna bílstjóra mun hafa þótt söfnuðurinn heldur þegjanda- legur. Og rétt í þann mund er við ókum fram hjá Skíðaskálanum í Hveradölum hóf hann upp söng mikinn. Bjarni var maður glað- vær og söngvinn, eins og við átt- um eftir að kynnast betur síðar. Hann átti heima á Stokkseyri og ók bíl fyrir Pál Guðjónsson, bíla- útgerðarmann þar. Líklega höf- um við félagar verið búnir að fá nóg af þögninni eins og Bjarni, a.m.k. vorum við fljótir að taka undir við hann. Úr því varð ekki lát á söngnum fyrr en bíllinn nam staðar við Mjóikurbúð í Hvera- gerði. Við stöfluðum farangri okkar upp við húsvegginn og Bjarni sagði okkur tií vegar upp að Reykjum. Þvínæst kvöddumst við með hressilegu lagi og paufuðumst út í myrkrið. Þegar þessi saga gerðist var Hveragerði ennþá ákaflega fá- mennt þorp. Muni ég rétt þá mun ekki hafa verið búið að staðaldri nema í 12-15 húsum. Auk þess voru svo örfáir sumarbústaðir, sem á þessum árstíma stóðu að sjálfsögðu auðir. Á skólasetrinu Reykjum var heldur ekki margt um manninn. Þar vorum við að- eins sex þar til skólastjsórahjónin komu. Ég held það megi segja um okkur þremenningana að við vór- um allir fremur félagslyndir. Og okkur fannst félagslífið fremur dauft þarna í Suddakrók, en svo nefndi Magnús heitinn Torfason sýslumaður vinkilinn þarna upp við Hellisheiðina, þar sem Hver- agerðisþorp var nú að myndast. Og þessii nafngift sýslumanns hitti í mark. í Hveragerði var ákaflega úrkomusamt. Þar gat rignt svo að ekki væri hundi út sigandi þótt Ingólfsfjall væri baðað sólskini. Við höfðum ekkert á móti því að komast á ball öðru hvoru. En þar var hægara um að tala en í að komast. A Reykjum var ekki annað kvenfólk en skólastjóra: frúin og roskin ráðskona. I Hveragerði voru 4 eða 5 strákar á aldur við okkur en varla nokkur stelpa, nema í Kvennaskólanum auðvitað. Þar voru þær á milli 10 og 20. Og „þangað mændi vonin öll“. En þar réð Árný ríkjum og okkur þótti hún ekki beint á- rennileg. Mikill skörungur Árný þessi var Filippusdóttir, Rangæingur að ætt og uppruna. Gerðarkona í sjón og raun. Ágætlega menntuð. Auk náms hér heima nam hún við Det tekn- iske Selskapsinstitut í Kaup- mannahöfn 1918-1924, í Dansk kunstflid foreningsskole í Kaup- mannahöfn 1920-1925. Fór námsferðir til Kaupmannahafnar og Þýskalands 1928. Stundaði síðan kennslu bæði erlendis og hér heima. Stofnaði Kvenna- skólann að Hverabökkum í Hveragerði 1935 og stjórnaði honum með miklum skörungs- skap árum saman. Árný var, eins og áður sagt, mikil gerðar- og gáfukona, mjög listfeng, fjölhæf- ur kennari og reyndist okkur Reykjapiltum góður og skilnings- ríkur nágranni. Hugað að aðgerðum Jæja, svo var það kvöld eitt að við félagar tókum þetta vanda- mál og áhyggjuefni til rækilegrar umræðu uppi á Bræðraborg, en svo nefndum við herbergið okk- ar. Og við komumst að þeirri niðurstöðu, að einn okkar skyldi ganga á fund Árnýjar og freista þess að leiða henni fyrir sjónir nauðsyn þess, bæði fyrir okkur og „stúlkurnar mínar“ (orðalag Árnýjar um námsmeyjarnar), að lyfta sér aðeins upp svona hálfs- mánaðarlega. En hverjum okkar skyldi svo falin á hendur þessi vandasama og þýðingarmikla samningsgerð? Við ákváðum að láta atkvæði skera úr. Félagar mínir kusu mig (og ég hefi grun um að það hafi verið samantekin ráð), en ég kaus annan þeirra. Ákveðið var að láta til skarar skríða að tveimur dögum liðnum. Þangað til hugsaði ég um lítið annað en það hvernig ég ætti að haga mínum málflutningi. Um þessar mundir vorum við að þvo vermireitaglugga. Og til marks um það hvað ég var upptekinn af að hugsa um þær vandasömu og viðkvæmu viðræður, sem fram undan voru, er að ég var einu sinni búinn að þvo einn glugga í hálftíma, sem annars átti ekki að vera nema 5 mínútna verk, þegar félagar mínir hnipptu í mig og spurðu hvort glugginn færi nú ekki að verða hreinn. Örlagarík augna- blik Og svo kom að því að ég labb- aði niður fyrir Varmána og kvaddi dyra á Hverabökkum, en svo nefndist bygging kvenna- skólans. Ung og broshýr stúlka kom til dyra. Mér fannst hún á- kaflega geðþekk og varð nú stað- ráðnari í því en nokkru sinni fyrr að leggja mig allan fram við samningsviðræðurnar. Og innan stundar sat ég inni í einkastofu Árnýjar, sem þegar lét bera fyrir mig hinar bestu veitingar. Eg hafði þaulhugsað hvernig ég skyldi haga málflutningi mín- um. Ég byrjaði á að greina frá því, að við værum nú nýkomnir að Reykjum, þrír