Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 12
Þróunarsaga jólasveinsins Jólasveinar Þórunnar og Helgu Egilson meðal sýningargripa á jólasýningu Þjóðminjasafnsins ásamt heilögum Nikulási frá Bór, Sánkti Klóusi og skandinavískum jólanissum er að auki hægt að glöggva sig á þróunarsögu jólasveinsins ef svo mætti segja, allt frá heilögum Nikulási frá Bár. Þá skipar Sánkti Kláus þarna sinn sess, sem og jójanissarnir frá Norðurlöndun- urh, en frá þeim þiggur „nútíma- j,ólasveinninn" rauða litinn. í einu orði sagt skemmtileg sýning, og fróðlegt að sjá hlið- stæður við sína eigin jólasveina héðan og þaðan að í veröldinni. Til dæmis erum við ekki ein um það Islendingar að eiga jólafíg- úru sem hefur brugðið sér í líki illskeytts kvikindis þar sem er jólakötturinn; Norðmenn eiga sína jólageit sem ekki er síður ill viðskiptis en kötturinn hjá okk- ur. íslenski jólasveinaflokkurinn er hálfgerður óaldarlýður að upp- lagi, en annars staðar í veröldinni hefur fólk einengin upphugsað misjafna sauði í kringum jóla- haldið. Þannig fylgdi ekki einasta engill hinum barngóða Nikulási ef marka má átrúnað í Mið- Evrópu, heldur einnig púki, og átti sá að flengja óþektarorma. En þar með erum við kannski komin í hring jólakattarins. HS Jólasveinar þeirra Þórunnar og Helgu Egilson eru mjög eins og maður ímyndar sér gömlu jólasveinana, sagði Bryndís Sverrisdóttir sem unnið hefur að því undanfarna daga að setja upp jólasýningu Þjóðminjas- afnsins ásamt öðrum starfs- mönnum þar á bæ; dálítið eins og bændur í hátt, allir í sauðalitunum og hver með sinn feng. Á meðfylgjandi mynd má þekkja þrjá jólasveina Helgu og Þórunnar; Skyrgám, Bjúgna- kræki og Gáttaþef. Tveir þeir fyrrnefndu að sönnu með sinn feng eins og sjá má, en áhöld um hinn þriðja, og væri kannski nær að tala um að atvinnutækið væri til staðar. Alltént vantar ekki nef- ið á Gáttaþef, og ekki annað að sjá en að hann sé sáttur með sitt þar sem hann hallar sér upp að stórum steini. Jólasveinar Helgu og Þórunnar eru þrettán talsins eins og vera ber, og að auki Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. Þessir gripir eru vel þekktir og víða til, enda mjög vandlega og skemmtilega gerðir. Á sýningu Þjóðminjasafnsins A. m.^ : ¦¦¦*."¦ É. íi- ¦¦::¦,,,. .-i^w^HMJfe sy-¦'¦JÉttjjteiji. $W~' ^mmr^^^' y:'[' yJfÍiP lÍÉtt^. ' J%-'i £j ^B;; ^^tt»- ^ 'Ííí^SH JjL ^Bl^!&&;.-::: '"'\ ¦ «Hfeg|ÍHÉ^;¦¦.;¦¦¦ ¦ Va^^Hfe"'"%¦ **'#* Wmm IHkí^, ¦ .....¦ ;>^s^^B ^^^^^ H WmW ' ^^V Hk. ' ,^mmmm\ Hf wL ¦ W^ Wm. H B 9 mTL *•'•*; - H W *"*¦ Æ m^ K æW Jm\ mmt f" ' W "nilllífH 1 &*mn^ &. & ¦ Æ :..:;:;-;*'"^ r Sfc: --¦-,¦*. Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur og fleiri jólasveinar í gerð þeirra Helgu og Þórunnar Egilson, en gripir þessir eru meðal sýningargripa á jólasýningu Þjóðminjasafnsins. Mynd: Jim Smart. BORÐBÚNAÐUR FRA BKEA PORTAL 16glös,3stœrðir kr. 1490. CHARAD hnífapör, 3 st. kr. 520.- DIPLOM MONDAN TEST könnur kr. 125. óbjórglös kr. 440. Húsl verslunarinnar. Kringlunnl 7,108 Reykjavík. Sími 686650.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.