Skagfirðingar, væntanlegir nemendur við Garð- yrkuskólann. Við værum eðlilega ókunnugir öllu og öllum á þess- um slóðum og vildum gjarnan vita ofurlítið um mannlífið í þessu litla samfélagi og teldum hana öðrum líklegri til að fræða okkur um það. Hvað gæti hún t.d. sagt okkur af félags- og skemmtanalíf- inu? - Það er nú hvorki mikið né margbrotið, sagði Árný. - Hér er eðlilega fátt af ungu fólki utan „stúlkurnar mínar" og það segir sig því sjálft, að skemmtanalífið getur ekki verið mikið. Og skólans vegna þykir mér það nú bara gott því „stúlkurnar rnínar" láta þá síður glepjast frá náminu. Ekki þótti mér nú þessi orð lofa góðu um lukkuleg málalok. En ekki dugði að gefast upp við svo búið svo ég fór að tala um það, að við þremenningarnir hefðum ákveðið að beita okkur fyrir auknu skemmtana-, félags- og menningarlífi þarna í þorpinu. Við hefðum t.d. ákveðið að ganga í ungmennafélagið, - sem náði yfir allt Ölfusið, - og reyna að hressa það við. Við ætluðum að ganga í kórinn hans séra Ólafs í Arnarbæli,- vissum reyndar að í honum var Árný sjálf og nokkrar stúlkur úr kvennaskólanum. Við hefðum ákveðið að beita okkur fyrir leiklistarstarfsemi og loks hefðum við hug á að efna til smá- vegis dansæfinga svo sem einu sinni í mánuði, helst oftar. Allt fyndist okkur þetta miða að því að lyfta staðnum og gera mann- lífið þar betra og skemmtilegra. En á þessum áformum væri þó viss hængur, og hann verulegur. Hér væri, eins og hún vissi, ákaf- lega fátt af ungu fólki, utan náms- meyjanna hennar. Þessar ráða- gerðir stæðu raunar alveg og féllu með þátttöku þeirra. Hvað dans- æfingarnar áhrærói, ef af þeim yrði, þá teldum við eðlilegt að hún mætti þar sjálf með stúlkun- um sínum. Við höfðum nefnilega heyrt, að Árný hefði mjög gaman af að dansa. Og svo mætti að lok- um minna á það, að bráðlega tæki Garðyrkjuskólinn til starfa á Reykjum. Hún væri hinsvegar hér með sinn kvennaskóla. Það væri mjög þýðingarmikið, bæði fyrir það fólk sem hér byggi nú og framtíð byggðarlagsins, að sem best og nánast samstarf gæti tek- ist með þessum skólum. Það mundi einnig styrkja og efla þá báða, útávið jafnt sem innávið. Við þremenningarnir vildum, fyrir okkar leyti, vinna að því að skólarnir tækju höndum saman yfir Varmána um að stuðla hér að sem fjölbreyttustu og mestu félags- og menningarlífi. Með þessu lét ég máli mínu lokið og þóttist bara hafa verið nokkuð sannfærandi. Meðan ég lét dæluna ganga hafði Árný ekki sagt eitt einasta orð en öðru hvoru flögruðu bros- viprur yfir andlit hennar, sem ég var óviss um hvað ættu að merkja. Loks sagði hún: - Ég býst við að þér sé það nú ljóst, Magnús minn, að það hvílir mikil ábyrgð á mér gagnvart „stúlkunum mínum". Ég lít svo á að þær séu fyrst og fremst komn- ar hingað til þess að læra en ekki til að skemmta sér. Hinsvegar hef ég ekkert á móti félags- og skemmtanalífi sé því haldið innan siðsamlegra marka. En ég ætla að hugsa málið. Komdu eftir tvo daga. Jæja, verra gat það verið og mér varð hugsað til máltækisins, sem segir að sjaldan falli tré við fyrsta högg. Að enduðum löngum dögum Að tveimur dögum liðnum hitti ég svo Árnýju, eins og um hafði verið talað. Um eftirvænt- ingu okkar félaganna er óþarft að ræða, hún liggur í augum uppi. - Jæja, Magnús minn, sagði hún, þegar við höfðum heilsast. - Ég hef nú hugsað um þetta, sem þú varst að tala um við mig. Og ég treysti því náttúrlega að ykkur Reykjapiltum gangi gott eitt til. Nokkrar „stúlknanna minna“ eru nú, ásamt mér, í kórnum, og ég hef auðvitað ekk- ert á móti því að þið bætist í þann hóp. Ég vil líka gjarnan leyfa þeim að taka þátt í leikritinu og áskil mér rétt til þess að mæta á æfingum hjá ykkur. Og svo er það nú dansinn. Jú, ég fellst á að mæta með „stúlkunum mínum“ á dansæfingu hérna í samkomuhús- inu svona einu sinni í mánuði, kannski oftar, ef allt fer vel fram. Og svo máttu gjarna vita það, að ástæðan til þess að ég tók mér þennan umhugsunarfrest var einkum sú, að mér fannst ábyrgð- in á „stúlkunum mínum“ þyn- gj ast talsvert við það, að vita ykk- ur alla vera Skagfirðinga. -mhg Frá v.: Herbert Jónsson, kunnur Hvergerðingur á sinni tíð og oft nefndur „borgarstjórinn". Hann var einskonar skólaráðsmaður hjá Árnýju. Múller, palestínskur pílagrímur, sem dvaldi um hríð á Hverabökkum, Árný Filippus- dóttir, skólastjóri kvennaskólans. ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.